Vísir - 07.11.1976, Síða 5

Vísir - 07.11.1976, Síða 5
Texti: Sigurveig Jónsdóttir Myndir: Jens Alexandersson Sunnudacur 7. nóvember 197C 5 Kleppur. í hugum fólks hefur þetta orð yfirleitt neikvæða merkingu. Þótt fordómarnir hafi smám saman vikið fyrir raunhæfum viðhorfum til geð- sjúkdóma, eru þeir þó enn fyrir hendi. Þetta leiðir til þess að fáir vilja viðurkenna að þeir sjálfir, eða einhver ættingja þeirra, séu eða hafi verið, sjúklingar á Kleppsspitala. Viðhorf af þessu tagi komu i ljós þegar Visir heimsótti Kleppsspitala á dögunum. Enginn sjúklinganna vildi láta taka af sér mynd og mikil áhersla var lögð á nafnleynd. Hvort sem þessi varnarstaða er tilkomin vegna þess að sjúklingarnir lita ekki á sjúkdóm sinn sem hver önnur veikindi, eða vegna þeirra viðbragða sem þeir búast við af fólki utan spital- ans, sýna þau glögglega hvernig enn þann dag i dag er litið á geðsjúkdóma sem eitthvað sem þurfi að fela. Hér er auðvitað á ferðinni arfleifð fyrri tima þegar geðsjúklingar voru faldir og geymdir við hin verstu skilyrði án raunverulegra tilrauna til lækninga. En timarnir hafa breyst hvað þetta snertir. Aðbúnaður á geðsjúkrahúsum hefur batnað og nýjar lækningaaðferðir hafa gefið góða raun. Enn eigum við þó langt i land með að búa að geðsjúkrahúsum eins og öðrum sjúkrahúsum. 15 deildir á 8 stöðum .Á Kleppsspitalanum eru nú 258 sjúklingar á 15 deildum, 8 deild- anna á spitalalóðinni, hinar eru dreifðar. Þannig er ein deild að Úlfarsá, aðrar eru á Flókagötu, Reynimel, Laugarásvegi, við Há- tún og á Vifilstöðum. Auk þess er Bjarg á Seltjarnarnesi i tengslum við spitalann og á sjúkrahúsinu i Stykkishólmi eru 16 langdvalar- sjúklingar frá Kleppsspitala. Við spurðum Þórunni Pálsdótt- ur forstöðukonu spitalans hvað henni fyndist um þessa miklu dreifingu spitalans. HUn sagöi að nokkra sjUklinga eftir að hún hætti störfum fyrir aldurs sakir. Nokkrum árum seinna gaf hún siðan rikisspitölunum hús sitt til notkunar fyrir endurhæfingu geð- sjúklinga. Þar eru nú 8 menn til heimilis. Flestir dvelja innan við 5 mánuði 1 stuttu spjalli við Lárus Helga- son yfirlækni kom fram að flestir sjUklinga spitalans eru með skemmri legutima en 5 mánuði. „Stærsti hópurinn er hér aðeins um mjög skamman tima,” sagði hann. „Þeir eru hér kannski tvo Kleppsspítalinn: Þórunn Pálsdóttir, forstöðukona. MIKILL AHUGI A AÐ AUKA VINNUÞJÁLFUN OG ENDUR- HÆFINGU —en aðstaða til þess er mjög takmörkuð það væri betra fyrir sjúklingana, þar sem þá væri um minni heildir að ræða. Hins vegar væri þetta fyrirkomulag erfitt stjórnunar- lega séð. Til að mynda þyrfti margt af þvi fólki, sem væri á deildum utan lóðarinnar, að koma á spitalann öðru hvoru i viðtöl en spitalinn hefði ekki yfir neinum fólksflutningabil að ráða og ylli það oft óþægindum. ,,En dreifingin sem slik er til bóta,” sagði Þórunn. „Tvær deildanna, þ.e. á Reynimel og Laugarásvegi, eru hugsaðar sem endurhæfingadeildir fyrir lang- dvalarsjúklinga. Þeir eru þarna eins og á hverju öðru heimili og stunda þaðan vinnu, annað hvort hingað á spitalann eöa á almenn- um vinnumarkaði. Einstaka vinna þó á heimilinu sjálfu. Þetta hefur gefiö mjög góöa raun.” Gaf húsið sitt Þórunn sagði að Kleppsspital- inn hefði alltaf haft á að skipa mjög áhugasömu starfsfólki og hefði það lagt mikið að sér fyrir sjúklingana. Eitt dæmi þess var þegar Guðriður Jónsdóttir fyrr- verandi forstöðuk'ona tók til sin til þrjá mánuði og sjást hér siðan ekki meira. 1 þessu efni hefur orð- ið veruleg breyting frá þvi sem áður var. A árunum i kringum 1962 var húsið fullt af fólki með alvarlega geðsjúkdóma. Þetta fólk var hér allt i langan tima og voru ekki nema um 40 útskrifaðir á ári. NU er um fjórðungur sjúkling- anna á spitalanum haldiiin alvar- legum sjúkdómum. Sumir þeirra geta ekki tekið þátt i daglegum störfum og hafa litið samband við umhverfi sitt. Flestir þessara sjúklinga voru komnir hingað áður en hinar nýju meðferöarað- ferðir komu til sögunnar. Það sem helst olli þessum breytingum var að með tilkomu lyfjanna skópust möguleikar á samskiptum við mikiö veika sjúklinga. Þá hefur einnig mikið að segja^ sú gifurlega fjölgun starfsfólks sem orðið hefur á stofnuninni, en aðaltækið til hjálpar geðsjúklingum er önnur manneskja. Annar aðbúnaður hefur einnig batnað til mikilla muna. Siðan 1964 hefur sjúkl- ingum spitalans fækkað um 150. Um leið voru herbergin minnkuð og þeim fjölgað. Að þessu leyti erum við betur sett en tiðkast viða erlendis, þar sem enn eru stórir svefnskálar. Jafnvel á Norðurlöndum þekkist það talsvert ennþá. Samt er of þröngt hérna hjá okkur, svo að- staðan mætti vera mun betri.” Hjúkrunarkonum fjölgað úr 24 i 70 Þórunn sagði að á deildum spitalans væru nú um 240 starfs- menn samtals fyrir utan starfs- fólk i eldhúsi, umsjónarmenn og iðjuþjálfa. A best mönnuðu deild- unum væri einn starfsmaður á móti hverjum sjúklingi. „Þegarégkom hingaðárið 1964 voru hjúkrunarfræöingarnir 24, en nú er leyfi fyrir 70 hjúkrunar- fræðingum. Hins vegar er mikill skortur á hjúkrunarfræðingum, svo við höfum ekki getað fyllt i leyfilega tölu. A siðasta ári hófst sérnám • i geðhjúkrun við nýja Hjúkrunar- skólann, og á næstunni útskrifast 22hjúkrunarfræðingar með þessa sérmenntun. Fratn að þessu höf- um við aðéins verið 6. Þvi miður er ekki á áætlun að halda þessu áfram. Það hefði verið mjög æskilegt, sérstaklega vegna þess að þetta nám er ekki aðeins heppilegt fyrir þær sem ætla að starfa á geðsjúkrahúsum, heldur einnig þær sem hyggjast starfa á almennum sjúkrahúsum.” Kleppsspitalinn hefur einnig fengið til starfa á undanförnum árum félagsráðgjafa, sálfræðinga og sjúkraliða. Hins vegar eru þar engir sjúkraþjálfar, enda engin aðstaða fyrir þá. Dagskráin Þórunn sagði að reynt væri eins og hægt væri aö koma til móts viö sjúklingana og fá þá til að taka þátt í einhverri starfsemi mestan hluta dagsins. Til þess aö gefa okkur hugmynd um það hvernig dagurinn liður hjá sjúkiingunum nefndi hún okkur dæmi af einni deildinni. Dagurinn byrjar með morgun- verði, en siðan er ætlast til þess að hver sjúklingur taki til i sinu herbergi. Kl.9 hefst borgarafund- ur þar sem allt starfsfólkið sem er á vakt og sjúklingarnir hittast i dagstofunni. A fundinn koma einnig læknir, sálfræðingur og fé- lagsráðgjafi. Lesin er dagskýrsla siðasta dags og málin rædd. Siðan er sjúklingunum skipt i hópa og fara hóparnir til hinna ýmsu starfa s.s. handavinnu, viðtöl, útivinnu eða sameigin- legra heimilisverka. Eftir há- degisverð fara hóparnir til ann- arra starfa en þeir voru i um morguninn. Meðal annars er þá starfandi samtalshópur og er reynt að ná til aðstandenda sjúkl- inganna og hafa þá með i meðferð sjúklingsins. Eftir kl. 5 er frjáls timi og er reynt að hafa einhverja afþrey- ingardagskrá i samkomusalnum sem flest kvöld. T.d. er teflt. spil- að bingó og haldnir fræðslufundir og dansleikir, bæði með hljóm- sveitum og diskóteki. ,, Einstaklingurinn er alltaf sá sem gildir” Að loknu þessu spjalli við Þór- unni Pálsdóttur fylgdi hún okkur um hinar ýmsu deildir spitalans ]

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.