Vísir - 23.07.1976, Side 13

Vísir - 23.07.1976, Side 13
Útvarp í dag kl. 17.30 „Hef veríð að skrífa frá því ég man eftir mér" — segir Þorbjörg Árnadóftir //Ég hef nú verið að skrifa meira og minna frá þvi ég man eftir mér og hef ætíðhaft gaman af að skrifa niður bæði endurminningar mfnar og skáldsögur"/ sagði Þorbjörg Árnadóttir höf- undur ferðaþátta þeirra sem Brynja Benedikts- dóttir leikkona les úr í dag. Þorbjörg er fædd rétt fyrir aldamótin siöustu og er ættuð frá Skútustöðum i Mývatns- sveit. Hún segir frá þvi i ferða- þáttum sinum, er hún gekk um æskustöðvarnar eftir langa dvöl i Bandarikjunum. Hún lærði hjúkrun sem ung stúlka i Danmörku, en hélt siðan til Bandarikjanna i framhalds- nám þar sem hún lauk prófi i heilsuvernd úr háskóla i Washington. Hún starfaði mikið við heilsuvernd bæði i New York og hér heima og meðal annars var hún yfirhjúkrunarkona á Vifilsstöðum um skeið. borbjörg hefur sjálf lesið ferðaþætti eftir sig i útvarpið fyrir allmörgum árum. Fyrri lestur Brynju úr þess- um ferðaþáttum hefst kl. 17.30. —SE Útvarp í kvöld kl. 20.40 „Til umræðu” heitir þáttur Baldurs Kristjánssonar sem er á dagskrá útvarpsins i kvöld. Að sögn stjórnanda þáttarins verður i kvöld rætt við Harald Blöndal lögfræðing og Svavar Gestsson ritstjóra um hugsan- legar breytingar á islenskri kjördæmaskipan. Haraldur á sæti i samstarfs- nefnd unglingasamtaka lýð- ræðisflokkanna sem i eru ungir jafnaðarmenn, ungir fram- sóknarmenn og ungir sjálf- stæðismenn. Svavar Gestsson er mikill áhugamaður um þetta mál. Kjördæmaskipán á Islandi var siðast breytt árið 1959 úr einmenniskjördæmum i fleir- menniskjördæmi og var þá mið- að við að landsbyggðin hefði betra hlutfall en þéttbýlið. Siðan hefur gifurleg fjölgun orðið á suð-vesturhorninu en ibúafjöldi dreifbýlisins staðið i stað og nú er svo komið, að meira en fjórfalt fleiri kjósend- ur eru að baki þingmanna reykjaneskjördæmis en þing- manna vestfjarðakjördæmis til dæmis. A Guðurnesjuirt hafa ýmsir krafist þess, að sérstakt kjör- dæmi yröi stofnaö fyrir suður- nesin. Fram hafa komið tillögur um breytingar á úthlutun uppbótar- þingsæta þéttbýlinu til hags- bóta. Nú eru æ háværari raddir um, að aftur verði horfið til ein- menningskjördæmis eða þá blandaðs kerfis persónubund- inna kosninga og listakosninga eins og tiðkast i Þýskalandi. Ljóst er að stjórnmála- flokkarnir hafa mjög mis- munandi hagsmuna að gæta i þessu máli vegna þess, hve fylgi er mismunandi eftir lands- hlutum. Framsóknarflokkurinn styðst til dæmis við fylgi á landsbyggðinni og hefur af þeim sökum, fleiri þingmenn en kjósendatala gefur til kynna. Þessi atriði og fleiri munu ef- laust bera á góma i þættinum i kvöld sem hefst klukkan 20.40. —SE Útvarp í dag kl. 8.45 llallfreður örn Eiriksson les þýðingu sina á tékkneskuni ævintýruni i morgunstuud barnaiina. ,,Ég hafði lesið mörg tékknesk ævintýri og orð- ið hrifinn af og tók mig því til, og þýddi allmörg fyrir um það bil tíu árum siðan", sagði Hallfreður Orn Eiriksson sem byrjaði í morgun að lesa tékknesk ævintýri í morgunstund barnanna. „Þetta eru alls konar ævintýri og fjalla um misjafnt efni eins og ævintýri yfirleitt, en i þess- um ævintýrum er þó óvenju mikið um persónulýsingar”. Hallfreður þýddi ævintýrin úr frummálinu, en hann dvaldi i Tékkóslóvakiu við nám. i tékknesku og þjóðfræði fyrir nokkrum árum. Hallfreður sagði, að þetta yrðu allmargir lestrar og hefjast þeir kl. 8.45. —SE 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 tþróttir.Umsjón: Bjarni Felixson. 20.00 Sinfóniskir tónleikar frá útvarpinu i Köln. Flytjend- ur: Rose Wagemann og Sin- fóniuhljómsveitin i Vestfal- en. Siegfried Landau stjórn- ar. a. „Egmont”, forleikur op. 84 eftir Beethoven. b. „Ah, perfido”, konsertaria op. 65 eftir Beethoven. c. Forleikur og ástarandlát Is- foldar úr óperunni Tristan og Isfold eftir Wagner. 20.40 Til umræðu. Baldur Kristjánsson sér um þátt- inn. 21.15 Kórsöngur. Danski út- varpskórinn syngur sjö ljóðasöngva eftir Svend S. Schultz. Höfundurinn stjórnar. 21.30 Útvarpssagan: „Stúlkan úr Svartaskógi” eftir Guð- mund Frimann. Gisli Halldórsson leikari les (2). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Litli dýrlingurinr.” eft- ir Georges Simenon. Ásmundur Jónsson þýddi. Kristinn Reyr les (16). 22.40 Afangar. Tónlistarþátt- ur i umsjá Asmundar Jóns- sonar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. 7.00 Morgunútvarp. Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl: 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Morguntónleikar kl. 11.00: 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Frá ólympiuleikunum i Montreal: Jón Asgeirsson segir frá. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Römm er sú taug” eftir Sterling North Þórir Frið- geirsson þýddi. Knútur R. Magnússon les (11). 15.00 Miðdegistónleikar. Tékkneska filharmoniu- sveitin leikur Slóvanska svitu op. 32 eftir Vitézslav Novák, Václav Talich stjórnar. Hallé-hljómsveitin leikur „Dóttur Pohjola”, sinfóniska fantasiu op. 49 eftir Jean Sibelius, Sir John Barbirolli stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.30 „Fótgangandi um fjöll og byggð”. Brynja Benediktsdóttir les ferða- þætti eftir Þorbjörgu Arna- dóttur. Fyrri lestur.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.