Vísir - 03.09.1976, Blaðsíða 3

Vísir - 03.09.1976, Blaðsíða 3
visir Föstudagur 3. september 1976 Tölur um raforkuverð frá Kröfíu út í hött, segir iðnaðarráðherra „Ég tel þær tölur sem fram komu á Fjórðungsþingi norð- lendinga um raforkuverð frá Kröflu vera alveg út i hött,” sagði Gunnar Thoroddsen iðn- aðarráðherra isamtali við Visi i gær. Kveðst hann að visu ekki hafa séð umrætt erindi, og ekki vita um þærforsendur sem þar væru gefnai^, en þessar tölur væru allavega ekki réttar. Sagði hann að framleiðsluverð á kwst. frá Kröflu væri um 2kr., eða svipaö og frá Sigölduvirkjun. Gunnar sagði ennfremur, að ekki mætti hafa i huga núver- andi orkunotkun á Norðurlandi, þegar verið væri að reikna út verð frá Kröflu. Væri þannig viðmiðun notuð, væri ekkert ó- eðlilegt að rafmagnið yrði dýr- ara. „Það er hins vegar fyrirsjá- anleg mikil aukning á orkuþörf, bæði til atvinnurekstrar og húsahitunar. Er áætlað að a.m.k. vanti um 16 Mw, sagði Gunnar að lokum. —AH „Eins og kalt steypibað" Ástœða til að athuga þetta nánar, segir Ingvar Gíslason, varaformaður Kröflunefndar um raforkuverðið Kaldur ís á heitum degi. „Menn likja þessu við kalt steypibað,” sagði Gunnar Har- aldsson hafræðingur Framkvæmdastofnunar rikis- ins þegar Visir spurði hann hver viðbi ögð manna hefðu orð- iöviö upplýsingum hans um raf- orkuverð á Norðurlandi. Gunnar sagði i erindi sem hann flutti á þingi Fjórðungs- sambands Noröurlands, að raf- orkan frá Kröflu yrði allt að 200% dýrari en raforka Lands- virkjunar. „Það er allt of dýrt að fram- leiða orkuna i Kröflu,” sagði Gunnar. „Miöað viö það hvaö fjármagn er dýrt i dag er mark- aðurinn fyrir orku frá Kröflu ekki nógu stór til aö réttlæta þá óhemjulegu fjárfestingu sem þar á sér stað. Þær tölur sem ég gaf upp eru það sem allir vissu fýrir. Þetta hafði aðeins ekki verið sagt áð- ur.” Ástæða til athugunar „Mér sýnist þessar tölur vera þannig fram settar, að fyllsta á- stæða sé til að athuga þær nán- ar,” sagði Ingvar Gislason varaformaður Kröflunefndar I samtali við Visi i gær. Hann kvaðst þó ekki hafa haft tækifæri til þess ennþá og væri þvi ekki við þvi búinn að gagn- rýna þær i blaðaviðtali. —SJ Tækjabúnaður Kröfluvirkjunar er sem óðast að koma á virkjunarstaðinn og viða kassar með tækjum i stöðvarhúsinu. En deilurnar um rafmagnsverðið eru orðnar háværar löngu áður en rafalarnir eru farn- ir að snúast. Þessa mynd tók Loftur Ásgeirsson, Ijósmyndari Visis nyrðra á dögunum. Flugfreyjur í tískuklœðum í háloftunum Flugfreyjur hjá dótturfyrirtæki Flugieiöa, International Air Bahama, hafa tekið upp þá ný- breytni i fiugi frá Evrópu til Bandarikjanna að sýna tiskufatn- að frá tiskuhúsinu Island para- dis Fashions. Flugiö vestur um haf tekur um tiu kiukkustundir með miliilend- ingum og þegar þær hafa fram- reitt kvöldmat og drykki skipta þær um hlutverk og bregða sér i tiskufatnaöinn. i sætisbökum flugvélanna er auglýsinga- bæklingur frá tiskufyrirtækinu á- samt verðlista. Frétih' herma að farþegar hafi tekið þessari nýbreytni vel á þessari löngu fiugleið. , —RJ — Ljósm. LÁ TEKNIR VIÐ AÐ SMYGLA HASSI INN Á VÖLLINN Þaö telst ekki orðið i frásögu færandi þótt menn séu teknir við aö reynaaðsmygla einhverju út af Keflavikurflugvelli. En aftur á móti er það óvenjulegt þegar menn eru teknir fyrir að smygla inn á völlinn. Það gerðist þó seint I fyrra- kvöld, er lögreglan handtók tvo bandarikjamenn sem voru á leiðinni inn á völl. 1 fórum þeirra fannst þó nokkuð magn af hassi, eða um 200 til 250 grömm. Hassið höfðu þeir keypt fyrir utan völlinn, eða náúar til tekið i Keflavik. Þegarþeir fóru útfyrr um daginn, var grunað, að þeir væru að fara i einhvern sUkan innkaupaleiðangur, og þvi hafði lögreglan góöar gætur á þeim þegar þeir komu til baka. Báðir mennirnir hafa verið settir undir lás og slá á meðan lögreglan á Keflavikurflugvelii vinnur að rannsókn málsins og kannar af hverjum þeir hafa keypt hassið. —klp—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.