Vísir - 25.07.1976, Blaðsíða 9

Vísir - 25.07.1976, Blaðsíða 9
vism Sunnudagur 25. júli 1976. 9 Hann hefur aldrei hœtt að ,flœkiast Rabbað við Svein Sœmundsson, blaða- | fulltrúa Flugleiða og Maríu Jónsdóttur, konu hans /m ,m \ Texti: Oli Tynes Myndir: Jens Alexandersson Þeir sem hitta hann i dag, sjá fyrir sér ung- legan hvithærðan mann, kvikan i hreyfingum, þægilegan og brosmiidan. Fötin eru i meðallagi „konservativ,” og hann er alltaf einstak- lega snyrtilegur til fara. Bandariskur blaðamaður lýsti hon- um einu sinni sem „Madison Avenue Exe- cutive Type.” Fáum myndi detta i hug a6 setja hann i samband viö unga gullgrafarann, sem fyrir einum 24 árum sat viö rjóöureld i óbyggöum Kanada, meö riffil- inn á hnjánum, og hélt vörö yfir sofandi félögum sinum. Sveinn Sæmundsson, blaöa- fulltrúi Flugleiöa, hefur víöa flækst og aö mörgu unniö, sföan hann yfirgaf fööurhúsin sextán ára gamall. Hann hefur veriö gullgrafari, sjómaöur, rithöf- undur og blaöamaöur og margt fleira. Siminn glymur Þaö er ekkert smáræöis verk- efni aö vera blaöafulltrúi eins stærsta fyrirtækis á íslandi. Þegar þaö bætistofan á aö þetta fyrirtæki hefur, eölis slns vegna, meira aö gera I allskon- ar auglýsingum og kynningu hérlendis og erlendis en öll hin stórfyrirtækin samanlögö, veröur dæmiö enn hrikalegra. Sveinn og Maria Jónsdóttir, kona hans, hafa þvi ákaflega fá- ar frlstundir á heimili sinu. Þaö er undantekning ef þau fá aö sitja eitt kvöld heima án þess aö siminn hringi, margsinnis. Stundum finnst Marlu aö hún geri ekki annaö en pakka niöur fyrir Svein, þegar hann þarf aö þjóta eitthvaö út I heim. Þaö er þvi eins gott aö þau eiga öll áhugamál sameiginlega. Oöru hvoru „stinga þau af” frá öllu saman. Þá er veiöi- stöngunum pakkaö i snatri og Gráni gamli spólar sig út úr inn- keyrslunni aö Kópavogsbraut 96, til aö komast I burt áöur en hin merka uppgötvun Alex- anders Graham Bell byrjar aö glymja rétt einu sinni. Gráni gamli Merkisklárinn Gráni, er Volkswagen rúgbrauö, sem þau Hjónin í hinum fallega garði sínum. María, Sveinn og eldri sonurinn, Goði. keyptu fyrir 3 árum. Hann er sérstaklega innréttaöur, meö sve&iherbergi sem breytt er I setustofu með nokkrum hand- tökum, eldavél, eldhúsborði, skápum og öllu tilheyrandi. Hann er annaðheimili Mariu og Sveins á langíerðum þeirra um lsland, og tók við af öðrum Grána sem Sveinn haföi sjálfur innréttað. „Gráni er llka „heimilisbiU” Marlu. „Krakkar hafa sérlega gaman af aö sjá mig á þessu farartæki,” segir Marla bros- andi. „Sjáiöi kellinguna á rúg- brauöinu, segja þau þegar ég keyri framhjá En ég vildi ekki skipta á Grána og Utlum bil. Mér finnst ég vera mun örugg- ari i umferðinni þegar ég get látiö sópa dálitiö aö mér. Menn beramiklu meiri viröingu fyrir „rúgbrauöi” entU dæmis Austin Mini.” „Okuniöungur fjöl- skyldunnar,” segir Sveinn og brosir striönislega . Sóttu arininn i Drápu- hliðarfjall Þaö er stórkostlegt útsýni úr fallegri stofu þeirra Sveins og Marlu. Húsiö stendur hátt, á sunnanveröu Kársnesinuog þaö væri hægt. aö standa timunum saman viö stofugluggann og horfa til skiptis inn til fjalla og út á hafiö. Stofan sjálf er ekki minna augnayndi. Hún ber greinilegt merki um ást Mariu á blómum og stór arinninn geymir sögu um hálfgerða ævintýraferð og mikiö strit fyrir sextán árum. „Viö vorum búin aö vera gift i fjögur ár þá,” segir Sveinn (Þau eiga 20 ára „hjúskaparafmæli" um verslunarmannahelgina). „Þetta hús i Kópavogi átti aö veröa okkar framtiöarheimili og viö vildum sko ekki nota hvaöa grjót sem var i arininn okkar.” „Viö áttum gamlan Fiat 1100...” Sveinn hættirogskellir uppúr. Maria heldur áfram, ' Hlæj- andi: „Viö pindum þessa Iitlu druslu aö Drápuhliöarfjalli og þar troöfylltum viö skottiö af grjóti.” „Þaö var ekkert venjuegt grjót,” mótmælir Sveinn. „Þaö var vandlega valiö og hver steinn á sér sina sögu. Séröu til dæmis þennan hérna i hominu? Þetta er toppur af miklu stærri steini. Ég hjó hann af meö litilli handöxi.” Svo lögöu hjónin af staö heim- leiöis, meö „Fiu litlu” stynjandi þungan undan byröinni. Maria: ,,Einh vernveginn komumst við niður i Búðardal og þar komum við grjótinu i rútu. Fiatinn hefði aldrei lifað það af að liytja það alla leið i Kópavoginn." Hvert næst? „Sveinn, einusinni varstu sjó- maöur?” „Já, ég var á sjónum i ein sjö ár. Þaö var þannig aö ég læröi rafvélavirkjun. Mig haföi alltaf langað á sjóinn og þaö varö úr aö ég fór sem rafvélstjóri.” „Ég var á Goðafossi, Lagar- fossi ogTröllafossiIþessisjö ár, og likaöi vel. „Ég eignaöist þar marga Framhald á næstu opnu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.