Vísir - 29.10.1976, Blaðsíða 15

Vísir - 29.10.1976, Blaðsíða 15
framleiðsla? „Leirkerasmiðir eiga mjög erfitt uppdráttar á tslandi enn sem komiö er. Fólk litur fyrst og fremst á notagildi keramik- hluta og þvi er ekki hægt að lifa á framleiðslu þeirra nema því aðeins að fara þá út i fjölda- framleiðslu," sagði Kolbrún Björgólfsdótlir i samtali við VIsi. Kolbrún opnar á laugardag- inn sýningu á keramik i sýn- ingarskápum i kaffistofu Kjarv- alsstaða. Hún nam við Mynd- lista- og handiðaskólann áarun- um 1969-73 og stundaði síðan framhaldsnám i Kunsthand- værker og Kunstindustriskolen i Kaupmannahöfn 1973-1975. Hún kennir nú við keramikdeild Myndlista- og handiðaskólans. Kolbrún sagðist búa til bæði hreina og beina notahluti. s.s. skálasett, lokkrúsir af mörgum stærðum og einnig skálar og diska sem hafa notagildi en eru þó hugsuð sem sjálfstæð mynd- verk. Þá sagðist hún sýna tilraunir með glerjung og hugmyndir að skreytingum á blautan, þurran og brenndan leir. A sýningunni eru fjórar litlar skálar sem not- uð var japönsk brennslutækni við og ennfremur sýnir Kolbrún diska með lituðum leir, þ.e. postulinsleir sem litaöur er með málmoxýð efnablondu. Kolbrún Björgólfsdóttir við nokkur verka sinna. Ljósm. JA GRÆNLANDSMYNDIR A MOKKA Fyrir skömmu kom út bókin „Grænlandsdægur" eftir Ása I • Bæ. t bók þessari eru margar mjög athyglisverðar myndir, sem gerðar eru af Tryggva ólafssyni listmálara. Myndir þessar eru nú til sýnis í Mokka- kaffi við Skólavörðustig og verða þar a.m.k. næstu tiu daga. Tryggvi Ólafsson hefur verið biisettur i Danmörku undanfar- in ár og hefur unnið þar að list sinni með góðum árangri. Hann hefur haldið nokkrar einkasýn- ingar á verkum sinum hér heima og erlendis, og auk þess tekið þátt I fjölda samsýninga. Myndirnar sem hann sýnir nú á Mokka-kaffi eru eins og fyrr segir allar i bók Asa I Bæ. Geröi Tryggvi þær að eigin ósk eftir að hafa kynnst efni bókarinnar. Nú gefst listaunnendum gott tæki- MpP færitilað sjá þær i Mokka-kaffi og einnig i bók Asa i Bæ. Myndin hér fyrir ofan er af einni þeirra, en þessi til hliðar af listamann- inum sjálfum, og er hun gerð af Ragnari Lár. —klp— Leikhúsin: Þjóðleikhúsið sýnir Sólarferð föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 20:00. Litli prinsinn verður sýndur á sunnu- dag kl. 15. Leikfélag Reykjavikur frum- sýnir Æskuvini eftir Svövu Jakobsdóttur I kvöld kl. 20:30. Onnur sýning verður á sunnu- dagskvöld. A laugardag verða Skjaldhamrar sýndir I 100. sinn kl. 20:30. Leikfélag Kópavogs: Glataðir snillingar verða sýndir á sunnu- dagskvöld kl. 20:30. Leikfélag Akureyrar: sýnir Karlinn i kassanum á f östudags- og sunnudagskvöld kl. 20:30. Sýningar: Kjarvalsstaðir: Magnus A. Arnason sýnir málverk, kaffi- og blekteikningar og högg- myndir f austursal. í vestursal verða opnaðar sýningar á verk- um Kolbrúnar Björgólfsdóttur, Magnúsar Kjartanssonar og Guðna Hermannssonar á laug- ardag. Listasafn tslands: Yfirlitssýn- ing á verkum Finns Jónssonar. Sýningin er opin kl. 1:30-22 dag- lega. Norræna húsið: Sýning á verk- um norska listmálarans Victor Sparre. Opin til 7. nóv. kl. 14:00-22:00, daglega. Loftið: 1 dag, föstudag, lýkur sýningu á vatnslitamyndum og skriftgrafik eftir Torfa Jónsson. Sýningin er opin til kl. 18:00. Mokka: Sýning á teikningum Tryggva Ölafssonar við bók Asa I Bæ, „Grænlandsdægur". Stúdentakjallarinn: Rikharður Jóhannsson Valtingojer sýnir teikningar og grafik. Sýningin er opin mánud. til fimmtud. kl. 10:30-22:30, föstud. 10:30-20:00 og laugard. og sunnud. 14:00-23:30. JUmsjón: Sigurveig Jónsdóttir 15 D ELDGOS ÍOLÍU „Þessar myndir eru allar málaðar i Vestmannaeyjum eft- ir að gosinu lauk og standa allar i sambandi við gosið," sagði Guðni Hermansen listmálari þegar hann sýndi blaðamanni Visis sýningu þá sem hann opn- ar að Kjarvalsstöðum á laugar- daginn. Guðni sagðist eingöngu mála oliumyndir, en ekki vildi hann tjá sig um þaö i hvaða stil þær væru gerðar. Þetta er 15. einka- sýning hans, en áður hefur hann sýnt þrisvar i Reykjavik, auk þess sem hann hefur tekið þátt i tveimur samsyningum. Siðast sýndi Guðni i Norræna húsinu árið 1973. Guðni sagði að myndirnar á sýningunni væru málaðar á sið- ustu þremur árum. Þó er aðeins ein þeirra máluö á fastalandinu og er hún frá Hellu, en þar bjó Guðni á meðan á eldgosinu i Eyjum stóð. Sagðist hann helst hvergi getað málað nema i Eyj- um, en siðan hann fluttist þang- að aftur hefur hann eingöngu starfað við myndlist. Guðni Hermansen við nukkur verka sinna. Gamalt vín á nýjum belgjum „Þetta eru mestallt myndir sem ég hef sýnt áður, en nú er ég búinn að mála yfir þær," sagði Magnús Kjartansson I samtali við Visi. Magnús mun opna á laugar- daginn kl. 15 sýningu á 70 mál- verkum og eru þau öll gerð eftir að hann lauk námi. Þetta er fyrsta einkasýning Magnúsar en hann hefur áður tekiö þátt i nokkrum samsýningum. Magnús Kjartansson hefur vakið athygli fyrir SS myndir sinar. Aðspuröur sagðist hann hafa valið þetta merki sem tákn allra auglýsinga og hefði það verið valið vegna þess að það er að hans áliti sterkasta vöru- merkiö. Ekki vildi hann viður- kenna að hann væri með þessu að auglýsa merkið, eða eins og hann sagði: „Merkin snúa öll öfug hjá mér, og enginn auglýs- ir þannig." Magnús Kjartansson stendur hér hjá mynd sem hann nefnir „Geir- finnur fundinn".— Ljósm. JA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.