Vísir - 30.07.1976, Page 10
10 ’
VÍSIR
Útgefandi: Keykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson
Ritstjórar: Dorsteinn Fálsson. ábm.
ólafur Ragnarsson
Kitstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson
Fréttastj. erl. frétta: Guömundur Pétursson
Blaöainenn: Anders Hansen, Anna Heiöur Oddsdóttir, Edda Andrésdóttir,
Einar K. GuÖfinnsson Jón Ormur Halldórsson, Kjartan L. Pálsson, Ólafur
Hauksson, Óli Tynes, Rafn Jónsson, Sigriöur Egilsdóttir, Sigurveig Jóns-
dóttir, Þrúöur G. Haraldsdóttir.
íþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson.
Útlitsteiknun: Jón Óskar Hafsteinsson
Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson.
Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurösson.
Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson.
Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Símar 11660 86611
Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Slmi 86611
Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611.7 linur
Askriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands.
í lausasölu 50 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. ^
Gjaldeyrissparnaður
Fréttaflutningur Visis af flugskýlamálinu svo-
nefnda undanfarna daga hefur vakið mikla athygli
og ekki sist fréttin, sem birtist i blaðinu i gær þess
efnis, að Flugleiðir greiði varnarliðinu rúmar 11
milljónir króna árlega fyrir afnot af einu flugskýla
varnarliðsins á Keflavikurflugvelli.
Þetta kemur mönnum að vonum spánskt fyrir
sjónir, eftir að upplýst hefur verið, að islendingar
eiga þrjú flugskýli á flugvellinum, sem varnarliðið
hefur notað endurgjaldslaust i 25 ár.
Skýli það, sem Flugleiðir greiða fyrir afnot af
einu sinni i mánuði er að sögn flugvirkja hið léleg-
asta, hvorki vind- né vatnshelt, enda sé þeim séð
fyrir stigvélum til notkunar inni i skýlinu.
í kjölfar skrifa Vísis um flugskýlin þrjú, sem nú
hafa verið staðfest að eru i eigu íslenska ríkisins, —
hafa verið teknar upp viðræður milli talsmanna
flugvirkjafélagsins og utanrikisráðherra um hugs-
anlega nýtingu skýlanna i íslenskri þágu. Eru þær
að sögn flugvirkja hinar gagnlegustu en niðurstöður
liggja enn ekki fyrir.
9
Þetta blað hefur skýrt frá þvi, að á siðasta ári hafi
verið varið um 700 milljónum islenskra króna til
viðgerða á flugvélakosti Flugleíða erlendis, og
einnig hafi verið greiddar háar fjárhæðir i gjaldeyri
fyrir eftirlit með flugvélum annarra innlendra aðila
i útlöndum.
Þá hefur einnig komið fram, að allmargir islensk-
ir flugvirkjar, sem vinna erlendis, hafa sýnt áhuga
á að koma heim ef hér skapast atvinnumöguleikar á
næstunni. Talið er, að milli 50 og 100 manns geti haft
atvinnu af viðgerðum á islenskum flugvélum ef þær
fara allar fram hér á landi.
Aðalatriðið i þessu máli er, að hægt verður að
spara hundruð milljóna i gjaldeyri með þvi að flytja
þetta eftirlit með flugvélakosti landsmanna inn i
landið.
Meint gjaldeyrisbrot
Seðlabanki Islands og Sakadómur Reykjavikur
vinna þessa dagana að þörfum rannsóknum á
meintum brotum á gjaldeyrislöggjöfinni i sam-
bandi við skipakaup islendinga erlendis frá.
í fyrstu beindist athugunin aðallega að kaupum á
flutningaskipi til landsins, en nú hafa kaup fiski-
skipa verið tekin til athugunar. Hafa talsmenn
Seðlabankans lýst þvi yfir i Visi, að nýjar leiðir hafi
verið fundnar til þess að kanna, hvort raunverulegt
kaupverð skipanna hafi verið gefið upp er kaupin
voru gerð.
Ljóst er þegar að um misferli hefur verið að ræða
varðandi þau skipakaup, sem nú eru til meðferðar
hjá Sakadómi og lengi hefur leikið grunur á, að ekki
væri allt með felldu varðandi kaup fiskiskipa til
landsins og raunverulegt kaupverð hafi verið lægra
en islenskum banka og gjaldeyrisyfirvöldum hafi
verið tjáð.
Vísir fagnar þvi, að Seðlabankinn hefur nú tekið
þessi mál föstum tökum og væntir þess að starfs-
mönnum bankans takist að leiða sannleikann i ljós.
m
Föstudagur 30. júli 1976. VISIR
Umsjón: 'Jón Ormur Halldórsson
y......
UMBÆTUR EDA
■ Jft | l\0 — munurinn á stefnu
| n#%L§yP • Fords og Corters
Umbætur
i Bandarikjunum og hefur þaö
kerfi sætt stöðugt harðari gagn-
rýni þar vestra.
Ford hefur lýst þvi yfir að
hann sé fýlgjandi þvi, að rikið
hlaupi undir bagga með illa
stæöum sjúklingum en ekki mun
óalgengt að alvarleg veikindi
manna setji heilu fjölskyldurnar
á hausinn þar vestra. Carter er
ekki fylgjandi beinni þjóðnýt-
ingu allrar heilbrigðisþjónustu
en styöur sem fyrr segir lögboð-
in sjúkrasamlög fyrir alla
þegna þjóðfélagsins.
Á að hjálpa fólki eða
stinga því inn?
Ford, forseti hefur lýst fylgi
sinu við dauðarefsingu fyrir
vissa alvarlega glæpi. Carter
hefur tvistigið i afstööu sinni til
þessa máls en segist ekki munu
berjast fyrir dauðarefsingu.
Ford telur lausn glæpaöld-
unnar i Bandarikjunum vera
harðari refsingar fyrir alla
glæpi. Hann telur að skráning á
skammbyssum I einkaeign og
takmörkun á sölu hvers kyns
morötóla til almennings muni
ekki hafa nein áhrif þar um.
Carter hefur tekið aðra afstöðu
til þessara mála. Hann hefur
mælt með banni á sölu ódýrra
skammbyssna, sem allir geta
nú keypt. Hann hefur einnig lýst
fylgi við hugmyndina um skrán-
ingu allra skotvopna i einkaeign
en þaö hefur verið deilumál þar
vestra, um áraraðir.
Lausn glæpavandamálsins
telur Carter ekki vera að stækka
fangelsi landsins heldur félags-
legar umbætur.
Carter heldur þvi fram að
með þvi að draga úr atvinnu-
leysi og örbirgð megi einnig
draga úr glæpum. Hann vill
samhæföa baráttu rikisins og
fylkisstjórna, sem miöi að
minnkun atvinnuleysis aukins
stuðnings við fátæka og hvers
kyns félagslegar umbætur.
Carter hefur einnig lagt
áherslu á umbætur i fangelsis-
málum þannig að fangelsi verði
aö betrunarstofnunum i stað
þeirra mannskemmandi refsi-
stofnana, sem flest bandarisk
fangelsi eru.
Flest viröist benda til þess aö
Ford forseti hljóti útnefningu
repúblikana á þingi flokksins i
næsta mánuöi. Eftir langa og
stranga baráttu viröist Ronald
Reagan hafa grafiö sfna eigin
gröf meö þvf aö reyna aö kaupa
vinsæidir fáeinna flokksþings-
fuiltrúa, sem enn hafa ekki gert
upp hug sinn meö þvi aö velja
sem varaforsetaefni sitt mann
úr sama fylki og flestir óvissu
fulltrúanna koma frá.
Ýmsir telja að Ford hafi
einnig grafið eigin gröf i
baráttunni viö Reagan meö þvl
að hlaupa á eftir honum með
stefnumál og sveigja stööugt
meira til hægri eftir þvf sem
Reagan gekk betur. Einnig eru
þeir margir, sem telja að Ford
hafi staðið sig einstaklega illa I
embætti og að hann hafi þess
vegna litla möguleika á að sigra
Jimmy Carter i kosningunum i
haust. Skoðanakannanir benda
til að þetta sé álit meirihluta
kjósenda f Bandarikjunum og ef
marka má niöurstöður siðustu
kannana mun Jimmy Carter
sigra með miklum yfirburðum i
fo rs e t ak osningunij m i
nóvember n.k.
Verulegur stefnu-
munur
Ofter talaö um.aðlitil breidd
sé I bandariskum stjórnmálum
og er eflaust mikið hæft i slíkum
fullyrðingum en það verður þó
að segjast að umtalsverður
munur er á stefnu Fords og
Carters i mörgum veigamiklum
málum. Þó er Ford talinn
standa á miðju i repúblikana-
flókknum og Carter ekki langt
frá miðju demókrataflokksins.
Auk verulegs munar á afstööu
Fords og Reagans til ýmissa
Efnahags- og
atvinnumál
Ford hefur lýst þvi yfir aö
hann hafi meiri áhyggjur af
verðbólgunnL i Bandarikjunum
en þvi mikla atvinnuleysi, sem
þar rikir. Hann leggur áherslu
á litil rikisafskiftí af atvinnullf-
inuogá hallalaus fjárlög. Ford
hefur sýnt þessa stefnu sina I
verki með þvi aö beita þrásinnis
neitunarvaldi sinu gegn laga-
frumvörpum sem gera ráöfyrir
aukningu á útgjöldum hins opin-
bera. Þingið hefur nokkrum
sinum samþykkt lagafrumvörp
tvisvar og með 2/3 atkvæöa og
þannig boriö forsetann ofurliði.
Þvi hefur efnahagsstefna
bandarikjastjórnar oft á tiðum
oröið æði sundurlaus á siðustu
mánuðum.
Carter hefur gjörólik viöhorf
til efnahagsvandans. Hann er
fylgjandi auknum útgjöldum
hins opinbera til þess að draga
úr atvinnuleysi og vill þannig
frekar hætta á aukna verðbólgu
en aö láta 7-8% þjóöarinnar
ganga atvinnulausa. Carter
hefur lagt til, að einkaframtak-
inu verði veittur styrkur til þess
að bæta við starfsfólki og telur
að slikt skili sér fljótt aftur i
auknum tekjum þjóðarinnar.
Carter hefur hins vegar hvatt
til varfærni i rlkisfjármálum á
velgengnistimum. Carter hefur
gengið svo langt að mæla með
atvinnubótavinnu til aö draga
úr hinu mikla atvinnuleysi þar
vestra en'Ford telur hins vegar
að frjálsa markaðskerfið muni
rétta við og sjá öllum fyrir at-
vinnu séu búin skilyrði til þess.
Velferðarkerfið
Ford er harður andstæðingur
ihald.
þátta utanrikis- og varnarmála
en þeim þætti stefnumála fram-
bjóðendanna hefur nýlega veriö
gerö grein fyrir I Visi, má
merkja verulegan mun á stefnu
þeirra i atvinnu- og efnahags-
málum, heilbrigðismálum og
afstöðu til glæpa og refsinga.
Einnig er verulegur munur á
afstöðu þeirra til
umhverfismála og orkumála.
rikisrekinna sjúkrasamlaga og
kveður slikar stofnanir hafa
reynst illa erlendis. Carter
hefur hins vegar lýst yfir að
hann muni vinna aö lögbindingu
rikisrekinna sjúkrasamlaga,
sem einkum fái tekjur sinar frá
sérstökum lánaskatti og af-
ganginn beintfrá rikinu. Mestur
hluti læknaþjónustu og hvers
kyns heilsugæslu er einkarekinn