Vísir - 03.09.1976, Page 9

Vísir - 03.09.1976, Page 9
Föstudagur 3. september 1976 9 vism „SVÖRT BYLTING" AÐ BYRJA Á PATRtKSFIRÐI Þaðhefur ekki farið sögum af þvi aö patreksfirðingar væru sérstakiega byltingarsinnað fólk. En þó er nú svo komiö að þeir ætla að hefja byltingu. t þessari byltingu þeirra veröur þó ekki úthellt blóði, heldur er trúiegra að sviti bogi af mönn- um. „Svarta byltingin”, kallast það gjarnan þegar farið er aö malbika götur bæja og borga og það er einmitt þaö sem patreks- firðingar ætla að fara að gera. „Það er reiknað með að leggja á tvo kilómetra I sumar”, sagði Hilmar Jónsson spari- sjóðsstjóri og oddviti Patreks- hrepps I samtali við blaðamann Vísis. „Þær götur sem ætlunin er aö leggja á oliumöl verða Eyrar- gata, Þórsgata, neösta hluta Aðalstrætis, Urðargata, Mýrar- gata Hjallar og Grunnar. Framkvæmdir eru enn ekki hafnar, en siðari hluti undirbún- ingsframkvæmda er kominn vel á veg.” Ryk og drulla Þegar ekið er inn i bæinn fær maður að kynnast þvi hvernig virkilega er að aka á þvotta- bretti. Hola við holu svo menn verða að aka hægt og rólega. Raunar er þetta þaðsem viða blasir við i' bæjum þar sem ekki hefur reynst kleyft að leggja malbik eða oliumöl á göturnar. „Að leggja oliumöl var orðin brýn þörf”,sagði Hilmar i sam- talinu við Visi. „Við höfum þurft aö ösla drulluna i rigning- um, en drögum varla andann þegar þurrt er vegna rykmekkj- arins sem leggur frá bilum. Astand gatnanna hér er oiðið ansi slæmt og við heimamenn leggjum áherslu á að hraða framkvæmdum. Það má ekki dragast lengur að leggja varan- legt slitlag á göturnar. Meðan göturnar eru i svona ástandi er bærinn óaðlaðandi. Það er ein forsenda þess að fólk vilji búa úti á landi að þar séu götur eins og gerist syðra.” Varanlegt slitlag i fyrsta sinn Það er ekki að efa að ibúar Patreksfjarðar munu fagna þvi að varanlegt slitlag verði lagt á göturnar i bænum. Að sögn Hilmars hefur nánast ekkert verið malbikað áður i bænum. ,,Það var smáspölur malbik- aður neöst i Aðalstræti”, sagði hann. ,,En það hefur vart verið meira en 100 til 200 metrar í allt. Sá kafli er nú oröinn það lélegur að oliumöl verður lögð yfir hann.” Hilmar sagði, að auk fyrr- greindrar gatnagerðar hefði verið steypt þekja á bryggjuna og væri hafnarstæðið nú allt steypt. Þá verður lögð oliumöl i kring um fyrstihúsið. Enda er gengin igildi reglugerð þar sem kveðið er á um að umhverfi frystihúsa eigi að vera snyrtilegt. Aætlun um varanlega gatna- gerð i þéttbýli var gefin út fyrir nokkrum árum. Hilmar var spurður hvort gatnagerð þeirra palreksfirðinga stæöi i beinu sambandi við þá áætlun. „Það er ekki i sambandi við hana heldur er þetta ákvörðun heimamanna sjálfra” sagði hann. Um fjármögnun fram- kvæmdanna sagði Hilmar: „Við fáum engan styrk tii þess- ara framkvæmda, annað en að við fáum framlag úr 25% þéttbýlisvegasjóði. Við áttum að fá eina og hálfa milijón úr þeim sjóði, en framkvæmdirnar kosta 26 miUjónir i heild. Við fáum litil lán önnur en þau sem okkur ber úr Byggðasjóði, i hlutíaUi við gatnagerðargjöld.” Þá sagöi HUmar að gatna- Patreksfjarðar, 250 þúsund krónur á ibúð. „Þaö telst varla vera hátt”, sagði hann. HUmar sagði að gatnagerðar- gjöldunum væri skipt i tvennt. A og B flokk. B flokkur yrði lagður á strax. En gatnagerö- argjöld i A flokki yrðu lögð á þegar farið væri að gera nýjar götur. —EKG Eins og sjá má á þessari mynd eru götur á Patreksfirði illa farnar og veitir ekki af að leggja á þær varaniegt slitla9’ ljósm Visis EKG FRAMKVÆMDASTOFNUNIN SECIR TOLUR SLITNAR ÚR SAMHENCI í UMFJÖLLUN UM RAFMACNSVERÐ Áætlanadeild Fram- kvæmdastofnunar rfkisins sendi i gærkveldi frá sér greinargerð um orkuverð á Norðurlandi í tilefni frétta síðustu daga um verð á rafmagni frá Kröfluvirkj- un, og fara þessar upp- lýsingar deildarinnar hér á eftir. 1 fjölmiðlum hafa veríð settar fram tölur úr erindi Gunnars Haraldssonar, hagfræöings, er hann flutti á þingi Fjóröungssam- bands norðlendinga á Siglufirði. í þessum fréttaflutningi hafa tölur verið sUtnar úr samhengi við meginefni erindisins og þær forsendur sem Uggja tU grund- vaUar tölunum. Hefur gætt rang- túlkunar á staðreyndum málsins og þvi rétt að eftirfarandi komi fram: 1. 1 erindinu var rætt almennt um orkumál á Norðurlandi aö undanförnu og Uklega aukn- ingu markaðarins á næstu ár- um þar og á Austurlandi. Jafn- framt var lögð áhersla á þá þýðingu sem stærð markaðar- ins hefur fyrir orkuverð. 1 framhaldi af þvi var vikið að fjárhagsstöðu fyrirhugaðrar Norðurlandsvirkjunar — en ekki Kröflu einungis, eins og viða hefur verið haldið fram — miðað við mismunandi for- sendur um lánskjör o.fl., en hins vegar ekkert sagt um hvernig verðlagning yrði i reynd til neytenda. 2. Þau orkuverð sem nehid voru i erindinu voru miöuð við að kostnaöur kæmi að fullu fram i verðlagningu á ári hverju frá upphafi. Ef orkan væri t.d. verðlögðá 9,25kr/kwst á fyrsta ári mætti verðleggja hana á 45 aura/kwst á 13. ári, skv. þeim athugunum sem við var stuð.st í erindinu. Liklega yrði útkoman svipuð, ef orkuverð frá Sigöldu væri reiknað á hliðstæðan hátt. Endanlegt orkuverö til neyt- enda er ekki ákveðið þannig heldur jafnað milli ára. Þar af leiðandi er hvorki ein- hlýtt aö tiltaka kostnaðarverö á t.d. 1. ári eða 13. ári, þegar tal- að er um meðalverð til neyt- enda. Slikur talnasamanburður sýnir einungis hver áhrif stærð markaðarins hefur á kostnað- arverð orkunnar. 3. Ef bera á saman orkuverð frá fyrirhugaðri Norðurlandsvirkj- un og Landsvirkjun verður aö taka Sigöldumeö i reikninginn, eða þá taka Sigöldu og Kröflu út úr og bera þær saman sér. Venjulega er fenginn saman- burðargrundvöllur á hag- kvæmni virkjana með þvi að reikna kostnað á kwst miðað við fullnýtingu. Séu Krafla og Sigalda bomar saman á þennan hátt verður orkuverö svipað, eöa i kringum 2 kr./kwst, en hvorug virkjunin verður fullnýtt strax. 4. Með tilliti til nýtingar Kröflu- virkjunar fyrstu árin er rétt að vekja athygli á þvi, að með til- komu hennar er unnt að út- rýma þeim orkuskorti sem rikt hefur á Norðurlandi og sinna aukinni eftirspurn. Samningar um sölu orku frá fyrri áfanga hennar eru vel á veg komnir. OPIÐ til kl. 10 í kvöld og fyrir hádegi laugardag. CASANOVA Bankastrœti 9 Sími 11811

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.