Vísir


Vísir - 03.09.1976, Qupperneq 1

Vísir - 03.09.1976, Qupperneq 1
(Fyrstur með fréttirnar / 65 ár Dómur í móli íslenska hasssmyglarans ó Spóni vœntanlegur 30. september Á YFIR HÖFÐI SÍR 6-8 ÁRA FANGELSI „Pilturinn, sem tekinn var fyrir hasssmygl hér á Spáni, i vor verður dæmdur 30. september næstkommandi og benda aliar likur til að hann verði dæmdur i sex til átta ára fangelsis- vist”, sagði ræðismaður íslands i Malaga á Spáni, Marin Brian de Creveceur í samtali við Visi þar syðra i vikunni. Húnsagði að yfirleitt væri tekið mjög vægt á ýmiss konar smygli á Spáni, enda væri það talinn góð- ur atvinnuvegur, en þegar um hass væri að ræða væri annað uppi á teningnum, og fyrir slikt væri skemmsta fangelsisvist sex ár og einn dagur. Marin Briand sagðist heimsækja piltinn öðru hverju i fangelsið i Cadiz, þar sem hann væri nú, og liði honum þar mun betur en I fangelsinu I Alceciras, þar sem hann heföi veriö áður. Fyrst hefði hann að visu verið látinn dvejast i klefa með 60 öðr- um föngum, en fyrir milligöngu þekkts lögfræðings, sem væri réttargæslumaður piltsins, hefði hann verið fluttur i þriggja manna klefa. „Það amar ekkert að piltinum núna” sagði Marin Briand „hann var fölur og horað- ur.þegarhann kom ifangelsiö, en er nú sólbrúnn og þybbinn, og matinn i fangelsinu segir hann góðan. Hann vinnur nú á tré- smiðaverkstæði i fangelsinu og fær fyrir þaö sæmilega vasapen- inga og hverjir tveir dagar, sem hann situr inni i fangelsinu og stundar vinnu sina reiknast sem þrir, þegar hann afplánar dóm sinn.” Ræðismaðurinn sagði, að enn hefði ekki verið farið fram á, að pilturinn yrði fluttur heim til fs- lands tO fangelsisvistar þar, en liklegt væri að um það yrði rétt, eftir að dómur i máli hans hefði fallið 30. september. fslenska stúlkan, sem var með piltinum á ferðalaginu, þegar hann var handtekinn, var fljótlega látin laus og mun hún nú dveljast i Sviþjóö. Þúsundir mótmœla lokun — Talning undirskrifta hófst í gœrkvöldi Starfshópurinn sem undan- farna daga hefur unnið að söfn- un undirskrifta gegn lokun mjólkurbúða i Reykjavik og ná- grenni byrjaði i gærkvöldi að telja nöfnin á þeim listum, sem þá höfðu borist. Ljóst er að undirtektir al- mennings hafa veriö mjög góð- ar, þvl að listarnir sem lágu út- fylltir fyrir i gær skiptu hundruðum — og ekki fjarri lagi að áætla, að þeir sem hafi skrif- að undir séu á milli fimmtán og tutttugu þúsund. Hópurinn vildi ekki gefa upp nákvæma tölu þegar talningu var lokið, en sagði aö þaö kæmi I ljós þegar forstjóra Mjólkur- samsölunnar yrðu afhentir undirskriftalistarnir á mánu- daginn. Þegar á eitthvað eftir af ber- ast af listum frá almenningi, en mjög margir hafa tekið lista og •gengið með þá i hús og á vinnu- staöi I Reykjavik og nágrenni nú siðustu daga. — klp — Það var létt yfir hópnum sem vann að tainingu undirskrifta gegn lokun mjólkurbúðanna I gærkvöldi, enda hefur söfnunin gengiö vel þótt hún hafi staöið stutt yfir. Ljósmynd Loftur 1 -"Cr—«s g= r ' Z/MJr^ I W ■ r Verðlauna- samkeppninni er að Ijúka Verðlaunasamkeppninni um fallegasta borðbúnaðinn lýkur i Helgarblaði VIsis sem fylgir ókeypis með á morgun. Með blaðinu fylgir þá atkvæðaseðill svo að lesendur geti greitt at- kvæði. Litmyndir af öllum borð- skreytingunum birtast lika með i blaðinu. Að vanda flytur Helgarblaö Visis fjölbreytt efni. Minjasafn- ið i Hafnarfiröi er heimsótt og litast þar um i fylgd með Gisla Sigurðssyni minjaverði. Þá er sagt frá heimsókn til Guömund- ar Inga Kristjánssonar skálds á Kirkjubóli i Onundarfirði. Peter Falk sem leikur Colombo á 49 ára afmæli um þessar mundir og svona i tilefni dagsins er fjallað um þá félaga. Þá er Inn-siða, Tónhorn, Kirkjusiða, þátturinn úr eldhús- inu — og ýmislegt annað lesefni má finna i Helgarblaðinu að þessu sinni. — EKG Patreks- firðingar í bylt- ingarham — sjó bls. 9 Bankastjórar þinga um hertar óHánaregíur Bankastjórar við- skiptabankanna og for- maður Sambands sparisjóða sátu á fundi með seðlabankastjóra i gær til að ræða nánari mótun útlánastefnu bankanna. Þar sem útlánatölur fyrir ágústmánuð liggja ekki fyrir ennþá var ákveðið aö halda annan fund næstkomandi þriðjudag. Visir haföi i morgun samband við Armann Jakobsson, banka- stjóra Ctvegsbankans, og spurði hann hvort bankarnir færu fram á breytingu á þvi samkomulagi sem bankarnir gerðu með sér um útlán á árinu. Armann segöi það ekki vera. Tilgangur þessara funda væri að finna leiðir til að takmarka útlán bankanna. Flestir bankarnir hefðu lánað of mikiö, miöað við það samkomulag sem gert var i ársbyrjun. Þó sagði hann aö talsverðar sveiflur væru i útlánum hinna einstöku banka og væru þau oft mest á miöju árinu, en siðan drægi úr þeim. Hins vegar væru útlánin það sem af er árinu það langtyfir markinu, aö ljóst væri að á næstunni yrði hert á útlána- reglunum. Eins og Visir skýrði frá I gær hljóðaöi samkomulag bankanna upp á 16% hámarksaukningu út- lána á árinu. Fyrstu fimm mán- uði ársins hækkuöu útlánin hins vegar um 13.8%. -SJ

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.