Vísir - 03.09.1976, Blaðsíða 10

Vísir - 03.09.1976, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 3. september 1976VISIR VONANDI BARA BYRJUNIN Rock’n’Roll Festivalið hans Óttars Felixar Haukssonar slöastliðið miðvikudagskvöld verður að teljast nokkuð mark- verður atburöur á mælikvarða islenska poppbransans. 1 Laugardalshöllinni voru mætL. rúmlega 2000 ungmenni til að hlýða á fimm islenskar hljómsveitir sem hingað til hafa mestmegnis leikið fyrir dansi á öldurhúsum borganna, hljóm- sveitirnar Cabaret, Eik, Fresh, Celsius og Paradfc. Flestum þessum hljómsveitum tókst vel upp og var ekki annað aö sjá en þeir nytu þeirrar athygli sem þeim var veitt með þessum hljómleikum, á ég þá við sjón- varpið, hinn erlenda umboösað- ila Mr. Kramer og svo segu- bandsupptöku. Kynnir á hljómleikum þess- um var hinn gamalkunni grín- isti, Rió triósins Helgi Péturs- son, og þó ekki væri um aö ræöa umtalsverðar tafir (ef bara nokkrar) þá tókst honum að koma á vissri stemmingu likt og hljómsveitunum. Hljómsveitin Cabaret hefur liklega byrjaö svona fimmtán minútur fyrir niu og lék frum- samið efni Valgeirs Skagfjörð, hljómborðsleikara. Cabaret varð að sjálfsögðu fyrir barðinu á þvi að koma fyrst .■ fram, sér- staklega I sambandi við hljóm- burð, sem var ekki upp á það besta þó Tony Cook tækist blessunarlega að kippa þvi i lag undir lok þessa þáttar. Lög Val- geirs virtust mér flest nokkuð keimlik utan siðasta lagið sem liklega hefur heitið „Senior Mandola” eða eitthvað slikt. Einnig fannst mér allar útsetn- ingar á lögunum skammt á veg komnar og söngur Finns fremur daufur, enda virðist hann ekki hafa nóg raddsvið til að bera eina hljómsveit i fimm til sex lög. Ari Jónsson trommuleikari Póniks lék á trommur hjá þeim félögum, þar sem trommuleik- arinn slasaðist ail illilega i bil- slysi fyrir rúmri viku. Ari stóð fyrir sinu að vanda, en Valgeir var greinilega ekki eins vel til á klarinettinu. Efni það sem Cabaret flutti er varla boðlegt á hijómplötu eins og er, enda - verður tæplega úr hljómplötu frá þessum hijómleikum. Hljómsveit var auk þess fremur litlaus i sviðsframkomu nema hvað Tryggvi gitarleikari hreyfði sig til og frá. Annars voru þeir klappaðir upp af gömlum og góðum sið og tóku þá eitt skemmtilegasta atriöi kvöldsins 10 litlir negrastrákar, þrihent á bassagitar! Eikin kom næst, meö eftii af væntanlegri breiðskifu. Ekki er annað hægt að segja en að þeir séu með athyglisverðari hljóm- sveitum eins og er. Stlllinn er orðinn mótaður og valinn hljóð- færaleikari á hverjum staö. Þó var Þorsteinn Magnússon best- ur á gitarnum og mættu hinar svokölluðu gitarstjörnur hér fara að vara sig Hljómburöur var orðinn góður þegar þeir komu fram. Þeir léku 4, noldcuð löng lög, eitt spilað og 3 sungin « af Sigurði Sigurðssyni, sem hefur farið mjög fram að undanförnu. Sviðsframkoma fremur slöpp, þó gaman að Þorsteini. Eftir hlé birtist svo hin furöu- lega hljómsveit Fresh (sem hét áður Fress). Ekki veit ég hvort tónlistin var fumsamin, en hún var ansi loðinkennd og ruglings- leg og tel ég hljómsveitina ekki eiga upp á pallborðið meö hinum hljómsveitunum hvað tónlist snertir, en þó voru Finn- bogi Kjartansson og Hrólfur Gunnarsson pottþéttir. En framkoman var lifleg og það var nokkuð gaman að þeim þrátt fyrir allt. Celsius kom næst. Persónu- lega tel ég þátt Celsius i þessum hljómleikum langbestan. Þessi hljómsveit er nokkuö örugg og lagaval yfir höfuð athyglisvert og sviðsframkoma langt, langt fyrir ofan það sem hér hefur birtst siðan Ottar Felix lék i Höllinni um árið. Celsius voru með frumsamið efni auk laga eftir Jóhann Helgason, sem flutt voru i Change á sinum tlma og er „Love your mother” jafnvel mun betur flutt af Celsius heldur en Change. Það verður gaman að fylgjast með þeim köppum næstu mánuöina. Siðasta hljómsveitin var Paradis. Er Paradis birtist risu þeir er niöri sátu á fætur og f jör komsti leikinn. Það var greini- legthver jir voru vinsælastir. En þáttur þeirra var plötuefnið flutt á sinn hátt auk tveggja laga sem hljómsveitin hefur haft á dagskrá undanfarna mánuði. Annars voru þeir góðir en bara of venjulegir fyrir þennan óvenjulega atburð. Tónhornið vill nýta tækifæriö og oska Ottari Felix til hamingju með vel heppnaðan og vel skipulagöan konsert sem eflaust á eftir að ryðja brautina fyrir fleiri slikum, og svo vonumst við til aö fá aö sjá her- legheitin i sjónvarpinu innan skamms. HIA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.