Vísir - 17.09.1976, Side 8

Vísir - 17.09.1976, Side 8
8 VÍSIR Útgefandi: Keykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: I)aviö (iuömundsson Kitstjórar: Þorsteinn Pálsson, ábm. ólafur Kagnarsson Kitstjórnarfulltrúi: Bragi Guöinundsson Fréttastj. erl. frétta: Guömundur Pétursson Blaöamenn: Anders Hansen, Anna Heiður Oddsdóttir, Edda Andrésdóttir, Einar K. Guðfinnsson Jón Ormur Halldórsson, Kjartan L. Pálsson, Ólafur Hauksson, Óli Tynes, Rafn Jónsson, Sigriður Egilsdóttir, Sigurveig Jóns- dóttir, Þrúður G. Haraldsdóttir. tþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Útlitsteiknun: Jón Óskar Hafsteinsson Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurðsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar: llverfisgötu 44. Simar 1 KiGO 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Kitstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611.7 linur Askriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 50 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Kröfugerð og barátfa gegn verðbólgu Síðustu vikur hefur borið aII mikið á launakröfum einstakra hópa opinberra starfsmanna. I sumum tilvikum hafa þeir skipulagt mótmælaaðgerðir, sem haft hafa í för með sér truflanir á rekstri einstakra rikisstofnana. Mótmæli starfsmanna ríkisútvarpsins hafa t.a.m. ekki farið framhjá landsmönnum. Nú er það svo, að rikisstarfsmenn eru að sjálfsögðu ekki of sælir með sitt fremur en aðrir launþegar. I sjálfu sér er mjög erfitt að meta kröfugerð þessara aðila í einstökum atriðum. En umræður og aðgerðir hinna ýmsu hagsmunasamtaka gefa á hinn bóginn til- ef ni til að líta á þessi mál f rá öðrum hliðum. I fyrsta lagi kemur þá til skoðunar aðstaða ríkisins gagnvart hinum almenna vinnumarkaði. Og i öðru lagi er ástæða tii að meta, hvers konar launapólitík er æskilegt að reka þar til við höfum komist út úr víta- hring óðaverðbólgunnar. Lengi hefur verið Ijóst, að ríkið hefur á sumum sviðum átt i erfiðleikum með að standa í samkeppni við almenna vinnumarkaðinn, þegar í hlut hafa átt sérhæfðir starfsmenn. Þetta hefur haft neikvæðáhrif á ýmsa þætti i opinberri sýslu. Þannig hefur verið bent á, að launakerfið kemur í veg fyrir, að skattstofur og skattstjóraembættið geti haldið velhæfu og sérmenntuðu fólki. Þessi staðreynd setur þessum stofnunum i sumum tilvikum of þröngar skorður. Sama sagan er upp á teningnum í dómsmálakerf- inu. Það er mat margra þeirra, sem gerst þekkja til, að verulega skorti á, að þar hafi fengist til starfa nægjanlega margir velhæfir sérmenntaðir menn. Launamálin koma vitaskuld inn í þá mynd, þó að þau séu ekki einhlít skýring. Engum vafa er því undirorpið, að launakerfi opin- berra starfsmanna veidur því að sumir þættir í opin- berri sýslu eru ekki í því horfi, sem æskilegast væri. Þetta eru atriði, sem ekki má horfa framhjá, enda hefur lítillega verið reynt að bæta úr þessum efnum. A hinn bóginn hlýtur baráttan gegn óðaverðbólgunni að blandast saman við umræður um launamálapóli- tíkina eins og á stendur. Vitað er og reyndar viður- kennt af stjórnmálamönnum og forystumönnum hagsmunasamtaka, að einvörðungu með samræmdu átaki sé unnt að ná tökum á þessu vandamáli, sem öðru fremurógnar heilbrigðu þjólífi og afkomuöryggi borgaranna. I framkvæmd þýðir þetta það eitt, að ríkisvaldið verður að reka stranga aðhaldsstefnu á öllum sviðum rikisbúskaparins, launþegar verða að fara mjög var- lega ialmennri kröfugerðog fyrirtæki að hafa hemil á útþenslu. Þetta eru blákaldar staðreyndir, sem óhjá- kvæmilega hljóta að snerta hvern einasta borgara bæði í starfi og einkalífi. Kjarni málsin er sá að víkja verður til hliðar f jöl- mörgum mikilvægum og nálægum markmiðum, hvort sem í hlut eiga kjaramál, heilbrigðismál eða félags- legar umbætur á öðrum sviðum. Þetta er sá kaldi veruleiki, sem menn verða að horfast í augu við. Þannig verða jafnvel réttmætar og mjög sanngjarnar kröfur að biða um stund, þar til meginmarkmiðinu er náð. Fös tudagur 17. september 1976. VÍSIR Umsjón: Guðmundur Pétursson ) Þaö berupp á um svipaö leyti, aö Tass-fréttastofan heldur þvi fram, aö Belenko . liösforingi, flugmaöur IVIIG = 25-þotunnar, sem lenti i Japan, hafi veriö beittur þvingunum og jafnvel fylltur af sljóvgandi lyfjum af vondum japönum, útsendurum CIA I Bandaríkjunum, og mál- gagn ungkommúnista i Sovét- rikjunum birtir viötal viö Sergei Nemtsanov, dýfingarmeistar- ann unga, sem öllu kom I upp- nám á olympiuleikunum i Mon- treal. Eins og menn minnast af fréttum, var frá þvi greint, aö þessi 17 ára piltur hefði strokið úr iþróttaþorpinu frá löndum sfnum og sóst eftír þvi að fá að vera um kyrrt i Kanada. Eftir reiptog Sovétmanna og Kanada snerist honum hugur, og hann fór meö iþróttafólki Sovétrikj- anna aftur austur. — Hefur siðan ekkert til hans spurst fyrr en nú. 1 Komsomolskja, Pradva, sem er málgagn ungkommún- ista (menn rugli þvi ekki saman við Pravda, sem er málgagn kommúnistaflokks Sovétrikj- anna), birtist viðtalið viö Nemtsanov, þar sem hann er inntur eftir þvi h vað „raunveru- lega gerðist” — eins og það er orðað — Sovétstjórninni hefur verið afar sárt um öll skrifin i vest- rænum fjölmiölum, vegna flótta fólks austan frá. Viðbrögðin eru jafnan á þá lund, að viðkomandi einstaklingar eru úthrópaðir landráðamenn, „verkfæri heimsvaldasinna til breiða út óhróður um Sovétríkin,” eða þá aö fullyrter, að leyniþjónustur á vesturlöndum hafi rænt mön- nunum. Hún taldi sig aldeilis hafa heimt úr helju týndan sauö, Dýfingameístanrai segir raunasogu sina þegar Nemtsanov snéri aftur, og gerir Komsomolskaja Pravda sér góðan mat úr, eins og lesendur geta séð af viðtal- inu, sem fer hér á eftir: „Ég hitti fólk, sem vill gera allt fyrirpeninga,” sagðihinn 17 ára gamli dýfingamaður, Sergei Nemtsanov, i viðtali við Kom- somolskaja Pravda. Er Ólympiuleikarnir iMontreal stóðu yfir skýrðu vestræn blöð frá þvi, að hann hefði beðið um landvistarleyfi i Kanada. Fréttamaður Komsomolskaja Pravda fór til Alma Ata, þar sem Sergei er fæddur og uppal- inn, til þess að eiga viðtal við hann, en þar stundar hann nú æfingar eftir heimkomuna frá Kanada. Nemtsanov sagöi fréttamann- inum hvað raunverulega hafði gerst. „Þátttaka min i Olympiuleik- unumvar misheppnuð. Égvarð niundi. Allt haföi orðið ár- angurslaust, margra ára þjálf- un, timi og erfiði. Allt virtist vonlaustog iþróttaferill minn á enda. begar ég frétti, að ég hefði ekki verið vaUnn til keppni i Bandarikjunum, taldi ég það vera endalokin. Ég skýrði félög- um minum i liöinu og nýjum vinum minum, erlendum iþróttamönnum, frá dapurleg- um~ hugsunum minum. Liös- félagar minir reyndu að hug- hreysta mig og Utlendingarnir lika,” heldur Nemtsanov áfram. ,,t fyrstu voru þeir mjög vingjarnlegir, einkum banda- riska stúlkan Scynthia Mclnd- veil og kanadamaðurinn Skip Phoenix. Sá siðarnefdi hitti mig i klúbbnum og við borðuðum saman i matstofunni. Er við fórum út þaðan 29. júli stakk hann upp á að viö færum saman i sauna.” „Dyrnar, sem venjulega voru opnar, voru lokaðar af ein- hverjum ástæðum. Skip sagði, að hann vissi um annan inngang og fór með mig eftir gangi í sömu byggingu og saunabað- stofan er i . Við gengum inn um dyr þar sem stóð maöur með rabbtæki. Skip ýtti mér inn i herbergið og ég komst að raun um, að ég var staddur i ,,út- flytjendamiðstöð”. Ég skildi ekki neitt. Þá komu tveir menn með bréfamöppur til min og fóru að spyrja mig á ensku um fyrirætlanir minar og tilfinning- ar. Ég átti erfitt með að skilja þá og ég held, að þeir hafi ekki náð öllum svörum minum rétt- um.” „Þá drógu þeir fram prentað eyðublað. Spurt var: Hve lengi hefurðu stundað iþróttir? Hven- ær fórstu fyrst til útlanda? Þetta var það eina sem ég skildi. Hinar spurningarnar skildi ég ekki. Siðar kom kven- túlkursem þýddi spurningarnar fyrir mig. Allt tók þetta tvo tima. Skip gekk út og inn um herbergið og ég var órólegur. Hvað var að gerast? Hvers konar „útflytjendamiðstöð” var þetta i miöju ólympiþorpinu. Ég hafi aldrei heyrt neitt slikt fyrr”. Spurningu fréttamanns Komsomolskaja Pravda um þaö, hvort mennirnir hefðu krafist einhverrar yfirlýsingar, svaraði Nemtsanov svo: „Nei, en að þvi er mér skildist var ein spurningin á eyöublað- inu sú, hvort ég vildi vera um kyrrt i Kanada. Ég var hálf- ruglaður og var mjög þreyttur. Éghafði sofiö litið nokkrar næt- ur. Til að kóróna allt saman lenti ég ekki i sauna heldur á lögregluskrifstofu eða einhverri viðlika kanadiskri skrifstofu. Min eina ósk var að sleppa burt eins fljótt og ég gæti.” „Mér leið eitthvað undar- lega,” hélt Nemtsanov áfram. „Ég hafði undarlegan fiðring um allan likamann. Ég var meö höfuðverk og hendur og fætur voru likt og óvirk. Ég fékk að borða i sömu byggingu og um kvöldið, og ég beið lengi eftir þvi að hitta fulltrúa sovéska sendi- ráðsins. Ég man óljóst eftir þessum fundi. Ég heyrði raddir þeirra eins og úr fjarska og skildi ekki hvað sagt var. Ég man, að mér var rétt bréf frá ömmu minni, en George tók það. Mér leið illa næsta dag. Ég hafði litla stjórn á höndum og fótum og var sljór.” Sovéskir læknar, sem þú hef- ur sagt frá þessum „undarlegu og óvæntu veikindum” þinum hafa getið þess til að einhverju hafi verið blandað i matinn hjá þér. Hvað heldur þú um það? Ég veit ekki. Þeir töluöu um þetta við mig, en ég hef aldrei heyrt neitt þess háttar áður. Það eina sem ég veit, er að ég get ekki rifjað upp atburði þess- ara daga i smáatriðum. Allt var i þoku og mig verkjaði i allan likamann. S. Nemtsanov hélt áfram: „Það var farið með mig til „Holiday Inn” hótelsins þar sem ég lýsti þvi yfir i viðurvist Skip, Mary, George og tveggja lögfræðinga, að ég vildi fara heim. Þeir lofuðu að fara með mig til sendiráösins en blekktu mig aftur og fóru með mig út fyrir Montreal. Það var fyrst 17. ágúst, að ég fékk að hitta sendi- ráðsstarfsmann á kaffihúsi.” „Allt sem fyrir mig kom af- hjúpaði fyrir mér þá hlið hins „frjálsa heims” sem er vand- lega falinn og við sovéskir I- þróttamenn höfum aldrei fyrr séð. Þetta var i fyrsta sinn, sem ég átti samskipti viö fólk, sem vildi gera allt fyrir peninga. Það er ógnvekjandi fyrir mann, sem er fæddur og uppalinn i þessu landi. Ég gæti ekki lifað i heimi þar sem slikir hlutir geta gerst.”

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.