Vísir - 06.10.1976, Blaðsíða 5

Vísir - 06.10.1976, Blaðsíða 5
visrn Miðvikudagur 6. október 1976 Bandarlskur tundurspillir við eyjuna Koh Tang til taks að verja landgönguna 16. malIfyrra. Var björgunin á Mayaguez fljót- fœrnismistök? Skýrsla, sem lögð var fyrir bandarikja- þing, gagnrýnir að nokkru hernaðarað- gerð þá, sem banda- rikjastjórn greip til i fyrra, þegar hún náði skipinu Mayaguez og fjörutiu manna áhöfn þess úr höndum kam- bodiumanna. 1 skýrslunni segir að settu marki hafi að vfsu verið náð, en raunar hefði kambodiustjórn verið búin að ákveða að sleppa skipinu og áhöfn þess (þrem dögum eftir töku þess), og hefði landganga bandariska flotans á Koh Tang og sprengjuárásin á Kambodíu ekki haft áhrif á þá ákvörðun. Slakri leyniþjónustu er kennt um það, að i árásinni á eyjuna Koh Tang hafi lifum 41 land- gönguliða verið fórnað að ó- þörfu, en landgangan þar var byggð á þeim misskilngi að Mayaguez væri haft þar 1 haldi, sem reyndist svo ekki vera. í skýrslunni er samt viður- kennt, að embættismenn stjórnarinnar hafi ekki getað vitað á þeim tima, að kombod- iumenn ætluðu að skila skipinu. Samt er bent á, að stjórnin hafi litið sinnt ýmsum vlsbendingum um, aðKambodia væri að þreifa fyrir sér um lausn á málinu eftir diplómatiskum leiðum. Þvi er einnig haldið fram i skýrslunni að landgönguliðið hafi haft rangar upplýsingar um hernaöarstyrk Kambodiu á eyj- unni Koh Tang, en gleggri og réttari upplýsingar hafi verið fyrir hendi, sem einhverra or- saka vegna hafi ekki borist i hendur stjórnendum land- gönguliðsins. Bandarlski tundurspillirinn, Harold E. Holt með flutninga- skipið Mayaguez I eftirdrag á leið frá eynní Koh Tang. — Hins vegar reyndist áhöfnin ekki vera á eynni, heidur I fangavist uppi á meginlandinu I Kam- bodiu. Flotaaðgerðin Björgun Mayaguez úr prisund Kambodiu bar að eftir að þjóð- arstolt bandarikjamanna hafði beðið mikinn hnekki við endalok Vietnamsstriðsins og borgara- styrjaldarinnar i Kambodiu. Mæltist ákvörðun Fords forseta um að beita flotanum til þess að ná Mayaguez aftur vel fyrir hjá landsmönnum hans, og þótti röggsamlega gengið til verks til leiðréttingar á rangindum, sem kambodiumenn þóttu hafa haft við, þegar þeir tóku skipið ólög- lega. I kosningabaráttunni þessa dagana i Bandarikjunum hafa stuðningsmenn Fords rifjað Mayaguez-málið upp og bent á það sem dæmi um röggsemi Fords i utanrikisstefnu sinni. Spillir Skýrslan, sem nú hefur verið lögð fyrir þingið, sýnir Mayagu- ez-málið i nokkuð nýju ljósi, og þykir það geta spillt fyrir áliti Fords og um leið dregið úr möguleikum hans til sigurs i kosningunum. Hún kemur fram á elleftu stundu áður en Ford gengur i annað sinn til sjónvarpseinvigis við keppinaut sinn Jimmy Cart- er, frambjóðanda Demókrata- flokksins. Þykir hún sækja að Ford á óheppilegri stundu, eftir að landbúnaðarráðherra hans neyddist til að segja af sér fyrir óvingjarnleg ummæli um blökkumenn I Bandarikjunum. Fær Carter I skýrslunni ný vopn I hendurnar að sækja að Ford. Starfsmenn Hvita hússins létu i það skina við fréttamenn i gær, að þeim þætti það „ótrúleg tilviljun”, að skýrslan skuli lögð fram einmitt núna — hvorki nokkrum vikum fyrr, né nokkr- um vikum siðar (sem mundi þá verða eftir kosningar). Baríst í stúdenta- görðum í Bankok Stúdentar beittu sjálf- virkum rifflum og hand- sprengjum, þegar sló í bar- daga í stúdentagörðum Thammasat-háskólans í Bangkok í nótt. Að minnsta kosti fimmt- án munu hafa fallið, áður en lögreglunni tókst með á- hlaupi að yfirbuga óeirðar- seggina og koma á ró eftir fjögurra klukkustunda á- tök. Það sló i brýnu, þegar um 2.000 hægrisinnaðir stúdentar gerðu á hlaup á stúdentagarðana, sem vinstrisinnaðir stúdentar hafa haft á valdi sinu i mótmælaað- gerð vegna veru Thanom Kittika- chorn, fyrrum marskálks, i land- inu. Fljótlega safnaðist að múgur og margmenni i forvitni og um tima voru um 15 þúsundir i þyrpingu umhverfis stúdentagarðana. — Hundruð lögreglumanna ruddust inn, en fengu litið aðgert framan af. Loft hefur verið 'lævi blandið i Thailandi siðustu vikur. Hafa Júliana hollandsdrottning. Ætlaði aldrei að afsala sér drottningartign Júliana hollands- drottning, sem setti niður þegar bóndi hennar var bendlaður við Lockheedhneykslið, sagði i gær, að hún hefði aldrei svo mikið sem hugleitt það að af- sala sér tign. TIu sænskir blaðamenn fengu áheyrn hjá drottningu i konugs- höllinni við Soestdijk i gær I til- efni af væntanlegri heimsókn Gustafs svfakonungs og Sylviu drottningar hans. Júliana hóf sjálf máls á þeim orðrómi sem komst á kreik þeg- ar böndin tóku aö berast að eiginmanni hennar, Bernhard prinsi, i Lockheedmálinu. Sagð- isthún vilja kæfa þær kviksögur sem uppi eru um að hún ætlaði að selja drottningartignina dótt- ur sinni i hendur eftir kosningar i maimánuði að ári. Hún kvaðst svo sannarlega ekki hafa látið það hvarfla að sér. A fundi sænsku blaða- mannanna og drottningar var ekki minnst á Lockheed- hneykslið, sem leiddi á dögun- um til þess, að eiginmaður hennar hefur sagt af sér öllum trúnaðarstöðum, jafnt hjá hol lenska hernum sem og i kaup- sýslunni. skipst á mótmæli vinstrisinna vegna heimkomu marskálksins fyrrverandi sem nú er búdda- munkur, og hins vegar mótmæli hægrisinna sem lýsa vantrausti á stjórn Seni Pramoj forsætisráð- herra og vanþóknun á brottvikn- ingu tveggja hægrisinnaðra ráð- herra úr stjórninni i fyrradag. Seni forsætisráðherra sagði af séri síðustu viku, en snerist siðan hugur og skipti um menn i stjórn- inni. öllum skólum i Bangkok hefur nú verið lokað vegna ólgunnar i landinu og funans i stúdentum. Mannrán á Kanarí- eyjum Lögreglan i Las Palmas á Kanarieyjum segist hafa fundið lik 65 ára milljóna- mærings, sem hvarf af heimili sinu þar fyrir fjórum mánuðum. Þrátt fyrir að það hafði legið lengi á botni 180 i metra djúp- um brunni, og vantaði auk þess á það höfuðið, tókst að bera kennsl á likið. Það var af Eufemiano Fuentes sem stundum var auknefndur „tóbakskóngur Kanarieyja”. Skömmu eftir hvarf Fuentes i júni barst krafa um 45 milljóna peseta (130 milljónir kr.) lausnargjald, en siðan heyrðist ekkert frekar frá ræningjunum. Lögreglan hefur ákveðinn eiturlyfjasmyglara grunaðan um ránið og hefur handtekið foreldra hans og ættmenn fyrir hlutdeild I glæpnum en maðurinn hefur sjálfur hins- vegar komist undan hingað til. 1 siðustu viku var efnt til allsherjarverkfalls á nágrannaeynni Tenerife, eftir að lögreglunni hafði orðið á að skjóta ungan mann, sem hún tók i misgripum fyrir eitur- lyfjasmyglarann. Hermála- útgjöld Sovét William Proxmire, þingmaður demókrata, hefur birt upplýsing- ar frá CIA, leyniþjónustu Banda- rikjanna, þess efnis að miklar fjárveitingar sovétstjórnarinnar til varnarmála sinna skapi þeim nú efnahagsörðugleika. 1 skýrslunni, sem George Bush forstöðumaður CIA lét þinginu i té, kemur fram að Sovétrikin verja 42% hærri fjárhæðum til hermála en bandarikjastjórn. „Sjá má mörg merki þess, að hagvöxtur Sovétrikjanna hefur hægt á sér einmitt á þeim tima, sem helstu þættir efnahagslifsins, varnarmálin, iðnaður og neysla kalla á aukningu," segir Bush i skýrslunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.