Vísir - 19.06.1976, Page 3

Vísir - 19.06.1976, Page 3
vism Laugardagur 19. júní 1976 3 Haldið upp ó stúdentsafmœli Paö var hrcss hópur fólks sem blaðamenn Visis hittu fyrir I Valhöil á Pingvölium i glamp- andi sólskini i gærdag. Þarna voru saman komnir fimmtiu ár stúdentar ásamt mökum og voru þau að halda upp á afmælið. Þau hafa haldið hópinn allan þennan tima, þrátt fyrir að hálf öld er liðin frá þvi þau luku stúdentsprófi frá Mentaskólan- um i Reykjavik. Þau voru 44 sem urðu stúd- entar árið 1926 og þar af voru þrjár konur. Af þeim eru nú 29 á lifi. Meoal þeirra sem útskrifuðust sem stúdentar árið 1926 eru margir nafnkunnir menn og meöal þeirra eru Sveinn Bene- diktsson framkvæmdastjóri, Jón Sigurðsson fyrrv. borgar- læknir, Ragnar Ólafsson hæsta- réttarlögmaður, Óskar J. Þor- láksson dómprófastur og Hákon Bjarnason skógræktarstjóri. Af þeim sem látnir eru má nefna Bjarna Benediktsson og Jóhann Sæmundsson, sem báðir voru ráðherrar á sinum tima. Hópurinn ætlaði að eyöa deg- inum á Þingvöllum og byrjuöu á þvi að leggja blómsveig á minnisvarða Bjarna heitins Benediktssonar. —SE Kvartmíluspyrnan á morgun 35 bilar og mótorhjól hafa verið skráð til keppni hjá Kvartmilu- klúbbnum, sem fram fer hjá Hrauni i ölfusi á morgun, sunnu- dag. Keppnin hefstkl. 14.00 en miða- sala inn á svæðið kl. 12.00. Til að komast að Hrauni i ölfusi er ekið um Þrengslaveg og sagöi talsmaður klúbbsins að frá Þrengslavegi væri leiðin rækilega merkt. A meöan að á keppninni stend- ur verða einhver skemmtiatriði. Þessi keppni er haldin til aö styrkja byggingu kvartmilu- brautarinnar, sem fyrirhugað er að reisa hjá Geithálsi. —RJ Söngkona sýnir málverk Hallbjörg Bjarnadóttir söngkona og listmálari og eiginmaður hennar b'ischer sýna nú 66 málverk I Casa Nova i Menntaskólanum i Reykjavik og slendur sýningin út mánuðinn. Listsýning á Siglufirði Jóhanna Bogadóttir opnaði listsýningu á Siglufiröi i fyrradag, 17. júní, og hefur hún verið vel sótt. Allmargar myndir eru á sýning- unni, flestar málaðar undanfarna mán. Sýningin er i samkomusal I húsinu Suðurgötu 10 á Siglufiröi. Opnun sýningarinar var liöur i hátiðahöldum þjóðhátiðardagsins á Siglufirði, en henni lýkur annað kvöld. Sýningu á íslenskri nytjalist lýkur Sýningunni islensk Nytjalist, sem er i Norræna húsinu lýkur ann að kvöld. Aðsókn að sýningunni hefur verið mjög góð og sérstaka athygli hafa vakið tiskusýningarnar á fatnaði finnska hönnuðarins Vuokko. Tiskusýningarnar verða i dag og á morgun kl. 16.00 og auk þess lýkur sýningunni með tiskusýningu annað kvöld kl. 21.00. —RJ íslandsmet í fjórsðfnun eina helgi Kristján Eldjárn keypti fyrstu fjöðrina, er salan fór fram á dögunum. Með forsetanum á myndinni eru nokkrir þeirra sem skipulögðu þetta umfangsmikla fjáröflunarverkefni Lionhreyfingarinnar, frá* vinstri Jósef Þorgeirsson, Gunnar Þormar, og Þorvaldur Þorsteinsson. < Ljóst er nú að Lionsmenn hér á tandi hafa sett nýtt islandsmet i fjársöfnun er þeir seldu Rauðu fjöðrina til styrktar vangefnum i vor. Nú hafa öll uppgjör borist og samkvæmt þeim hafa safn- ast um 16 inilljónir króna þessa einu helgi. Þegar hefur verið ákveöið i samráði við Styrktarfélag van- gefinna að verja meirihluta fjárins til tækjakaupa á tann- lækningatækjum, sem nota á til þess aö veita vangefnu fólki á öllum aldri tannlæknaþjónustu. en segja má, að hún hafi verið utangarös i kerfinu fram að þessu. Tækjunum verður komiðfyrir i Reykjavik. á Akureyri Egils- stöðum og i Skáiatúni i Mos- fellssveit. Pöntuð hafa veriö fullkomnustu tæki, sem völ er á til stofnunar i Reykjavik, og verður hún að likindum full- komnasta tannlæknastofa landsins, að sögn Gunnars Þormar tannlæknis, en hann 16 miíljónir tii að leggja grundvöll að tannlœknaþjónustu fyrir vangefna hér á landi hefur unnið aö framgangi þessa máls. Tækin, sem keypt hafa verið til notkunar á stofum utan Reykjavikur verða nokkru ein- faldari að gerð, en einnig i hæsta gæðaflokki. Gunnar Þormar sagði, að yf- irvöld hefðu ákveðið að feila niður aðflutningsgjöld af tækj- unum, og ef slikt hefði ekki komið til hetði ekki veriö hægt aö kaupa svo vönduð tæki á alla fjóra staðina sem raun bæri vitni. „Þeir, sem keyptu rauðu fjöðrina geta verið ánxgöir með framganga málsins", sagöi Gunnar Þormar. „þvi að segja má að hver króna, sem safn- 'aðist hafi tvöfalt gildi vegna niðurfellingarinnar á aöflutn- ingsgjöldunum og sé þvi tveggja króna viröi”.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.