Vísir - 30.07.1976, Qupperneq 13
17
Útvarp í kvöld kl. 20.
Skattamól í deiglunni
Ólafur Nielsson fyrrverandi
skattrannsóknarstjóri.
Þátturinn „1 deiglunni” er á
dagskrá útvarpsins I kvöld
klukkan 20.40.
AB sögn umsjónarmanns þátt-
arms Baldurs Guðlaugssonar er
ætlunin að ræða við þá Berg
Guðnason lögfræðing hjá Skatt-
stofunni og ólaf Nielsson fyrr-
um skattrannsóknarstjóra.
Munu þeir einkum ræða það
sem miður fer f skattheimtu og
ska ttarannsóknir.
Þaö verður komiö inn á það að
hve miklu leyti menn gjalda
keisaranum það sem keisarans
er og áreiðanleika framtala og
aöferðir við skattarannsóknir.
—SE
Bergur Guðnason lögfræðingur
Útvarp í kvöld kl. 20.
AD ALAST UPP
HJÁ TÓNSKÁLDI
„Ég ætla að rabba við Selmu
Kaldalóns um föður hennar,
Sigvalda og fá hana tii að segja
frá æsku sinni og uppvaxtar-
árum”, sagði Pétur Pétursson
þegar við spurðum hann um
þáttinn ,,t fööurgarði fyrrum”,
sem er á dagskrá útvarpsins I
kvöld.
„Sigvaldi var sennilega eitt
ástsælasta og afkastamesta tón-
skáld sem islendingar hafa átt
og samdi hann liklega um þrjú-
hundruð lög”.
„Hann var héraöslæknir i
ellefu ár við Isafjaröardjúp og
meðan hann var þar tók hann
upp nafniö Kaldalóns. Eftir þaö
fluttist hann í Flatey á Bráða-
firði og stóð tónlistarlif i
miklum blóma meðan hann bjó
þar. AB siðustu fluttist hann til
Grindavikur. Hann var alla tið
mikill vinur allra listamanna og
hvatti hann ófáa unga listamenn
til dáða og má nefna sem dæmi,
að Gunnlaugur Scheving og
Steinn Steinar voru tiðir gestir á
heimili hans. y
Eggert Stefánsson söngvari
var bróðir Sigvalda og söng
hann oft lög bróður sins við
undirleik hans.
Eflaust muna eldri reykvlk-
ingar eftir hinum vinsælu
„Kaldalónskvöldum”, sem telja
'má að hafi verið eins konar
forverar listahátiðar.
Þar spilaði Sigvaldi eigin lög
og Eggert söng, voru kvöld
þessi geysilega vinsæl
skemmtun”.
Dóttirin lika tonskáld
Eggert Stefánsson sagöi eitt
sinn um Selmu dóttur Sigvalda,
að hún spilaði alveg eins og
Pétur Pétursson ræðir við Selmu Kaldaións. Mynd: Karl Jeppesen.
hann á pianó og enginn gæti
túlkað lög hans betur en hún”.
Selma er tónskáld sjálf og
byrjaði að semja lög þegar hún
bjó á Reykhólum á Baröa-
strönd, þar sem maður hennar
var héraðslæknir.
Guðrún Tómasdóttir söng-
kona hefur kynnt lög hennar en
þau hafa ekki verið gefin út á
plötum.
Pétur sagði okkur, að það sem
honum fyndist vera einkennandi
fyrir lög Selm-u, er hvað lag-
linan er ljúf og að mörgu leyti
lik lögum Sigvalda, án þess þó
að vera stæling.
1 þættinum yeröa léikin lög
eftir þau feðginin Selmu og Sig-
valda.
Þátturinn hefst klukkan átta
og stendur i fjörutiu minútur.
—SE
VISIR VÍSAR Á VIÐSKiPTiN
-
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
. 12.25. Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan:
„Römm er sú taug” eftir
Sterling Nortii Þórir Frið-
geirsson þýddi. Knútur R.
Magnússonles sögulok (16).
15.00 Miðdegistónleikar Rena
Kyriakou leikur Pianó-
sónötu i B-dúr op. 106 eftir
Mendelssohn. Anneliese
Rothenberger syngur lög
eftir Hugo Wolf og Richard
Strauss: Gerald Morre leik-
ur á pianó. Josef Suk og St.
Martin-in-the-Fields hljóm-
svejtin leika Rómönsu nr. 2 i
F-dúr op. 50 eftir Beet-
hoven: Neville Marriner
stjórnar.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16ÞÚ20 Popphorn
17.30 „Birtan kemur með
blessað strit” Jón Hjartar-
son leikari flytur ferða-
þanka frá Suður-Kina: —
fyrri þáttur.
18.00 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.35 Daglegt mál Helgi J.
Halldórsson flytur þáttinn.
19.40 íþróttir Umsjón: Bjarni
Felixson.
20.00 í föðurgarði fyrrum
Pétur Pétursson ræðir viö
Selmu Kaldalóns um föður
hennar, og flutt verða lög
þeirra feðginanna.
20.40 i deigiunni. Baldur Guð-
laugsson ræðir við Berg
Guðnason og ÓlafNilsson
um skattheimtu og skatt-
rannsóknir.
21.15 „A þessari rimlausu
skeggöld”, kórverk eftir
Jón Asgeirssonvið ljóð eftir
Jóhannes úr Kötium.
Háskólakorinn syngur.
Söngstjöri Rut L. Magnús-
son.
21.30 Útvarpssagan: „Stúlkan
úr Svartaskógi” eftir Guð-
mund Frimann GIsli
Halldórsson leikari les (5).
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir Kvöldsag-
an: „Litli dýrlingurinn”
eftir Georges Simenon
Asmundur Jónsson þýddi.
Kristinn Reyr ies (20).
22.40 Áfangar Tónlistarþáttur
I umsjá Asmundar Jóns-
sonar og Guðna Rúnars
Agnarssonar.
23.30 Fréttir þ.á.m. Iþrótta-
fééttir frá Montreal. Dag-
skráriok.
Útvarp í kvöld kl. 22.
Velkominn aftur
Sebostian!
Tónlistarþátturinn „Afang-
ar” er á dagskrá útvarpsins i
kvöld kl. 22.40.
Að sögn Guðna Rúnars
Agnarssonar, annars umsjónar-
manna þáttarins, er ætlunin að
spila nokkur lög af nýrri plötu
John Sebastians.
Fyrir þá sem ekki vita það má
geta þess, að John þessi var
stofnandi hljómsveitarinnar
Loving Spoonfull, sem var mjög
vinsæl þjóðlaga-rokkhljómsveit
á sinum tima.
John Sebastian fékk ungur
áhuga á tónlist, enda var hann
alinn upp við mikin tónlistar-
áhuga.
Sextán ára að aldri hljóp hann
að heiman og ráfaði um lista-
mannahverfi New-York borgar
ásamt öðrum listamönnum i leit
að frægð og frama. Eftir nokkur
ár var hann „uppgötvaður” og
var boðinn samningur sem hann
tók.
Eftir að hliómsveitin hætti
hefur verið hljótt um John
Sebastian, en nú geta aðdáend-
ur hans tekið gleði sina aftur,
þar sem hann er aftur farinn að
syngja af fullum krafti.
Titillagið á þessari plötu
„Welcome back” hefur orðið
geysilega vinsælt erlendis og
platan fengið góða dóma i heild.
Auk þess sem leikin verða lög
Sebastians verður leikið lag
með hljómsveit sem er afkvæmi
Grateful Dead fjölskyldunnar.
Sú hljómsveit nefnist Diga
Rythm Band. Þetta eru ein-
göngu áslátturshljóðfæraleikar-
ar og eiga það allir sameiginlegt
að vera nemendur eins frægasta
Tamla (hljóðfæri) hljóðfæra-
leikara Indverja.
Aðalmeðlimur sveitarinnar er
Micky Hart fyrrum trommari
Grateful Dead.
Lagið sem leikið verður i
þættinum er leikið af fyrrum
félaga hans úr Grateful Dead
,Jerrý Garcia á gitar. —SE