Vísir - 25.07.1976, Blaðsíða 6
6
Sunnudagur 25. júli 1976.
vísm
f' >
Helgi Harðarson:
Helgi Harðarson:
Fæddur 11/4 1951 i Paris.
Foreldrar: Hörður Helgason
og Sarah R. Helgason.
Flutti til Islands 1960. Gekk i
barna- og gagnfræðaskóla i
Reykjavik'. M.A. stiident 1970.
3 ár i skóla i Bandarikjum
Norður-Ameriku. H.t. 1973-76.
B.S. i liffræði 1978. Aðaláhuga-
mál eru fólk, plöntuvistfræði,
almenn vistfræði, tungumál
og iþróttir.
Ævagamalt
# Meöan á löngum og ströngum umræðum stóð í
Sameinuðu þjóðunum í Genf, voru sendimenn aust-
urlanda fjær alltaf jafn frískir. Aðrir voru undr-
andi á þessu og spurðu þá hvernig þeir færu að
þessu. Þá drógu þeir hlæjandi fram Ginseng.
# Vegna þeirra áhrifa, sem jurtin hefur gegn
þreytu og stressi, nota sovéskir geimfarar og ólym-
piukeppendur ginseng.
# Hafteftir Dr. 1.1. Brekhman: „Margar tilraun-
ir hafa sýnt fram á, að Ginseng afurðir auki líkam-
lega og andlega orkunýtni, bæta nákvæmni i vinnu,
hjálpa einbeitingunni og fyrirbyggir ofþreytu".
# Kínverskt Ginseng hefur fengist á islandi, bæði
í formi „te-" dufts og í belgjum. Umboð á islandi
fyrir kinverskt Ginseng hefur ístorg hf.
# Einnig hefur fengist kóreanskt Ginseng í NLF
búðinni, en það er vandaðra og dýrara þess vegna.
Þannig
Fyrir löngu slðan bjó 15
ára drengur, Kim að nafni, i
litlu þorpi I Kóreu hjá fööur
sinum, helsjúkum. Hafði
strákur gert allt sem hann
gat til að reyna að lækna
föður sinn, en ekkert gekk.
Hann ákvað þvi að treysta á
náö anda fjallsins og baðst
fyrir nótt og dag. Einn dag-
inn vildi svo til að bann
sofnaöi í bæn og dreymdi
draum. Honum þótti sem
andi kæmi tii sin og visaði
sér á stað þar sem lækninga-
jurt var aö finna. Hann stóð
upp og lagði af stað án þess
að hika. Hann var marga
daga á leibinni. Þegar hann
kom að rótum fjallsins, sem
honum var visað á, fann
hann margar jurtir, sem
höföu 3 greinar, 5-skipt blöð
og stöngul sem óx beint upp.
Hann gróf þær allar upp og
fór heim. Hann sauð nokkrar
þeirra i potti og gaf föður
sinum seyöið. Eftir aö hafa
fengið þetta seyöi I nokkra
daga, gerðust þau undur, að
föðurnum, sem virtist liggja
banaleguna, batnaði.
Nokkrum mánuöum seinna
varð hann rikasti maðurinn i
þorpinu, þegar hirðmenn
konungs heyrðu af
lækningarmættinum og
keyptu afganginn af jurt-
unum.
I fornkínversku lyfja-
skránni Shen Nung Pen
Ts'ao, sem tekin var sam-
an 25 árum f. Kr. stendur
ritað, að Ginseng hafi ró-
andi áhrif á heilann, dragi
úr taugaspennu, auki ein-
beitinguna, bæti minnið og
lengi lifið.
Það er nokkuð forvitni-
legt, að vísindamenn um
allan heim vinna í dag, 2000
árum síðar, einmitt að
rannsóknum á þessum
sviðum.
Elstu heimildir um Ginseng eru
frá þvi um 3000 f. Kr. Heimildar-
maðurinn er Shen-Nung Kina-
keisari, faðir landbúnaðar og
læknisfræði i Kina. Hann tók
Ginseng fram yfir þúsundir ann-
arra lækningajurta vegna yfir-
burða i virkni.
Ekki er vitaö hvenær notkun
Ginseng hófst, en svo segir þjóö-
saga frá þorpinu Shantang i Sheni
héraði: að kvöldlagi heyröist eitt
sinn hátt, ámátlegt vein úr skóg-
inum aftan við hús eins þorsbúa.
Þetta vein heyrðist aftur næsta
kvöld. Eftir að svona haföi geng-
iðum nokkurt skeið, var þorpsbú-
um hætt að standa á sama.
Leilarflokkur var geröur út. Þaö
var ekki fyrr en á fjórðu nóttu
leitarinnar, aö þeir fundu hvaöan
hljóðið kom. Það kom undan
stórri plöntu. Þorpsbúar voru
kallaðir saman, og þeir hófust
handa við gröft. Þegar þeir höfðu
grafið 1 1/2 metra niður, fundu
þeir rót plöntunnar. Hún lfktist
mannslikama með fiill
inyndaða handleggi og fótleggi.
Þorpsbúar urðu. forviða er þeir
sáu þetta. Þeir voru á eitt sáttir
um það, að i þessari rót birtist Tu
Ching, andi jarövegarins, og að
hann hefði verið að hrópa eftir
viöurkenningu mannanna á mætti
sinum.
Vegna mannslikis rótarinnar
fóru sumir að kalla jurtina Djen-
Sjen eöa mann-jurtina. Sögur af
mætti hennar bárust fljótt um
alla Asiu.
Hvaö er Ginseng?
Ginseng er rót jurtar af tegund-
inni Panax ginseng. Nafnið
Panax er dregið af grisku orði
sem þýðir ,,sem læknar allt”.
Tegundin tilheyrir ættinni
Araliacéae, sem er náskyld
sveipjurtaættinni. Blómin standa
saman i sveip hvit eöa grænleit,
en aldinin eru skærrauð. Jurtin
vex afar hægt, og safnar miklum
forða efna i rótina. Meðalaldur
jurtar með fullvaxna rót er 50-60
ár. Þekkt eru dæmi um 200 ára
gamlar rætur, en þær eru sjald-
gæfar.
Menn hafa haft það fyrir satt,
að máttur rótarinnar aukist með
aldri plöntunnar og að rót villtar
plöntu hafi meiri áhrif en rót
ræktaörar. Ginseng vex i náttúr-
unni aðeins langt inni i skógum,
og varö þess vegna brátt ógjörn-
ingur fyrir leitarmenn aö anna
eftirspurn. Var þá byrjað aö
rækta plötuna.
Ginseng á vesturlöndum
Ginseng kom fyrst til Evrópu
áriö 1294. Þaö var italski land-
könnuðurinn Marco Polo, sem
kom með „rótina himnesku”
heim úr för sinni til austurlanda.
En vegna þess hversu mikill
munur hefur verið á vestrænni
„visindalegri” og austrænni
„náttúrlegri” læknisfræöi hafa
menn á vesturlöndum ekki gefiö
jurtinni gaum. En um þetta segir
I.I. Brekhman, einn helsti fræði-
maður vesturlanda um Ginseng:
„Ginseng er ennþá til þrátt fyrir
það, að visindin hafa ekki
einungis hunsaö það heldur og af-
neitað þvi.” Dr. Brekhman er lif-
eðlis- og lyfjafræðingur við þá
deild hafrannsóknarstofnunar
Sovétrikjanna i Vladivostok sem
fjallar um lifeölis- og lyfjafræði
aðlögunar.
Það er ekki fyrr en á siðasta
aldarfjórðungi að vestrænir
visindamenn hafa fariö að rann-
saka austrænar lækningaaðferðir
og þá meðal annars notkun
Ginseng.
Eitt af aöalrannsóknarefnum
þessara visindamanna er máttur
Ginseng til aö viöhalda góðri
heilsu.
En það er einmitt hér sem
meginmunurinn milli austrænnar
og vestrænnar læknisfræði liggur.
A vesturlöndum er mun meira
lagt upp úr lækningu sjúkdóma,
en i austurlöndum er áherslan á
að fyrirbyggja sjúkdóma og við-
halda góöri heilsu. Þannig var
það, aö læknar Kinakeisara fengu
ekki greidd laun nema þegar
hann var við fulla heilsu.
Áhrif Ginseng
Miklar rannsóknir hafa nú farið
fram á áhrifum Ginseng til
lækningar og verndar gegn ýms-
um menningarsjúkdómum vest-
undrameðal
urlanda og fer hér samantekt af
niðurstöðum nokkurra þeirra.
Ginseng og streita
Eitt útbreiddasta og þrálátasta
vandamál i lifi nútimamannsins
er streita, sem stafar af of miklu
andlegu eða likamlegu álagi. Hún
liggur e.t.v. að baki margra ó-
likra sjúkdóma.
Rannsóknir hafa sýnt, aö
tilraunadýr, sem látin eru lifa við
stöðugt álag, þ.e. langvarandi
streitu, missa ekki viðnámið gegn
henni ef þeim er gefið Ginseng.
Ýmsar tilraunirá nagdýrum hafa
sýnt aö Ginseng i mataræði veitti
umtalsveröa vernd gegn ýmsum
gerðum álags, s.s. röntgengeisl-
un, krabbameinsvaldandi efnum,
igerð, liöagigt og malariu. Þannig
nefnir dr. Brekhman Ginsengsem
helsta dæmi um lyf, sem eykur
hæfni likamans til að vernda sig
gegn umhverfinu (Brekhman I.I.
og Dardymov I.V. 1969, New
substances of plant origin which
increase non-specific resistance.
Annual Review of
Pharmacology, 9:419 - 30).
Nákvæmar rannsóknir hafa
leitt i ljós, aö Ginseng hefur góð
áhrif á starfsemi blóörásarkerfis-
ins, eykur samdrátt i þörmum,
bætir aðra vöðvastarfsemi og
gerir kolvetnaefnaskipti stöðugri.
Þessar uppgötvanir hafa leitt
til þess að Ginseng er hluti fæöu
sovéskra ólympiukeppenda og
geimfara, notað i þeim tilgangi aö
stemma stigu við þreytu og losa
við streitueinkenni.
Ginseng, þrek og snerpa
I blindprófun á iþróttamönnum,
sem framkvæmd var við íþrótta-
kennaradeild tækniháskólans i
Liverpool mældist marktæk
hressingarmeðal? Það hefur sýnt
sig að vera mun hættuminna en
önnur slik meðaul. Ginseng er
nefnilega ekki örvandi lyf. Það
veldur ekki geðtrufluneða æsingi.
Einstaklingur sem notar Ginseng
á ekki i erfiðleikum með svefn af
völdum þess. Það hefur góð lang-
tima-áhrif. Það bætir heilsu,
matarlyst og andlegt ástand.
Onnur hressingarlyf hafa gagn-
aukning á getu þeirra er fengu
Ginseng. Og enn segir dr. Brekh-
man: „Dagleg notkun Ginseng i
15-45 daga eykur andlegt og
likamlegt þrek. Afkastaaukning
var ekki einungis sýnileg meðan á
meðferð stóð, heldur og i rúman
mánuð eftir að henni var hætt.
Samfara aukinni afkastagetu
voru ýmis góð áhrif á vefi
likamans, auk almennrar bótar á
heilsu og skapi (Brekhman I.I.
1967, Panax ginseng — Medical
Science & Service IV. bindi júli
1967).
I Sviss geröu Consultox
rannsóknarstofurnar þrek-
tilraunir á músum. 1 tilraunum
þessum, sem fólust i þvi að prófa
sundþol, mældistum 15% aukning
á þreki við ginseng meðferð. 1
annarri tilraun á músum, klifur-
prófi, reyndust „Ginsengmýsn-
ar” fljótari og þolnari við aö
klifra upp reipi. Tilraunir I Japan
gáfu sömu niðurstöður.
Auk þessa benda ýmsar niður-
stöður til þess að Ginseng geti
örvað heilastarfsemi.
V. Petkov, prófessor við Lyfja-
fræöideild „Institute of Medical
Training” i Sofia (Bulgariu)
hefur unniö að Ginseng rannsókn-
um i 20 ár. Niðurstöður hans eru á
þann veg, að Ginseng hjálpar
fólki til að muna „jafnvel hluti,
sem lengi hafa legið i gleymsku”,
og „eykur námshraða.” Og
ennfremur, „truflar það ekki
jafnvægi heilastarfsemi og hefur
jafnvel áhrif henni til aukning-
ar”.
Dr. Brekhman styður þessar
niðurstöður: „margar tilraunir á
mönnum hafa sýnt að Ginseng
eykur orkunýtingu i likams- og
heilastarfsemi, nákvæmni i
vinnu, hjálpar einbeitingu og
fyrirbyggir ofþreytu”.
Hversu hættulaust er Ginseng
þegar það er notað sem