Vísir - 19.06.1976, Blaðsíða 8
8
VtSIR
Útgefandi: Keykjaprent hf.
F'ramkvæindastjóri: Davift Guftmundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson. ábm.
Ólafur Kagnarsson
Kitstjórnarfulltrúi: Kragi GuftmundSson
Fréttastj. erl. frétta: Guftmundur Pétursson
Blaftainenn: Anders Hansen, Anna Heiftur Oddsdóttir, Edda Andrésdóttir,
Einar K. Guftfinnsson Jón Ormur Halldórsson, Kjartan L. Pálsson, Ólafur
Hauksson, óli Tynes, Rafn Jónsson, Sigriftur Egilsdóttir, Sigurveig Jóns-
dóttir, Þrúftur G. Haraldsdóttir.
íþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson.
útlitsteiknun: Jón Óskar Hafsteinsson, Þórarinn J. Magnússon.
Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson.
Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurösson.
Dreifingarstjóri: Sigurftur R. Pétursson.
Auglýsingar: 11 verfisgötu 44. Simar 11660 86611
Afgreiftsla: Hverfisgötu 44. Sirni 86611
Kitstjórn: Siðumúla 14. Simi86611.7 linur
Askriftargjald 1000 kr. á inánufti innanlands.
í lausasölu 50 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Stjórnmálamenn taka
upp bónbjargastefnu
A5 undanförnu hafa ýmsir aðilar verið að
hreyfa þeirri hugmynd að heimta leigu i einu eða
öðru formi af bandarikjamönnum vegna varnar-
stöðvarinnar i Keflavik. Tillögur af þessu tagi
hafa stöku sinnum skotið upp kolli áður, en þær
hafa aldrei fengið hljómgrunn meðal fólksins i
landinu.
Athyglisvert er á hinn bóginn að nú hafa ábyrg-
ir stjórnmálamenn i fyrsta sinn gerst merkisber-
ar þessarar bónbjargastefnu. Þessi uppgjafar-
tónn gefur til kynna að stjórnmálamenn treysti
sér ekki lengur til þess að glima við þau efna-
hagsvandamál, sem við höfum glimt við undan-
farin ár og þurfum fyrirsjáanlega að gera enn un
sinn.
Sumir eru þeir, sem vilja heimta beinharða
peninga frá bandarikjamönnum. Aðrir vilja taka
þetta út i vegaframkvæmdum, flugvöllum og
hafnarmannvirkjum. Ef fram heldur sem horfir
verður þess varla langt að biða að stjórnmála-
mennirnir heimti orkuver af bandarikjamönn-
um. Þeir hljóta að geta sannfært sjálfa sig um að
þau séu ómissandi i striði.
Fram til þessa hafa stjórnmálaflokkarnir verið
á einu máli um að draga sem mest má vera úr
áhrifum varnarliðsins á islenskt efnahagslif.
Varnarmál eru ekki verslunarvara og geta þvi
ekki verið þáttur i almennum viðskiptum eins og
stöku sinnum hefur verið reynt að leiða rök að.
Varnarliðið er hér vegna sameiginlegra hags-
muna íslands og annarra Atlantshafsbandalags-
þjóða. Við höfum af eðlilegum ástæðum kapp-
kostað að hafa umsvif þess i lágmarki. Aðstaða
sú, sem varnarliðið fær hér er framlag okkar til
varnarsamstarfsins. Það liggur i augum uppi að
við myndum ekki hafa hér erlent varnarlið, ef
þess væri ekki þörf vegna okkar eigin hagsmuna.
í meginatriðum hefur þessari grundvallarreglu
verið fylgt. Nú hefur það hins vegar gerst að
varaformaður Sjálfstæðisflokksins hefur tekið
bónbjargastefnuna upp i rikisstjórninni. Formað-
ur Alþýðuflokksins hefur auk þess lýst þvi, að
hann geti fallist á þessa stefnu að einhverju leyti.
Engum blandast hugur um að slæmt efnahags-
ástand hefur haft það i för með sér, að bónbjarga-
stefnan hefur fengið nokkurn byr að þvi er virð-
ist. Það alvarlega við þetta er uppgjöf stjórn-
málamannanna. Þegar þeir nú gerast merkis-
berar þessarar stefnu ber það vott um að þeir
treysti sér ekki lengur til að glima við vandamál-
in.
Þegar svo er komið málum, má öllum vera
ljóst að taflið stendur um fjárhagslegt sjálfstæði
þjóðarinnar. Afstaðan til varnarsamstarfsins á
einvörðungu að byggjast á varnarsjónarmiðum.
Það er ekki einungis rangt heldur beinlinis hættu-
legt, ef sú staða kemur upp að ákvarðanir um
þetta efni verði teknar á grundvelli fjárhags-
sjónarmiða.
Bónbjargastefnuna þarf að kveða niður. Það er
of litilmótlegt fyrir sjálfstæða þjóð að bera hana
fram. Efnahagsvandamálin leysum við sjálfir og
vegina leggjum við upp á eigin spýtur.
■v
Laugardagur 19. júní 1976
VÍSIR
Umsjón: Guðmundur Pétursson
KAÞÓLSKA KIRKJAN
BLANDAR SÉR í KOSN-
INGABARÁTTUNA
Stuðningur viö kommúnista óþolandi, segir Páll páfi.
margra augum hefur flokkurinn
misnotað völdin og ekki reynst
þess verður aö stjórna landinu
áfram. 1 þeirra augum er ekki
svo mikill munur á þeim kost-
um, sem Fanfani setur þeim:
Kjósiö kristilega demókrata eða
seljið kommúnistum landið i
hendur.
Það gengur meira að segja
svo langt, að sumir mennta-
menn kaþólskra hafa ákveðið að
stiga skrefið tilfulls og bjóða sig
fram I kosningunum á sunnu-
daginn sem óháðir, er styðji þó
kommúnista.
Þetta hefurkomiö formanni i-
talska biskuparáðsins, Antonio
Poma, kardinála, til að hafa i
hefur gengið, sfðan Pius XII
leiddi kirkjuna i baráttu gegn
kommúnistum fyrir kosning-
arnar 1948. — Þaðvar einmitt i
þeim kosningum, sem kristileg-
ir demókratar komust fyrst til
valda, en siðan hafa þeir veriö
óslitið i rikisstjórn i 30 ár.
Á meöan kaþólska kirkjan hef-
ur þannig skorið upp herör i
kosningabaráttunni til að styðja
kristilega demókrata, hefur
flokkurinn sjálfur ekki sýnt
sama baráttukjarkinn. Hefur
honum gengið illa að finna sér
baráttumál ty að setja á oddinn,
er fylkt gæti kjósendum undir
merki hans.
mest allan timann á s júkrahúsi,
meðan starfaö hefur verið að
undirbúningi kosninganna. Það
hefur þvi komið I hlut Fanfani
að bera hitann og þungann af
kosningabaráttunni, en rétti við
hlutsinnaftur, eftir aðhafatap-
að framkvæmdastjórastöðunni,
með þvi aö sigra i formanns-
kjöri flokksins.
Fanfani hefur reynt aö höföa
til kjósenda lengst til hægri til
að bæta flokknum upp tapið á
vinstrisinnaðri kjósendum. Sýn-
ist mörgum hann hafa tekið þar
upp sömu aðferðina og leiddi til
ósigursins i sveitarstjórnar-
kosningunum.
„Þetta eru forlögin,” sagði
AmintoeFanfani, þingmaður og
formaður kristiiegra demó-
krata, sem nú fara með stjórn á
ttaiiu.
Hann hafði sloppiðheili á húfi
fyrir eitthvert kraftaverk, þeg-
ar bifreiö hans fór út af veginum
og lenti ofan i stórgrýtisurð.
Nokkrum dögum siðar birtist
i itölsku blaði skopmynd af
þingmanninum akandi eins og
galgopi, flokki kristilegra
demókrata fram af björgum,
meöan Aldo Moro forsætisráð-
herra og Benigno Zaccagnini,
framkvæmdastjóri flokksins,
reyndu að haida vagninum á
fastri grund.
Mútuhneyksli og ásakanir um
dugleysi gagnvart pólitiskum
ofbeldismönnum hvllir yfir
flokki kristilegra demókrata nú
þegar kosningar fara I hönd.
Ráðleysi virðist einkenna flest-
ar gjörðir forystumanna flokks-
ins, meðan i fyrsta skipti I 30 ár
horfir alvarlega til þess aö hann
muni missa völdin.
Fanfani er meðal þeirra, sem
gera sér vel ljóst, hversu nærri
kommúnistaflokkurinn er þvi að
ná völdum. Lætur hann ekkert
tækifæri ónotað á mannamót-
um til þess að árétta, að flokk-
urinn þurfi ekki að bæta við sig
nema einu atkvæöi til viðbótar
við hver tiu sem hann hlaut i
sveitarstjórnarkosningunum i
fyrra til þess að vera áfram
stærsti stjórnmálaflokkur
ítalfu, og vera öruggur um á-
framhaldandi setu I rikisstjórn.
En margir þeir, sem hingað
I til hafa kosið kristilega demó-
krata, eru ekki lengur vissir
um, hverjum þeir muni greiða
atkvæði sitt að þessu sfiini. 1
litt duldum hótunum um að
bannfæra sérhvern kaþólikka,
sem vinnur I kosningaundirbún-
ingnum fyrir kommúnistaflokk-
inn. Þessi hótun fékk aukna á-
herslu, þegar Páll páfi lýsti þvi
yfir, að stuðningur við
kommúnista væri „óþolandi”.
Þessi yfirlýsing páfans þykir
vera eitt það lengsta, sem páfi
Eftir sveitarstjórnarkosning-
arnar ifyrra, þar sem kommún-
istaflokkurinn vann yfirburða-
sigur, var Fanfani settur af sem
framkvæmdastjóri flokksins. 1
staðinn var valinn Zaccagnini,
sem átti að hleypa nýju blóði i
flokksstarfiðogleiða flokkinn út
úr hrörnunartimabilinu.
En Zaccagnini hefur legiö
Fanfani formaður kristilegra demókrata sýnist reyna sömu að-
feröirnar eins og fyrir sveitarstjórnarkosningarnar i fyrra, sem
leiddu til ósigurs flokks hans.