Vísir - 30.06.1976, Síða 6

Vísir - 30.06.1976, Síða 6
c Miövikudagur 30. júni 1976 visir Umsjón: Guömundur Péfurssoi Gjaldeyrís- þjófanna bí rœfnu leit- að eríendis Breska lögreglan leit- ar nú ákaft að þritugum lundúnabúa, vegna hins djarfa þjófnaðar á tveggja milljón sterl- ingspunda virði af er- lendum gjaldeyri, á Heathrow flugvelli. Sá sem leitað er að heitir Stephen Patrick Raymond og var til skamms tima I þjónustu bandariska „sendiboðaþjónustu- Liðhlaupi í heimsókn Bandarikjamaður sem gerðist liðhiaupi til Norður- Kóreu, meðan Kóreustriðið stóð yfir, hefur fengið leyfi til að heimsækja ættingja sina i Bandarikjunum. Liðhlaupinn, James G. Veneris, býr nú i Kina, en ætlar að heimsækja móður sina og systur, i Kaliforniu. Alls gerðust tuttugu og einn bandarikjamaður lið- hlaupar i Kóreustriðinu. Nitján þeirra hafa snúið aftur. Veneris hefur enn bandariskan rikisborgara- rétt, en búist er við að hann fari aftur til Kina, þar sem hann á konu og börn. Fangi í eyðimörk■ inni í tvö ár Franski fornleifa- fræðingurinn, Francois Claustre, er enn á lifi, þótt ekkert hafi frá henni heyrst siðasta árið, þar sem hún er á valdi upp- reisnarmanna i Ti- besti-eyðimörkinni. Nú eru tvö ár siðan henni var rænt og hafa allar tilraun- ir franskra yfirvalda til aö semja viö ræningja hennar um aö fá hana lausa, fariö út um þúfur. Franska fréttamynda- stofan, Gamma, sendi mann til að eiga viötal viö fangann i eyöimörkinni, og birti það i gær. —I viðtalinuátelur frúin franska flugherinn beisklega fyrir könnunarflug yfir Ti- besti-eyöimörkina, sem hún telur stofna lifi sinu 1 hættu. fyrirtækisins” Purolator. S.P. Raymond er á sakaskrá lögregl- unnar fyrir rán og fleira i þeim dúr. Upphaf þessa máls var að tveir menn töltu inn á skrifstofu flug- félaga á Heathrow siöastliðinn laugardag. Annar þeirra var i einkennisbúningi starfsmanna Purolator. beir kváðust eiga að sækja aftur erlendan gjaldeyri sem átti að flytja til útlanda. Bankinn þyrfti aö fá peningana aftur, þar sem i ljós hefði komið að þeim væri vitlaust pakkað. Hinum biræfnu þjófum voru af- hentir peningarnir og þeir hurfu i ómerktri bifreið. Svikin uppgötvuðust svo ekki fyrr en á mánudag, þegar ,,al- vöru” starfsmenn bandariska fyrirtækisins komu til starfa á Heathrow. Breska lögreglan er einkar kurteis og sagði aðeins að hún vildi hafa tal af Raymond, þar sem hann gæti ef til vill orðið henni að liði. Það var hins vegar tekið fram: „Hann kann að vera i London, eða erlendis.” SKOÐUN LURIES 6-12-76 Getur þoð ekki sprottið hraðar? Crosland í kmdhelgisvanda Utanrikisráðherra Bretlands hvatti i gær aðildarriki Efnahags- bandalags Evrópu til að lýsa sem allra fyrst yfir 200 milna fiskveiðilög- sögu. Hann fór einnig framá að bretar fengju fimmtiu mílna belti við sinar strendur, eingöngu til eigin afnota. Anthony Crosland hvatti einnig til þess að sem fyrst yrðu teknar upp samningaviðræður við þjóðir utan EBE um gagnkvæmar fisk- veiðar innan 200 milna lögsög- unnar. Crosland fær nú að kynnast af eigin raun hinni hliðinni á 200 miina landheiginni. Crosland átti þar við Island og Noreg. Honum er sérlega umhug- að um að ná einhverju samkomu- lagi við ísland, þar sem núgild- andi bráðabirgðasamkomulag rennur út annan desember. Ráðherrann sagði að fiskveiðar væru mikið hitamál i Englandi. Fiskimenn þar vilja færa strax út I 200 milur og hafa sem mest af þvi fyrir sjálfa sig. Eðli banda- lagsins samkvæmt hafa hins veg- ar fiskiskip annarra EBE-rikja mikinn rétt til veiða innan lögsög- unnar. önnur EBE-riki veröa áreiðan- lega treg að samþykkja fimmtiu milna belti sem eingöngu skuli vera fyrir breska fiskimenn. öll aðildarrikin eru sögð hlynnt 200 milna fiskveiðilögsögu. Þau vilja hins vegar hvert um sig tryggja hag sinn sem best og fá eins mikið hvort frá öðru og mögulegð er. Crosland óskaði ekki eftir að þetta mál yrði tekið fyrir strax, heldur vill hann biða eftir topp- fundi EBE-rikjanna i Brussel i næsta mánuði. Umsátrínu linnir ekki Dr Hassan Sabri Al- Kholi, samningamaður Arabasambandsins, átti á mánudagskvöld við- ræður við fulltrúa palestinuaraba og vinstriaflanna i Libanon i nýrri viðleitni til þess að koma á vopnahléi i landinu. A meðan sitja herflokkar hægri manna enn um flóttamanna- búðir palestinuaraba i Tel Al- Zaatar og leita færis til að taka þær með áhlaupi. Umsátrið hefur nú staðið i niu daga og hafa bar- dagar verið þar mjög harðir. Kamal Junblatt, leiðtogi vinstrimanna, hefur spáð þvi, að allsherjar borgarastyrjöld muni brjótast út, ef Tel Al-Zaatar fellur i hendur umsátursliðinu. Al-Kholi leitar vopnahlés, sem gengi i gildi jafnt alls staðar i landinu, en sumir deiluaðilanna vilja að vopnahléö taki einungis til nokkurra ákveðinna svæða. — Dr. Al-Kholi var settur til að vera milligöngumaður deiluaðila og flytja Arabasambandinu skýrslu um árangur gæslusveita þess i Libanon. Menn kviöa þvi, ef umsátrinu um flóttamannabúðirnar verði ekki aflétt, aö vinstrimenn og Dökkan reykinn ieggur upp til himins frá brennandi húsum I Beirút. skæruliöar palestinuaraba hefji bardaga annars staðar til aö knýja umsátursliöið til aö hverfa frá og snúast til varnar. Harðir bardagar voru I miö- borg Beirút i gær.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.