Vísir - 07.11.1976, Síða 2

Vísir - 07.11.1976, Síða 2
2 Sunnudagur 7. nóvember 1976 vism ALLTAF á fúllspítti i menningunni. Sumum þyk- ir vist nóg um. Það er einsog gneisti af litt- eða óbeislaðri hugmyndaorku og gosvirkni i kringum Hrafn Gunnlaugsson. Hann er hálfgert Kröflu- svæði i islenskri menningu. Er á þeytingi út um allt i ýmissa kvikinda liki. Stundum tregafull ástarljóð. Hrollvekjur, Bölmóðugur súrrealismi. Hasar. Geggjaður absúrdhúmor. Kvikmynd þar. Sjónvarpsmynd hér. Ljóðabók, útvarpsleikrit, skáldsaga. Og likast til sitthvað fleira. Allt i ein um og sama manninum á sama tima. Já, sumum þykir nóg um og sitt sýnist hverjum. Svo var maðurinn iika framkvæmdastjóri þess apparats sem heitir Listahátið. Hvernig i ósköpunum er þetta hægt, án þess að verða áberandi bilaður á geðsmunum? ,,Ég vil nú taka það fram að þetta kemur ekki til af tómri vinnumaniu hjá mér”, segir hann. Maður er bara að berjast fyrir lifi sinu. Máiið er það, að þegar maður hefur hvergi fasta vinnu með fastri afhendingu launaumslags, þá neyðist maður hreinlega til að berjast á mörgum front- um, hafa mörg járn i eldinum til þess að hafa i sig og á. Þetta er einfaldlega hlutskipti þeirra sem fást „free lance” við svokölluð menningarmál. En hvernig þetta er hægt? í rauninni er þetta enginn vandi ef maður planleggur dagana, reynir að nýta þessi dauðu augnarblik. sem koma inn á milii, — meðan maður býður eftir matnum, situr á tannlæknastofu og svo framvegis. Maður lætur ekki eyður myndast að óþörfu, en hvílir sig þeim mun betur þegar maður hvilir sig, — gefur þá allt frá sér. Að vera sjálfs sin herra hefur lika þann kost að maður getur unnið að sinum verkum þegar maður er best upplagður og hefur mesta orku.” Um þessar mundir er Hrafn nýbúinn að senda frá sér ljóðabókina, „Grafarinn með fæðingar- tengurnar”. Hann er að klippa saman sjónvarps- kvikmyndina „Blóðrautt sólarlag”, ljúka siðustu upptökunum á litkvikmyndinni „Lilju” eftir sögu Halldórs Laxness, og gera upp Listahátiðina end- anlega. Svo nokkuð sé nefnt. Ýmsum mun hafa óað við þvi að framkvæmdasstjóri Lista- hátiðar yrði við kvikmyndatöku „Blóörauðs sólarlags” tveimur dögum áður en hátiðin hófst. „Jú,jú,það var búið að spá þvi að þetta væri óhugsandi”, segir hann, ,,og allt myndi fara i hræri- graut. En meðgöngutimi þess- arar kvikmyndar er nú orðinn tvö ár og ég var búinn að skipuleggja mitt starf það vel að ég held að þetta hafitekistán stærri skakka- falla fyrir hátiðina. Þetta var vissulega mjög jákvæð reynsla. Enalveg geysileg törn. Það skipti lika miklu máli að ég hafði ein- stakan mann til að vinna með, Knút Hallsson, formann fram- kvæmdastjórnar sem bjó að reynslu af hátiðinni ’72. Það er kannski fyrst og fremst þvi að þakka að við vitum nú að hátiðin kemurvelút fjárhagslega. Það er ljóst að af henni verður ekki tap.” Kvikmyndir i kjafti pappirstigrisdýra. „Það er lika alveg á hreinu”, heldur Hrafn áfram”, að gerð „Blóðrauðs sólarlags” í sumar, t.d. Djúpuvikurferðin, hefði ekki tekist ef ég heföi ekki haft jafn traustan og listrænan mann og Egil Eðvarðsson, upptökustjóra, með mér til að axla verkefnið. ,,Ég tók þetta starf fram- kvæmdastjóra hátiðarinnar að mér aðallega af tveimur ástæð- um”, segir Hrafn. „í fyrsta lagi var ég blankur og varð hrein- lega að fá fastar tekjur. 1 öðru lagi langaði mig til að kynnast af eigin raun hvernig svona skemmtun er framkvæmd og hvernig samningar við listamenn gerðust, og kannski ekki sist eiga persónuleg samskipti við islenska listamenn. Staðreyndin er sú að listamenn hér eru allt of ein- angraðir innan hverrar listgrein- ar”. „Grunar aö niargir af stærstu hugsunum mannsandans hafi fæðst í móral eftir drykkju”. remst — segir Hrafn Guúnlaugsson í stjórniausu viðtali við Vísi Hann er alveg furðulegur maður. Hann stressast aldrei. Og það er alveg makalaust hvað öll lætin i kringum mig harmónera vel við róna yfir honum. Reyndar veltur gerð kvikmyndar á öllum þeim hóp sem að- henni vinnur. Maður skapar ekki kvikmynd með þvi að vita allt best sjálfur.” „Blóðrautt sólarlag” er annars fjármálaleg móðir kvikmyndar- innar um „Lilju”, svo dálitið skringilega sé að orði komist. En i frumskógum islenska embættis- kerfisins gerast einatt skritnir hlut'ir. Upphaflega var „Blóð- rautt sólarlag” lokaprófsverkefni Hrafns við Dramatiska Institutet i Stokkhólmi. Það hafði komið til athugunar að skólinn tæki þátt i gerð myndarinnar, auk þess sem Hrafn sótti um styrk hjá Mennta- málaráði. M.a. hafði Sven Nykvist, kvikmyndatökumeistari Ingmar Bergmans lýst áhuga á að vinna við verkið. En styrk- urinn fékkst ekki þá, — þjóð- hátiðarárið. Hrafn fékk hins vegar styrkinn árið eftir en þá kom islenska sjómvarpið inn i þá samvinnu sem fyrirhuguð var við Dramatiska Institutet. Þegar þeir samningar eru svo tilbúnir er Hrafni bent á aö þessi milljón myndi vegna samvinnu við sjón- varpið kosta það að hann yrði að greiða sem svarar hálfum starfs- launum úr eigin vasa i skatt, þar sem milljónin yrði færð inn sem tekjur af fjármálaráðuneytinu. Hrafn skilaði þvi styrknum með kærri kveðju eftir hálfs árs baráttu við kerfið. En þá var honum af hálfu Menntamálaráðs bent á að hjá þessu yrði hugsanlega komist með þvi að verja þessum aurum til sjálfstæðs fyrirtækis, og þvi var hugmyndin um framleiðslu „Lilju” samþykkt einró.a i ráðinu, að höfðu samráði við Halldór Laxness. Sjónvarpið kostar hins vegar „Sólarlagið”. „Þráhyggja i fjármála- ráðuneytinu er að drepa þessa mynd”. En ekki var málið i höfn. það er alveg ótrúlegt hvað mik- ið er af pappirstigrisdýrum i þessu andskotalega kerfi”, segir Hrafn og dæsir. „Ég á nú mjög auðvelt með að skilja barlóm kvikmyndagerðarmanna frá fyrri tið. Skilningur stjómvalda er enginn. Ég veit óteljandi dæmi þess að erlendir kvikmyndahópar sem hingað koma hafa fengið að flytja sinar filmur inn án þess að greiða tolla af þeim. Þráhyggja vissra manna i fjármálaráðu- neytinu er að drepa þessa mynd, — og það jafnvel þótt tollstjóri sjálfur hafi hvatt þá til þess aö láta eitt yfir alla ganga.” Sjálfboðavinna og rotnandi fóstur. „Það er svona 25% af „Liliu” I V, VÍSIR C'tgeíandi: Reykjaprent hf. Framkvemdastjóri: Davíð Guðmundston. Ritstjórar: Þorsteinn Pállsson. ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúl: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guömundur Pétursson. Um- sjón með helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaðamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guðfinnsson, Guðjón Arngrimsson, Kjartan L. Pálsson, óli Tynes, Rafn Jónsson, Sigurveig Jónsdóttir. Akur- eyrarritstjórn: Anders Hansen. tþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Útlitsteiknun: Jón ósk- ar Hafsteinsson, Þórarinn J. Magnússon. Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinu Fr. Sigurðsson. Dreiflngarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Auglýsingar: HverfisgaU 44. Slmar 11660,86611 Afgreiðsla: Hverfisgata 44. Slmi 86611 RiUtjórn : Slðumúla 14. Slmi 86611, 7Hnur Akureyri. Slmi 66-19806 Askriftargjald kr. 1196 á mánuði innanlands. Verð I lausasölu kr. 60 einUkið. Prentun: Blaðaprent hf. Áskriftarsími Vísis er 86611 Hringið strax og tryggið ykkur eintak af Vísi til lesturs hvern dag vikunnar fyrir aðeins 1100 krónur ó mónuði

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.