Vísir - 07.11.1976, Blaðsíða 7

Vísir - 07.11.1976, Blaðsíða 7
7 vism Sunnudagur 7. nóvember 1976 Leirvinnan er ágætt tjáningarform og hafa sjúklingarnir mótab ótaldar tilfinningar I leir. Fremst á þessari mynd eru þrir munir sem allir eru gerðir af sama manninum. Aftar á boröinu er mynd af Ciseró, ófullgerð. Þarna á ganginum er ekki nokk- ur möguleiki á að mætast, en af- not af þessu salerni hafa 8 sjúk- lingar auk starfsfólks. i iiiií ... ' míá Þetta baðherbergi er sfður en svo það lakasta á spltalanum. Konur á langdvalardeildinni eiga litinn kost á tilbreytingum frá hversdagsleikanum. Sumar þeirra geta eklci farið i handa- vinnuna og fara þær þá mjög sjaldan út af deildinni. Nú i haust tók starfsfólk spital- ans sig saman og útvegaði sumarbústað i Munaðarnesi til tveggja daga afnota fyrir þessa sjúklinga. Sagði Þórunn að þær hefðu notið sin mjög vel i þessari ferð og hún verið þeim kærkomin tilbreyting. Taldi hún mjög mikilvægt fyrir spitalann að eignast eða fá afnot af sumarbú- stöðum sem sjúklingarnir gætu dvalist i um tima að sumrinu. Ákvarðanir teknar sameiginlega Auk þeirra deilda sem við skoð- uðum á spitalanum sjálfum heimsóttum við tvær aðrar deild- ir, þ.e. Viðihlið og heimilið á Laugarásvegi. Þórunn sagði að á hverri deild væru sérstakar starfsaðferðir, þarsemþærmótuðustaðallega af starfsfólkinu sjálfu. Alls staðar væri þó tilgangurinn sá sami, eða að koma sjúklingnum út i lifið aftur og veita honum þann stuðn- ing sem álitið væri að hann þarfn- aðist. Einna fyrstsagði hún að samfé- lagslækningar hefðu verið teknar upp i Viðihlið, en samfélagslækn- ingar væru nú stundaðar i ein- hverri mynd á öllum deildum. í Viðihlið eru allar ákvarðanir teknar sameiginlega af sjúkling- um og starfsfólki. Reglur deild- arinnar væru alltaf teknar til endurskoðunar við og við og ef frambærileg rök væru lögð fram fyrir breytingu á þeim, kæmi hún til framkvæmda. Á þennan hátt getur enginn verið óábyrgur eða falið sig á bak við ákvarðanir annarra. Þarna eins og annars staðar á spitalanum eru herbergin heldur eyðileg og er ekkert i þeim nema rúm, skrifborð og stóll við það. Þórunn sagði að hægindastólar inn á hvert herbergi myndu koma að mjög góðum notum, en fjár- veiting hefur ekki fengist til þess. A Laugarásveginum hefur verið sköpuð mjög góð að- staða fyrir sjúklinga i endurhæf- ingu. Þar er umhverfið allt heimilislegra en á spitalanum, þar sem óneitanlega er nokkur stofnanabragur á, þrátt fyrir allar tilraunir starfsfólksins til að bæta úr þvi. Frá heimilinu sækir fólkið vinnu og lifir að öðru leyti nokkuð eðlilegu lifi. Þórunn sagði að hug- myndin hefði verið að þarna yrðu eingöngu langdvalarsjúklingar, en i framkvæmd væri alltaf eitt- hvað um að sjúklingar væru þarna i skamman tima. Langt i land Eins og komið hefur fram i þessari grein hefur margt breyst mjög til batnaðar á Klepps- spftala, en þó er þar margt ógert. Meðal þess sem vantar eru auknir möguleikar á raunveru- legri vinnuþjálfun, þar sem sjúkl- ingar eru þjálfaðir i vinnu. sem þeir geta haft not af. Þá vantar fleira starfsfólk og þá sérstaklega sérmenntað fólk. Jóna Kristófersdóttir hefur ver- ið iðjuþjálfi við Kleppsspitalann sl. 30 ár. Hún er hér með sýnis- horn af handavinnu sjúkUnga spitalans. Þessi vistlega borðstofa er á heimilinu við Laugarásveg, en þar er öli aðstaða til fyrirmyndar. Veggirnir sem Jóhannes Sigurðsson verkstjóri stendur við eru úr byggingaeiningum þeim sem framleiddar eru á spitalanum. Meö tilkomu göngudeildanna sagði Þórunn að mun auðveldara hafi orðið að koma i veg fyrir inn-. lagningar og munu álika margir koma þangað til meðhöndlunar og þeir sem eru lagðir inn á spítalann. Framtiðartakmarkið sagði hún að væri, að sjúklingar væru meðhöndlaðir sem mest i heimahúsum, en til þess að það sé unnt þarf að koma til mikil þjón- usta frá spitalanum. ,,En þrátt fyrir færri innlagn- ingar er mikil þörf á að flýta byggingu nýju geðdeildarinnar við Landspitalann, þvi að eins og er er ekki hægt að taka alla inn sem þörf hafa á þvi,” sagði Þór- unn. „Það er að visu mismunandi hvað biðlistarnir eru langir. Mesta álagið er i byrjun vetrar. Sem dæmi má nefna að biðlist- ar á göngudeildirnar hafa verið lokaðir núna, þannig að ekki er hægt að panta fyrsta viðtal fyrr en eftir jól.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.