Vísir - 03.09.1976, Page 11
VISXR Föstudagur 3. september 1976
11
BÆTT SAMBÚÐ BLAÐAMANNA
OG RANNSÓKNARLÖGREGLU
Eins og flestum þeim, sem
lesið hafa dagblöðin undanfarn-
ar vikur mun kunnugt þá hafa
viðskipti þeirra við rannsóknar-
lögreglu og Sakadóm oft verið
æði brösótt. Erfiðlega hefur
gengið að ná tali af mönnum
sem hafa með höndum rann-
sókn stórra sakamála, og enn
verr hefur gengið að fá upplýs-
ingar þegar i viðkomandi aðila
hefur náðst.
Þá hafa rannsóknarlögreglu-
menn og fulltrúar hjá Sakadómi
einnig bent á að blaðamenn séu
stundum full aðgangsharðir.
Sumir hafa jafnvel sagt að ekki
sé nginn vinnufriður.
IVÍjög er þetta þó misjafnt, og
við marga þá menn sem rann-
saka stórfelld sakamál hafa
blaðamenn undantekningalaust
átt góð samskipti.
Eftir fund þann sem haldinn
var i fyrradag í Sakadómi
Reykjavikur, kann þetta þó eitt-
hvað að breytast. Þar komu
fyrir blaðamenn og svöruðu
fyrirspurnum, sakadómarar,
rannsóknarlögreglumenn og
jafnvel hinn frægi Karl Schuts.
Var hann þar með loksins dreg-
inn út úr huliðsheimi þagnar-
innar, en þess hefur verið vand-
lega gætt að blaðamenn kæmust
ekki i tæri við hann. Er þó ekki
ljóst um ástæðu þess, þvi hann
sagði sjálfur, að hann hefði
aldrei falið sig, en blaðamenn
hefðu aldrei óskað viðtals.
En eftir þennan fund, er ekki
nokkur vafi á, að vissri tor-
tryggni milli Sakadóms og
rannsóknarlögreglu annars
vegar, og blaðamanna hins veg- |
ar hefur nú verið eytt. Er ekki
að efa að blaðamenn munu j
kunna vel að meta þessi bættu j
viðskipti sin við opinbera aðila, j
og æskilegast væri að þeir gæfu
hér eftir út fréttý- af sjálfsdáö- j
um. Þannig sparast blaðamönn-
um mikill timi, og rannsóknar-
lögreglan og Sakadómur fá
betri starfsfrið. —AH
Þýskur ferðamaður beið bana í hlíðum
Neitar innbrot-
inu í Héðin
Maðurinn, sem játað hefur á
sig morðið á Miklubraut 26 i
fyrri viku, sat i sjö daga i
gæsluvarðhaldi fyrir nokkrum
mánuðum, vegna þess að talið
var hann væri viðriðinn þjófn-
að úr vélsmiðjunni Héðni.
Er hann játaði morðið i
fyrradag, vildi hann um leið
taka það skýrt fram, að hann
væri á engan hátt tengdur
Héðins-málinu. A sinum tima
var honum sleppt vegna
skorts á sönnunum.
Að sögn
rannsóknarlögreglunnar er
það mál nú komið til Saka-
dóms, og er jafnvel talið að
um svo sterkar líkur sé þar að
ræða, að hann verði ákærður
fyrirþaðmál. ,,Það er jafnvel
betur sannað en morðið”,
sagði einn rannsóknar-
lögreglumannanna i samtali
við Visi í gær. —AH
Islensk
fyrirtæki
76-77
komin út
Bókin fsiensk fyrirtæki veitir
aðgengilegustu og
víðtækustu upplýsingar um
íslensk fyrirtæki, félög og
stofnanir, sem eru fáanlegar
í einni og sömu bókinni.
íslensk fyrirtæki skiptist
niður í:
Fyrirtækjaskrá,
Viðskipta- og þjónustuskrá,
Umboðaskrá
og
lceland today. Viöskiptalegar
upplýsingar á ensku um
l'sland í dag.
fslensk fyrirtæki kostar kr.
4.500.—.
Sláið upp i
"ÍSLENSK FYRIRTXEKI”
og finnið svarið.
FÆST HJÁ ÚTGEFANDA.
Útgefandi: FRJÁLST FRAMTAK hf.
Laugavegi 178-Símar: 82300 82302
Þýskur ferðamaður beið bana i
hliðum Heklu i fyrradag. Var
hann þar á ferð ásamt tveim
löndum sinum er hann féll ofan i
sprungu og lést af völdum vos-
búðarog meiðsla, sem hann hlaut
við fallið.
Annar félaga hans komst við
illan leik að Búrfelli, þar sem
hringt var til Slysavarnarfélags-
ins, og það beðið um aðstoð.
Slysavarnarfélagið hafði
samband við varnarliðið, sem
sendi þyrlu á vettvang. Tókst
björgunarmönnunum að ná þjóð-
verjanum upp úr sprungunni, en
þá var mjög af honum dregið,
enda hafði hann verið fastur i
Heklu
sprungunni i fleiri klukkustundir.
Flogið var með þann slasaða til
Reykjavikur, en þegar þangað
var komið var hann látinn.
—klp—
Fyrstabankaútibúió í
GARÐAB
u
veróur opnaó
3. sept. 1976
ÖLLINNLEND BANKAVIÐSKIPTI
AFGREIÐSLUTÍMI KL.13-18.30
&
&■
'*á
m
-■ r
íBUNAÐA RBAJV KI
ÍSLANDS
ÚTIBÚ GARÐABÆ SIMI53944