Vísir - 06.10.1976, Qupperneq 3
VISIR Miðvikudagur
6. október 1976
JARNARNESI
Skothriðin er hafin. Næstur er Þröstur Eyvinds, þá Sigurður Sigurðsson, Einar Halldórsson og Björn Sigurðsson.
fyrr en á fimmtudag sem við
vitum hver súperskytta lögregl-
unnar er þetta árið.
Og svo... hmmm...
var það Visir
Bjarki Eliasson, yfirlögreglu-
þjónn, og Hjörtur Gislason, voru
ekki meðal keppenda. En þegar
keppnivar lokiðog menn farnir,
tóku þeir sina byssuna hvor,
svona til gamans. Þeir skutu
hratt og örugglega. Bjarki fékk
87, sem jafngilti besta árangri
sem náðist á C-vakt. Hjörtur
gerði einum betur og fékk 88.
Útsendarar Visis fengu einnig
að reyna sig. Það er ekki nokkur
minnsta ástæða til að skýra frá
þvi hvað þeir fengu mörg stig.
Hins má kannske geta að svo
lengi sem þeir hefðu reynt að
miða á einhvern mann, hefði sá
átt mjög góða möguleika á að
sleppa óskaddaður. —ÓT.
Guðbrandur fylgdist með hvar skotin lentu.
(Myndir J.A.)
Skipaútgerðin sendir skip til útlanda í slipp:
íslenskar skipasmíðastöðvar
gátu ekki gert við skipið
„Það gat engin skipa-
smíðastöð gert þetta,
vegna mannafla og að-
stöðuskorts, nema á löng-
um tíma sagði Guðjón
Teitsson forstjóri Skipa-
útgerðar ríkisins við Vísi í
morgun er hann var
spurður hvers vegna
annað strandferðaskip
Skipaútgerðarinnar hefði
verið sent i slipp til út-
landa í sumar.
Menni skipasmiðaiðnaði hafa
gagnrýnt þetta mjög og bent á
að skipið sé smiðað hér á landi.
Guðjón Teitsson sagði að
ætlunin hefði verið að láta gera
við skipið á Akureyri þar sem
það var smiðað. Slikt hefði hins
vegar reynst ókleyft af fyrr-
greindum ástæðum.
Það heföi alls ekki verið
ætlunin að sniðganga islenskan
skipasmiðaiðnað. Hins vegar
væri Skipaútgerð rikisins aðeins
með tvö skip i flutningum á
ströndinni. Ef annað væri frá i
langan tima skapaðist algjört
neyðarástand og þvi hefði þótt
nauðsynlegt að senda skipið til
útlanda i slipp.
— EKG
Alltað 80%
tollur á
vörum til
iðnaðar
„Það eru hærri tollar á ýms-
um aðföngum tii iðnaðar nú en
voru áður en við gengum f
Efta”, sagði Davið Scheving
Thorsteinsson formaður félags
islenskra iðnrekenda á fundi
sjálfstæðisfélagsins Varðar I
fyrrakvöld.
Davið sagði er Visir sneri sér ,
til hans I gær að tollar á vélum,
tækjum og margs konar
rekstrarvörum, hefðu ekki
lækkað, en hins vegar hefði
söluskattur hækkað mjög og
hann legðist á i tolli.
Þá sagði Davið að aðflutn-
ingsgjöld á ýmsa hluti til iðnaö-
arnæmium 80prósentum. ,,Ég
veit jafnvel um dæmi þar sem
hætt var við aö kaupa vélar
vegna hinna háu aðflutnings-
gjalda.
— Þetta á ekki siöur við i fisk-
iðnaöi”, sagði Davið ennfrem-
ur. „Ekkert erlent fyrirtæki
myndi koma á fót rekstri hér á
landi ef það þyrfti að búa við
svipaða aðstöðu og jafnvel
fyrirtæki i fiskiðnaði”.
— EKG
Menn urðu að
viðundri vegna
framkvœmda-
hraðans"
segir Jón G. Sólnes,
formaður Kröflunefndar
„Við ættum að vera ánægð i
þessu seinagangsþjóðfélagi þegar
eitthvað gengur hratt fyrir sig, en
þegarhraði framkvæmda var svo
mikill sem raun bar vitni uröu
menn að viðundri.” Þetta sagði
Jón G Sólnes formaður Kröflu-
nefndar þegar hann á fundi sjálf-
stæðisfélagsins Varðar i fyrra-
kvöld svaraði spurningu um
framkvæmdahraða viö Kröflu-
virkjun.
„Þegar frumvarp um Kröflu-
virkjun var til umræðu i Alþingi
var þvi vel tekið”, sagði Jón enn-
fremur. „Það var þá talið að ver-
ið væri að á hagkvæman og skjót-
virkan hátt að leysa orkuvanda
norðlendinga.
Það var helst talið skyggja á
hve langan tima tæki að vinna að
þessu og allir lögðu áherslu á að
flýta framkvæmdum.
Þegar Kröflunefnd var sett á
stofn var i erindisbréfi sagt að
hún ætti að flýta sem mest störf-
um. Inefndinnivar lika samstaða
um aðhraða framkvæmdum eftir
megni. Ef nefndin hefði ekki gert
það hefði hún verið að vanrækja
starf sitt”.
—EKG
LITRIK CX3 HAGKVAM HEIMILISSAMSTÆÐA# FYRIR VIÐRÁÐANEGT VERÐ
now
*
HÚSGAGNAVERZLUN
KRISTIÁNS SIGGEIRSSONAR HF.
Lauoavcyi III Reykjavik simi 25870
1