Vísir - 03.09.1976, Síða 17

Vísir - 03.09.1976, Síða 17
vism Föstudagur 3. september 1976 Bíómyndin í kvöld: OSKARAR IAÐ- ALHLUTVíRKUM Humphrey Bogart og Kim Hunter veröur ekki svefnsamt þegar vandamál blaðamannsins dynja yfir, Blaðamenn hafa átt nokkru fylgi að fagna I kvikmynda- heiminum i gegnum árin. Blaðamenn kvikmyndanna hafa verið illa sofnir náungar með skitugan filthatt og i krumpuð- um jakkafötum, ekki ólikt þvi, sem þeir i rauninni eru. Blaðamannamyndirnar eru orðnar margar, Nærtækust er „All the President’s Men” um blaðamennina á Washington Post., þá má nefna „Front Page” sem Háskólabió sýndi fyrir stuttu og við „Citizen Kane” ættu einnig allir að kann- ast. 1 kvikmyndunum eru blaða- mennirnir harðir i horn að taka og með gamansama frasa á lausu, sem sagt alveg tilvalið verkefni fyrir Humprey Bogart, sem einatt lék náunga með „harða skel og mjúkan kjarna”. 1 myndinni „Deadline U.S.A.”, sem sjónvarpið sýnir i kvöld, leikur Bogart ritstjórann, sem ákveður að gefast ekki upp fyrir andstæðingunum þótt þeir séu búnir að kaupa undan hon- um blaðið. Ed Begley leikur að- stoðarritstjórann og Paul Stew- art iþróttafréttaritarann, sem flækir mafiunni inn I.spilið og handtekur að lokum eftirlýstan glæpamann. „Deadline U.S.A.” var gerð árið 1952 og er hún ein af fyrstu myndunum sem Richard Brodcs vann að sem leikstjóri. Richard Brokks (ruglið honum ekki saman við Mel Brooks, sem gerði „Blazing Saddles” og „Young Frankenstein”) var upphaflega sjálfur iþrótta- fréttaritari og þvi blaðamanna- lifinu kunnungur. Afskipti hans af kvikmyndum hófust I gegn- um ritstörf hans, hann skrifaði handrit og fór síðan að leikstýra kvikmyndunum sem gerðar voru eftir þeim. Brooks samdi sjálfur handritið að , .Deadline U.S.A.” Raunar hefur Richard Brooks þótt mun aðsópsmeiri I handritagerð en kvikmynda- leikstjórn og slnum einu Óskarsverðlaunum veitti hann viötöku fyrir handritaskrif. Við sáum siðast til leikstjór- ans Richard Brooks er Stjörnu- bió sýndi „The Heist” (Banka- ránið) með Warren Beatty og Þessi gamla mynd af Humphrey Bogart er frábrugðin þeim, sem við eigum að venjast. Föstudagur 3. september 12.00 Dagskráin. Tónleikar Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Leikir i fjörunni” eftir Jón Óskar. Höfundur les (7). 15.00 Miðdegistónleikar. Hljómsveitin Philharmom'a I Lundúnum leikur hljóm- sveitarsvitu ur „Túskild ingsóperunni” eftir Kurt Weill, Vals eftir Otto Klemperer og valsinn „Vinarblóð” og forleikinn ' að „Leðurblökunni” eftir Johann Strauss: Otto Klemperer stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.30 Ferðaþættir eftir Bjarna Sæmundsson fiskifræðing Óskar Ingimarsson les úr bókinni ,,Um láð og lög” (1). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson fyltur þáttinn. 19.40 iþróttir Umsjón: Jón Ásgeirsson. 20.00 Sinfóniskir tónleikar frá svissneska útvarpinu.Dorel Handman og La Suisse Romandehljómsveitin leika Pianókonsert nr. 4 i G-dúr op. 58 eftir Beethoven. Hjómsveitarstjóri: Júrí Ahronovitsj. 20.40 Félag bókagerðarmanna og konur i þeirra hópi. Þórunn Magnúsdóttir flytur fyrra erindi sitt. 21.05 Hljómskálatóniist frá útvarpinu i Stuttgart Guð- mundur Gilsson kynnir. 21.30 Útvarpssagan: „öxin” eftir Mihail Sadoveneu Dagur Þorleifsson les þýðingu sina (3). 22.00 Fréttir. 22.15. Veðurfregnir. Til umræðu: Astand og horfur i fslenzkum landbúnaði. Baldur Kristjánsson ræðir við Gunnar Guðbjartsson, formann Stéttarsambands bænda og Guðmund Sigþorsson, deildarstjóra i la ndbú na ða rrá ðune yti nu. 22.40 Afangar.Tónlistarþáttur I umsjá Ásmundar Jóns- sonar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 3. september 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Fjallagórillan.Hátt uppi I fjöllum Zaire-rikis i Mið-Afriku er apategund, sem hætt er við að deyi bráðlega út af manna völd- um. Einn maður, Adrien Deschryver, berst þó fyrir þvi, að górillunni verði sköpuð fullnægjandi lifsskil- yrði. I þessari bresku heimildarmynd er lýst lifn- aðarháttum górillunnar og vinsamlegum samskiptum manns og apa. Þýðandi og þulur Björn Baldursson. 21. Siðustu forvöð (Deadline U.S.A.) Bandarisk biómynd frá árinu 1952. Aðalhlutverk Humphrey Bogart, Kim Hunter, Ethel Barrymore og Ed Begley. Eigendur dagblaðs nokkurs selja það keppinautum sinum. Rit- stjórinn reynir að koma I veg fyrir sölu og gefur blað- ið út, meðan málið fer fyrir rétt. Samtimis þessum erfiðleikum er ritstjórinn að flettaofan af ferli mafiufor- ingja, sem leikið hefur einn blaðamanninn illa. Þýöandi Jón Skaptason. 22.55 Dagskrárlok. Goldie Hawn fyrir rúmu ári. Sú mynd var svipað og margar aðrar myndir Brooks, þar á meðal myndin i kvöld, skemmtileg ásýndar en skildi þó litið eftir. Fyrsta andhetja kvik- myndanna, Humprey Bogart, var fremur illa fyrirkölluð i „Deadiine U.S.A.” og „Battle Circus”, sem hann lék I fyrir sama leikstjóra áriö eftir, jafn- ast heldur hvergi við hans bestu myndir. Kvikmy ndaheimurinn I Hollywood veitti Bogart fá góð tækifæri framan af, þótt hann ætti aö baki langan feril i minni- háttar hlutverkum. Borgart var gripinn, þegar annar leikari brást, til að leika bæði I „High Sierra” og „Malt- ese Falcon”. Þeir i Hollywood sáu þaö ekki fyrir, að litli, ljóti maðurinn meö hásu röddina og I fötum sem aldrei virtust passa á hann, yrði átrúnaðargoð kvenna og karla út um allan heim. Þeir áttuðu sig þó á þvi eftir, að Bogart sló I gegn með myndinni „Casablanca”. árið 1943. Niu árum siðar fékk hann óskarinn fyrir „African Queen”. Af öðrum þekktum myndum hans má nefna „The Treasure of the Sierra Madre”, „Casa- blanca”, „Ina Lonely Place” og „The Big Sleep”. Kim Hunter er einnig i hópi Óskarsverðlaunaþega. Hún leikur aðalkvenhlutverkið i myndinni í kvöld. Hunter hlaut verðlaunin er hún lék með Marlon Brando I „A Streetcar Named Desire” eftir Elia Kaz- an. Hunter hefur varið mestum hluta ferils sina á leiksviði en þó birst I kvikmyndum af og til. Slðast sást hún i „Apaplánetu- myndunum’ og þáttunum um „Töframenninn” i sjónvarpinu. Nú og þriðju Óskarsverð- launahafinn i myndinni i kvöld er sú aldna Ethel Barrymore, sem yfirleitt lék góðhjartaðar gamlarkonur imyndum slnúm. Ethel var af þeirri frægu Barryihore ætt, sem átti stóran hlut i bandarisku leikhúslifi á fyrri hluta aldarinnar. Ed Begley er fjórði óskars- verðlaunahafinn, sem leikur i myndinni i kvöld. Hann fer með hlutverk aðstoðarritstjórans. Begley er þekktastur fyrir leik sinn i myndinni„Twelve Angry Men”, en mörgum er hann einnig eftirminnilegur i dollara- myndinni „Hang ’em High”. — Jón B. Af hverju bara að biðja um „litfilmu" þegar þú getur fengið AGFA

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.