Vísir - 08.08.1976, Qupperneq 9
9
vism
Sunnudagur
8. ágúst 1976
islaug Skúladóttir, skrifstofustúlka
iráðinu hefur borist I pósti þennan
þessu sambandi, að hryöju-
verkamenn hertóku ' vestur-
þýska sendiráðiö hér i Stokk-
hólmi i aprilmánuði I fyrra, svo
sem ýmsum mun minnisstætt.
Þar létu nokkrir menn lifið og
öðrum var haldið i gislingu all-
lengi.
Þótt þýska sendiráðið sé langt
frá þeim stað þar sem sendiráð
íslands er til húsa, sögðust þær
Halla og Aslaug ekki hafa farið
varhluta af eftirmálum þessa
atburðar vegna þess, að nokkr-
ir gislanna bjuggu i sama húsi
og þær við Sandhalmsgötuna á
meðan unnið var að þvi að gera
við skemmdir á vestur-þýska
sendiráöinu. Við fiölbýlishúsið
og i þvi var mjög strangt
öryggiseftirlit lengi eftir þetta,
þar sem talin var hætta á, að
einhver óaldarlýður léti enn til
skarar skriða gegn vestur-þjóð-
verjunum.
Skœruliðar
teknir við húsið
„Það hafa svo sem verið
vafasamir menn hér fyrir utan
þessa sendiráðsbyggingu” skýt-
ur Áslaug inni” en þeir hafa
veriö staðnir að verki i tlma”.
Áslaug hafði verið að taka upp
póstinn og Guðmundur sendi-
herra stóð hjá henni og var að
fara yfir bréfin á meðan við
töluðum saman.
,,Eg held þaö hafi verið i júli i
fyrra” heldur Áslaug áfram
„sem við höfðum veitt athygli
mönnum, sem höföu setið i bil
hérna fyrir utan lengi dags og
þótti ýmsum háttalag þeirra
kynlegt. Leynilögreglumenn
fóru svo að hafa gætur á þeim og
fylgdust þeir meðal annars með
þvi aö mennirnir fóru einn og
einn inn i húsið en hinir sátu og
virtust vera að skrifa eitthvað
úti I btlnum. Mennirnir voru svo
handteknir og kom þá i ljós, að
þetta voru japanskir skærulið-
ar, sem veriö höfðu að kynna
sér húsakynni hér og reyndust
vera búnir að teikna upp nær
alla herbergjaskipan sendiráös
Libanons og merkja inn á teikn-
inguna hvar hver sendiráö-
starfsmaður sat, hurðir, glugga
og fleira. Þessum upplýsingum
höfðu þeir safnaö saman á ferð-
um sinum inn I sendiráðið, en
þangað höfðu þeir komið undir
þvi yfirskini, aö þeir ætluöu sér
að sækja um vegabréfsáritun”.
Eftir að hafa heyrt þessa frá-
sögn Aslaugar spurði ég hana,
hvort ekki gætti einhvers óró-
leika meðal sendiráösstarfs-
manna hér i Stokkhólmi, vegna
mála af þessu tagi.
„Auðvitað er manni ekki
sama, þegar fréttist af hryðju-
verkamönnum, sem beita sér
gegn sendiráðum, en ég get
varla sagt, að ég hafi orðið vör
við teljandi óróleika eða spennu
hér i borginni að undanförnu”
svarar hún „og ég held nú að við
islendingarnir verðum látnir i
friði”.
Námsmenn
einstakir
„séntilmenn"
Þessu næst barst talið að is-
lenskum námsmönnum i Stokk-
hólmi, sem meðal annars hafa
setst að I sendiráðsskrifstofunni
um tima til þess að leggja
áherslu á kröfur sinar á hendur
islenskum stjórnvöldum.
„Já, þetta voru alveg einstak-
ir séntilmenn”, sagði Guð-
mundur sendiherra. „Þeir
komu hér út af námslánum og
létu vita af sér fyrirfram. Full-
trúi þeirra afhenti skriflegt
skjal með kröfum þeirra og ósk-
um, og það féll ekki styggðar-
yröi frá nokkrum þeirra i okkar
garð. Við buðum þeim upp á
kaffi, en þeir sögðu að það tæki
þvi ekki fyrir þá að fá sér kaffi-
sopa i þessari heimsókn. I þessu
sambandi má geta þess, að
samband sendiráðsins við is-
lendinganýlenduna hér i Sviþjóö
hefur verið með eindæmum gott
og við höfum ekki yfir neinu að
kvarta i þvi sambandi.”
Titlatog og
þéringar úr
sögunni
„En hvernig kanntu við svi-
ana?”
„Ég get ekki annað en borið
þeim vel söguna” segir Guð-
mundur sendiherra. „Ég hef
raunar alltaf kunnað vel við
svia, og hef átt mikil og góð
samskipti viö þá á liönum árum.
Fyrst þegar ég kom til Stokk-
hólms árið 1938 var margt öðru
visi en það er nú, ekki aðeins
svipur borgarinnar, heldur
einnig svipmót fólksins, sem hér
bió. Hugsunarháttur svia hefur
lika breytst mikið á liðnum ár-
um og allur framgangsmáti
þeirra. Þeir voru dálitið stifir og
sumir hverjir óeðlilegir i fram-
komu um og eftir striðið, en það
hefur gjörbreyst. Titlatog sem
var hér landlægt hefur aö miklu
leyti lagst niður og sama er að
segja um þéringarnar. Mér datt
fyrst i hug að þéringarnar hefðu
verið minna áberandi meðal
þess fólks, sem ég umgekkst,
vegna þess að þar hefðu kratar
komið mjög við sögu, en þeir
þérast ekki. Nei, þetta er orðiö
almenn regla hér i landi, og hef-
ur stuðlað að frjálsari sam-
skiptum fólks.”
Var rúðherra í
fjórum
ríkisstjórnum
Eftir að Guðmundur nefndi
krata, barst tal okkar aö póli-
tiskum afskiptum hans og ráð-
herratið, en sem kunnugt er, lét
Guðmundur sig málefni Alþýðu-
fiokksins miklu skipta og gegndi
mörgum trúnaðarstörfum á
vegum þess flokks.
Hann var landskjörinn þing-
maður á haustþinginu 1942 en
átti sæti I miðstjórn Alþýöu-
flokksins frá árinu 1940. Þá varí
Guðmundur varaformaður
flokksins árið 1954 og gegndi þvi
embætti á meöan hann hafði af-
skipti af stjórnmálum á Islandi.
Guðmundur var utanrikisráð-
herra i fjórum rikisstjórnum á
árunum frá 1956 til 1965, en þá
fékk hann lausn frá embætti er
hann tók við starfi sendiherra
fslands I Lundúnum. Á árunum
1958 til 1959 gegndi hann jafn-
framt embætti fjármálaráð-
herra.
„Sé nú aðra hlið
ú sendirúðunum"
„Það er óhætt að fullyrða, að
nú sé ég aðra hliö á sendiráðun-
um, en ég sá áður sem után-
rikisráðherra og ég vildi að ég
hefði haft til að bera þann
kunnugleika, sem ég nú hef um
starf sendiráða, þann áratug,
sem ég sat i embætti utanríkis-
ráðherra. Þá var mér ekki
nægilega vel ljóst allt það starf,
sem starfsmenn utanrikisþjón-
ustunnar inna af hendi erlendis
eða hverju sendiráðin þurfa
helst á aö halda frá utanrikis-
ráðuneytinu heima.”
„í hvað fer mestur tlmi hjá
ykkur hér i sendiráöinu?”
„Það er sitt af hverju, sem við
þurfum að sinna hér daglega.
Fólk kemur mikið eða hringir til
þess að leita sér upplýsinga um
Island og islensk málefni og
mér finnst það aukast að skólar
hér i Sviþjóð sýni Islandi og is-
lendingum áhuga. Þessir sviar
fá hér mikið af bæklingum og
fróðleik um land og þjóð i ýmsu
formi. Stúlkurnar, sem mér eru
hér til aðstoðar eru sérlega
hjálpfúsar og liprar við þá, sem
hingað leita og vilja hvers
manns götu greiða. Þá öflum
við ýmissa upplýsinga hér fyrir
rikisstjórnina heima, komum á
framfæri gögnum frá henni og
sitjum hér fundi, sem meðal
annars snerta norrænt sam-
starf.”
Sendirúð og múl-
flutningsskrifstofa
„Ekki má svo gleyma ýmis
konar málarekstri, sem viö
stöndum i hér, til dæmis I sam-
bandi viö innheimtu barnsmeð-
laga og ýmissi fyrirgreiðslu og
umfjöllun mála á sviði persónu-
réttar.”
„Fer mikill timi i slika fyrir-
greiðslu?”
„Já, það má með sanni segja,
ogstundum minnir starfsemi Is-
lenska sendiráðsins hér i höfuö-
borg Sviarikis mig helst á rekst-
ur málflutningsskrifstofu minn-
ar á striðsárunum i Reykjavik.”
Þvi má skjóta hér inn I, að
Guðmundur f. Guðmundsson
lauk cand. jur. prófi frá Háskóla
Islands árið 1934, og varð sama
ár fulltrúi hjá Stefáni Jóhanni
Stefánssyni og Asgeiri Guð-
mundssyni, málflutningsmanni.
Hann varð svo meöeigandi
Stefáns Jóhanns að skrifstof-
unni i ársbyrjun 1936.
Hæstaréttarlögmaður varð
Guðmundur i júni mánuði 1939
og skipaður sýslumaður i Gull-
Halla Bergs, sendiráðsritari I Stokkhólmi, hefur verið I utanrikis-
þjónustunni I allmörg ár og haft viða aðsetur, og segir okkur að alls
staðar séu verkefnin næg.
bringu og Kjósarsýslu og bæjar-
fógeti i Hafnarfirði 1. júni 1945.
Og úr þvi að farið er að segja
frá ferli Guömundar t. Guð-
mundssonar er ekki seinna
vænna að segja þér, lesandi
góður, að hann er fæddur 17. júli
árið 1909, og er þvi nýorðinn 67
ára. Ekki má svo heldur gleyma
þvi, að hann er kvæntur Rósu
Ingólfsdóttur, og búa þau hjón
um þessar mundir i sendiherra-
bústaðnum islenska, sem er i
útjaðri Stokkhólmsborgar.
Þau komu hingað frá
Washington, þar sem Guð-
mundur gegndi embætti sendi-
herra frá 1971 til 1973.
mun meira af ýmis konar lög-
fræðilegum málum, sem um
þarf að fjalla hér i Stokkhólmi
en i hinum borgunum tveim”.
„Hvar hafið þið hjónin kunnað
best við ykkur?”
„Þvi get ég ekki svarað, þvi
að hver þessara borga hefur
eitthvað til sins ágætis og fólkið,
sem við höfum átt samskipti við
hefurallsstaðar verið mjög vin-
samlegt”.
„Hvernig er það fyrir utan-
rikisráðherra að gerast sendi-
herra?”
„Ég held aö það sé að mörgu
leyti heppilegt og þótt ég segði
áðan að ég sæi nú aðra hlið á
sendiráðunum og utanrikisþjón-
Hver borg hefur
eitthvað til síns
ágœtis
„Þessi þrjú sendiráð, sem ég
hef annast það er i London,
Washington og Stokkhólmi eru
ólik um margt, þótt sitt af
hverju sé aö sjálfsögou svipaðs
eðlis, sem verið er að fást við á
hverjum stað,” segir Guömund-
ur þegar hann er sestur við
skrifborðið i skrifstofu sinni hér
i sendiráðinu.
„Mér finnst til dæmis vera
ustunni en ég sá á meðan ég
gegndi ráðherraembætti, — hef-
ur þaö á margan hátt komið sér
vel fyrir mig að hafa gegnt þvi
embætti áður. I þvi sambandi
má nefna, að þaö hefur komið
sér vel fyrir mig og sendiráöið,
að ég skuli hafa kynnst persónu-
lega sem utanrríkisráðherra
ýmsum framámönnum þeirra
þjóða, sem ég þarf nú að leita til
sem sendiherra. Það er eins
meö afgreiðslu ýmissa mála á
þessum vettvangi og viðar, að
persónuleg tengsl og kunnings-
skapur stuðlar að góðri fyrir-
greiðslu”, sagöi Guömundur 1.
Guðmundsson, sendiherra, i lok
þessarar heimsóknar Visis i
sendiráðið i Stokkhólmi.
— ÓR