Vísir - 07.11.1976, Qupperneq 6

Vísir - 07.11.1976, Qupperneq 6
Sunnudagur 7. nóvember 1976 VISIH Húsib við Laugarásveg er I fallegu umhverfi og umhverfis þaöer gróinn garöur. Eitt af fjölmörgum veggteppum sem prýöa veggi spltalans. og hófum viö skoöunarferðina á yfirráöasvæöi iðjuþjálfanna. „Við leggjum mikla áherslu á vinnuþjálfun og endurhæfingu”, sagði Þórunn. „I byrjun júni var deild I tekin alveg i notkun sem endurhæfingardeild. Aö þvi var talsverö bót, en aðstaða til vinnuþjálfunar er enn mjög tak- mörkuö hjá okkur. Handavinnan sem unnin er meö aöstoð iöjuþjálfanna er mikilvæg- ur þáttur í meðferö sjúklinganna, en enginn getur haft framfærslu af henni og þvi getur hún ekki flokkast undir raunhæfa vinnuþjálfun.” Jóna Kristófersdóttir iðjuþjálfi hefur starfaö viö Kleppsspltalann siðan 1945. Hún gekk meö okkur um húsnæöi, það sem notaö er til handavinnunnar og hin ýmsu verkefni, sem sjúkingarnir hafa verið að vinna að. Þarna ersaumað út, prjónað og hnýtt teppi. Einnig eru nokkrir vefstólar til afnota fyrir sjúkl- ingana og voru þeir allir i notkun. Þá er þarna aðstaða til aö móta I leir og gat að lita mikið magn hálfunninna og fullunninna leir- muna af ýmsum gerðum, allt frá styttum að nýtihlutum, s.s, ösku- bökkum og skálum. Alla veggi prýða myndir og veggteppi, sem unnin hafa verið á spitaianum. Sjúklingarnir gerl lika talsvert að þvi að teikna og mála. Teikn- ingin er notuð sem hluti meðferð- ar, og eru sjúklingarnir hvattir til að tjá tilfinningar sinar og hugs- anir með teikningum sinum. Siðan er rætt um það hvað mynd- irnar eigi að tákna. Jóna sagði okkur að daglega kæmu milli 60 og 80 sjúklingar i handavinnuna. Þeir réðu sjálfir sinum viðfangsefnum og væri reynt að hafa sem mesta fjöl- breytnitilþess að allir geti fundið þarna eitthvað við sitt hæfi. „Einstaklingurinn er alltaf sá sem gildir i svona litlu þjóðfélagi og það er ekki minnsti liðurinn i meðferðinni að sinna hverjum einum útaf fyrir sig. Þess vegna finn ég ekki mikinn mun á starfi minu hér i dag og fyrir 30 árum, þótt vitaskuld hafi aðstaðan batn- að talsvert frá þvi sem áður var,” sagði hún. Iðjutaxtann til hliðsjónar en látum kaupið fara að nokkru eftir afköstum o.fl. Það virkar sem hvati bæði á ástundun og fram- komu”, sagði Jóhannes. 1 vinnuskálunum eru einnig framleiddar hellur og kantstein- ar. Við þessa vinnu eru aðallega langdvalarsjúklingar og fyrrver- andi sjúklingar, sem búa utan spitalans og koma þangað aðeins til vinnu. „Hlutir eru okkar tæki” Þórunn gekk þessu næst með okkur um nokkrar þeirra deilda sem eru á sjálfum spitalanum. Þær eiga það allar sammerkt að húsakynnin eru i þrengsta lagi. Herbergin eru of litil, aðstaða til þrifnaðar er ónóg og herbergi stárfsfólks eru á stærð við meðal- stórt barnaherbergi. Húsaeiningar og gangstéttarhellur A spitalanum er verndaöur vinnustaður þar sem framleiddar eru byggingareiningar úr marmara og poyesterlegi. Jó- 1 þessu herbergi eru haldnir fundir allt aö 10 starfsmanna. Þótt lltiö sé þarf samt aö taka nokkurt rými undir geymsiu á lyfjum og hjúkrunargögnum. Þaö virtist fullt þegar þær Þórunn Pálsdóttir, Alfheiöur Steindórsdóttir og Elin Bragadóttir voru þar aöeins þrjár. hannes Sigurðsson verkstjóri skýrði fyrir okkur hvernig bygg- ingareiningarnar væru geröar og sagði hann aö þetta væri mjög ódýr byggingarmáti. Þegar buið væri að raða einingunum upp á grind og steypa þær fastar væri húsið tilbúið að utan og tilbúið undir tréverk að innan. Vinnuskáli spitalans er byggð- ur Ur þessum einingum, sem Baldur Skarphéðinsson fann upp. NU er einnig verið að endur- byggja hluta af gamla spitalan- um með þessari aðferð. „Aðferðin hefur verið þróuð talsvert, en þó höfum við ekki tekið upp alla þá vélvæðingu sem hægt væri að koma við til þess að taka ekki vinnuna frá sjúklingun- um. Við launagreiðslur höfum við „Það er eiginlega hvergi staður fyrir starfsfólkið til að tala við sjúklingana án þess að verða fyrir meiri og minni truflun,” sagði Þórunn. „Þessi slæma starfsaðstaða held ég að sé fyrst ogfremst orsök þess hve erfitt er að fá hjúkrunarkonur hingað.” HUn sagði að æskilegast væri talið að hafa ekki fleiri en þrjá sjúklinga i hverju herbergi. Auð- vitað færi það alltaf eftir viðhorfi hvers og eins hvort hann vill vera einn i herbergi eða hefur þörf fyrir félagsskap. Farið væri eftir föngum að óskum fólks í þessu efni. Það er þó ekki hægt að öllu leyti þvi að ennþá er nokkuð um 4ra til 5 manna herbergi og eins- manns herbergi eru fá. „Við leggjum mikið upp úr þvi að hafa vistarverur sjúklinganna sem notalegastar, enda hefur umhverfið alltaf mikil áhrif á fólk. Þess vegna leggjum við mesta áherslu á aö fá ýmsa hluti svipað og gerist á heimilunum á meðan aðrir spitalar leggja áherslu á tækjakostinn. Okkur finnst lika mikils vert að húsbúnaður, teppi og annað þess háttarséendurnýjað jafnóðum og það gengur úr sér, en það kostar auðvitað mikið fé. Þeirpeningarsem spitalinn fær ídaggjöldum duga skammt, enda eru daggjöldin hér aðeins 7.800 krónur miðað við 15.700 krónur t.d. á Borgarspitalanum og Landsspitalanum.” Sumardvöl góð tilbreyting A þeim deildum sem við skoð- uðum var aðstaðan einna verst á deild langdvalarskúklinganna. Þessir sjúklingar hafa flestir verið á spitalanum i tvo til þrjá áratugi og þarfnast mikillar að- stoðar og eftirlits. Langdvalar- sjúklingar eru á tveim deildum, karladeild og kvennadeild. Annars eru allar deildir spitalans blandaðar deildir, þ.e. þar eru bæði konur og karlar. Herbergi sjúkiinganna geta tæpast talist vera neinir salir.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.