Vísir - 12.11.1976, Blaðsíða 3

Vísir - 12.11.1976, Blaðsíða 3
Föstudagur 12. nóvember 1976 3 Hluti ávísanahrings- ins tengist Alþýðu- bankamálinu Hluti af ávisanamálinu stóra hefur nú verið tekinn inn i rann- sókn Alþýðubankamálsins. Sverrir Einarsson sakadómari hefur hafið yfirheyrslur yfir starfsmönnum Aiþýðubankans vegna ávisanaviðskipta Klúbbs- ins við bankann. Hrafn Bragason umboðsdóm- ari sagði i samtali við Visi, áð han'n hefði skrifað Alþýöu- bankanum á sinum tima eins og öðrum bönkum og svar borist En þar sem viðskipti Klúbbsins tengdust hinu svonefnda Alþýðubankamáli hefði þótt eðlilegra að starfsmenn bank- ans svöruðu spurningum i sam- bandi við Klúbbinn um leið heldur en tveir dómarar væru að kalla þá fyrir og spyrja sömu spurninga. Að öðru leyti mun Hrafn halda áfram rannsókn sinni óbreyttri og verður Alþýðubankinn með i þeirri rannsókn eftir sem áður. —SG RÖÐIN KOMIN AÐ IÐN- AÐINUM í BORGARNESI Iðnkynning hefst þar í dag með þótttöku 30 fyrirtœkja „Dagur iðnaðarins” verður I Borgarnesi i dag, föstudaginn 12. nóvember. Þetta er þriðji iðnkynningardagurinn sem fram fer fyrir tilstilli islenskrar iðnkynningar úti á landsbyggð- inni en áöur hefur „Dagur iðnaðarins” verið haldinn á Ak- ureyri og Egilsstöðum. Fyrirtæki skoðuð á morgun. 1 Iðnaðarráðherra, dr. Gunnar Thoroddsen, og frú Vala As- geirsdóttir Thoroddsen eru I heimsókn i Borgarnesi af þessu tilefni. Ráðherrahjónin heim- sóttu ásamt ýmsum forystu- mönnum úr Islenskum iðnaði 4 iðnfyrirtæki fyrir hádegi 1 dag og kynntu sér starfsemi þeirra. Fyrirtæki þessi voru Kjötiönað- arstöð Kaupfélags borgfirðinga, Bifreiða- og trésmiðja KB, Verksmiðjan Virnet hf. og einn- ig byggingarstarfsemi Þor- steins Theodórssonar, bygg- ingameistara. ^ Hreppsnefnd Borgarness efndi siðan til hádegisverðar- boðs þar sem kynnt voru mat-_ væli frá 4 fyrirtækjum I Borgar- nesi: Kjötiðnaðarstöð KB, Mjólkursamlaginu, Brauðgerð KB og Hótel Borgarnesi. Eftir hádegiðvarsvoopnuð viðamikil sýning I leikfimissal barnaskól- ans. Þar kynna 30 aðilar I Borg- arnesi framleiðslu sina og þjón- ustu og jafnframt er ýmsum hlutum komið fyrir á útisvæði skólans. Sýningin mun standa fram til mánudagskvölds. Skipulagðar hafa verið ferðir skólafólks á sýninguna og munu m.a. skólar á Snæfellsnesi auk skóla I nágrenni Borgarness heimsækja sýninguna og jafn- framt nokkur iðnfyrirtæki I Borgarnesi. Slðdegis I dag verð- ur svo haldinn fundur um iðnaö og iðnþróun I Borgarnesi. 1 upp- hafi fundar mun iðnaðarráð- herra flytja stutt ávarp en slðan munu 4 heimamenn flytja fram- söguerindi ásamt Sigurði Krist- inssyni forseta Landssambands iðnaðarmanna. Iðnfyrirtæki I Borgarnesi munu gefa þeim starfsmönnum, sem óska eftir að sitja fundinn, frl frá störfum. t móttöku, er Iðnaðarráðu- neytið efnir til klukkan 17 I dag munu ýmsir aðilar I Borgarnesi verða heiðraðir af samtökum iðnaðarins fyrir störf að iðnaö- armálum. Undirbúningsnefnd skipuð af hreppsnefnd Borgar- ness hefur undirbúið iðnkynn- inguna I samráði við islenska iðnkynningu en framkvæmda- stjóri nefndarinnar er Sveinn Hálfdánarsan. „HÖFUM NÁÐ TAKMARKINU" „Það er ljóst, að við höfum náð takmarkinu sem viö settum okkur I söfnuninni”, sagði Guð- mundur Einarsson fram- kvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar i samtali við VIsi, en uppgjör fyrir söfnunina til styrktar vangefnum eru nú að^ berast til stofnunarinnar. „Þegar er komið til okkar fé, sem nemur á sjöttu milljón króna, en uppgjör á gíróreiknini og frá ýmsum aðilum tekur ein- ar þrjár vikur, þannig að endan- legar tölur liggja ekki fyrir strax,” sagði Guðmundur. Ragnheiður Einarsdóttir, for- maður Kvenféiagsins Hrings- ins, afhenti Guðmundi Einars- syni eina milljón króna frá fé- laginu til söfnunar Hjálpar- stofnunar kirkjunnar i þágu vangefinna, og var þessi mynd þá tekin I húsakynnum stofn- unarinnar. — Mynd: Loftur. Ráðstefnan á að auka skilning á neytendamálum - segir Reynir Ármannsson „Markmiðið með ráðstefn- unni sem hefst I fyrramálið er að skýra fyrir almenningi hvað það er sem samtökin eru að vinna að”, sagði Reynir Armannsson formaður Neytendasamtakanna i samtali við Visi I morgun. Ráðstefnan stendur yfir að Hótel Esju frá klukkan 10 til 18 á morgun. Sagði Reynir þetta vera upphaf þess aö stórefla skilning almennings og ráða- manna á þessu starfi. Taldi Reynir samtökin vinna að sam- eiginlegum hagsmunum neytenda og seljenda og þau vildu verða báðum aöilum að liði. Meðal framsöguerinda á morgun verður erindi Hrafns Björnssonar borgardómara og fjallar það um löggjöf um neytendavernd. Þegar Hrafn vann fyrir Neytendasamtökin samdi hann drög að lagafrum- varpi um neytendavernd og var þetta afhent viðskiptaráðuneyt- inu árið 1971. Siðan hefur lltil sem engin hreyfing verið á mál- inu fyrr en nú, að nefnd á vegum ráöuneytisins vinnur að samn- ingu frumvarps til laga um verðlag og samkeppnishömlur svo og óréttmæta viðskipta- hætti. Sagði Reynir að samtökin fengju aö gera tillögur til breyt- inga áður en frumvarpið yrði lagt fyrir Alþingi. Ollum áhugamönnum um neytendamál er boðið aö taka þátt I ráðstefnunni um neyt- endamál, sem hefst aö Hótel Esju klukkan 10 i fyrramálið. —SG VÍSIIft kpAÐ I Helgarblaði Vísis sem fylgir blaðinu á morgun er a< venju fjölbreytt efni og m.a. þetta: „Ætlaði í barnœsku að verða rithöfundur til þess að grœða peninga' — segir Pétur Gunnarsson höf- undur nýútkominnar skáldsögu, „Punktur, punktur, komma strik” I samtali við Arna Þórar- insson, blaðamann þar sem rætt er um bókina, kynslóðina sem komst til vits og ára á mölinni I Vesturbænum, um rithöfundar- drauma, ástarsorgir, marxisma og sitthvað fleira. Veröld í tónum Rafn Jónsson blaðamaöur skrifar um fróðlega heimsókn I skóla sem að öllu jöfnu ber ekki mikiö á I f jölmiðlum, — Tónlistarskólann I Reykjavik, — og birtir myndir og viðtöl við skólastjóra, kennara og nemendur. „Fúskarar" og „fífiarí" í menntamólum Dr. Bragi Jósepsson ræðir i tæpitungulausu samtaii við óla Tynes, blaðamann um íeril sinn og átök við menntamálaráðu- neytið. Að spá með Tarot Arnór Egilsson skrifar aðra grein sina um Tarot I forvitni- legum greinafiokki. — „A mörkum mannlegrar þekking- ar”. Hvað verður í bíó? Fyrrihluti greinar af þvi góð- gæti sem kvikmyndahúsgestir geta átt von á að sjá á hvita tjaldinu i bióunum okkar á næstu mánuðum. Siðari hlutinn birtist i Helgarblaöinu i næstu viku. Kemur á daginn aö fjöl- margar hnýsilegar og nýjar úr- valsmyndir eru á leiðinni. 1 þessari grein er sagt frá mynd- um Hafnarbiós, Laugarásbiós, Nýja biós og Stjörnubiós.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.