Vísir - 25.07.1976, Blaðsíða 2
2
Sunnudagur 25. júli 1976. vism
Texti: ANDERS
HANSEN
Myndir: MAGNÚS
MAGNÚSSON
Undanfarin sumur hefur verið
unniðað rannsókn á varpi teistu
i Flatey á Breiðafirði. Rann-
sóknina hefur annast Ævar Pet-
ersen dýrafræðingur, en hann er
nú að nema fuglafræði sem sér-
grein við háskólann i Oxford í
Englandi. Hyggst hann skrifa
doktorsritgerð byggða á rann-
sóknum sinum á iifnaðarháttum
teistunnar.
Ævar sagði i samtali við Visi,
að hann hefði byrjað athuganir
sinar sumarið 1974, en fyrst haf-
ið starfið fyrir alvöru i fyrra-
sumar, og siðan aftur tekið upp
þráðinn i vor. Rannsóknir af
þessu tagi taka langan tima, og
er mikil þolinmæðisvinna, ekki
sist þar sem aðeins er athuguð
ein fuglategund. Rannsóknin
beinist að lifnaðarháttum teist-
unnar almennt, varpi hennar og
hegðun um varptimann, fæðu
þeirra er fuglinn neytir, bæði
ungar og fullorðinn fugl og
fleiru er viðkemur lifnaðarhátt-
um teistunnar.
Ævar sagði að i Flatey yrpu
nú um 350 pör af teistu, og hefði
henni fjölgað mikið þar allra
siðustu ár. Fyrir tiu árum var
alls ekkert teistuvarp i eynni, og
væri þessi mikla fjölgun hennar
verðugt rannsóknarefni. Ekki
er til nein óhyggjandi skýring á
þessu fyrirbrigði, en helst sagð-
ist Ævar hallast að þvi að rottur
og kettir hefðu hrakið fuglinn á
brott. Teistuvarp var i Flatey
fyrir nokkrum áratugum, eða
þar til rottum fór að fjölga þar.
Var á timabili svo mikið af rottu
i eynni, að með ólikingum má
telja. Fyrir um það bil áratug
var svo hafin eiturherferð gegn
þessum ófögnuði, og tókst al-
gjörlega að útrýma rottum úr
Flatey. Strax árið eftir hófst þar
teistuyarp að nýju. Þá kann það
einnig hafa ýtt undir teistuvarp-
ið i eynni, að Flateyjarhreppur
er eini hreppurinn á landinu þar
sem ekki er nú minkur.
Aðeins einu sinni hefur veiðst
minkur i Flateyjarhreppi: gerð-
ist það iSkáleyjum fyrir nokkr-
um.árum. Siðan þá hefur minks
ekki orðið vart i hreppnum.
Teistan er staðfugl, og hefur
lengi verið talin einn af okkar
mestu staðfuglum. Eftir að
Ævar hóf að rannsaka teistu-
varpið i Flatey, hefur þó fundist
einn fugl á Grænlandi sem hann
hafði merkt. Það breytir þvi
ekki að teistan er staðfugl, þvi
alltaf er eitthvað um að ein-
staklingar innan tegundarinnar
flakki á milli, þó stofninn sem
slikur haldi sig á sömu slóðum.
Um tuttugu manns búa nú i
Flatey allt árið, en eru talsvert
fleiri yfir sumarmánuðina. Þá
er einnig alltaf mikill straumur
ferðamanna út i eynna, en ekki
kvað Ævar það trufla neitt
rannsóknir sinar. Teistan væri
gæfur fugl, auk þess sem varp-
stöðvarnar væru einkum i urð-
um neðan fjörukambsins, og
þangað færu ferðamenn yfirleitt
ekki.
—AH
TEISTAN
UNIR SÉR
MJÖG VEL
I FLATEY
Ævar Petersen, dýrafrœðingur, vinnur að umfangsmikilli rannsókn ó lifnaðarhóttum teistunnar í eynni
VÍSIR
Úlgefandi: Iteykjaprcnt hf.
Framkvæmdastjóri: Davið Guftmundsson
Kitstjórar: Þorsteinn Pálsson, ábm.i
ólafur Itagnarsson
Kitstjórnarfulltrúi: Bragi Guftmundsson
Fréttastj. erl. frétta: Guftmundur Pétursson
Áskriftargjald 1000 kr. á mánufti innanlands.
I lausasölu 50 kr. eintakift. Blaftaprent hf.
Blafta menn: Anders Hansen, Anna Heiftur Oddsdóttir, Edda Andrésdóttir,
Einar K. Guftfinnsson Jón Ormur Halldórsson, Kjartan L. Pálsson, ólafur
Hauksson, Oli Tynes, Rafn Jónsson, Sigriftur Egilsdóttir, Sigurveig Jóns-
dóttir, Þrúftur G. Haraldsdóttir.
tþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson.
útlitsteiknun: Jón Öskar Hafsteinsson, Þórarinn J. Magnússon.
Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson.
Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurftsson.
Dreifingarstjóri: Sigurftur R. Pétursson.
Auglýsingar: Hvcrfisgötu 44. Slmar 11600 80011
Afgreiftsla: Hverfísgötu 44. Sími 86611
Kitstjórn: Siftumúla 14. Simi8G011.7 Unur
-
Áskriftarsími Vísis er 86611
Hringið strax og tryggið ykkur eintak
af Vísi til lesturs hvern dag vikunnar fyrir
aðeins 1000 krónur ó mónuði