Vísir - 07.11.1976, Blaðsíða 8

Vísir - 07.11.1976, Blaðsíða 8
B Sunnudagur 7. nóvember 1976 Uppi búa: Richard Bellamy, leikinn af David Lang- Laffti Marjorie, leikin af Rachei Gurney. Elizabeth Bellamy, leikinn af Nicola James Bellamy ieikinn af Simon ton. Hann kemur fram i niu þáttanna, og Hún kemur fram I nfu þáttum, og er abai- Pagett. Hún kemur fram Isex þáttum, og Williams. Hann kemur fram I sex þáttum er aftalpersóna þess sjötta I rööinni. persóna þess sjöunda. er aðaipersóna I þeim fjórða og fimmta. og er önnur aðalpersónan I þeim þriðja. Ctvarpsráö hefur sem kunn- ugt er tekiö náöarsamlegast þá ákvöröun aö lengja dagskrá sjónvarpsins á sunnudögum nú fram eftir vetri. Sjálfsagt þykir mörgum þaö þakkarvert aö geta skrúfaö frá kassanum oggulitiö fyrr slödegis á sunnu- dögum, — ekki slst þegar veöur gerast vond og hundum, — væru þeir leyfilegir i höfuöborginni, — ekki út sigandi. Þaö efni sem valib hefur veriö til sýninga á þessum nýja útsendingartima á sunnudögum mun heldur ekki, ef marka má undirtektir er- lendis, af verri endanum. t fyrsta skipti um þessa helgi fá islenskir sjónvarpsáhorfendur aö gægjast inn fyrir dyr á heimili Bellamyfjölskyldunnar I fra mhaldsþáttum London Weekend Television sem á frummáli nefnast „Upstairs Downstairs”, eöa á islensku mun þátturinn heita>> Uppi og niöri” . Þaö þykir hlýöa aö Helgarblaö VIsis kynni heimilisfólk og sjónvarpsþátt fyrir væntanlegum áhorfendum i vetur, en þess má geta aö þætt- irnir hafa fengiö hinar prýöileg- ustu viötökur i Bretlandi sem víbar, t.a.m. i Bandarikjunum, þarlendir gagnrýnendur tóku þá sem enn eitt dæmiö um yfir- buröi Breta I gerö sjónvarps- efnis. Vinsældir þáttanna uröu reyndar slikar „seriur” munu hafa fýlgt i kjölfariö um þetta sama fólk. Nafn þáttanna gefur sitthvaö til aö kynna um efnistökin. Þeir gerast i fyrirmannlegu og finu húsi Bellamyfjölskyldunnar i snobbhverfi yfirstéttarfólks, Belgraviu i London á árunum 1903 til 1910. Ibúar hússins er viröuleg og auöug fjölskylda Richard Bellamys, ráöherra i bresku rikisstjórninni og eiginkonu hans Laföi Marjorie. Þarer sonurinn James, foringi i lifverðinum og nitján ára dóttir, Elizabeth, Og siöan er það „hitt fólkið” á heimilinu, þjónustu- fólk fyrirmennanna. Þeirra á meðal er bryti (butler), þjónn, kokkur, eldabuska, tvær herbergisþernur, ekill og þjónustustúlka laföinnar. Annars vegar er það sem sagt„fina fólkið”, yfirstéttin sem býr „upstairs”: hins vegar þjónustuliðið, undirstéttin sem býr „downstairs”. Heimilislifið, og efni þáttanna þar með, snýst um samskipti þessara tveggja andstæðu skauta þessa heimilis i stéttaskiptu samfélagi þessa timay.sem kenndur er við Ját- varð kóng. Þetta fyrirmenna- heimili nota höfundar þáttanna sem mynd þessa samfélags i hnotskurn. Harmleikir sem hlátur- jeikir Þættirnir, sem eru 13 talsins alls, hafa hver og einn að geyma sjálfstæða sögu, þannig að þeir eru ekki framhaldsþættir i eiginlegum skilningi. Hver þáttur er kafli i lifi þessa heimilis og ibúa þess, jafnt uppi sem niðri. Reynt er að kafa ofan i skapgerð og einkenni persón- anna og samskipti þeirra á milli, og koma þar jafnt upp harmleikir sem hláturleikir, átök og hneykslismál sem varða alla ibúa hússins. Við val leikara i hlutverk heimilisfólksins fór fram gaum- gæfilegasta könnun af hálfu framleiöenda þáttanna. John Hawkesworth, framleiðandi segir: „Við reyndum mörg hundruð leikara og leikkvenna. Við höfðum miðað okkar áætl- anir við það aö athuga nákvæm- lega hverja persónu sem fram kemur i einstökum þáttum með það fyrir augum aö auka við þekkingu okkar á skapgerð hennar og fortið. Þetta hafði það i för meö sér að leikari sem fer meö aukahlutverk I nokkrum þáttanna varð að búa einnig yfir hæfileikum til að leika aöal- hlutverk i að minnsta kosti einum þætti, þvi i hinum ýmsu þáttum verða hinar mis- munandi persónur á heimilinu miðpunktur sögunnar. Andi játvarðartímans. Hawkerworth leggur áherslu á að það sem aðstandendur þáttanna hafi lagt hvað mest kapp á var að móta þeim öllum samfelldan stil og yfirbragö, en handrit þáttanna 13 eru skrifuð af alls tiu höfundum og leik- stjórar eru fimm. Handrita- höfundar eru Fay Weldon, Maeen Duffy, Terence Brady & Charlotte Bingham, John Harrison, Jeremy Paul, fram- leiðandinn John Hawkesworth, Julian Bond, Alfred Shaughnessy, Raymond Bowers og Rosemary Ann Sisson. Margt af þessu fólki er i hópi kunnustu handritahöfunda Breta, og sama er að segja um leik- stjórana Derek Bennett, Joan Kemp Welch.Raymond Menmuir, Brian Parker og Heroert Wise. Annað atriði sem gerð þátt- anna byggðist mjög á var að laða fram eins nákvæmlega og unnt var andrúmsloft og um- gerð þessa tima með leik- myndum og búningum. Hawkesworth segir: „Við töldum það afar mikilvægt að skapa þáttunum afstöðu og stil, sem værum við að skrifa skáld- sögu. Við lásum okkur á bölakaf I bókmenntum sem fjalla um játvarðartimann, og það mætti kalla afstöðu okkar gagnrýna en jákvæða skoðun a þessu tima- bili.” Vandamálin ganga aftur í dag. „Játvarðartiminn”, segir Hawkesworth er heillandi timabil sem verður nú æ þýðingarmeira fyrir okkar tima, vegna þess að vandamálin þá voru á margan hátt svipuð þeim sem við glimum við i dag. Þarna var glys og gleði og lúxus, en það var lika hræöileg eymd. Þessi timi var einskonar gullöld. En töfrum hennar eyddi fyrri heimsstyrjöldin siðan”. En játvarðartiminn var einnig umrótaskeið, og hug- myndir um þjóðfélagsumbætur komu að Ur öllum áttum. „Hinir auðugu nýju vinir Játvarðs kóngs voru i þann veginn að brjóta niður hefðbundin vigi félagsiegra metorða, og menn höföu það óþægilega á tilfinn- ingunni að ekki væri allt með felldu og áður en langt um liði væri dómsuppkvaðningar að vænta”, segir Hawkesworth. „Við höfum reynt að sýna báöar hliðar samtimaátaka, — frá sjónarmiði þeirra sem vor „uppi” og frá sjónarmiði þeirra sem voru „niðri”. Sérhver þáttur er sviðsettur i ákveðnum mánuði ákveðins árs, og við höfum lagt þunga aherslu á að þau umræðuefni sem upp koma i hverjum þætti séu einmitt þau mál sem ofarlega voru i hugum fólksins á þessum tiltekna tima”. —AÞ tók saman JÁTVARÐARTÍMINN í HNOTSKURN BELLAMYHEIMILISINS Niðri búa Hudson bryti, leikinn af Gordon Jackson. Frú Bridges, kokkurinn, leikin af Angela Baddeley. Rose, yfirherbergisþerna, leikin af Jean Marsh. Sarah, undirherbergisþerna, ieikin af Pauline Collins. Emmily, eldabuska, leikin af Evin Crowley. Robcrts, þjónustustúlka lafö- innar, leikin af Patsy Smart. Pearce, ekiil, leikinn af Brian Osborne. Alfred, þjónn leikinn af George Innes. Edward, þjónn, leikinn af Christopher Beeny. Doris eldabuska, leikin af Maggie Wells. VISIR Sunnudagur 7. nóvember 1976 Grein sú er birtist hér í Helgarblaðinu í dag er sú fyrsta í greinaflokki, sem ég hef kosið að kalla: „Á mörkum mannlegrar þekkingar". Greinaflokki þessum beini ég til hins al- mennalesanda Visis, en ekki til fræðimanna í við- komandi greinum eða nemenda. Þetta verða stuttar kynningar- greinar um hin margvís- legustu atriði svonefndra „yfirskilvitlegra fyrir- bæra", — atriði er heyra undir dulsálarfræði (para- psychology), dulspeki (mysticisma), launspeki (occu Itisma), galdra (magic) og fleira. Þá mun ég ef til vill taka fyrir hugtök eins og til dæmis: „Ljósog Uppljómun (hug- Ijómun)", „Alheimsvit- und" (Cosmic Conscious- ness), „Endurholdgun" (Reincarnation). Eða fjalla um áruna, Karma lögmálið um orsök og af- leiðingu), hugleiðslu (Meditation) og f leira eftir því sem tími og rúm leyfa. Ég vil biðja menn að sýna þolinmæði þótt æði mikið af erlendum slettum kunni að slæðast inn í greinar þessar og vona að þær kunni að verða einhverjum til gagns og eða gamans. Grein þessari er beint til þeirra, sem aldrei hafa séö eða heyrt tal- að um Tarot, en alls ekki til þeirra, sem hafa lagt ára eða ára- tuga vinnu og hugleiðslu um Tarot að baki og jafnvel hafa búið til sina eigin útgáfu af Tarot, sem þeir er leggja i alvöru stund á sitt Tarot fyrr eða siðar gera. Hér veröur eingöngu um yfirborðs- lega kynningu á þessu merka tæki til sjálfsþekkingar að ræða. Ef til vill mun ég siðar taka fyrir einstakt tákn (spil) úr Tarot of brjóta það nánar til mergjar. A eftir greinarkorni þessu hef ég sett stuttan lista yfir nokkrar bækur, sem kæmu að gagni, þeim er kynni að hafa áhuga á að kynna sér Tarot betur. Ótal mismunandi útgáfur af Tarot eru til, en þær sem mér hefur fundist höfða best til min af útgefnum útgáfum Tarot eru út- gáfa A.E. Waite og P. C. Smith, og útgáfa The Brotherhood of Light, mun ég þvi nota þær með grein þessari. Uppruni Tarot Uppruni Tarot er löngu hulinn i grárri þoku fortiðarinnar, en hvort þau eru frá þrettándu öld og hafi verið táknmál notað milli vitringa austurs og vesturs i borginni Fez i Morocco, eftir fall Alexandriu, til að yfirstiga tungu- mála- og terminologiuvandamál, — eins og Paul Foster Case held- ur fram, — eða eins og A. E. Waite telur frá fjórtándu öld, eða þá hvort þau eru i raun og veru óragömul táknabók, sem upprun- in er hjá fornmenningum egypta, kinverja, indverja eða jafnvel Atlantis eða Lemuria (Mu), skiptir okkur hér engu máli. Táknin væru jafn tær og fögur þótt þau hefðu verið sköpuð i dag. Endurvakning almenns áhuga Eins og margir aðrir hlutir, semlúta að dulspeki (mysticism) og iaunspeki (occultism), þá hef- ur Tarot haft vaxandi áhrif á hug manna frá þvi um aldamót. Þetta á ekki sist við um skapandi lista- menn. Nokkur dæmi þess eru hið fræga ljóð T.S. EÍiots, „The Waste Land,”þar seip Tarot hef- ur miklu hlutverki að gegna,og á- hrif þess á W. B. Yeats. Hér mætti einnig nefna „From ritual to Romance”, eftir Tessie Weston og skáldsögu Charles Wiliiams „The Greater Trumps”, þar sem þemaö er Tarot. Svo aö við snúum frá listamönnum til lærðra sálfræðinga þá hafa fylg- ismenn C. G. Jung nú tekiö að við- urkenna Tarot sem myndir, er séu i samhljómi við „Archetyp- urnar” I „Collective Uncon- sciousness”Jungs. Endurlifgun almenns áhuga á Tarot á þó sennilega rætur að rekja til útkomu bókar Eliphas Levi (Alphonse Louis Constant) „Dogma and Ritual of Transc- endental Magic,” sem er fyrst i keðju Launspekiverka, þar sem hann getur Tarot, sem mikilvæg- ustu heimildar sinar. Kenningar Eliphas Levi höfðii siðan áhrif á H. P. Blavatsky, Dr. Anna Kings- ford og marga fleiri. Aðrir forverar endurvakningar Tarot voru meðal annarra „Papus” (Dr. Gerard Encausse) „The Tarot of the Bohemians”, Antoine Court de Gébelin, sem var upphafsmaður „Tarotisma”, S. L. Mac Gregor Mathers, „The Tarot: Its Occult Signification, use in fortune telling and Method of Play”. Dr. Wynn West Cott, Dr. „Theologiu Tarotismans”. Þó má alls ekki lita á hana sem eina framlag hans til kenningasmiðar um Tarot. Papus var upphafsmaður Martinistareglunnar („the , Spiritual-Masonic Order of Martinists”) og i henni gaf hann Tarot hóp innvigðra, sem verk hans voru fyrst og fremst ætluð. Þessi regla breiddi fljótt úr sér og er nú við lýði i öllum heimshorn- um. Waite og Pamela Coleman Smith, voru bæði meðlimir i Reglu hins gyllta morgunroða („The Magical Order of the Gold- en Dawn”). Hér var um mjög svo ólikar persónur að ræða, sem i sameiningu skópu þá útgáfu af Tarot-táknunum, sem mér finnst fegurst allra útgefinna Tarot- safna. Pamela var skyggn, vinur Á mörkum þekkingar eftir Arnór Egilsson milli allra mögulegra dul- og launspekireglna þessa heims og hafði lagt stund á Magic (gald- grem annað og meira en samkvœmisleikur? Hinar mismunandi útgáfur Tarot: Sólargang frá vinstri: Gtgáfur Marseille-útgáfa, svokölluö Vatnsberaútgáfa, 007-útgáfan, Muller-útgáfan útgáfa. í miöju er svo Thoth-útgáfa Aleister Crowleys. álfa og disa, listamaður, sem sá „guðina og álfana” svo greinilega að hún hreifst svo af fegurð þess, sem hún sá, að henni datt aldrei i Arthur Edward Waite” The Pictoral Key to the Tarot” og fleiri. Papus og A. E. Waite Ég get ekki stillt mig um að fjalla örlitið nánar um nokkra of- anskráða launspekinga og þá fyrst „Papus”, en bók hans („Le Tarot des Bohémiens” Paris 1889) má með sanni telja nálgast hug að spyrja: Hvað þýöir þettaV Waite var andstæðan. Hann spurði i sifellu, var alla sina ævi leitandi. Fyrir utan að hafa haft mikil áhrif á „táknmál” Reglu hins gyllta morgunroöa haföi hann gengið frá Heródesi til Pilatusar Sheridans, Wirths, Waites, , og hin kiassiska Marseilles- ur), guðspeki, launspeki, alchemy, kabbalah,... I öllu fann hann grunnt þemað: „Mað- urinn hefur orðið fyrir stórkost- legum missi og hjarta hans æpir út i myrkrið af löngun til að end- urheimta hinn týnda fjársjóð. Einhversstaðar djúpt grafinn, er hann enn til, þessi fjársjóöur. Vandamálið er að finna leiöina til hans”. Waite leitaði að þessari leið, þessum vegi, til fjársjóðsins og skömmu eftir að hann gerðist frimúrari fann hann hann. Mörg okkar geta gert sér nokkurn veg- inn i hugarlund hvað það var, sem hann fann: Það að i raun er ekk- ert gap milli mannsins og hins hluta alheimsins, eða milli mannsins og Guðs (Náttúrunn- ar), eins og Waite orðaði það, i anda Spinoza (Natura naturans- Guö). En það er eitt aö hafa fræðilegan skilning á þessu og annað að vita þaö . Eftir sina löngu leit hafði Waite öölast þessa sannfæringu Ekki bara spádómsspil og leikur Menn kunna að spyrja, hvað allt þetta tai um menn og reglur hafi með Tarot að gera. Er þetta ekki bara spilabunki til a spila með torkennilegt spil eða spá með? Með framanskráöu hef ég verið að reyna aö koma þessum leiðinlega misskilningi fyrir katt- arnef og sýna að einhverju leyti fram á hversu djúp spor Tarot hefur markað i allri dul- og laun- speki i gegnum aldirnar. Sumir kalla Tarot elstu bók veraldar og halda þvi fram að það hafi að geyma hinar fornu launhelgar i táícnrænum myndum, en þvi er nú verr þá hefur áhugi manna al- mennt aðeins beinst að þvi sem spádómsspilum og jafnvel hefur Tarot orðið að leggjast svo lágt að verða notað til að spila með sam- kvæmisleiki, en ég ætla aö láta vera aö iýsa þessu siðastnefnda og geta þeir er áhuga hafa á þess- ari hlið Tarot, kynnt sér hana i hinum „populeru” vasabrots- skræðum, sem um þetta hafa ver- ið skráðar. Sem spádómsform er Tarot sennilega eitt hiö erfiðasta, vegna þess hve svör þess þurfa að túlk- ast mikið út frá eðli spurningar- innar og hve háð þau eru hæfni þess er leggur til að lesa milli lin- anna, ef svo má að orði komast. Hvernig leggja ber Tarot til að spá meö þvi er efni i aöra grein og mun ég þvi ekki fara nánar út i það hér, en láta þetta gott heita i bili. Nokkrar bækur Nokkrar bækur er kynnu að koma byrjandanum að gagni: Le Tarot des Bohémiens. Paulus Paris 1889 (Le Tarot Divinatiore: Clef du tirage des cartes et des sorts Papus Paris 1909 Dogme et Rituel de la Haute Magie Éliphas Levi (Magnum opus Lévis) Paris 1854 Historie de la Magie Éliphas Lévi Paris' 1860 La Clef des Grands Mystéres Éliphas Lévi Paris 1861 Le Livre des Splendeurs Éliphas Lévi Paris 1894 Clefs Magiques et Clavicules de Salomon Éliphas Lévi Paris 1895 The Magical Ritual of the Sanctum Regnum, interpreted by the Tarot Trumps (þýtt af MSS. Éliphas Lévi. Ed. W. Wynn West- cott London 1896. Le Grand Arcane, ou occultisme dévoilé Éliphas Lévi Paris 1898 The Tarot: Its Occult Signification, Use in Fortune- Telling, and Method of Play. S.L. Mac-Gregor Mathers London 1888 The Pictorial Key to the TAROT Arthur Edward Waite London 1910. The Tarot A Key to the Wisdom of the Ages Paul Foster Case USA 1947 Sérstaklega myndi ég mæla með að sá er vildi kynna sér Tarot, byrjaði á aö kynna sér fyrstu og næstsiðustu bók þessa lista.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.