Vísir - 17.09.1976, Side 14

Vísir - 17.09.1976, Side 14
FLUGVELLIR HAFA LENGST UM 136 KM Á 38 ÁRUM en 125 loftför eru ó skró Þaö er af, sem áður var. Árið 1938 voru engir flugveliir á tsiandi, en árið 1975 var saman- iögð lengd fiugbrauta 136 km og eru þá allir flugvellir taldir og einnig þeir, sem ekki er hægt að lenda á nema tvo mánuði á ári eða svo. 1943 lengdust flugbrautir um tuttugu km og voru það flugvell- ir byggöir af hernámsliði hér. Síðan hefur fjöldi flugbrauta og flugvalla aukist jafnt og þétt og eru flugvellir, skráöir af Flug- málastjórn, nú 103 talsins. Jafnframt þvi sem flugvöllum hefur fjölgaö hefur loftförum fjölgaö jafnt og þétt og í sumar voru 125 loftför á skrá hjá Flug- málastjórn. Þar af voru 59 eins hreyfilsflugvélar, 46 flugvélar meö tvo hreyfla eöa fleiri, fimmtán svifflugur og 5 þyrlur. Þessar upplýsingar koma fram I Arbók Flugmálastjórnar tslands, sem Flugmála stjórnin gefur út. Athyglisvert er aö frá 1947 til 1961 stendur fjöldi flugvéla yfir- leitt I staö, en upp úr þvi aukast flugvélakaup til muna, en 1961 voru 49 loftför skráö hér á landi. Mesta aukningin hefur oröiö á eins hreyfils flugvélum, þvi næst marghreyfla flugvélum, en fjöldi sviffluga hefur nánast staöiö i staö frá 1950. Þyrlur voru ekki keyptar til landsins fyrr en 1965. —RJ 59 eins hreyfils flugvélar voru skráðar á tslandi I sumar, bæði i einkaeign og i eigu fiugfélaga og flugskóla. Þotum hefur fjölgaö á undanförnum árum á tslandi. mmammmmmmmmmtBammmmmam afmœli Flugið 1946 keypti Flugfélag tsiands Catalina-flugbáta og voru þeir lengi notaðir til innanlandsflugs. islenskir flugmenn geta minnst margra merkra afmæla i islenskri flugsögu nú i ár. Reyndar hugðust flugmenn halda flugdag i tilefni þessara mörgu timamóta, en veður guðirnir hafa ekki verið á þeim buxunum að leyfa slíkt, þvi um undanfarnar helgar hefur veöur verið fremur bágborið til flug- sýninga Helstu afmælin eru þessi: 10. ágúst 1936 var stof- naö Svifflugfélag tslands. Aöalhvatamaöurinn aö stofnun þess og fyrsti formaður var Agnar Kofoed-Hansen, núver- andi flugmálastjóri, en núver- andi formaöur er Þórmundur Sigurbjarnarson. 25." ágúst 1936 var Flug- málafélag tslands stofnaö. Fyrsti forseti þess var Agnar Kofoed-Hansen, flugmálastjóri, en núverandi forseti er Björn Jónsson. 6. júli 1946 tóku islendingar við rekstri og viöhaldi Reykja- vikurflugvallar af bretum. Fyrsti og núverandi flugvallar- stjóri er Gunnar Sigurösson. 25. október 1946 tóku islend- ingar viö Keflavikurflugvelli af bandarikjamönnum. Fyrsti flugvallarstjórinn var Arnór D. Hjálmarsson, en núverandi flugvaliarstjóri er Pétur Guö- mundsson. 3. nóvember 1946 var stofnaö Félag Islenskra at- vinnuílugmanna. Fyrsti for- maöur þess var Jóhannes R. Snorrason flugstjóri, en núver- andi formaöur er Björn Guö- mundsson flugstjóri. Auk ofangreindra stofndaga má gjarnan geta þess, aö á ár- inu 1946 geröist mjög margt merkilegt i hinum ýmsu grein- um flugsins. Flugvellir voru geröir vlöa um land (og islend- ingar fengu Melgeröisflugvöll) og hafnar voru áætlunarferðir til nýrra staöa. Flugfélag tslands keypti Catalina-flug- báta og fyrstu Dakota-flugvél sina, og félagið hóf milliianda- flug með leiguflugvél af Libera- tor-gerö. Loftleiöir keyptu Grummanflugbáta, Avro Anson og svo Skymaster til utanlands- flugs. Flugskólar (t.d. Flugskóli Akureyrar og Cumulus) og einkaflugmenn keyptu til lands- ins margar flugvélar, s.s. Stear- man, Piper Cub, Tiger Moth, Percival Proctor, Fleet Finch og jafnvel Lockheed Hudson. Svifflugfélagiö fékk 3 nýjar svif- flugur. Fyrstu islensku stúlk- urnar luku flugprófum (Sylvia Jónasson frá flugskóla Konna i Kanada og Valgeröur Þor- steinsdóttir frá Cumulus iReyk- javlk) og margt, margt fleira mætti tina til sem vert er aö minnast. 58 flug- slys ó fimm órum Miöaö viö fjölda flugtaka og lendinga flugtaka (flug- hreyfinga) eru flugslys næsta fátiö hér á landi, þótt flugslys hér séu hlutfallsiega tiðari hér en viöa erlendis. Ariö 1975 voru flughreyfingar 154.878 en flugslys uröu 8. Þar af uröu 5 þyrluflugslys. Fjöldi þeirra sem fórst voru sjö manns þaö ár, en frá 1971 hafa 27 manns látíst I flugslysum. Flugslys uröu 58 frá 1971 til ársloka 1975 og þar af voru 52 rannsökuð af Loftferöaeftirlitinu. Orsakir flugslysanna eru marg- þættar, en oftast er þaö veöriö, sem hefut leikið menn grátt. Flugmenn hafa gjarnan tcvartað yfir þvi aö öryggistækjabúnaöur á flug- völlum úti á landi sé lélegur, ef nokkur er og valdi þaö aukinni hættu á mörgum flugleiöum, en erfitt er um vik til lagfæringa þar sem fjárveitingar til flugmála eru af fremur skomum skammti eins og fram hefur komiö i VIsi áöur. Sem betur fer hafa ekki oröið jafn alvarleg flugslys hér á landi eins og vtða erlendis, en þessi mynd er frá fiugslysi, þar sem flugvél af gerðinni Boeing 707 reyndi nauðlendingu við Orly-flugvöll i Paris 1973.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.