Vísir - 06.10.1976, Blaðsíða 15

Vísir - 06.10.1976, Blaðsíða 15
visra Miðvikudagur 6. október 1976 Sjónvarp klukkan 20, Barnastjörnurnar: SOTRA VISKI OG REYKJA SÍGARETTUR! — í svallveislunum í Hollywood Jodie Foster með Mósa I Pappirstungli. Jodie Foster, sem leikur aðal- hlutverkið i Pappirstungiinu i sjónvarpinu er enginn smá- stjarna. Hún hefur á sinni stuttu ævi leikið i ellefu myndum og fengið góða dóma fyrir þær allar. Hlut- verk hennar hafa verið með afbrigðum ólik, allt frá sak- lausum krakka, og upp I vændiskonu. En fjölhæfni hennar virðast engin takmörk sett. Verulega góðir barnaleikarar eru mjög sjaldséðir. Svo sjald- séðir að barnahlutverk hafa jafnvel verið tekin út úr hand- ritum, vegna skorts á leikurum. En vissulega hafa verið til barnastjörnur. Shirley Temple lék i fjöl- mörgum myndum fyrir og um 1940, og hafði aðdráttarafl á viö helstu kynbombur þess tima. Hún var svo mikið „krútt’ , að harðsvlruðustu karlmenni bráðnuðu gjörsamlega þegar hún birtist á hvita tjaldinu. Hún hætti alveg kvikmyndaleik þegar aldurinn færðist yfir hana. Það var sennilega rétt ákvörðun, þvi að barnaleikurum hefur reynst ákaflega erfitt að losa sig við barnsimyndina i augum almennings. Shirley Temple er nú þekktur stjórn- málamaður i Bandarikjunum. Fáar barnastjörnur hafa siðan komist nálægt henni að vin- sældum. Súfrægasta i dag er sennilega Tatum O’Neal, en hún leik ein- mitt i kvikmyndinni Paper Moon, sama hlutverk og Jodie Foster hefur i sjónvarpsþátt- unum. Myndin Paper Moon varð feykilega vinsæl hér á landi eins og annars staðar, og það var áreiðanlega mikið frammistöðu Tatum O’Neal aö þakka. Hún fékk reyndar Byssurnar I Bugsy Malone eru svolitið sérstakar. Þessir hafa fengið á sig skot og eru orönir að myndastyttum. Óskarsverðlaunin fyrir hlut- verkið. Siðan hafa borist af henni miklar sögur og sumar miður fallegar. Sést hefur til hennar i helstu svallveislum Hollywood, i flegnum kjólum, sötrandi viski og reykjandi sigarettur. Og hún er ekki orðin 13 ára. Pabba hennar, kvikmyndaleik- aranum fræga Ryan O’Neal hefur greinilega eitthvað mis- tekist með uppeldið á stelpunni. Jodie Foster hefur að visu ekki verið mikið oröuö við drykkjuskap, en hún er engan vegin jafn mikill engill og stelpan i Pappirstunglinu. Hún hefur leikið ellefu hlutverk I kvikmyndum, eins og áður sagöi. Þekktust er hún senni- lega fyrir hlutverk sin i mynd- unum Tom Sawyer (Stikils- berja Finhur) og Taxi Driver. I Taxi Driver lék hún kornunga vædniskonu og fékk alveg frá- bæra dóma. Sú mynd hlýtur reyndar að vera væntanleg hingað innan skamms. Hún leikur einnig eitt aðal- hlutverkið i nýrri mynd sem frumsýnd var I London núna i haust, og er spáð miklum vin- sældum. Hún heitir „Bugsy Malone” og er „gangsteramynd”. Þetta er heföbundin glæpamynd (meira að segja söngleikur) að þvi undanskildu að öll hlutverk i myndinni eru leikin af krökkum. Það er rétt, elsti leikarinn i myndinni er ekki nema 14 ára. Þessi mynd er fyrst og fremst barnamynd, en engin hætta er á að fullorðna fólkiö sofni á sýningum. Heilmikill bófahasar er i myndinni, byssuskothrið og fleira, en I staðinn fyrir blýkúlur eins og i venjulegum myndum, þá koma sætindi úr byssunum I Bugsy Malone. Og þeir sem verða fyrir skoti breytast i myndastyttur eins og skot og eru þannig I smá tima. Meðal leikaranna i Bugsy Malone var Jodie Foster óumdeilanlega aðalmanneskjan og hagaði sér sem sllk. Jafnvel leikstjórinn og höfundur kvik- myndahandritsins, Alan Parker varð aö viðurkenna að Jodie vissi miklu meira en hann um það, hvernig búa ætti til kvik- myndir. Hún leikur kráarsöng- konu, Tallulah sem er bæði lifs- reynd og ófeimin við að segja álit sitt á hlutunum. Þátturinn Pappirstungl hefst klukkan 20.401 kvöld og heitir að þessu sinni „1 föðurleit”. —GA. Miðvikudagur 6. október 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: „Grænn varstu dalur” eftir Richard Lleweilyn Ólafur Jdh. Sigurðsson islenzkaði. ósk- ar Halldórsson les (20). 15.00 MiðdegistónleikarAlicia 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Tónleikar. 17.00 Lagiö mitt. Anne-Marie Markan kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 17.30 Nói bátasmiður. Erling- ur Daviðsson ritstjóri flytur brot úr æviþáttum (3). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Öður undirdjúpanna. Arni Waag kennari flytur erindi um hvali. 20.00 Pianósónötur Mozarts (IV. hluti) 20.20 Benedikt Gröndal Svein- bjarnarson — 150 ára minn- ing. Gils Guðmundsson tek- ur saman dagskrána. Les- arar ásamt honum: Gunnar Stefánsson og Hjörtur Páls- son. Einnig verða flutt lög við ljóð eftir Benedikt Grön- dal. 21.30 Ótvarpssagan: „Breyskar ástir” eftir Ósk- ar Aðalstein. Erlingur Gislason leikari les (3). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: Ævisaga Sigurðar Ingjaldssonar frá Bala- skarði. Indriði G. Þorsteins- son rithöfundur les (19). 22.40 Nútimatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. 18.00 Adam og Otka.Tékknesk biomynd fyrir börn og ungl- inga. 19.10 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Pappirstungl. Banda- riskur myndaflokkur. 1 föðurleit. Þýðandi Krist- mann Eiösson. 21.05 Kirgisarnir i Afganistan. 22.00 Brauð og vin. Italskur framhaldsmyndaflokkur i fjórum þáttunó, byggður á sögu eftir Ignazio Silone. 3. þáttur. Efni annars þáttar: Pietro er enn i fjallaþorpinu og boðar byltingu, en bændurnir gefa orðum hans litinn gaum. Hann hittir þó fyrir fólk, sem hlustar á hann, þ.á.m. eru byltingar- sinnaðir stúdentar. Bianchina kemur aftur frá Róm meö skjöl til hans, og hann ákveður að fara þangað sjálfur. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 23.00 Dagskrárlok. AFDREP ER ALLRA NAUÐSYN 28644 afdrep FASTEIGNASALA Garðastrœti 42 Fasteignasalan er opin alla virka daga fró kl. 8 til 19. Laugardaga fró kl. 9 til 17. Einnig í hódeginu. Finnur Karlsson heimasími 25838 Valgarður Sigurðsson lögfrœðingur löggiltur fasteignasali heimasími 42633. VIÐ SÓLHEIMA 4ra herbergja 115 ferm. sér- hæð i þribýlishúsi. Stórkost- legt útsýni. Verði og útborg- un i hóf stillt. 3ja herbergja nýstandsett ibúö á jarðhæð við Nýbýla- veg i Kópavogi. Laus strax. SÉRTILBOÐ. KOSTAKJÖR. 3ja herbergja 80 ferm. sér- hæð i Þingholtunum. Þarfnast iagfæringar. Fæst á hagkvæmu verði, og útborgun ef samið er strax. \TÐ RALDALÆK Stórkostleg sérhæð Rauðalæk, efsta hæð i fjór bvlishúsi lbúðin er 5 herb. 150 ferm \ erð 15 millj LALG.ARNESVEGUR \ið Laugarnesveg höfum við til sölu 120 ferni. 5 herb. ibúð a 3. hæð I fjölbýlishúsi Laus strax LEITIÐ AFDREPS HJÁ 0KKUR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.