Vísir - 24.10.1976, Page 12

Vísir - 24.10.1976, Page 12
Sæmi og Didda sýndu rokk meö mikium tilbrifum Þaö hlýtur aö vera gott aö kyssa fegursta reykvikinginn Einn anginn enn viröist vera aö festa rætur í islensku popp- lifi: „showbissniss”. 1 sumar hefur veriö hleypt af stokkunum tveim ,,show”-landsreisum, hinnifyrri meö Lónli Blú Bojs, Halla og Ladda og Gísla Rúnari ásamt forsvars manninijm 0g kynninum Baldvin Jónssyni. Hinni siöari, - meö Stuömönn- um, Sæma rokkara, Diddu, eöa Brynju Nordquist, Hjalta rótara og Óttari Felix Haukssyni, — er rétt lokiö, en henni lauk meö fjölmennum sveitadansleik aö Borg i Grimsnesi laugardaginn siðasta. Tónhornið brá sér á þær tvær skemmtanir sem Stuðmenn héldu hér I höfuðborginni til að sjá hvort hér væri á ferðinni eitthvaö skemmtilegt og gott. A þriðjudagskv jldi var haldin skemmtun fyrir yngra unga fólkið I Tónabæ, (þ.e.a:s. salur- inn þar leigöur út, ef einhver siyidi hafa haldiö að Æskulýðs- ráo hafi haldið dansleik meö hljómsveit) og á fimmtudags- kvöld á Hótel Sögu fyrir hina. Dagskráin i Tonabæ var fremur slök. Einungis Stuð- mennirnir sjálfir. — Jakob Magnússon, Egill Ólafsson, Þórður Árnason, Tómas Tómasson, Valgeir Guðjónsson og Ragnar Sigurjónsson, — stóðu fyrir sinu. Þeir fluttu blandaö efni af fyrri og seinni plötunni og gerðu það nokkuö vel, aldrei þessu vant. Það var greinilegt að Þórður naut sin að spila i þetta sinn. Stuðmenn settu á svið nokkurs konar „Cabaret”-farsa, þarsem veist var að voru þjóðfélagi og mein- dýrum þess. Egill setti sig i hlutverk framsækna framá- mannsins sem átti gúmmi- tékkaverksmiðju. Er Stuðmenn endurtóku gaman sitt og alvöru á Hótel Sögu fimmtu- dagskvöldið eftir, var jafnvel enn meiri tign yfir Agli i hlut- verki sinu. Egill söng öll lögin utan þrjú, sem Tómas bassa- leikari söng: „Strax i dag”, „Á Spáni” og „Herra Reykjavik”. Stuðmenn sýndu flestir góöa hluti, Þóröur „skein” á gitarn- um, svo aö jafnvel Clapton má fara að vara sig, hvað þá Bjöggi Gisla og Gunni Þó, og svo var hann svo leikandi léttur á sér og söng meira að segja með, Jakob var jafn góður og vanalega, þó hann léti litiö á sér bera, Tómas* og Ragnar stóðu vel fyrir „sveiflugeiranum”, og Tómas var skemmtilegur (vonandi tek- ur hann þetta ekki bókstaflega), en Valgeir var einhvern veginn .dálitiö út úr þessu, enda átti hann vist að tákna hinn al- menna borgara. Liklega heppnaðist „showið” betur á Sögunni, en tónlistin var miklu betri i Tónabæ, þar var söngkerfið þó aðeins nothæfara! Lagið „Quando, Quando, Quando” var ansi skemmtilegt! Annað til skemmtunar i þess- ari ferð var dans Sæma rokkara og Brynju Nordquist, sem var reyndar litið til skemmtunar i Tónabæ þar sem þau voru bara hlægilega léleg, en er Sæmi dansaði viðDiddu á Sögunni var annað upp á teningnum, þau náðu vel saman i dansinum og rokkuðu hvert lagið á fætur öðru. Spurningakeppni var haldin og fór ve! fram i Tónabæ en siöur á Sögunni vegna drykkju kvenpeningsins i keppninni. Spurt var um nokkur islensk lög og hver hefði samiö þau. Frekar barnalegt. „Herra Reykjavik” og „Herra Tónabær” voru valdir. „Herra Tónabær” var valinn einn af ungum mótórhjóla-töffurum bæjarins, en á Sögunni var Gunnlaugur nærsýni valinn „Herra Reykjavik”. „...jafnvel Clapton má fara aö vara sig” Vilhjálmur Vilhjálmsson: Með sínu nefi ## (Fálkinn, 1976) Það hefur nokkuð lengi staðið til að skrifa um hina indælu plötu Vilhjálms Vil- hjálmssonar ,,Með sinu nefi”. Ástæðan á þess- um drætti er sú, að ég hef ekki talið mig vera tilbúinn til að „dæma” plötuna. Vilhjálmur naut afar góðra vinnuskilyrða við vinnu á þess- ari plötu, ótakmarkaðs stúdió- tima, sem var reyndar afar mikill, og algjörs frjálsræðis um val á efni og mönnum til hljóð- ritunar. Lögin sem eru öll við ljóö eftir Kristján frá Djúpalæk eru öll afbragðs góö og flutning- ur Vilhjálms á lögunum afar góöur. Lög Gunnars Þórðarsonar, „Hrafninn”, „Lifið er kvik- mynd”, „Eftir predikun” og „Sfðasta iag fyrir fréttir”, eru flutt á afar samviskusaman hátt likt og öll önnur lög plötunnar. „Hrafninn” og „Siðasta lagið” eru i hinum hugíjúfa melódiska stil sem Gunnar hefur oft gert vel i, og i flutningi Vilhjálms verður „Hrafninn” vonandi ó- dauðlegur. „Eftir predikun” og „Lifið er kvikmynd” eiga það skylt að vera samin við stökur og létu einkennilega i eyrum fyrst, en nú eftir að hafa hlustaö á plöt- una i rúma tvo mánuði er „Lifiö er kvikmynd” eitt af betri lög- um Gunnars, að minu mati. Gamlir slagarar við ljóð Kristjáns fljóta meö á plötunni, en þeir eru „Þóröur sjóari”, „Einu sinni var”, „Pólstjarn- an” og „Við sundin”. 011 þessi lög eru hér i sinum bestu form- um og mega allir aðstandendur vera hreyknir af. Þrir ungir (um þritugt og undir) popparar eiga á plötunni sitt lagið hver, Pálmi Gunnars- son (Dans gleðinnar), Magnús Eiriksson (Pundið) og Magnús Kjartansson (Svefnljóö). Þessi þrjú lög eru hvert fyrir sig þaö besta sem heyrst hefur frá þess- um mönnum, sem samt hafa nokkuð látiö eftir sig liggja. I plötunni er Vilhjálmur sá sem gerir best. Hann bókstaf- lega lifir sig inn i hvert eitt og einasta lag og dregur fram alla eiginleika þess og lif. Og sá kjarni sem Vilhjálmur hefur til aðstoöar á plötunni er mjög góð- ur, en i honum er Gunnar Þórð- arson (gitar), Magnús Kjart- ansson (hljómborö), Pálmi Gunnarsson (bassagitar) og Ragnar Sigurjónsson (tromm- ur). Margir aðrir gera góða hluti á plötunni og má þar nefna Þorvald Steingrimsson (fiðlu i Þórði sjóara og Pólstjörnunni) og Halldór Pálsson saxafónleik- ara. „Með sinu nefi” á skilið allar þær stjörnur sem ég hef að bjóða, ein af þeim fáu plötum sem ég tæki með mér á eyðieyj- una.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.