Vísir - 06.10.1976, Page 20

Vísir - 06.10.1976, Page 20
STJORN VÆNGJA hf VfSIB MiOvikudagur 6. október 1976 Stal bankabók — með 500 þúsund kr. Bankabók með 500 þúsund króna innstæðu og svo peningum var stolið frá manni nokkrum I nótt. Hafði hann setið að sumbli með tveimur mönnum og mun annar þeirra hafa stolið bankabókinni og peningunum sem eru nokkur þúsund krónur. Maðurinn kærði þjófnaðinn i morgun. Sá grunaði hafði ekki verið handtekinn þegar Visir hafðisamband við lögregluna, en hans er leitað. —EA Stolið úr vasa leigubílstjóra Talsvert bar á ölvun i Reykjavik i gærkvöldi og i nótt og gistu margir fangageymsl- ur lögreglunnar. Meðal ann- ars voru fjórir menn teknir i gærkvöldi grunaðir um að hafa stolið úr vasa leigubil- stjóra sem þeir höfðu verið farþegar hjá. —EA Vetur lœtur á sér krœla Húlka í morgun Fyrst varð vart við hálku i Ar- bænum i morgun, að sögn lög- reglunnar þar. Ekki varð annars staðar vart við hálku i Reykjavik eftir þvi sem næst verður komist. Talsverð hálka var á Suður- landsvegi snemma i morgun, en hún hvarf fljótt þegar sólin fór að skina. Þá sáust menn vera að skafa af bilrúðum i Árbænum i morgun og má þvi segja að vetur konungur sé orlitið farinn að láta á sér kræla. ___________________—EA Harður úrekstur á Vesturlandsvegi Harður árekstur varð á gatna- mótum Vesturlandsvegar og Breiðhöfða I hádeginu I gær. Tveir stórir fólksbilar lentu þar saman og eru þeir allt að þvi ónýtir. Engin slys urðu þó á mönnum. Áreksturinn varð klukkan rúml. 12. Annar billinn sem er Mercedes Benz, aðeins mánaðar- gamall, ók austur Vesturlands- veginná vinstri akrein. Amerisk- ur fólksbill ók inn a Vesturlands- veginn frá Essó við Nesti og mun fyrst hafa ekið eftir hægri akrein. Siðan ber ökumönnum, sem voru einir f bilum sinum, ekki saman um það hvernig árekstur- inn átti sér stað. Eru þeir sem hugsanlega kynnu að geta gefið einhverjar upplýsingar beðnir um að hafa strax samband við lögregluna i Reykjavlk. —EA VILDI EKKI HLUTA- BRÉF Á NAFNVERÐI En keypti bréf fyrir tíu milljónir á fjórföldu verði Um það leyti sem flugfélagið Vængir hf. var að kaupa hlutabréf i sjálfu sér á fjórföldu eða fimmföldu nafn- verði, var stjórn þess boðið að kaupa hluta- bréf að upphæð kr. 900.000, Á NAFN- VERÐI. Þessu tilboði var ekki sinnt. Seljandi var Hreinn Hauksson sem var I stjórn Vængja áöur en flugmannadeilan sundraði fé- laginu. Vængir fengu i sumar leyfi viðski'ptaráðuneytisins til að eiga allt að 30 prósent af eigin hlutafé. Lög um hlutafélög kveða á um að þau megi aðeins eiga 10 prósent, en viðskipta- ráðuneytið veitti semsagt und- anþágu til fyrrnefndra kaupa. Að þessu leyfi fengnu, seldu stjórnarmenn Vængja, félaginu, hlutabréf sin á margföldu nafn- verði eins og fyrr segir. Sú upp- hæð sem þeir fengu fyrir bréf sin var rúmar tiu milljónir króna. Það fé fékkst með söiu á ann- arri Islander vél félagsins til Vestmannaeyja. Leyfi viö- skiptaráðuneytisins til hluta- bréfakaupanna er dagsett 16. júll. Tilboðið um að félagiö gæti fengið hlutabréf upp á 900.000 á nafnverði, er hins vegar dagsett 14. jýli. En þvi var semsagt ekki sinnt. —ÓT. Skammitafanlr: D - HruSskeytl. HPx •■ ST»r borgaS. (I slsB x kemur orSafJ&idinnj TMx margar ulaolskrirtlr. (I staS x kemur fjöldl utanáskrlfta.) Post *■ póstgjald borgaS. TC ■= samanboriS (tll tryggingar). MP m afbenda TÍStakanda sjálfum. I'S - S aS efttrsenda. PC — vIStAkuskfrtelnl óskast. XP rn aisendlns borguS. Fyrlr hraðskeytl er trSfalt gjald. LANDSSIMI Símskeyti ISLANDS orfi þann 14/7 1876 kl. 1 "I £ E ^ 5 | 5 g -S s. *1 1 0*1 3 ! Nafn, beimlli og andá skái artlfl skrifa h#r (relnilefa. 12831 Arni Ouðjónsscn hi*l. /tentílr h/f Ouðjón Stj'rkárs3on, stjórnarfcrmaður Aðalstmtl 9 Reykjavík F.h. Hrelns Haukssonar vll ég tilkynna stjórn Vangja h/f að hann hyggst selja Sigurði Erni HJálmtýssyni, Aratúni 27 Garðabqa hlutabréf sín í Vaengjum h/f að nafnveröi kr. 900 þúsund ú nafnverði gegn staðgreiðslu Hreinn býður Vaengjum h/f eða hluthöfum félagsins forkaupsrétt að þessum hlutabréfura i samræml við lög Vaengja h/f. Svar óskast sent tll mín sem fyrst og eigi slðar en fyrir 15. ágúst 1976. Arni Ouðjónsaon hrl. Garöastræti 17 Ebl. 2 - StMSAOOO rr 6SM bl Afrit af skeytinu sem stjórn Vængja var sent með tilboöi um hluta bréfakaup á nafnverði. Það er birt með leyfi seljanda. Sjónvarpsdagskráin lengd Næstu fjóra til fimm mánuði verður sjónvarpsdagskráin lengd, þannig að sjónvarpað verður á sunnudögum milli klukkan 5 og 6. Útvarpsráð hafn- aði hins vegar á fundi i gær þvi boði sjónvarpsmanna að senda út á fimmtudögum. Þetta er gert til þess að vinna upp þann tima sem tapaðist I verkfallinu,og verður ekki dregið af afnotagjaldi vegna verkfalls- ins. —EA Ný stíflu í Elíiðavutni Unnið verður að byggingu nýrrar EUiðavatnsstiflu í vetur og á framkvæmdum öllum að vera lokið fyrir áramót 1977-78. Haukur Páimason, hjá Raf- magnsveitu Reykjavikur, sagði Vfsi I morgun að hún eigi að tryggja vatn fyrir vatnsafls- stöðina við Elliðaár og jafn- framt kælivatn fyrir vélarnar I varastöðinni. „Gamla stiflan er orðin léleg og þarna þarf endurbætur,” sagði Haukur. „Við gerum ráð fyrir að byggja nýju stifluna eins nálægt þeirri gömlu og unnt er. Það verður gerð jarðvegs- stifla yfir að Dimmu, en I Dimmu sjálfri verða svo steypt- ar flóðgáttir.” „Þarna verður laxastigi I far- veginum og þess er gætt mjög vel að trufla ekki laxinn. Vegna þess verður framkvæmdum hagað þannig að þetta verður mest unnið yfir veturinn.” „Samkvæmt framkvæmda- áætlun verður verkið unnið i tveim áföngum. Það verður byrjað á jarðvegsstiflunni núna og henni lokið i vetur. Flóð- gáttirnar verða svo steyptar seinni partinn á næsta ári.” Með stiflunni verður stjórnað rennsli I Elliðaánum. Sú hætta er fyrir hendi að þær stiflist á efra svæðinu af jakahröngli. Þetta getur stöðvað rennsli i hálfan dag eða svo. Það yrði mjöghættulegt fyrir vélar vara- stöðvarinnar, ef þær væru á fullu — og fengju ekkert kæli- vatn. Vegna þessara framkvæmda þurfti að kaupa land af vatns- dalsbónda, og hefur þegar verið gengið frá þeim kaupum. —ÓT „Hef ekki efni á svo dýru sporti" Jón Hákon Magnússon fréttamaður hœttir á fréttastofu sjónvarps „Astæðan er fyrst og fremst sú, að ég hef ekki lengur efni á þvi dýra sporti að vera rikis- starfsmaður,” sagði Jón Hákon Magnússon fréttamaður, þegar Vlsir spurðist fyrir um ástæðu þess að hann hefur sagt starfi sinu lausu frá áramótum að telja. Jón sagðist ekki sjá fram á neinar breytingar i launamál- um sjónvarpsstarfsmanna, þrátt fyrir aðgerðir þeirra á dögunum. Hann hyggst nú hefja störf sem framkvæmdastjóri Vökuls h/f. „Þetta hefur verið skemmti- legur kafli i lifi minu og jafn- framtlærdómsrikur skóli. Ég sé eftir fólkinu sem ég vinn með hérna á fréttastofunni. Þetta hefur verið mjög samhentur hópur. En ég vonast nú til að ég sé ekki búinn að segja skilið við fjölmiðla fyrir fullt og allt, þótt ég viti ekki ennþá hvernig það verður,” sagði Jón Hákon. _SJ Hlaða o< brunnu í ) gripah morgui t, IÚS n Mikið tjón á Heiðarbœ II Mikið tjón varð á Heiðarbæ II við Þing- valiavatn i morgun, þegar hlaða og gripahús brunnu þar. Eldsins varð vart á sjöunda timanum f morgun og var þá kviknað I heyinu, en á þriðja þús- und hestar af heyi voru í hlöðunni og gripahúsum. Sveinbjörn Einarsson er bóndi á Heiðarbæ II. I morgun þegar Visir hafði samband þangað voru slökkvilið, m.a. úr Reykjavik,að vinna að þvi að slökkva eldinn, en þá voru húsin fallin. Hlaðan var sambyggð fjárhúsi, hesthúsi og geymslu. Ekki var vitað hversu miklu magniafheyiyrði hægt að bjarga en það var meðal annars verið að athuga. —EA

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.