Vísir - 03.09.1976, Síða 8
8
VÍSIR
Útgcfandi: Keykjaprent hf.
Frainkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson
Kitstjórar: Þorsteinn Páisson, ábm.
Ólafur Kagnarsson
Kitstjórnarfulitrúi: Bragi Guömundsson
Fréttastj. erl. frétta: Guöniundur Pétursson
Blaöamenn: Anders Hansen, Anna Heiður Oddsdóttir, Edda Andrésdóttir,
Einar K. Guðfinnsson Jón Ormur Halldórsson, Kjartan L. Pálsson, Ólafur
Hauksson, Óli Tynes, Rafn Jónsson, Sigriður Egilsdóttir, Sigurveig Jóns-
dóttir, Þrúður G. Haraldsdóttir.
tþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson.
Útlitstciknun: Jón Óskar Hafsteinsson
Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson.
Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurðsson.
Dreifingacstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Auglýsingar: llvcrfísgötu 44. Simar 116G0 86611
Afgreiðsla: llverfisgötu 44. Sinri 86611
Kitstjórn: Siöumúla 14. Simi86611.7 línur
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands.
_______________i lausasölu 50 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Að snúa bökum saman
gegn upplausn
Umræður um skattamál að undanförnu hafa á
margan hátt verið þarflegar. Þær hafa ekki ein-
vörðungu beint athygli manna að misrétti i þeim
efnum, heldur einnig og ekki siður opnað augu
manna fyrir þeirri siðferðilegu upplausn, sem
fylgir i kjölfar þeirrar óðaverðbólgu, sem við
höfum búið við.
Að visu hefur það lengi verið ljóst, að verð-
bólgan kippti ekki einungis stoðunum undan heil-
brigðu efnahagslifi, heldur veikti hún almennt
allt þjóðfélagslegt siðferði. Menn hafa jafnvel
haldið þvi fram, að verðbólgan ógnaði stjórnar-
farslegu lýðræði. Og er vissulega margt til i
þeirri kenningu. Brandt fyrrum kanslari Vestur
Þýskalands hefur meðal annarra haldið
henni fram.
Allt eru þetta óhugnanlegar staðreyndir. Fram
til þessa hafa menn látið við það sitja að skegg-
ræða um þessi vandamál. Nú er hins vegar komið
að þvi, að stjórnvöld og forvigismenn hagsmuna-
samtaka þurfi að breyta i samræmi við þennan
kalda veruleika. Hann verður ekki umflúinn.
Verðbólgan skaðar ekki aðeins þjóðfélagsheild-
ina, heldur gengur hún i berhögg við hagsmuni
hvers einstaks borgara. Stundum er staðhæft að
tilteknir hópar, hagnist á verðbólgunni. Þvi er
t.a.m. haldið fram, að verðbólgan hafi gert
mönnum kleift að eignast eigin húsnæði og gefi
atvinnurekendum möguleika til þess að ná til sin
óeðlilegum söluhagnaði.
Vitaskuld eru til dæmi hér um, en þegar á allar
aðstæður er litið má ljóst vera, að verðbólgan
skaðar jafnt launþega og þá sem atvinnurekstur
stunda. Verst af öllu leikur hún þá, sem minnst
hafa umleikis. Öll skynsamleg rök hniga þvi i þá
átt, að annars ólikir hagsmunahópar geti sam-
einast i baráttunni gegn verðbólgunni.
Þetta blað hefur jafnan lagt á það mikla
áherslu að rikisstjórn, stjórnmálaflokkar stjórn-
armegin og stjórnarandstöðumegin og hags-
munasamtök launþega og atvinnurekenda
legðust á eitt til þess að auðvelda aðgerðir i þvi
skyni að draga úr verðbólgu. Af þessari samstöðu
hefur ekki orðið, þó að i einstökum tilvikum hafi
örlað á vilja i þessa átt.
Hefðbundinn hagsmunaágreiningur og þrætur
stjórnmálaflokka, oft á tiðum um keisarans
skegg, hafa setið í fyrirrúmi. Nú hefur forsætis-
ráðherra hins vegar boðað, að rikisstjórnin hafi i
hyggju að leita eftir aukinni samstöðu þessara
aðila gagngert til að auðvelda viðnám gegn verð-
bólgu.
Það er tiltölulega auðvelt að koma i veg fyrir að
samstarf af þessu tagi beri árangur. En á hitt er
að lita, að borgararnir ætlast til þess, að of al-
gengum barnaskap i stjórnmála- og hagsmuna-
átökum verði vikið til hliðar i þeim tilgangi að
uppræta böl óðaverðbólgunnar.
Hafa verður i huga i þessu sambandi, að or-
sakir verðbólgunnar eru margþættar og eins, að
ákvörðunarvaldið er svo dreift, að samstaða er
forsenda raunhæfra aðgerða á þessu sviði.
Þannig eru aðstæðurnar og þeir sem völdin hafa
á hverjum stað verða að skipa málum i samræmi
við það.
Föstudagur 3. september 1976 VISIR
Umsjón: Guömundur Pétursson
Norömönnum er mest I mun aö lenda ekki i „þorskastriöi” eins og islendingar, þegar þeir færa fisk-
veiöilögsögu sina út i 200 milurnar, sem ekki veröur langt aö biöa úr þessu.
200 mílur
nœst á dag-
skrá norð-
manna
Það er búist við þvi,
að Noregur lýsi i dag
fyrirætlunum sinum
varðandi 200 milna
fiskveiðilögsögu, sem
þeir hafa um hrið stefnt
að með hægðinni og
undirbúið með samn-
ingum fyrst um friðun
veiðisvæði fyrir tog-
veiðum.
Stjórnin þykir likleg til að
leggja fljótlega fyrir stórþingið
frumvarp, sem felur i sér út-
færslu fiskveiðilögsögunnar i
meðförum þingsins i haust
mundi ákveðinn endanlega sá
dagur, er nýja lögsagan tæki
gildi, en kvisast hefur að norð-
menn hafi augastað á 1. janúar
næsta árs til þess.
An efa hefur þetta borist i tal i
viðræðum Odvars Nordli, for-
sætisráðherra, við islenska ráð-
herra i heimsókn hans hingað.
Norðmenn, sem fylgst hafa
mjög náið með útfærslu okkar
fiskveiðilögsögu og þorska-
striðinuvið breta, eru staðráðn-
ir i þvi að reyna að komast hjá
slikum illdeilum við þær fisk-
veiðiþjóðir, sem telja sig eiga
orðið hefðbundinn rétt til veiða
á miðunum undan Noregs-
ströndum.
Þeir létu þau sjónarmið strax
ráða, þegar Janes Evensen,
hafréttarmálaráðherra þeirra,
átti i löngum sanningaviðræö-
um við rússa, belga, þjóðverja
breta og frakka, áður en látið
var af þvi verða að loka alveg
fyrir togveiðum á ákveönum
veiðisvæðum við Noreg. Þær
viðræður áttu sér stað á árinu
áður en islendingar lýstu yfir
200 milna lögsögunni. Höfðu
norðmenn samt i huga fyrri
reynslu islendinga af fiskveiði-
deilum við breta.
Siðan hafa þeir haft gott tæki-
færi til þess að fylgjast með þvi,
hvernig tókst til, þegar islend-
ingar með einhliða yfirlýsingu
færðu út lögsögu sina. Höfðu
þeir á stundum milligöngu i
sáttatilraununum og skutu að
lokum skjólshúsi yfir lokafund-
inn i júni i sumar, þegar bráða-
birgðasamkomulagið var
undirritað milli breta og islend-
inga.
Leggur norska stjórnin mikla
áherslu á það, að hún leitist við
að leysa vandamálin, sem út-
færsla fiskveiðilögsögunnar
mun hafa i för með sér, áður en
þau koma upp með samningum
við þær evrópuþjóðir, sem hlut
geta átt að máli.
Það er á allra vitortii, að
meirihluta-fylgi er á Hafrétt-
arráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna fyrir 200 milna efnahags-
lögsögu, sem veitir strand-
vikjum forgangsrétt til að nytja
fiskimið og aðrar lífrænar
auðlindir hafsins innan þeirra
marka. Sama mun um nytjarétt
auðlinda, málma, oliuog fleira á
hafsbotninum innan þessara 20C
milna.
En samkvæmt þvi sem frést
hefur frá Noregi, mun stjórnin
að þessu sinni aðeins leita
umboðs þingsins til þess að færa
út fiskveiðilögsöguna, meöan
annað lagafrumvarp mun vera i
undirbúningi, sem tekur til nýt-
ingar auðlinda ólifrænna afurða
innan efnahagslögsögu, sem
siðar verði ákveðin.
Astæðan fyrir þessu er sögf
sú, að forráðamenn Verka
mannaflokksins i Noregi, serr
fer með minnihlutastjórr
landsins, telur æskilegt ah
biða með útfærsluna uns 20<)
mflurnar hafa hlotið almenna
viðurkenningu allra þjóða
heims, en treystir sér ekki til
þess, vegna þess hve fast út-
eerðin.einkanlega i norðurhluta
Noregs, leggur að henni aft
hraða útfærslunni. Fiskafurð-
irnar eru þessum byggðarlög-
um litlu þýðingarminni en is-
lendingum. Þar við bætist, að
fiskifræðingar skora eindregið á
stjórnina að færa út fiskveiði-
lögsöguna vegna fiskverndar-
sjónarmiða, en þeim stendur
stuggur af þvi, hvað gengift
hefur á fiskstofnana.
Þótt eitt ár sé til næstu þing-
kosninga i Noregi, er stjórn
Verkamannaflokksins ljóst, að
þetta málgetur haft úrslitaáhrif
á það, hvort flokknum tekst að
vinna eitthvað upp af glötnðum
þingsætum sinum i þessum
kjördæmum.
Embættismenn, sem unnið
hafa að undirbúningi 200 milna
frumvarpsins segja, að hún nái
til allrar strandar Noregs, allt
norðan frá Spitsbergen og Jan
Mayen og suður úr. — Hugsast
getur þó, að norðmenn færi út
lögsöguna i' áföngum. Þá yrði
byrjað undan strönd
Norður-Noregs, en Norðursjór-
inn geymdur þar til siðar.
í frumvarpinu mun gert ráð
fyrir þeirri meginreglu, að
norskir sjómennhafieinkarétt á
veiðum innan lögsögunnar, en
vafalaust verða á þvi gerð ein-
hver frávik. Norskir fiskimenn
hafa lengi sótt mið, sem ienda
munu innan 200 milna fiskveiði-
lögsögu annarra rikja, og getur
það orðið lifsspursmál sumum
sjávarþorpum á vesturströnd
Noregs, að bátar þeirra fái t.d.
að sækja áfram á mið, sem
lenda munu innan efnahagslög-
sögu Bretlands, þegar fram liða
stundir. Slikt þyrftu þeir naum-
ast að nefna, ef þeir lokuðu sin-
um miðum fyrir hinum.
Þvi leitar norska stjórnin hóf-
anna um sanninga, sem fela i
sér skipti á veiðiréttindum á sfld
og makril i staðinn fyrir veiði-
leyfi á þorsk- og ýsumiöum
þeirra. — En f jöldi evrópuþjóða,
sem sótthafa á mið norðmanna,
munu lokast úti, þar sem þau
hafa upp á litið eða ekkert að
bjóða i veiðileyfum i staðinn. I
þeim hópi gætu lent frakkar,
v-þjóðver jar, pólverjar og
a-þjóðverjar.
Norðmenn vænta þess, að
samningar muni ganga greið-
lega við frændur þeirra á Norð-
urlöndunum og jafnvel við
breta. Hins vegar verður flókn-
ara að leysa úr ágreiningi við
sovétmenn varðandi t.d. skipt-
ingu Barentshafs.