Vísir - 25.07.1976, Blaðsíða 8

Vísir - 25.07.1976, Blaðsíða 8
8 LEIKUR ÞROSKAR BARNIÐ Leikir gegna afar miklu hlutverki i lifi barna, og uppeldis- fræðingar sem hafa rannsakað barnaleiki, telja að þeir örvi and- legan og likamlegan þroska barnsins. Barnið hefur meðfædda þörf fyriraðleika sérogþessi þörf er sterkur þáttur. Börn hafa einnig mikla þörf fyrir að hreyfa sig og geta helst ekki verið kyrr. Þau geta fengið útrás fyrir þessa þörf i alls kyns leikjum, svo sem boltaleikjum, hlaupum og fleiri. í leikjum við önnur börn eykst félagsþroski barnsins og I leik fær hugmyndaflug og athafna- semi barnsins útrás. Fyrstu leikföngin eiga að vera einföld. Hjá ungbörnum koma skyn- færa- og hreyfileikir snemma i ljós. Börn byrja að hjala nokk- urra mánaða gömul og hjala yfirleitt þegar þeim liður vel. Ungbörn hafa i fyrstu ekki vald á augunum, en smátt og smátt fara þau aö hafa gaman af aö horfa á litrika hluti, svo sem hringlur.sem oft eru hengd- ar fyrir ofan rúm þeirra. Flestir sem hafa haft einhver samskipti við ungbörn hafa ef- laust tekið eftir, að barnið byrj- ar ungt að leika sér við að skoða ■■■■■ tærogfinguroghefur gaman af. Litil börn hafa lika tilhneig- ingu til aðstingaölluupp isig og þurfa þvi fyrstu leikföngin að veraeinföld ogauðveld að þrifa. Þegar börn eru á fyrsia og ööru árinu leika þau sér ein og hafa yíirleitt ekki þroska tíl að leika viö önnur börn. Hins vegar finnstþeim gaman aðhafa önn- ur börn i kringum sig. Á þessum aldri leika börnin sér yfirleitt hlið við hlið, en ekki saman, þau eru enn ekki orðin nógu þroskuö til að leika sér saman. Foreldrar og aðrir þeir sem annastböm ættu að syngja sem oftastmeðbörnunum. Lftil börn hafa ótrúlega gaman af að syngja og læra fljótt einfaldar vísur,. þótt þau skilji kannski ekki textann. Barni, sem raular við leik liður vel, og börn hafa mikla ánægju af einföldum söngva- leikjum svo sem „Fyrst á rétt- unni” og fleirum. ímyndunaraflið óspart notað. Þegar barnið nær þriggja ára aldri, verða leikir þess marg- breytilegri. Það notar imyndunaraflið óspart og jafn- vel dauðir hlutir veröa lifandi. Hugarflug barna er mjög auðugt á þessum árum og þau lifa sig gjarnan inn i leik sinn og eignast jafnvel imyndaðan leikfélaga. Þessi ósýnilegi vinur heitir eitthvaö og barnið talar um hann eins og hann sé lifandi félagi. Leikir þessir, sem hafa verið nefndir imyndunarleikir eru fjölbreytilegir og endurspegla oft reynslu barnanna, það sem þau hafa séð og reynt, aö við- bættu eigin imyndunarafli. Fjölskyldulifið er vinsælt við- fangsefni til leiks, svo sem mömmuleikur, en það er senni- lega sá leikur sem er hvað vin- sælastur meðal barna á vissu aldurskeiði. I þessum hugarflugsleikjum tekur málþroski barna örum ■■■■■■■■■■iHKHBBBB Sunnudagur 25. juli 1976. VTSIR mmmmmmmmmmmmammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmmmmmmammmmm Börn hafa mikla þörf fyrir félagsskap annarra á þessum aldri. framförum, þvf þeim fylgja oft- ast nær samtöl. Tilbúin leikföng skipta ekki meginmáli, hinir ýmsu hlutir eru látnir vera hitt og þetta i „þykjustunni”. Rik þörf fyrir félags- skap. Vinsæll leikur meöal barna er að klæða sig I gömul föt af pabba eða mömmu og leika full- orðið fólk. Leikir sem þessir gegna mikilvægu hlutverki hvaö varðar andlegt heilbrigði barns- ins. Þar fá sterkar tilfinningar útrás, til dæmis hræðsla, af- brýðisemiog reiði og leysa innri spennu. Þegar bamiö leikur fulloröið fólk fær þaö tækifæri til að vera sá sem yfirráðin hefur. 1 veru- leikanum er barnið minni mátt- ar gagnvart þeim fullorðnu. í sumum leikjum hræða börn stundum hvort annað, til dæmis með bola, ljóninu eða einhverju dýri. Sálfræðingar telja að með þessum leikjum séu börn að uppræta ótta sinn og ekki sé rétt að koma i veg fyrir þá. Aö sjálfsögöu geta leikir sem þessir gengið út I öfgar, til dæmis ef stærri börn hræða eða hrekkja yngri börn vísvitandi. Börn gera litinn greinarmun á Imyndun og veruleika þegar þau eru ung. Þeim finnst ekkert athugavert við þaö, að dýr eða dauðir hlutir hafi mál. Imyndunarleikirnir þróast frá þvi að vera einleikir eða sam- leikur tveggja barna i þaö að vera félagsleikir. Félagsþroski barnsins eykst i leik með öðrum börnum. Leikurinn eykur skilning og eflir eftirtekt á þvi sem er að gerast i kringum barnið, til dæmis leikir sem endurspegla störf fullorðna fólksins. Leikir þessir efla málþroska barnsins ogorðaforða. Þau læra að tjá hugsun slna I máli og búa sig þannig, án þess að gera sér grein fyrir þvi, undir fullorðins- árin. íkringum fimm ára aldurinn standa imyndunarleikir i mest- um blóma og á þessum aldri er þörf barnsins fýrir félagsskap annarra mjög mikil. Það barn sem engan leik- félaga á, fer á mis við þann þroska og ánægju sem sam- skipti við önnur börn bjóöa upp á. Leikrými nauðsynlegt Eins og áðurkomfram er þörf barna fyrir félagsskap mikil, foreldrar ættu þvi að stuðla að þvl að barnið eignist leikfélaga. Það er hægt meðal annars með þvl að skapa góðar aðstæður á heimilinu og leyfa því að hafa leikfélaga sina hjá sér. Barn nýtur sin ekki i leik nema það hafi leikrými, leik- föng og leikfélaga. Litið og þröngt leikrými veldur árekstr- um við umhverfið. Hvað varðar leikrými er mik- ill aðstöðumunur milli sveita- barna og borgarbarna. Börn i sveit lifa i nánari tengslum við náttúruna sem býður upp á ótal viðfangsefni. I bæjum er þessu hins vegar á annan veg háttað, þar tak- markastleiksvæði barnanna úti af götunni, húsaröðum og görð- um, sem oft á tiðum má ekki leika sér i. Oft er kvartað yfir ólátum barna á götum úti. Þessi börn fá þá ekki heilbrigða útrás fyrir athafnasemi sina. Leikrými á heimilinum sjálf- um er ekki siður nauðsynlegt, en þar vill oft verða misbrestur á. Stundum stafar það af þrengslum og litlu húsnæði en lika allt of oft vegna þess, að mikill hluti Ibúðarinnar er notaður sem sparistofa. Börnin hafa þá langminnstu herbergin til afnota. Æskilegast væri að ibúðin væri þannig úr garði gerð að börnin heföu gottleikrými i her- bergi sinu og aðstöðu fyrir aö fá félaga slna með sér heim, sem er þeim svo mikils virði. Uppalendur ættu aö vera þess minnugir að leikurinn er undir- búningur að áreynslu i starfi og námi og stuðlar að félagsþroska barnsins. SE nHBHHHHBHHHnBBSnHBBBBBS TEITUR TÖFRAMAÐUR Ég varö þreyttur á aö reyna Va, hvilikur bill Ertu að grínast? Sá á Vonandi verður hann frægur. Áreiðan lega. , að seljasöfnum listaverkin min Ég ákvað að fara út undir / bert loft. A Hvar er eigandinn? f und sem f innur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.