Vísir - 07.11.1976, Blaðsíða 11

Vísir - 07.11.1976, Blaðsíða 11
Sunnudagur 7. nóvember 1976 11 Starfshópar að fara af stað legri og i raun réttri ættu getnaöarvarnir að vera ókeypis.” Fylgjandi almennri kurteisi! dæmis láglaunaráöstefnurnar tvær sem rauðsokkar ásamt nokkrum verkalýösfélögum stóðu fyrir og svo kvennaverkfalliö fyr- ir ári.” „Annars er erfitt að mæla áhrifin, en okkur finnst aö konur séu orðnar virkari á mörgum sviðum, t.d. i verkalýðsfélögun- um.” — Hvernig verður starfinu i vetur háttað og hver eru mark- mið hreyfingarinnar nú? „Ýmsir starfshópar eru að fara af stað i kringum þau mál sem getið er i stefnuskrá hreyfingar- innar. Þar m'á nefna verkalýðs- málahóp, dagvistunarhóp, skattamálahóp og nýliðahóp. Auk þess er alltaf unnið að skamm- tima verkefnum”. „Þingi hreyfingarinn er nýlok- ið, en undirbúningur þess tók mikinn tima. Þar samþykktum við nýja stefnuskrá og nýtt skipu- lag fyrir hreyfinguna. Þessa stefnuskrá höfum við sent öllum fjölmiðlum til birtingar og auk þess er hægt að fá hana i Sokk- holti. Samhliða þingundirbúningi hafa ýmsir hópar starfað, t.d. hópur sem athugað hefur dag- vistunaraðstöðu hér i Reykjavik Kvennafriið krafðist mikils undirbúnings. Hér er fram- kvæmdanefnd á einum funda sinna. Alfheiður Steinþórsdóttir og verkalýðsmálahópur sem ályktað hefur um drög að nýrri vinnumálalöggjöf.” Hópar starfandi úti á landi — Er hreyfingin og starfsemi hennar nægilega kynnt úti á landi? „A undanförnum árum hafa nokkrir hópar verið stofnaðir úti á landi og okkur berast sifellt fyrirspurnir um starfsemina frá áhugasömu fólki sem vill starfa. Og viö höfum átt samstarf við ýmsa hópa og einstaklinga sem ekki eru innan hreyfingarinnar en hafa sömu áhugamál og baráttu- markmið. Þetta starf ætlum við aö reyna að efla.” — Hefur hreyfingin orðið ýkkur persónulega til góðs? „Já! Starfið hefur veitt okkur mikilvæga félagslega þjálfun og Ýmsir hafa verið þeirrar skoðunar að rauðsokkar séu ákaflega mikið á móti tisku, snyrtivörum og öðru sliku. Hvað segja þær Alfheiður, Dóra og Elisabet um það: „Viö setjum engar reglur i þessum málum!” — Einhverjir hafa lika kannski haldið að það væri ekki að skapi rauðsokka að karlmaður kveikti i sigarettu fyrir konu, opnaði fyrir hana hurð eða annað slikt. En gæti ekki kona gert slikt hið sama? „Auðvitað. Viö erum alls ekki á móti þvi að fólk sýni hvort öðru almenna kurteisi!” — EA Elfsabet Gunnarsdóttir Pólitísk en óháð stjórnmálahreyfingum — Er hreyfingin pólitisk? „Já, hún er pólitisk, en hún er óháð öllum stjórnmálahreyfing- um.” — En eru ekki margir hreinlega á móti hreyfingunni vegna þess að þeim finnst hún „of rauð”? „Finnst mörgum hún „of rauð”? I sambandi við það er best að benda fólki á að kynna sér grundvöll hreyfingarinnar.” — Ber á ótta hjá fólki gagnvart þessari hreyfingu? „Það höfum við ekki orðið var- ar við.” — En hvernig stendur á þvi að margar konur aðhyllast ekki stefnu hennar og eru á móti henni? „Astæður fyrir þvi kunna að vera ýmsar, til dæmis vanþekk- ing á baráttumálum hreyfingar- innar og það má benda á það að hreyfingin hefur óspart verið rægð, bæði i fjölmiðlum og annars staðar.” „Og það má gjarnan koma fram að fjölmiðlar mættu sinna jafnréttismálum vetur, en ekki ala á fordómum með alls konar háðsglósum og niöurlægjandi skrifum. Það er ekki nóg aö segja á einni siðunni að blaðið sé fylgjandi jafnrétti en rifa það svo niður á þeirri næstu...” Gagnrýni — Nú hefur hreyfingin verið gagnrýnd ákaflega, hvað finnst ykkur um það. „Það fer allt eftir þvi hvort gagnrýnin er heiðarleg eöa ekki.” — Sumir segja að þær konur sem eru virkar i hreyfingunni séu afkáralegar i útliti, hljóti að vera piparjúnkur og meira eða minna skri'tnar? „Það er til fólk með fordóma i þessu landi og það er engin ástæða til að elta ólar við svona talsmáta.” — Hvað um þær hreyfingar sem hafa látið. á sér kræla erlendis, sem berjast gegn rauösokkum? Verða þær langlifar og hafa þær áhrif? „Við stöndum með jafnréttis- Starf Rauðsokkahreyfingarinnar hefur ekki veriö til einskis. Kvennafridagurinn er gföggt merki um það. Þátttakan var gifurleg og þessi aögerð islenskra kvenna vakti gffurlega athygli. auk þess er það mjög skemmti- legt og lifandi.” — Hvert er takmark hreyfingarinnar? Hvernig verður ástandið eftir 10 ár? „1 stefnuskránni segir meðal annars að hreyfingin liti á það sem hlutverk sitt að: berjast fyrir nýju samfélagi jafnréttis og frels- is — berjast gegn kúgun og hvers konar árásum á alþýðu — berjast gegn þvi að fólki sé mismunað vegna kynferðis sins.” „Að þessu viljum við starfa með verkalýðshreyfingunni og öðrum sem hafa sameiginleg markmið. Við vonum að okkur hafi miðað langt i áttina eftir 10 ár.” — Hvenær er fullkomnum árangri náð að ykkar mati? „Loka takmarkiö er stéttlaust þjóðfélag þar sem fullkomið jafn- rétti allra rikir. Eins og er hefur Rauðsokkahreyfingin næg verk- efni. Hún vex stöðugt og við mun- um halda áfram aö vinna að bar- áttumálum okkar.” Björg Guðmundsdóttir baráttu hvar sem er i heiminum og vonandi verður fólk sér þess meðvitað hver sé andstæðingur þess og sameinast i aö berjast fyrir betri kjörum og réttlátara þjóðfélagi i stað þess að láta etja sér gegn rauösokkum og öðrum hópum sém starfa aö likum markmiðum.” „Við teljum ekki ástæðu til -að óttast að hreyfing sem berst gegn rauðsokkum risi upp hér, andinn hefur ekki verið það hatramm- legur.” Nú viðurkenna allir að misrétti ríki — Hyaða árangur hefur starf- semi hreyfingarinnar borið? „Nú orðið viðurkenna allir að misrétti riki og umræða um jafn- réttismál hefur vaxið. Þetta er árangur af starfi okkar og ann- arra undanfarin ár. Ef benda skal á ákveðin dæmi, þá eru það til

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.