Vísir - 08.08.1976, Síða 15
w
visra Sunnudagur 8. ágúst 1976
FRIKIRKJAN A KETILSTÖÐUM
islenska kirkjan er þjóðkirkja
i bókstaflegum skilningi, þvi að
i henni eru 92.6% allra lands-
inanna. Lifandi og virk þátttaka
fóiksins i þessari kirkju sinni er
svo annað mál, sem ekki verður
rætt hér.
Þótt utan þjóðkirkjunnar séu
tiltölulega fáir menn, greinast
þeir i alimarga trúf lokka a.m .k.
8 eða 9. Auk þess eru svo tveir
all-fjölmennir frikirkjusöfnuðir,
evangelisk-lúterskir — i
Keykjavik og Hafnarfirði.
Um siðustu aldamót bryddi
nokkuð á misklið innan þjóð-
kirkjunnar á stöku stað. Ekki
var það þó vegna sérskoðana i
trúarefnum, heldur af óánægju
með veitingu prestsembætta.
Sumsstaöar fannst söfnuðunum
brotinn á sér réttur i sambandi
við prestskosningar vegna sam-
einingar prestakalla eftir að
þeim var fækkað um ca. 30 með
prestakallalögunum frá 1880.
Viðast hvar hjaðnaði þessi
óánægja Hjótlega. Annarsstað-
ar urðu úr þessu allöflugar fri-
kirkjur, sem réðu sér prest og
komu sér upp kirkjuhúsum.
Hér á eftir skal tilfært eitt
dæmi um það.
-O —
Einn af fornum kirkjustöðum
á Fljótsdalshéraði eru Ketils-
staðir á Völlum. Þar var hálf
kirkja sett um 1500 af Stefáni
biskupi Jónssyni og helguð And-
rési postula. Skyldi Vallanes-
prestur syngja þar messu ann-
anhvern helgan dag. Seinna
fækkaði messum þessum niður i
3-4 á ári og var þar þá bænhús
kallað. Þegar Páll sýslumaður
Melsteð fluttist að Ketilsstöðum
árið 1815 var messað þar haust
og vor, segir Páll sagnfr. Mel-
steð i endurminningum sinum.
Þá stóð bænhúsið þar syðst á
hlaðinu „torfkirkja h'til og auð-
virðileg.” Og hann minnist á
myndina frægu af sýslumanns-
hjónunum á Ketilsstöðum, Þór-
unni Guðmundsdóttur og Pétri
Þorsteinssyni og börnum þeirra
lifs og liðnum. Hún var notuð
fyrir altaristöflu. Hún er nú á
Þjóðminjasafni, var send þang-
að ásamt Skirkjugripum öðrum
árið 1936.
Ketilsstaðakirkja var siðasta
hálfkirkjan á Austurlandi. Und-
ir aldamótin var hún komin að
fótum fram og litt messuhæf.
Samt átti hún eftir að gegna
nýju og næsta nýstárlegu hlut-
verki i kirkjulifi Héraðsbúa.
Skal nú vikiö að þvi nokkrum
orðum :
Við sameiningu brauðanna
Þingmúla og Vallaness árið 1892
varð sr. Magnús Blöndal Jóns-
son i Þingmúla prestur i' Valla-
nesioghélt brauðið upp frá þvi,
uns hann fékk lausn frá prests-
skap árið 1925. — Enda þótt sr.
Magnús væri vel metinn prestur
varð þessi atburðarás til þess,
að nokkur hluti safnaðarins i
Vallanesi vildi ekki una þvi að
fá ekki að kjósa sér prest og
stofnaði frikirkju.
Þann 7. ágúst 1892 rituðu þeir
Gunnar Pálsson á Ketilsstöðum,
Benedikt Rafnsson á Höfða og
Jón Bergsson á Egilsstöðum
bréf til prófasts, þar sem þeir
tilkynna honum, að 19 nafn-^
greindir bændur og húsruðend-
ur i Vallanessókn hafi ásamt
heimilisfólki sinu sagt sig úr
þjóðkirkjunni og gengið inn i fri-
kirkjufélag Rey öarf jarðar-
manna meðsr. Lárus Halldórs-
son á Kollaleiru fyrir prest og
forstöðumann fyrst um sinn.
Ekki þurftu þeir Vallamenn
lengi að vera i frikirkju þeirra á
Fjörðunum. Nú bar svo vel i
veiði, að nýútskrifaður presta-
skólakandidat, Þorvarður
Brynjólfsson, dvaldi þar á
Völlunum við kennslustörf.
Réðst hann til starfs við fri-
kirkjuna, en ekki fékk hanri
staðfestingu sem forstöðumað-
ur safnaðarins fyrr en 17. spt.
--- - ' . ''
Guðmundur Asbjarnarson frikirkjuprestur
Sr. Þorvarður Brynjólfsson og Anna Stefáns-
dóttir
1896 og ekki voru þeir frikirkju-
menn viðurkenndir sem sjálf-
stæður söfnuður „fyrr en það sé
nægilega sannaðað söfnuðurinn
hafi fengið sér kirkjubygging,
er sé útbúin öllu þvi, er sé nauð-
synlegt til venjulegrar guðs-
þjónustu og ekki sé notuð til
neins annars," eins og komist er
að orði i bréfi biskups 8. nóv.
1895.
Og nú kom gamla hálfkirkjan
á Ketilsstöðum i góðar þarfir,
þótt hrörleg og litil væri. Hún
var i eigu Ketilsstaðabónda, svo
að þar voru hæg heimatökin og
biskup taldi að notkun frikirkju-
safnaðar þyrfti ekki að brjóta i
bága við upphaflegan tilgang
hússins ef eigendur þess leyfi.
Hinsvegar gekk það ekki
greitt að fá vigsluleyfi fyrir hinn
unga frikirkjuprest. Eftir sein-
farinni leið um „kontóra”
biskups, landshöfðingja og fs-
landsráðgjafa (Nellemanns),
kom það loks til umsagnar Sjá-
landsbiskups, sem taldi það
„ósameinanlegt reglum, er
gilda um þ jóðkirkjuna að biskup
hennar vigi presta handa
söfnuðum utan hennar.” Þor-
varður Brynjólfsson varð þvi
óvigður þjónn þeirra frikirkju-
mann og var svo i fimm ár, uns
hann gekk í þjónustu þjóðkirkj-
unnar og vigðist til Staðar i Súg-
andafirði 22. sept. 1901.
Þótt Ketilsstaðakirkja stæði á
gömlum merg, var hún ekki
stæðileg að sama skapi eins og
fyrr segir. Var hún rifin árið
1909.
Var þá efnt til byggingar
nýrrar kirkju á Ketilsstöðum.
Var það tveggja hæða hús. Á
Frikirkjan á Ketilsstöðum
FRÆKORN
Barnisólin brosti við
Prestur nokkur var á ferð á
austurlandi, kom þar að bæ ein-
um ogkvaddi dyra. Enginn kom
fram. En bæjardyrahurð var ó-
læst, svo að hann gekk inn göng-
in og upp I baðstofu. Þar var
ekki annað manna en litiö barn,
sem hafði skriðið upp i glugga-
kistu og hjalaði út i sólskinið.
Prestur horfði um stund þög-
ull á þessa sjón og kvað siöan
visu þessa:
Barni sólin brosti viö,
barniö aftur hló viö sunnu.
Svona ljós og sakleysiö
saman eins og vinir runnu.
Kirkjuritið.
Til þess, sem gagnlegt
er.
Mismunur er á náðargáfum, en
andinn hinn sami.
Mismunur er á embættum, en
Drottinn hinn sami.
Mismunur er á framkvæmdum,
en Guð hinn sami, sem öllu
kemur til leiðar i öllu. En opin-
berun andans er gefin sérhverj-
um til þess, sem gagnlegt er.
(I.Kor. 12.4-7.)
Svo launar sá alvitri
Guð.
Þá fööurfaðir minn Jón Stein-
gr&nsson og kona hans, Ingirið-
ur, bjuggu á Ystahólma I Fljót-
um voru þau ei stórrik af ver-
aldarauði en þar hjá mikiö gott
gerandi. — Eitt sinn gaf hann
þau einu skæði, er til voru i
heimilinu, þurfandi manni er
bar að' húsum hans. En nær
hann þar eftir samdægurs gekk
á fjöru var þar rekinn stór selur.
Svo launar sá alvitri Guð
miskunnarverkin, sem i hjart-
ans einfeldni eru gerð og I hans
nafni”.
(Ævisaga J.Steingrimssonar.)
neðri hæð var samkomuhús i
eigu hreppsins eða ungmenna-
félagsins i Vallahreppi, en á efri
hæðinni var kirkjan, i eigu
Ketilsstaðabænda. Mun smiði
hússins hafa lokiö árið 1914, þvi
að i júlilok sumarið 1915, þegar
Matthias þjóðminjavörður kom
i Ketilsstaði til að skoða og skrá
muni kirkjunnar kemst hann
svo að orði:
Kirkjan byggð úr
steini, steypt s.l. ár,
fremur litil, rúmar um
80 manns i sæti, sem
eru lausir bekkir,
gluggar 3 á hvorri hlið.
Siðan lýsir þjóðminjavöröur
öllum gripum kirkjunnar af
mikilli nákvæmni svo sem hans
var von og visa.
Ekki hlaut hin nýja „kirkja” á
Ketilsstööum vigslu frekar
heldur en forstöðumaður þess
safnaðar, sem hana sótti. En
þar fóru fram allar kirkjulegar
athafnir: messur, skirnir,
fermingar o.s.frv. en neðri hæð-
in var notuð fyrir almennar
samkomur. t fasteignamati 1918
er gefin af húsi þessu svofelld
lýsing: „Heimakirkja eða bæn-
hús er byggt úr steinsteypu,
7.56x5.67x3.15m., ris 2.52 m.
Undir húsinu öllu er kjallari að
mestu upphleyptur, 2.52 m. á
hæð, sem hafður er fyrir
fundarhús.
— O —
Við brottför Þorvarðar Bryn-
jólfssonar gerðist Guðmundur
Asbjarnarson, frikirkjuprestur
á Reyðarfirði, einnig prestur
þei-ra utanþjóðkirkjumanna á
Völlunum. Guðmundur var stú-
dent og hafði gengið á presta-
skólann en lauk þar ekki prófi.
Siðan fluttist hann til Eskifjarð-
ar og fékkst þar við kennslu og
verslunarstörf. Konunglega
staðfestingu sem frikirkjuprest-
ur Vallamanna fékk hann 1902.
— Hann skyldi messa á Ketils-
stöðum a.m.k. fjórum sinnum á
ári og hann var i einni slikri
messuferð þegar dauða hans
bar að 26. mars 1925.
Isafold getur um þessa hinstu
för Guðmundar og ferst þannig
orð, 29. mars 1925:
„Hann lagði af stað fimmtu-
daginn i embættisferð upp yfir
Eskifjarðheiði og ætlaði að
messa á sunnudag á Ketilsstöð-
um á Völlum. Hann kom ekki
fram á föstudagog var þá hafin
leit og fannst hann örendur á
heiðinni. Hefur liklegá orðið
bráðkvaddur eða veikst snögg-
lega og lagst fyrir. Frost var
mikið eg stormur þann dag og
nóttina eftir. Likið var flutt til
Eskifjarðar á föstudagskvöld.”
Eftir lát Guðmundar As-
bjarnarsonar var þess skammt
að biða að kirkjuhúsið á Ketils-
stöðum hefði lokið hlutverki
sinu. Samkvæmt manntalinu i
Vallanesprestakalli voru utan-
þjóðkirkjumenn alls 69 31. des.
1924 en þeir gengu allir i þjóð-
kirkjuna 14. júni næsta ár.
Einhverjar kirkjulegar at-
hafnir munu þó hafa fariðfram i
Ketilsstaðakirkju eftir það. Sú
siðasta var gifting jieirra
Ketilsstaðahjóna, Sigriðar Hall-
grimsdóttur og Bergs Jónsson-
ar. Þau voru gefin saman af
sóknarprestinum i Vallanesi, sr.
Sigurði Þórðarsyni þ. 7. júli
1928.
Enn stendur frikirkjan á Ketils-
stöðum, þessu fornfræga syslu-
mannssetri Múlaþings, þótt
mjög sé hún farin að láta á sjá,
enda komin all mjög til aldurs.
Athugandi væri fyrir Héraðs-
búa hvort ekki mætti halda
henni við og auka þar með sögu-
legt gildi hennar.
Liklega er hún eina frikirkjan
sem reisthefur veriði sveit á Is-
landi.