Vísir - 29.10.1976, Blaðsíða 1

Vísir - 29.10.1976, Blaðsíða 1
Rannsókn lauk í gœr í óvísanamáli frá árinu 1974: LOCKHEED MÁL í FRAKKLANDI - bls. 4 FRÁ MARXISMA TIL NÚTÍMA JAFNAÐARSTEFNU . GYLFI Þ. GÍSLASON SKRIFAR BLS. 11 Sjálfstætt vandaó og hressllegti blaö Föstudagur 29. október 1976 262. tbl. 66. árg. Einn þeirra, sem nú búa I Eyj- um, aö vinnu viö höfnina þar á dögunum. Mynd: GS, Eyjum. Vestmannaeyiar; Utn tvö þúsund manns hafa ekki komið aftur Um tvö þúsund manns sem bjuggu i Vestmannaeyjum fyrir gos hafa ekki flutt þang- að aftur. Samkvæmt upplýsingum sem Visir fékk á bæjarskrif- stofunum i Vestmannaeyjum, er nú 4.431 ibúi i bænum. Þar af eru um þrjú þúsund og þrjú hundruö Vestmannaeyingar sem bjuggu þar áöur en gosið hófst, en á þeim tima voru rúm fimm þúsund manns bú- sett i Eyjum. Aki Haraldsson, starfsmaö- ur á bæjarskrifstofunum, hef- ur séö um nákvæma skrá yfir ibúa i Eyjum. Hann sagöi aö árið 1973 heföu 300-400 manns flust til Eyja, þ.e. fólk sem ekki haföi búiö þar áður. 1974 fluttu þangaö 400 manns og sami fjöldi 1975. —EA HÁHYRNINGAR í LÖGREGLU- FYLGD TIL SÆDÝRASAFNSINS — fara síðan til Hollands eftir mánuð „Háhyrningunum vegnar mjög vel hjá okkur”, sagöi Siguröur Karlsson i Sædýra- safninu er viö ræddum við hann i morgun. Vélbáturinn Guörún GK kom inn til Grindavikur um miönætti i nótt meö tvo háhyrn- inga sem hún haföi fengiö við Hrollaugseyjar. Voru þeir fluttir strax frá Grindavik til Sædýrasafnsins i Hafnarfiröi. „Flutningurinn gekk mjög vel”, sagði Siguröur. „Strax og báturinn kom að landi voru há- hyrningarnir settir i búr sem þeir voru fluttir i hingað. Þeir eru hafðir í tjörn hérna núna”. Að sögn Sigurðar eru það hcl- lendingar sem ætla að fá þessa háhyrninga. Voru hollendingar með bátnum og hafa þeir alla umsjón með hvölunum meðan þeir dveljast hér. 1 Sædýrasafninu verða skepnurnar i fjórar vikur á meðan verið er að kenna þeim að éta. „Það gekk mjög vel aö veiða þesa háhyrninga”, sagði Sigurður Karlsson. „Þeir fengu 30 háhyrninga i nótina og völdu siðan tvo þá bestu. Mikill viðbúnaður var þegar komið var með dýrin i land. Auk okkar var lögreglan mætt og fylgdi hún okkur með dýrin hingaö”. Raunareru þessir háhyrning- ar ekki þeir einu sem veröa is- lensk útflutningsvara. Háhyrn- ingurinn Jóhanna sem undan- farið hefur verið i Höfn i Horna- firði var flutt utan flugleiðis i gær. Frásögn og myndir af þvi þegar verið var að koma henni um borð i Iscargó-flugvélina eru á blaðsiðu tvö. — EKG Siguröur Karlsson f tjörninni meö háhyrningunum og gætir þess aö þeir una sér vel. veröi ekki afvelta. Hann sagöi háhyrningana vera rólega og Loftur Asgeirsson tók myndina I morgun. TIU MILLJONIR I INNISTÆÐULAUSUM ÁVÍSUNUM Sami aðili með mörg víxlamól fyrir dómstólum Rannsókn á meintu ávisana- misferli Jósafats Arngrimsson- ar, aö upphæð nær 10 milijónir króna, lauk i sakadómi i gær. Mál þetta kom upp snemma á árinu 1974 viö skyndikönnun Seölabankans, en þá reyndist Jósafat vera útgefandi eöa framseljandi 12-15 innistæöu- lausra ávisana aö upphæö 8-10 milljónir. Rikissaksóknari hefur fengiö málsskjöl i hendur. Þegar Seðlabankinn fram- kvæmdi skyndikönnun i mars 1974 komu fram 816 innistæðu- lausar ávisanir að upphæð sam- tals 27 milljónir og var það met i innistæðuleysi. Siðar kom svo i ljós að Jósafatvar þarna stærsti aðilinn með hátt i 10 milljónir eins og fyrr segir. Seðlabankinn krafðist þegar i staö sakadómsrannsóknnar i málinu, en þrir aðrir menn tengjastþvi sem framseljendur. Málið var rannsakað á sinum tima i sakadómi og sent rikis- saksóknara. Hann sendi það siðan sakadómi aftur með beiðni um framhaldsrannsókn. Þeirri rannsókn lauk fyrir skömmu og máliö nú hjá saksóknara sem tekur ákvörðun um hvort mál verður höfðað á hendur Jósafat og þeim er blandast inn i þetta stóra ávis- anamál. Fjölmörg vixlamál þar sem Jósafat kemur við sögu eru nú fyrir dómstólunum og er ekki hægt að segja annað en hann bæti talsverðu ofan á fleytifulla könnu dómkerfisins. — SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.