Vísir - 23.07.1976, Qupperneq 10

Vísir - 23.07.1976, Qupperneq 10
10 VÍSIR Útgefandi: Ileykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson, ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson Fréttastj. erl. frétta: Guömundur Pétursson Blaöamenn: Anders Hansen, Anna Heiður Oddsdóttir, Edda Andrésdóttir, Einar K. Guðfinnsson Jón Ormur Halldórsson, Kjartan L. Pálsson, Ólafur Hauksson, Óli Tynes, Rafn Jónsson, Sigriður Egilsdóttir, Sigurveig Jóns- dóttir, Þrúöur G. Haraldsdóttir. tþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. útlitsteiknun: Jón Óskar Hafsteinsson Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurðsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611.7 Hnur Askriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands. t lausasölu 50 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Samsæri þagnarinnar Nú að undanförnu hefur verið á dagskrá Ríkisút- varpsins athyglisverður þáttur, sem ungur heim- spekistúdent Hannes Gissurarson hefur staðið að. En jafnframt hafa viðbrögð dagblaðsins Þjóð- viljans við þessum útvarpsþáttum verið athyglis- verð. Hannes hefur fjallað smekklega um nokkra öndvegishöfunda og viðfangsefni þeirra. Þannig hefur verið rætt um Alexander Solsénytsin i þáttum hans og nú siðast um hinn merka höfund George Orwell. Þegar um þessa tvo höfunda er fjallað, verður að sjálfsögðu ekki komist hjá að vikja að ógnarstjórn þeirri, sem ibúar Sovétrikjanna hafa búið við i ára- tugi. Þessu geta aðstandendur Þjóðviljans illa unað. Þessir sömu menn sverja og sárt við leggja, að þeir hafa rofið öll samskipti sin við kommúnista- flokk Sovétrikjanna frá og með innrás þeirra i vina- rikið Tékkóslóvakiu árið 1968. En þeir eru jafnvið- kvæmir fyrir öllu sem sagt er um þarlent stjórnar- far og fyrrum. Hafa þeir nú hafið herferð i blaði sinu i tilefni útvarpsþáttanna.Ekki treystast þeir þó til að véfengja það sem þar kemur fram, eða rök- ræða þær skoðanir, sem kynntar voru. Þess i stað kjósa þeir þá leið að úthrópa manninn, sem að þátt- unum stendur, og draga dár að honum. Þessi aðferð er ekki ný eða ókunn. Er skemmst að minnast þeirra mannorðsskemmdarverka, sem Þjóðviljinn stóð að i tilefni undirskriftasöfnunar Varins lands. Aðstandendur þeirrar hreyfingar voru svivirtir á marga lund og reynt var með öllum tiltækum ráðum að sverta persónu þeirra. Tviskinningur Þjóðviljans er mjög áberandi. Aðstandendur hans segjast hættir að sækja þing og endurhæfingu til Moskvu og Svartahafs. Þeir hafa breytt um nafn á flokki sinum nokkuð reglulega og leikið pólitiskan feluleik. En enginn flokkur I Vestur-Evrópu, ekki einu sinni þeir sem skáka ekki kommúnistaheitinu i skjól standa jafn ötullega utan um sovéskt stjórnarfar og Alþýðubandalagið gerir i málgagni sinu Þjóðviljanum. Annars vegar þegja þeir um allt, sem miður fer austur þar, og hins vegar birta þeir reglubundið áróðursgreinar og glansmyndir frá sovésku áróðursskrifstofunni hér á landi. Og þeir ganga enn lengra. Vogi einhver að ræða um þann heimsharmleik, sem verið hefur að gerast i Sovétrikjunum i áratugi, þá skal hann rægður og persóna hans svert. útrýming milljóna manna flokkast i Þjóðviljanum undir ,,sumt i mark- verðustu þjóðfélagstilraunum aldarinnar”, eins og þar sagði i leiðara s.l. þriðjudag. Aðstandendur Þjóðviljans verða að skilja, að mannslif verða aldrei lögð að jöfnu við gaffalbita. Þeir verða að skilja að samsæri þagnarinnar verður ekki hægt að flytja yfir á aðra fjölmiðla en Þjóð- viljann. Afstaða Þjóðviljans til sovéskra útlaga er i samræmi við boðun sovéskra áróðursstofnana. Enn sem fyrr fer ekki á milli mála, hvern flokk Alþýðu- bandalagið hefur að geyma. Föstudagur 23. júli 1976. vism Umsjón: Jón Ormur Halldórsson y ) Nasistar í stórsókn í Bretlandi Hagnast ó vaxandi kynþóttavandamólum Þjóftarframvörðurinn notar ekki hakakrossinn sem merki enda væri það ekki líklegt til framdráttar meöal breta. Stefnan er hins vegar sama ofstækiö meö ööru orðalagi. Stjórnmála jafnvægi hefur veriö meira 1 Bretlandi en nokkru ööru landi Evrópu ef á heildina er litiö. öfgaflokkar hafa aldrei fest rætur í Bret- landi, sennilega meöal annars vegna þess breiöa bils sem jafn- an hefur veriö milli tveggja stærstu stjórnmálaflokka lands- ins. Þannig hefur verkamanna- flokkurinn löngum veriö vinstri- sinnaöri en flestir bræöraflokk- ar hans og ihaldsflokkurinn hef- ur auðveldlega rúmaö öfga- menn til hægri. A siðustu árum hefur verka- mannaflokkurinn færst stööugt lengra til vinstri og þó opinberir forustumenn hans séu ekki neinir byltingamenn hafa harö- linu sóslalistar, sem jafnast helst á viö italska eöa franska kommúnista, náö valdaaöstööu I flokknum. Vegna hins nauma meirihluta sins á þing hefur stjornin oröiö aö taka mikiö tillit til þessara manna og hefur þess gætt mjög i efnahagsstjórn landsins. A sama tima hefur ihalds- flokkurinn aö ýmsu leyti fært sig nær miöjunni, þó núverandi leiötogi flokksins, Margaret Thachter, sé I hægra armi flokssins. Kommúnistar hafa aldrei fest rætur i Bretlandi heldur hafa þannig hugsandi menn gengiö i verkamannaflokkinn og reynt aö hafa áhrif þar. Nasistar fengu nokkuö fylgi á fjóröa áratugnum eins og slikir flokkar geröu i öörum löndum Evrópu á þeim tima en flokkur- inn dd út i striöir.u, Fyrir nokkrum árum fór aö bera á hreyfingu i Bretlandi, sem baröist gegn innflutningi litaös fólks til landsins. Hreyf- ing þessi var og er tvlklofin en viröist nú vera aö skriöa saman aö nýju. Sterkari hluti hreyfing- arinnar nefnir sig, „The National Front”, eöa þjóöar- framvöröinn. Helsta baráttu- mál hreyfingarinnar er bann viö innflutningi litaös fólks til Bret- lands og „frjáls” brottflutning- ur þess sem þangaö er þegar komiö. Hreyfingin hefur i vax- andi mæli tekiöafstööu til fleiri bióömála og ber stefnuskrá hennar mikinn svip af stefnu i- talskra fasista. Hreyfingin berst ekki fyrir óheftum einkarekstri, niöurfellingu skatta eöa öðrum álika baráttumálum hægri manna. Hreyfingin er þvert á móti fasisk i réttri meiningu- þess hugtaks. Sivaxandi fylgi. 1 síöustu þingkosningum i Bretlandi fyrir tæpum tveimur árum vann hreyfingin mikinn sigur ef miöaö er viö fyrri ár- angur. Hreyfingin haföi aö visu i einangruöum tilvikum náö nokkrum árangri þá sjaldan aö hún bauð fram. Þjóðarfram- vöröurinn bauö fram i 90 af 635 kjördæmum Bretlands og fékk rúmlega 113.500 atkvæöi eöa 0.4% af heildaratkvæöamagn- inu yfir landiö allt. Siöan þá hafa liðsmenn hreyf- ingarinnar boöiö sig fram i flestum aukakosningum til þingsins og fengiö aö meöaltali rúmlega 3% atkvæöa. 1 siöasta mánuöi bauö svo hreyfingin fram i aukakosning- um til þingsins i öruggu sæti verkamannaflokksins. Fram- bjóðandi hreyfingarinnar fékk nær 6% af greiddum atkvæöum. Þetta er besti árangur hreyf- ingarinnar til þessa, sérstak- lega ef haft er i huga aö fram aö þessu hefur fylgi hreyfingarinn- ar verib aö mestu bundið viö iönaöarborgir, sem hafa hátt hlutfall litaös fólks I ibúatölu. A nokkrum svæöum i miö- löndunum og öörum iönaöar- svæöum hefur hreyfingin náö miklum árangri i sveitarstjórn- arkosningum. Hreyfingin hefur þar á mörgum stööum náð meira en 10% atkvæðamagnsins og á einum staö 44.5% atkvæöa. Þó þaö sé einangrað dæmi sést af þvi, að þar sem kynþátta- vandamál hafa skotiö upp koll- inum er hægt aö æsa fólk I stór- um stil til fylgis viö öfgahreyf- ingu þessa. 1 mai náði hreyfingin að þref- alda fylgi sitt i stórborginni Leicesterogvarþað þó verulegt fyrir. A tveimur árum óx fylgi hreyfingarinnar þar i borg úr 5% i 18%. Fáar borgir hafa jafn- mikinn fjölda litaðra ibúa og Leicester ogfjölgaði þeim mjög þegar Amin rak Asiumenn frá Uganda en eins og kunnugt er tók breska rlkið við þeim og veitti þeim hæli i Betlandi, enda áttu bretar skyldum viö þetta fólk að gegna. Stjórnmálasérfræöingar i Betlandi hafa spáð þvi, aö hreyfingin muni fá a.m.k. 500.000-750.000 atkvæði i næstu þingkosningum og margfaldi þannig fylgi sitt frá siöustu kosningum. Hreyfingin hefur komið af stað óeirðum i nokkur skipti, þó tæpastsé þaösök hennar, þar eð ætið er reynt aö hleypa upp meiri háttar fundum hreyfing- arinnar. Tekur fylgi frá Verkama nna f lokknum Athyglisvert er, aö þessi nas- itahreyfing sækir ekki fylgi sitt til ihaldsflokksins heldur til verkamannaflokksins. Er þar raunar sagan aö endurtaka sig, þvi á fjóröa áratugnum huggju breskir nasistar i raöir breska verkamannaflokksins i stór- borgum Bretlands og stóð hreyfingin föstustum fótum i East End, fátækrahverfi Lundúna sem aö ööru jöfnu hef- ur verið áhrifasvæði verka- mannaflokksins. Kjósendur hreyfingarinnar eru flestir illa stæöir verka- menn, sem búa eða starfa i nánd viö litaö fólk. Auk hreinna og beinna kynþáttafordóma finnst þessu fólki að innflytjendurnir taki frá þeim atvinnuna, sem er af skornum skammti og geri hverfi þeirra að fátækrahverf- um. Fimmta hvert barn svart. Lituöu fólki hefur fjölgaö mjög i Bretlandi á siðustu ár- um. Á ári hverju flytjast meö löglegum hætti rúmlega 50.000 manns frá fyrri nýlendum breta i Afriku og Asiu. 1 fyrra var þessi tala þó all mikið hærri og svo var einnig áriö 1972. Aöauki flyst ótiltekinn fjöldi litaöra manna til landsins með ólögleg- um hætti. Það er orðinn gróöa- vænlegur atvinnuvegur aö smygla fólki til Bretlands og út- vega þvi fölsk skilriki. í Bangla Desh eru taldar vera 200 „ferðaskrifstofur” sem sér- hæfa sig i aö koma fólki löglega og þó einkum ólöglega til Bret- lands. Þetta ógæfusama fólk, kemur til Bretlands slyppt og snautt talar margt lélega ensku og fær hvergi vinnu nema hjá hæpnum atvinnurekendum af sama þjóöerni, sem borga sliku fólki brot af gildandi launum en spyrja þess i staö ekki eftir at- vinnuleyfi starfsmanna sinna. Þeir sem koma meö löglegum hætti fara i stórhópum á at- vinnuleysisbætur og fá háar fjárhæðir i fjölskyldubætur vegna hins mikla barnafjölda, sem tiðkast mebal þessa fólks. I hverfum þar sem ólöglegir innflytjendur hafa sest aö hefur oft oröiö vart viö ýmsa miður skemmtilega sjúkdóma sem berast með innflytjendunum. Fátækir bretar, sem hafa stopula vinnu, ogbúa ihverfum, sem innflytjendur hafa flykkst inni og sett asiu — eða afriku- blæ á hafa þvi undan mörgu að kvarta. Sem dæmi um fjölda litaðs fólks i iönaöarhéruöunum má ' nefna, aö i nokkrum af borgum miölandanna og Lancastshire er fimmta hvert barn sem fæö- ist svart. Stjórmálamenn hafa litiö hugaö að vandamálum þeim sem af þessum fjöldainn- flutningi skapast en ef til veröa þeir neyddir til þess af kjósend- um, sem sýna hug sinn til þessara mála meö þvi aö greiða nasistaflokki atkvæöi sin.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.