Vísir - 19.06.1976, Blaðsíða 19

Vísir - 19.06.1976, Blaðsíða 19
Opið bréf til Davíðs Oddssonar Stífelsi í Tjörnina styttur af öndum Hannes Eilifsson skrifar: „Fyrir nokkrum árum, þegar útvarp Matthildur var og hét, komu fram á þeim vettvangi ýmsar stórsnjallar tillögur, sem betur hefði mátt framkvæma, en þvi miður höfðu stjórnendur út- varpsstöðvarinnar þá ekki þau pólitisku völd sem þeir hafa i dag þannig að flest málin dóu út eftir að hafa siglt um á öldum ljósvak- ans. f dag er málum öðruvisi farið. Stjórnendur fyrirtækisins eru hver öðrum áhrifameiri, bæði i stjórnmálum og listum. Nú er komið tækifærið til að láta hendur standa fram úr erm- um og láta hugsjónamál æskunn- ar rætast. Þvi spyr ég þig, Davið: „Hven- ær má vænta tillögu frá þér i borgarráði, þar sem þú leggur til að stifelsi verði sett i Tjörnina og hún flutt í safnið upp i Arbæ, þar sem allar gamlar og góðar minj- ar frá þvi að Reykjavik var og hét, eru geymdar? Þetta er mikið þjóðþrifamál aö koma þessu i kring, þvi þá verður hægt að malbika svæðið þar sem þessi óþurfartjörn stendur i dag. jafnvel bvggja eitthvert nvt- semdarhús á svæðinu, i stað þess að bjóða feröamönnum og lands- mönnum upp á að horfa á ömur- lega mengunina i sólskininu. Um leið mundi sparast sá kostnaður sem er þvi samfara að gefa öndunum brauð. Ef einhverjir yrðu óhressir vegna andaleysisins i bænum, væri hægt að láta búa til ein- hverja litla styttu af einni önd eða svo, til minningar um hana. Davið minn. Taktu þetta til at- hugaunar. ég er viss um að mikill meirihluti þjóðarinnar stendur á bak við þig i þessum efnuni." nnaB 330 eða 400 þúsund krónur HPJ skrifar: Ég lét þess getið hér i lesenda- dálki blaðsins, aö smkv. heimild- um sem þá lágu fyrir, svo sem frá Mbl., með formann Vinnuveit- endasambandsins, Jón H. Bergs, aö bakhjarli, að á hverjum ein- stökum íslendingi hvildu skuldir I erlendum gjaldeyri sem sam- svaraði 400 þúsund krónum is- lenskum. Siðan tóku ótaldar auri blandnar ár að renna til sjávar. Guðmund- ur frá Bergsstöðum fjallaði um daginn og veginn i útvarpinu fyrir skömmu. Hann skaut á i þessu sambandi 380 þús. krónur. Ekki má gleyma Stefáni Jónssyni, al- þinigsmanni, þeim hljómmikla lúðurþeytara Alþingis, sem ekki lét sig muna um að tilnefna i útvarpsumræðum i Þingsölum, 500 þúsund kr. (aö mér heyrðist. Þessa menn læt ég alla lönd og leiö. Þá kem ég að skipherra sjálfr- ar þjóðarskútunnar islensku (vona að Matthias móðgist ekki), dr. Jóhannesi Nordal, seðla- bankastjóra og ummæla hans á ársfundi Seðlabankans 6. mai. Þar segir, aö i árslok hafi heildar- skuldir þjóðarbúsins erlendis numið um 73 milljörðum króna, sem jafngildi nálægt 330 þúsund kr. á hvert mannsbarn i landinu og greiðslubyrði áætluö á þessu ári vegna þessa 18-19% eða fimmta hver króna af væntanleg- um þjóðartekjum og muni fara vaxandi næstu árin. — Nú tek ég aö sjálfsögðu þessar tölur seðla- bankastjórans, kr. 330 þúsund, til viömiöunar þeirrar er ég nefndi, að ég taldi frá ábyrgum aðilum 400 þúsund krónur. Hér skakkar hvorki meira né minna en 70 þús krónum á hvert mannsbarn i landinu, eða um 15,4 milljarða. Hvernig má þetta misræmi eiga sérstað i veruleikanum? Dr. Nor- dal, seðlabankastjóri, tjáir okkur i ársskýrslu bankans aö hann hafi i nóvember siðastliðnum hlutast til um aö ótaldir gjaldeyris — og/eða citybankar út um viða veröld hafi lofað að aura saman i 45 milljónir bandariskra dala okkur til handa, sem heimilar Seölabankanum að draga á, hvenær sem er á þriggja ára timabili sjálfsagt til að bjarga okkur frá voðanum. —■ Má vera, að hér sé að finna, að einhverju leyti, ástæðu fyrir þessum 70 þúsund króna mismun á hvern einstakling. Látum þetta útrætt. ■BHHaMaBBBHHBaHBHI |\ llllMXUll) KUÍ’WUl— p|íU04y9 n \&wm - Fáum við sama Pallann Fríöa Einarsdóttir hringdi: „Eftir lestur bréfs frá Jóni Þórarinssyni, dagskrárstjóra sjónvarpsins, vaknaði sú spurn- ing hjá mér, hvort það yröi sá sami Palli sem við fengjum aftur á skjáinn i haust og sá sem var i vetur. aftur? Mér fannst eins og lesa mætti milli lina að svo yrði ekki heldur einhver annar,,Palli” ráðinn. Mér þætti vænt um ef Jón vildi svara mér þessu, þvi sá Palli sem við höfðum i vetur var svo góöur, að ég held aö viö fáum aldrei aft- ur annan eins. Lesendur hafa orðið er vettvangur lesenda Visis Hringið i sima 86611 milli kl. 1-3 eða skrifið: Lesendur hafa orðið, Vísi, Síðumúla 14, Reykjavík Fullorðið fók saknar líka Palla Ónafngreint fólk frá tsal sendi bréf: Við erum hér nokkur sem vilj- um taka undir það sem skrifað hefur verið i Visi um Palla og sjónvarpið. Palli er með þvi eina sem við horfum á i sjónvarpinu, dag- skráin er nú ekki svo skemmtileg yfirleitt. Fullorðið fólk talar lika mikið um Palla, svo við vonum að hann birtist sem fyrst á skjánum aftur. WIMPEX NAGLABYSSUR MEÐ HLJÖÐDEYFI SKOTNAGLAR l'mboðsmenn vorir uti a landi eru: VESTM WNAF.YJ \H : Velsmiðjan Magui. EíiH.SS 1 \ 1>IH : \'ai ahlutav ersluu iiimuars tiunnarssunar. \Kl HFVHI: \I laliuðm \KI! \M » i.:» t n, in..inmt: i. i DKKL'! V.WT.vií j t \? T vs \j V \ ; Dugguvogi 2, sími 84248 v- I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.