Vísir - 03.09.1976, Side 7

Vísir - 03.09.1976, Side 7
VISIR Föstudagur 3. september 1976 Umsjón: Guðmundur Pétursson. Óeirðir í hverfum hvítra í Höfðaborg Kynþáttaóeirðir S-Afriku breiddust i gær ut i hverfi hvitra i Höfðaborg, þar sem tveir kynblendingar létu lifið og nokkrir slösuðust i átökum. Um 3,000 kynblendingar efndu til mótmælaaðgerða i aðal verslunarhverfi hvitra i Höfða- borg i gær, en lögreglan dreifði mannfjöldanum og beitti til þess táragasi og kylfum. Búðargestir flýðu i' ofboði úr hverfinu, en bankar og fleiri fyrirtæki neyddust til að loka, þegar ólift varð fyrir táragasinu, sem beitt var ótæpilega. í óeirðum siðustu ellefu vikna hefur ekki fyrr komið til átaka i borgarhluta hvitra. w r INDIANAR RAÐAST A MÁLMLEITARMENN Rikisstjórn Brasiliu hefur fyrirskipað, að ólöglegir tinmálmleit- armenn á landsvæðum indiána skuli reknir þaðan burt. Landsvæðið, sem um er að ræða, er hinn svokallaði „Týndi heimur” úr sögu Arthur Conan Doyles um furðuskepnur fom- aldar, enþað liggur undir rótum fjallsins Roraima. Stjórnin hefur gripið til þess að reka burtu málmleitarmenn- ina eftir árás 100 indiána á án- ingarstað þeirra i Surucucu I Roraima-héraðinu á dögunum. Málmleitarmenn hafa verið ágengir á þessu svæði, sem raunar er friðlýst og nýtur verndar stjórnarinnar. Hafa indiánar ýfst við og árekstrar milli þeirra ogþessa flökkulýðs orðið æ tiðari. Frœndi C arters í fangelsinu Það er greinilegt á óeirðunum i gær, að kynblendingar, sem um áranna bil hafa haldiðsig utan við jafnréttindabaráttu blökku- mannahafa snúist á þeirra band. Lögreglan segir, að i öðrum átökum i gær hafi einn kynblend- ingur fallið fyrir kúlu lög- reglunnar, þegar hún hóf skothrið á æstan múg i hverfi þeirra i Hanover Park, utan við Höfða- borg. Hafði múgurinn látið grjót- inu rigna á lögreglumennina. Sonny Leon, leiðtogi verka- mannaflokks kynblendinga, vill kenna handtökum á leiðtogum kynblendinga um, að þeir hafa nú risið upp. „Fólk gripur til slikra ráða, þegar leiðtogar þess hafa veriðlokaðir inni, og enginn er til að tala máli þess,” sagði hann. Minni verðbólga Austurrikismenn virðast hafa snúið við blaðinu frá þvi i fyrra, þegar heildar þjóðarframleiðsla þeirra minnkaði um 2% frá þvi árið áður. í skýrslu frá OECD segir, að framleiðsluaukning Austurrikis á þessu ári fari yfir 3%. Hinsvegar er þvi spáð, að við- skiptahallinn verði meiri en i fyrra, þegar hann komst I 5,610 milljónir austurriskra skildinga. Efnahagsstofnun Austurrikis segir, að neysluvarningur þar I landi hafi hækkað á árinu, en sú hækkun muni þó ekki fara fram úr 7,5%. En verðbólgan I fyrra var um 8,4%. r, - ? 4 WARt-n' iip oNE PRlr(f.rfí " -Jl CíWl FUIL pueli: iMQLífty .1 Fangauppreisnín Fangar i fangelsinu i Hull gerðu uppþot, eins og sagt var frá hér á siðunni i gær, og er þessi mynd tekin af nokkrum þeirra uppi á þaki fangelsins. Vildu þeir mótmæla, vegna þess að 4 fangaverðir hefðu lagt hendur á einn fanga, og kröfðust rannsóknar. —Samtlmis þvi berast fréttir af pyndingum breta á föngum á Norður-trlandi, sem sagt er frá hér fyrir neðan. En I tugthúsinu I Hull eru einmitt nokkr- ir irskir hryðjuverkamenn. 1 öryggisskyni varð að flytj: frænda Jimmy Carters, fram bjóðanda demókrataflokksins, ú Vacaville-fangelsinu við Sai Francisco til Soledad-fangels isins, þar sem auðveldara er ai iita eftir þvf, að fangar verði ekk hvorum öðrum til miska. William Carter Spann, sem situr inni fyrir bilþjófnaö, vopnaf rán, og brot á náðunarreglum segir, að einn meðfanga sinns hafi ráðist að sér með hnif fyrii mánuöi eða svo. Fangelsisyfir- völdum hefur þó ekki tekist að fá þá frásögn hans staðfesta. í blaöaviötali nýlega sagði William Spann: „Ég var núna á dögunum að fá bréf frá Jimmy frænda, þar sem hann segir, að ég sé enn einn úr fjölskyldunni, og vissulega muni hún ekki sleppa hendi af mér.” Bretar œfir út í íra í breskum blöðum i morgun spegiast sömu gremjulegu viðbrögðin og hjá stjórn verka- mannaflokksins við þeirri ákvörðun írska lýðveldisins að kæra fyrir mannréttindadóm- stól Evrópu meðferð breta á irskum föngum. Kæran byggist á skýrslu mann- réttindaráðs Evrópu, þar sem kemur fram, aö allt fram til 1971 hafi fangar verið beittir pynding- um i fangelsum á N-lrlandi. Hafi þeir verið neyddir til að standa langtimum saman viö vegg, hett- ir verið dregnir yfir höfuð þeirra og hljóðhimnurnar látnar þola ærandi hávaða. Merlyn Rees, sá ráðherrann sem fer með málefni N-lrlands, veittist i gær beisklega að stjórn- inni i Dublin fyrir að grafa upp liöna tið frá þvi fyrir fimm árum eða lengra. Sagði hann þaö eng- um til góðs, nema hryðjuverka- mönnum. Fjársjóðsrœningjar plága i Bretlandi Margan drenginn dreymir um fólgna fjársjóði, en það er eins og sá draumur fylgi mönnum á Bretlandi lengi fram eftir árum. Hafa stjórnvöld þar i huga, að setja hömlur á fjársjóðsleitirfullorð- inna, sem þykja ganga nokkuð langt. Knúnir áfram af ágóðavon- inni láta „fjársjóðsræningjarn- ir”, eins og þeir eru kallabir i Bretlandi, greipar sópa um forna staði og minjar. Hafa þeir færst i aukana með hverju ár- inu. Illu heilli eru þeir ekki lengur vopnaðir skóflunni einni, heldur hafa margir tekið tækninýjung- ar eins og málmleitartæki i þjónustu sina, sem eykur mjög möguieika þeirra. Fornleifafræöingar barma sér sáran undan ágangi þessara áhugamanna sem þeir segja spilla fornfræðiiegum stöðum og minjum áöur en sérfræðing- ar fá borgið sögulegum verð- mætum. Segja þeir hafa verið mikið brögð að þvi að ómetan- legir fornmunir eyðileggist vegna átroðnings „fjársjóðs- ræningjanna”. Umhverfisverndarsinnar hafa gengiö i lið með fornleifa- fræðingunum og segja ljótt að sjá hvernig viöskilnaðurinn sé eftir uppgröft þessara viðvan- inga. Þeir segja „ræningjana” engu betri en moldvörpur, sem skilji landið eftir gapandi i hol- um. Svo er nú komið, aö fornleifa- fræöingar þora ekki fyrir sitt litla llf að láta það spyrjast ef þeir finna eitthvað, sem slægur þýkir i. Einhvers staðar I Burckinghamskíri eru þeir aÖ grafa um þessar mundir eftir minjum frá veru rómverja á Bretlandseyjum. Er grafiö á vöktum allan sólarhringinn til þess að verða á undan „ræn- ingjunum”, þvi grunur leikur á þvi, að rómverjar hafi fólgiö fjársjóð á þessum staö, sem haldið er leyndum. Stjórnvöld hafa i huga aö leiða i lög bann viö notkun málm- leitartækja I þessu skyni, og strangar refsingar fyrir óleyfi- legan uppgröft á stöðum, sem friðlýstir hafa verið. Svo ákafir eru þessir áhuga- menn i leit sinni, að þeir tefla oft i tvisýnu með lif sitt. Göng, sem þeir hafa grafiö, hafa hrunið yf- ir þá. Abökkum Thamesárinnar eru margir að grafa þessar vikurnar, en þar þykir jarö- vegurinn sérlega svikull, og kviða menn þvi, að einn daginn hljótist af alvarlegt slys.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.