Vísir - 03.09.1976, Síða 24

Vísir - 03.09.1976, Síða 24
m [R Föstudagur 3. september 1976 \ ▼ Stolið fri r 9 útlendingum Þó nokkuö hefur verift um þaö i sumar, að fariö hafi veriö inn i hótelherbergi á hótelum borg- arinnar og stoliö fatnaöi og pen- ingum frá hótelgestum. Svissnesk kona sem bjó á Hótel Esju varð fyrir barðinu á einum slikum gesti i vikunni. Gleymdi hún aö loka á eftir sér herberginu á meðan hún skrapp frá smá-stund,en erhún kom til baka var búið að stela frá henni um 300 svissneskum frönkurh, einhVerju af dollurum og öðrum erlendum gjaldeyri. —klp- Voru að hrekkja fuglana Lögreglan i Arbæjarhverfi þurfti i gær aö hafa afskipti af nokkrum strákum, sem höföu fariö út á vatniö viö Arbæjar- stiflunaá bátkænuogvoru þar að eltast viö ófleyga unga á vatninu. ibúar i Arbæjarhverfi, sem sáu til strákanna, þótti aðför þeirra að fuglunum vera ómannúöleg, enda eru fuglarnir þarna augnayndi þeirra. Lögreglan náöi i piltana og sleppti þeim siöan þegar þeir höfðu lofað aðleika ekki þenn- an ljóta leik framar. —klp — Þjófurinn œtti að þekkjast á lyktinni Þegar starfsfólk Togara- afgreiðslunnar við höfnina mætti i vinnu i morgun, kom i ljós aö brotist hafði verið inn i mötu- neytið á staðnum. Er það ekki i fyrsta sinn, en þaö sem þjófar hafa aöallega haft augastað á þar inni eru köku- dropar, sem eru vinsælir hjá. ákveðnum hópi slikra manna þegar „þorstinn” er mikill. 1 þetta sinn var enga dropa aö hafa en þess i stað haföi þjófurinn á brott meö sér heila fötu af harö- soðnum eggjum, sem matráðs- konan haföi soöið i gærkvöldi. Ef þjófurinn hefur étiö öll eggin i fötunni ætti hann aö vera auðfundinn idag, því af miklu áti af harðsoðnum eggjum fylgir „vindgangur” mikill og óþefur eftir þvi. -klp- Frekar vœtulegt „Það er nú heldur vætulegt i bili, þó kannski sé nú ekki útlit fyrir að hann leggist i stórrign- ingar aftur”, var okkur sagt á Veöurstofunni i morgun. Töldu veöurfræðingar þó liklegt að eitthvaðgætibirttil inn á milii. En a.m.k. er blíðviðrib sem ver- ið hefur siðustu daga úr sögunni. Af Norðurlandi er þaö að frétta, að rigningarlegt er vestantil, en gott á Norðausturlandi. — Og það telst vist ekki til tiðinda'. — AH Hannibal þarf að skera niður helming bústofns Vætan hefur leikið bóndann I Selárdal hart. Ljósmynd VIsis Sv.Ey. „Þetta er eitt versta sumar sem komið hef- ur. Hér hafa geisað lát- lausar stórrigningar frá þvi um miðjan júli ogtU ágústloka,” sagði Hannibal Valdimars- son, bóndi i Selárdal, i viðtali við Visi. Þegar rætt hefur verið um óþurrkana i sumar hefur ver- iðtalað um suð-vestur hornið og Suðurland sem þau svæði sem verst hafi orðið úti. Svo virðist sem vestfirðingar hafi þó fengið sinn skerf af grimmd veðurguð- anna. „Sfðan á höfuðdag hefur verið hér góður þurrkur, sólskin og vindur,” sagði Hannibal. „Nú eru allir að reyna að bjarga þessu stórskemmda heyi. Þetta er farið að fúna og verður að rifa það upp, þar sem grasið er sprottið upp úr því. En ’það er betra en að fleygja þvi. Það sem er óslegið er úr sér sprottið og fóðurgildið þvi orðið álika rýrt og þaö sem búið var að slá. En það er þó ólikt geðs- legra á að lita.” Útlit fyrir mikinn niðurskurð „Það eru mestar likur á að ég þurfi aðskera meira en helming bústofnsins niður. Helst hefði verið hægt að bjarga sér með votheysverkun, en ég var bara ekki undir það búinn. Hér er ný- lokið byggingu þurrheyshlöðu. í þessari tið er lika tæpast að vot- heysverkun hefði dugað. Mikill niðurskurður hefur i för með sér mikla óhagkvæmni. Hér er oliukynding I húsunum — og svo er ég með aðkeypt vinnu- afl sem hefði ónóg verkefni. Ef góður þurrkur verður i september getur eitthvað ræst úr fóðurmálunuip, en það er fyrst núna að hægt er að fara að þurrka hey að gagni. Jörðin hef- ur verið að þoma — og enn eru viða pollar i túnum. Það ætti að vera hægt að nota heyið, þótt stórskemmt sé, með miklum fóðurbæti,” sagði Hannibal Valdimarsson. — SJ Miklubrautarmorðið: Frímerkja- safnið var í bankahélfi Lögreglan i Reykjavik hélt i gær áfram gagnasöfnun i sambandi við morðið að Miklubraut 26. Var hópur lögregluþjóna á sorphaugunum i gær, þar sem leitað var að tösku þeirri, sem mað- urinn sem viðurkennt hefur morðið sagðist hafa kastað þar. í töskunni áttu að vera ýmis verkfæri, og auk þess morð- vopnið sjálft svo og lyklar að ibúðinni að Miklubraut 26 og ýmislegt annað. Taskan fannst ekki, en aftur á móti fjöldinn allur af öðrum töskum af ýmsum gerðum og stærðum, sem allar voru fluttar i bæinn til nánari athugunar. Alitið er að erfitt verði að finna töskuna úr þessu, þar sem task- an átti að vera og hún rótað þar mikið til. 1 ljós hefur komið að „fri- merkjasafnið” sem maðurinn hafði á brott með sér úr ibúð- inni, hafði ekki að geyma nein frimerki. Þarna var aðeins um að ræða tóm sellófanumslög, sem frimerkjasafnarar geyma frimerki sin i. Sjálft safnið mun hafa verið geymt i bankahólfi, en um það var manninum ekki Lögregluþjónar við leit að töskunni á sorphaugunum I gær. Þessi taska sem einn þeirra er með I hönd- kunnugt. unum er nákvæmlega eins og sú sem leitaöer að, en reyndist samt ekki vera sú rétta. Ljósmynd Loftur. —kip- Fundu ekki réttu töskuna Iðnkynningarár hefst í dag I dag hefst iðnkynningarár. islensk iðnkynning, en að henni standa iðnaðarráðuneytið, Fé- lag islenskra iðnrekenda Landssamband iðnaðarmanna, Landssamband iðnverkafólks, Neytendasamtökin og Samband islenskra samvinnufélaga munú á árinu standa fyrir kynningu á islenskri iðnaðarframleiöslu með ýmsum hætti. A næstunni verður opnuð sýning i Laugar- dalshöll þar sem kynnt verður innlend fataframleiðsla. A nóvember verður dagur iðn- aðarins og i marsmánuði verður islShsk matvælaframleiðsla kynnt.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.