Vísir - 25.06.1976, Blaðsíða 24
VÍSIR
Föstudagur 25. júnl 1976
60 þúsund-
um stolið
úr íbúð í
Hafnarfirði
Brotist var inn i ibúö i blokk viö
Hjallabraut I Hafnarfiröi fyrr i
vikunni og stoliö þar sextiu
þúsundum krónum i reiöufé.
Enginn var heima i ibúöinni er
innbrotið var framiö. Málið er i
rannsókn.
______________—AH
Eldur í
Smó-
löndum
Eldur varö laus I bDskúr I Smá-
löndunum snemma i nótt.
Slökkviliöiö var kvatt á staöinn,
ogtókstaöslökkva eldinn áöur en
verulegar skemmdir uröu.
Eldurinn mun hafa kviknaö út
frá gassuöutækjum er menn voru
aö dytta aö bfl.
—AH
Ekki sœmandi
að hafa fé úf
úr varnar-
samstarfi
— segja ungir
sjólfstœðismenn
„tslensku þjóöinni er ekki
sæmandi aö reyna að hafa fé út úr
þátttöku i varnarsamstarfi.
Gildir þar einu livort rætt er um
beinar leigugrciöslur eöa fjár-
mögnun innlendra fram-
kvæmda,” segir i ályktun sem
stjórn Sambands ungra sjálf-
stæðismanna samþykkti á fundi
sinum i gær.
í ályktuninni er itrekuð fyrri
stefna Sjálfstæðisflokksins um
að öryggishagsmunir einir veröi
látnir ráða þvi hvort hér dvelst
varnarlið.
„Bandariska varnarliöið er hér
i þágu islenskra öryggishags-
muna auk þess sem her-
stöðvarnar eru framlag okkar til
sameiginlegs öryggiskerfis
Atlantshafsbandaiagsins,” segir i
ályktun SUS stjórnar.
—EKG
Sjúkraiiöar flytja ökumann vélhjólsins á slysa deild Borgarspitalans eftir slysiö í gær.
ljósm: LÁ.
UMFCRDARSIYSAALDA
VÍÐA UM LANDIÐ
Alvarleg umferðaslys
verða nú dag eftir dag
viða um land og kemur
mörgum það á óvart, þar
sem akstursskilyrði ættu
nú að vera með besta
móti á bjartasta tíma
sumarsins. Er ástæða til
að hvetja ökumenn og
aðra vegfarendur til þess
I að fara varlega og sýna
fyllstu aðgát í umferð-
i inni.
Piltur ú vélhjóli
slasaðist í Reykjavík
Piltur á vélhjóli slasaöist tals-
verterbifreiö var ekiö í veg fyr-
ir hann á Langholtsvegi um há-
degisbiliö i gær.
Slysiö varð með þeim hætti að
pilturinn ók norður Langholts-
veg þegar sendiferðabil var
skyndilega ekið inn á götuna úr
bílastæöi. Kveöst ökumaður
sendiferðabilsins ekki hafa orð-
ið vélhjólsins var fyrr en það
skall á bilnum.
Meiðsl piltsins eru ekki full-
könnuð, en hann mun m.a. hafa
skorist á fæti. Hann haföi
hlífðarhjálm á höfði.
Þrír ú slysadeild eftir
úrekstur í Hafnarfirði
Þrir voru fiuttir á slysadeild
eftir allharöan árekstur á mót-
um Suöurgötu og Strandgötu i
Hafnarfiröi I gær.
Bifreiðarnar voru fólksbili úr
Hafnarfirði og sendiferðabill frá
Reykjavik, og skemmdust þær
talsvert.
Kona slasaðist
ú Akureyri
Kona slasaðist nokkuð
er tvær bif reiðar rákust á
á mótum Hamarstigs og
Helga-magra-strætis á
Akureyri í gær.
Bifreiðarnar voru af Skoda-
gerð og Volvo Amason, og
skemmdust þær töluvert. Kon-
an, sem slasaðist var farþegi i
annarri bifreiðinni.
r
SAMÞYKKI ALLRA ÞARF TIL NYRRA
ÞVINGANA, SEGIR EINAR ÁGÚSTSSON
„Bókunin er gengin I gildi og
þaö þarf nýja samþykkt til aö
hnekkja henni. t þvi tilfelli vcröur
ekki um aö ræöa aö ein þjóö geti
beittt neitunarvaldi, heldur þarf
samþykkt allra meölimarikja
bandalagsins til aö fefla þessa
samninga úr gildi og ég hef ekki
trú á, aö til slDts muni koma.”
Þetta er túlkun Einars Agústs-
sonar, utanrikisráðherra, á
gildistöku samninga Islands við
Efnahagsbandalag Evrópu en
honum var kynnt gildistakan i
bréfi frá forseta ráöherranefndar
Efnahagsbandalagsins, dagsettu
i fyrradag. Þ jóðviljinn túlkar bréf
EBE á þá lund, að haldiö sé op-
inni leið til þvingana ef samning-
ar um áframhaldandi veiðar
bandalagsþjóöa i landhelgi okkar
islendinga nást ekki. „Það sem
ráðherranefndin á vafalaust við
er. að þeir vilja samningaviðræð-
ur um gagnkvæmar veiðar i land-
helgi Islands og efnahagsbanda-
lagsþjóðanna. Þaö er svo okkar
mál, hvort við vUjum slika samn-
inga,”sagði utanrikisráðherra að
lokum.
—JOH
Tekst þeim að sanna
að framhaldslff sé til?
íslenskir og bandarískir
vísindamenn vinna að
rannsóknum ó miðils -
hœfileikum Hafsteins
Björnssonqr
Mjög athyglisveröar rann-
sóknir á miöilshæfileikum
Hafsteins Björnssonar fara nú
fram i húsi sálarrannsóknar-
félagsins viö Garöastræti.
Rannsóknirnar eru aö nokkru
leyti framhald svipaöra rann-
sókna er áöur hafa veriö geröar
á Hafsteini i Bandarlkjunum.
Þeir sem að þessari rannsokn
standa eru dr. Erlendur Har-
aldsson og dr. J.C. Pratt frá
New York.
Niöurstööur þeirra rannsókna
sem nú standa yfir liggja eðli-
lega ekki fyrir enn sem komið
er, en margt mjög athyglisvert
hefur þó þegar komið fram, og
tók einn þátttakendanna jafnvel
svo sterkt til oröa 1 samtali við
Vísi, að þarna heföi tekist að
sanna að framhaldsUf væri til.
1 Morgni, timariti Sálarrann-
sóknarfélags Islands janúar-júli
hefti 1974 er að finna grein eftir
Erlend Haraldsson og Ian-
Stevensson sem áöur hafði birst
i timariti bandariska sálarrann-
sóknarfélagsins. 1 grein þessari
er m.a. að finna lýsingu á þvi
hvernig rannsóknin fer fram, en
svipuöum aöferöum er beitt I
rannsókninni er nú stendur yfir.
1 hverri rannsókn taka þátt tiu
einstaklingar auk Hafsteins
sjálfs.
MiöiUinn fær ekki að vita
hverjir þátttakendurnir eru, og
hann fær ekki að sjá þá. Þátt-
takendur eru siðan leiddir fram
einn og einn, raðaö af handa-
hófi, og milli þeirra og miðUsins
er ógagnsætt tjald. MiðiUinn
lýsir siðan þvi sem hann sér eða
finnur umhverfis hvern einstak-
an, og les það inn á segulband.
Þær tiu skýrslur sem þannig
fásterusiðan vélritaöarupp, og
eiga þátttakendur siðan að
reyna aö finna þá skýrslu sem
átt gæti við þá. Stundum hefur
reynst erfitt aö finna rétta
skýrslu, en með hjálp eldri ætt-
menna þátttakenda er þó und-
antekningalaust hægt að finna
viöeigandi skýrslu. Mun þetta
stafa af þvi að oft eru þaö fjar-
skyldari ættingjar en t.d. for-
eldrar og systkyni þátttakenda
sem koma fram. Ekki er þó tU
viöhlitandi skýring á þvi. Þaö,
aö fram koma fjarskyldir ætt-
ingjar, er þátttakandi jafnvel
aldrei sá eöa þekkti viröist hins
vegar geta útilokað að um hugs-
anaflutning sé að ræða.
Ekki hefur reynst unnt að
hafa tali af dr. Erlendi eöa J.C.
Pratt.en skýrt verður frá niður-
stöðum rannsóknarinnar hér i
blaöinu strax og þær liggja fyr-
ir. —AH
V