Vísir - 24.10.1976, Síða 6

Vísir - 24.10.1976, Síða 6
í GÆR, laugardag, var stofnuð tslandsdeild alþjóðlegrar dulspekireglu sem nefnist The Rosicrucian Order, AMORC (Ancient Mystical Order Rosae Crusis), — eða Rósarkrossreglan á isiensku. Eins og fram kemur i frétt i Visi i gær hafa allmargir islendingar um árabil verið félag- ar i reglunni sem hefur aðalstöðvar i Kaliforniu i Bandarikjunum, en nú hefur sem sagt verið stofnuð sérstök íslandsdeild. í þessari grein kynnir einn hinna islensku reglubræðra, sem hér skrifar undir dulnefninu „Nestor”, dulspeki Rósarkrossmanna og það gildi sem þeir telja hana hafa i nútimaþjóðfélagi. I hinum ógnvekjandi heimi sem við lifum i rikir: Hungur, fá tækt, offjölgun, atvinnuleysi, fá fræöi, umhverfismengun, eitur lyfjavandamál, morð, kynþáttaó eiröir, stúdentaóeirðir og æsi fréttamennska fjölmiöla. Daglegt lif okkar er emnig ógnvekjandi. Það verður æ erf iðara að afla nýs grænmetis ávaxta og kjöts, ferskt loft og hreint vatn er aö verða vandfund ið. Það tekur okkur æ lengri tima að komast til og frá vinnu. Laun okkar endast skemur og skattar þyngjast. Við fyllumst örvænt- ingu út af stefnu stjórnvalda al- mennt og efumst um að atkvæði okkar hafi nokkurt gildi út af fyrir sig. Það rikja tjáningarerfiðleik- ar milli foreldra og barna og einnig milli nágranna. Umhverfi okkar er hávaðasamara og ó- hreinna og svigrúmið minnkar. Vegakerfið kostar meira um leið og öryggi minnkar. Fólk virðist hafa meira að gera, en verður um leið óvingjarnlegra — ópersónu- legra. TAKNMYND — Þessi mynd túlkar grunnstef I viðhorfum Rósar- krossreglunnar: „Óttalaust og augliti til auglitis við náttúruöflin ihugar hinn hugsandi maður stöðu sina i alheimsmyndinni”. okkur í dag? — eftir „Nestor Kynning á dulspeki Rósarkrossreglunnar en í dag var stofnóð íslatidsdeild hennar KM einsmannsrúm verð fró kr. 49.000. KM hjónarúm verð frú kr. 62.000. Úrval af erlendum húsgögnum. Helluhrauni 20, Simi 53044. Hafnartirói Framleiðum springdýnur í mörgum stœrðum og styrkleikum. Viðgerðir á springdýnum. Opið alla daga frá kl. 9-7 og laugardaga Sendum gegn póstkröfu. frá kl. 10-1 Ath. að þessar vörur fást aðeins hjá okkur. „Lucky" sófasett verð frá kr. 190 þús. Hvað eigum viö að taka til bragðs gagnvart svona örum breytingum? Rósarkrossmenn um heim allan hafa i margar ald- ir getað svarað ákveðið: Það er margt, sem við getum gert! Rósarkrossmenn hafa ávallt staðhæft, að raunhæf dulspeki geti, og hafi verið djúpstætt afl, sem einstaklingurinn getur not- fært sér i baráttunni við sjálfan sig og sibreytilegan heim. „Hinn innvígði" Hvaö er þá þessi dulspeki, sem rósarkrossmennirnir tala um, og sé hún eins stórkostleg og af er látiö, þvi höfum við ekki heyrt meira um hana? Áður en við förum að ræða hvað dulspeki er, og hvað rósarkross- menn hafa um hana að segja, skulum við fyrst taka fram hvað hún er ekki. Dulspeki er ekki dul- arfull. Þessi tvö orö þýða tvennt ólikt. Dularfullt, er eitthvaö utan við skilning og þekkingu manns- ins, — eitthvað, sem nákvæm rannsókn hans-getur ekki skýrt. En oröið dulspeki, eða mysticism, er komið af griska oröinu „myst- es”, sem þýðir „hinn innvigði”, og hefur ávallt táknað, aö ein- staklingnum sé opinberuð þekk- ing og viska, án þess að stuðst sé við mannlega rökhyggju. Dulspekingur stundar dulspeki — hann er ekkert dularfullur og dregur sig ekki út úr mannlegu samfélagi né hagar sér afbrigði- lega eða iðkar undarlega siði. Dulspekingur, eða rósarkross- nemandi, er hver sá karl eða kona, sem lifa lifinu samkvæmt persónulegri lifsspeki, sem „opn- ar þau” og gerir þau móttækileg fyrir hinum uppbyggjandi og já- kvæöu, alheimslegu öflum, sem eru i og allt i kringum okkur. Hvert er þá þetta dulspeki-lifs- viðhorf, sem Rósarkrossreglan kennir, og hvernig getur það orðið mér aö liði i heimi nútimans? Dulspeki er lifsviðhorf, og Rósarkrossreglan gefur hverjum nemanda öll þau verkfæri, sem hann eða hún þarf á að halda til að kljást við og leysa hin mörgu vandamál, sem steðja að okkur á lifsleiðinni. Rósarkrossþekkingin opinberar okkurþá staðreynd, að vegurinn til þekkingar á þeim öfl- um, sem stjórna lifi okkar, er hið innra með okkur. Að htusta á rödd hins innra manns 1 grundvallaratriðum er sér- hver einstaklingur tvær verur: ytri maður og innri maður (hinn ytri og 'innri maður). Hinn ytri maður vill hafa yfirhöndina og stjórna lifi okkar með ástriðum sinum og löngunum. Hinn innra mann verðum við vör viö, þegar við göngum ein á vit móður nátt- úru og finnum i hugskoti okkar spurninguna, hvers vegna erum við hér, hvert erum við að fara, eða hver er tilgangurinn með lifi okkar. Þegar við höfum lært að láta ekki einungis stjórnast af óskum hins ytra manns, heldur getum hlustað á rödd þjálfaðrar innsýn- ar, þá fyrst finnum við að við höf- um stjórn á tilveru okkar. Rósarkrossþekkinguna sem námsefni, æfingar og tilraunir, fær sérhver nemandi sendar i pósti frá aðalstöðvum reglunnar, og getur hann eða hún unnið að náminu i skjóli heimilisins. Æf- ingarnar gera einstaklingnum kleyftað beina alheimsorkunni til jákvæðra breytinga á lifi hans og heiminum yfirleitt. Þetta er á- stæðan fyrir þvi, aö rósarkross- menn vilja kalla lifsspeki sina raunhæfa dulspeki. Það má beita henni við daglegt lif. Hvort þekk- ing hefur notagildi i daglegu lifi okkar.er hið rétta verðmætamat. Það er einnig þess vegna, aö þeir segja, að sannur rósarkrossnem- andi meðtaki ekkert, sem hann geturekkisannprófaðfyrst. Hann er gangandi spurningarmerki. Annað hvort veit hann, eoa nann veit ekki. Það sem hann veit, get- ur hann notað. Það sem hann veit ekki, rannsakar hann. Að vera rósarkrossmaður þýðir framþróun. Meðþvi að beita nátt- úrulegum og alheimslegum lög- málum og öflum, verður nemand- inn smátt og smátt hæfari til þess aö sigrast á erfiðleikum tilveru sinnar. Hefur þú einhvern tima óskað þess, að þú gætir auðveldlega slappað af og lesið bók þannig, að þú raunverulega skildir merk- ingu orðanna og myndir þýðing- armestu atriðin? Hefur þú ein- hvern tima harmað skort þinn á einbeitni, sem er svo þýöingar- mikil i okkar hraöfleygu veröld? Hefur þú einhvern tima undrast einkennilegar hugdettur, sem snögglega koma upp i huga þin- um og veita þér einstakar upplýs- ingar, sem þú færð staðfestar siö- ar? Hefur þú einhvern tima undr- ast, hvers vegna þú getur fundið á þér ýmislegt varðandi einstak- ling, eingöngu með þvi að vera i nálægð hans? Dulspekingurinn og mannkynið Þetta eru aðeins örfá dæmi um þauefni.sem rósarkrossnemand- inn fær til athugunar og sem hann gerir tilraunir með og æfir, til þess að auðvelda honum lifsbar- áttuna. Að vera rósarkrossnem-

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.