Vísir - 25.07.1976, Blaðsíða 15
vism Sunnudagur 25. júll 1976.
15
REGGAE
tónlist órsins '76?
Bob Marley, söngvari og aöalsprauta hljómsveitarinnar The Wailers.
Umsjón: Gisli
Sveinn Loftsson
Reggae heitir tónlist/
sem á uppruna sinn á eyj-
unni Jamaica, segja má
að Reggae sé tónlist
ey jarskeggja, og hefur
verið svo um nokkurt
skeið. Reggae er snar
þáttur af trúarbrögðum
fólks á eyjunni/ sem
mikið til snýst um guðinn
Rastafari/ og boðskap
hans.
Fyrir utan Jamaica, þá hefur
Reggae-tónlistin einna helst
þrifist i Englandi, og viö vax-
andi vinsældir undanfarin fimm
ár. 1 fyrstu voru það listamenn
frá Jamaica sem tóku upp i
stúdióum á eyjunni, en sendu
siðan árangurinn til hljómplötu-
fyrirtækja i Bretlandi, er sér-
hæfðu sig i útgáfu Reggae-tón-
listar. Markaðurinn var nægi-
lega stór i upphafi, til þess að
nokkur smáfyrirtæki höfðu lifi-
brauð af. Neytendur voru að
langmestu leyti innflytjendur er
komið höfðu frá sömu slóðum og
Reggae-tónlistin kemur frá.
Eitt þessarar fyrirtækja var Is-
land-hljómplötuútgáfan er á
skömmum tima varð, með
Reggae að bakhjarli, ein af
voldugustu hljómplötuútgáfum
Bretlands. Fyrirtækið hefur enn
sem fyrr litla eyju i vörumerki
sinu. Annað fyrirtæki sem óx
með Reggae var Trojan, er
sameinaði undir sitt merki
mörg hinna smærri plötufyrir-
tækja er gáfu út plötur með
Reggae-tónlist.
bað er þvi engin tilviljun, að
þessi tvö fyrirtæki hafa á sinum
snærum flestar bestu og vinsæl-
ustu Reggae-hljómsveitirnar og
listamennina i dag.
Reggae hefur alltaf verið að
skjótast upp á breska vinsælda-
lista siöastliðin tiu ár, ég man
eftir Roy C, sem söng „Shotgun
Wedding”, en það lag var gefið
út af Island,- það var nokkurn
tima á listanum þá. bá hefur
Jimmy Cliff átt mörg vinsæl
lög, John Holt, Rupie Edwards,
og svona mætti lengi telja.
Arið 1976, virðist samt ætla að
verða árið sem Reggae varð
vinsælt, þvi að á siðustu mánuð-
um hefur tónlistin náð óhemju-
vinsældum i Bandarikjunum og
Evrópu, og aðallega þá Reggae-
tónlist Bob Marley og the
Wailers, sem hafa átt mörg
vinsælustu reggae-lög er samin
hafa verið.
Ahugi bandariskra unglinga á
Reggae-fyrirbærinu vaknaði, er
Eric Clapton hóf að spila reggae
i töluvert rokkaðri útgáfu en
venja er meðal Jamaica-búa.
bað var til dæmist Bob Marley,
er átti lagið ,,I shot the sheriff”
sem Clapton gerði óhemjuvin-
sælt. Astæðan fyrir þvi, að
Clapton og fleiri hafa undan-
farið rokkað tónlistina meira en
gert var i upphafi, er sú sama og
þegar hvitir menn hófu að leika
blues og soul. Upprýinalega
tónlistin höfðaði ekki nægilega
til vesturlandabúa, þeir þurftu
að „pæla” of mikið i þvi sem var
að gerast, og þvi nenna vestur-
landabúar yfir höfuð ekki. bá er
Reggaetakturinn töluvert frá-
brugðinn þvi sem við eigum aö
venjast, fólk þarf að leggja
aðeins meira á sig en venjulega
til að dansa eftir honum.
Okkur virðist þó hafa tekist að
yfirstiga þessi vandkvæði, þar
eð, eins og áður segir, Reggae
er tónlist dagsins i dag, hvort
sem er i hljómleikahöllum eða
diskótekum. Bob Marley og
hljómsveit hans eru i farar-
broddi, eiga það vel skiliö, enda
búin aö vera að spila i fjölda
ára. 'Sumir ganga jafnvel svo
langt að spá Marley og hljóm-
sveitsömu vinsældum og hljóm-
sveitum á borð við Rolling Ston-
es. Hver veit.
Eitt er þó vist, og þaö er að
Reggae nýtur orðið mikilla
vinsælda hér á landi, þrátt fyrir
að illa gangi til að byrja með að
fá fólk til þess að dansa við
Reggae i diskótekum. Ég veit til
þess, aö ein islensk hljómsveit
spilar Reggae með mjög góðum
árangri, og sæmilegt úrval af
Reggae-tónlist er að finna i
plötubúðunum. Vel á minnst,
nýjasta plata Bob Marley heitir
„Rastaman Vibration” og er
mjög góð.
Föstudagur:
Kvöld:
Mótssetning.
Hljómsveitin Experiment
Hljómsveitin Cabarett.
Laugardagur: Bátaleiga opin
Eftirmiðdagur: frá 10.00-16.00
1. Skipulagðar gönguferðir um ná-
grennið.
2. Tivoli og hæfileikakeppni starfrækt.
3. Ýmsar iþróttir: m.a. blak, handbolti,
viðavangshlaup.
4. Skemmtidagskrá með Randver og
Halla og Ladda.
5. Maraþondanskeppni.
Kvöld:
1. Ávarp hátiðargests, Flosa ólafssonar
2. Varðeldur i umsjón Galdrakarla.
3. Paradis leikur fyrir dansi.
4. Galdrakarlar leika fyrir dansi.
5. Diskótekið Áslákur og Halli og Laddi
skemmta i pásum.
6. Flugeldasýning.
Sunnudagur: Bátaleiga opin
Eftirmiðdagur: frá kl. 10.00-16.00.
1. Hugleiðing um landvernd.
2. Skipulagðar gönguferðir um ná-
grennið.
3. Tivoli og hæfileikakeppni starfrækt.
4. Skemmtidagskrá með Gisla Báldri
Randver og Þokkabót.
5. Uppákoma.
6. Maraþonkossakeppni.
Kvöld:
1. Paradis leikur fyrir dansi.
2. Cabarett leikur fyrir dansi.
Diskótekið Áslákur og Gisli Rúnar og
Baldur skemmta i pásum.
3. Varðeldur i umsjá Þokkabótal.
Mónudagur: Bátaleiga kl. 10.00-13.00.
Mótsslit.
Þá mun Holberg Másson bjóða upp á
loftbelgsferð á laugardag og sunnudag.
Aðgangur kr. 3.500,-
Unglinga-
hátíð
að úlf Ijótsvatni
um verslunar-
mannahelgi
Glœsilegasta dagskrá sem um getur: