Vísir - 07.11.1976, Side 10

Vísir - 07.11.1976, Side 10
10 Sunnudagur 7. nóvember 1976 „Framan af beindist starfiðeinkum inná við, en fljótlega var farið að gera ýmsar kannanir, svo sem á launakjörum og öðru. Undirtektir voru til að byrja með auðvitað mjög misjafnar. En sumir tóku okkur opnum örmum og svo mikið er vist, að þessi hreyfing vakti athygli og forvitni, enda fóru fyrstu árin i það að benda á það misrétti sem hér ríkti. En þá voru margir sem neit- uðu að viðurkenna að svo væri." Þessi hreyfing sem hér er veriö aö spjalla um er Rauösokka- hreyfingin á fslandi. Fáar hreyfingar hafa vakiö jafn mikla athygli og umræður og liklega hafa fáir oröiö fyrir jafn mikilli gagnrýni og meðlimir þessarar hreyfingar, ekki sist fyrstu árin. En, kannski aldrei sliku vant, hefur veriö hljótt um þessa ágætu hreyfingu að undanförnu. Þaö þýöir þó ekki að eldurinn sé að dofna. Innan hreyfingarinnar er starfaö jafnt og áöur og nú er ein- mitt nýlokiö þing hreyfingarinn- ar. Þar var samþykkt ný stefnu- skrá og nýtt skipulag. Okkur datt i hug aö rabba viö þrjár konur innan hreyfingarinn- ar, þær Álfheiöi Steinþórsdóttur sálfræöing, Elisabetu Gunnars- dóttur kennara og Dóru Guö- mundsdóttur afgreiðslustúlku. Viö f’orvitnuöumst hjá þeim um starfið innan hreyfingarinnar, markmiö, hver áhrif hún hefur haft og ýmislegt fleira. Þær þrjár koma þó ekki fram sem fulltrúar hreyfingarinnar sem slikrar i þessu viðtali, heldur svara þær aðeins fyrir sig. Áhugi á jafnréttis- málum vaknaði „Rauðsokkahreyfingin var stofnuð 1. mai 1970”, segja þær og öðru sem nauösyn var á. Ekki voru nærri allir tilbúnir til aö viðurkenna slika hreyfingu, hvað þá þegar margir neituðu aö viðurkenna misrétti sem þá var rikjandi. Fjöldi félaga mjög misjafn En rauðsokkar gáfust ekki upp og nú er islenska hreyfingin oröin 6 ára. „Félagar i Rauösokka- hreyfingunni teljast þeir sem starfa á hverjum tima. Fjöldi þeirra er mjög misjafn, t.d. eftir árstiöum”, segja þær Elisabet, Alfheiður og Dóra. „Hjá okkur eru nú um hundraö manns á skrá, en það segir þó ekki til um f jölda þeirra sem fylgja hreyfingunni og stefnu hennar. Þeir eru miklu fleiri og við finnum greinilega fyrir þvi að fleiri og fleiri eru henni fylgjandi.” Kvenmenn eru i miklum meiri- hluta á skrá. „Karlmenn eru og hafa þvi miður verið fáir”, segja þær. Og þaö má kannski skjóta þvi inni, aö hafi einhver haldiö að hreyfingin væri aðeins opin kon- um er þaö alrangt. Hreyfingin er opin öllum þeim sem samþykkja grundvöll hennar. Opið alla daga í Sokkholti t húsinu viö Skólavöröustig 12 hefur hreyfingin núna aðstöðu. Sokkholt kallast þaö húsnæöi. Þar er opið alla virka daga frá klukk- an 5-7 og auk þess fyrsta fimmtu- dagskvöld i hverjum mánuði. Þar er hægt að fá sér kaffi, lita i blöö og bækur, fræöast um hreyfing- una, rabba saman og hafa það notalegt. Og þangað geta allir komiö, t.d. þeir sem vilja leita ráðlegginga hjá hreyfingunni. „Já, fólk getur bæði komiö og hringt”, segja Elisabet, Alfheiöur og Dóra okkur. „Til hreyfingar- innar leitar aðskiljanlegt fólk, til dæmis i sambandi viö almenn réttindi, launa- og kjaramál og svo einnig vegna persónulegra vandamála, svo sem fóstur- eyðinga.” t Sokkholti er opiö á milli kl. 5 og 7, og þangaö er hægt aö koma tii þess aö fá sér kaffi, lfta í blöö og bækur, rabba saman og fleira. Og krakkarnir eru veikomnir lfka. okkur. „Nú, jafnréttishreyfingar starfa vegna þess að jafnrétti er ekki fyrir hendi, en hjá okkur var lika aö einhverju leyti um erlend áhrif aö ræöa. Viða um heim vaknaöi áhugi á jafnréttismálum á þessum tima, bæði um og rétt fyrir 1970, svo sem I Bandarikjun- um og i Sviþjóö. Og hér á landi vantaði tilfinnanlega svona hreyfingu.” Eins og fram kom i upphafi viö- talsins, var fljótlega fariö aö gera ýmsar kannanir á launakjörum Leggjum áherslu á aukna kynferðisfræðslu „Afstaða hreyfingarinnar er sú að fóstureyöingar skuli vera frjálsar þeim sem þess óska. Ef kona æskir fóstureyöingar þá skal veita henni upplýsingar um þá félagslegu og fjárhagslegu aðstoö sem konum stendur til boða I sambandi viö fæöingu og uppeldi barns.” — Hafa konur leitaö til ykkar vegna þessa? „LOKATAKMARKIÐ ER STÉTTLAUST ÞJÓDFÉLAG ÞAR SEM FULLKOMID JAFNRÉTTIALLRA RÍKIR" — rœtt við Álfheiði Steinþórsdóttur, Eiísobetu Gunnorsdóttur og Dóru Guð- mundsdóttur um Rouðsokkahreyfinguna „Já, og þeim hefur þá veriö leiöbeint um hvert þær eiga að snúa sér. En viö viljum i þessu sambandi leggja áherslu á að kynferöisfræðsla verði aukin og getnaðarvarnir gerðar aðgengi- Viðtal: Edda Andrésdóttir Myndir: Jens Alexandersson Fundur f Sokkholti.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.