Vísir - 12.11.1976, Síða 10

Vísir - 12.11.1976, Síða 10
10 Föstudagur 12. nóvember 1976 VISIR VÍSIR Ctgefandi: Reykjaprenthf. Framkvæmdastjóri: DavfóGuömi ndsson. Ritstjórar: Þorsteinn P&isson, ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi. Bragi Guömundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guömundur Pétursson. Um-> sjón meB helgarblaöi: Ami Þórarinsson. Blaöamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guöfinnsson, Guöjón Arngrimsson, Kjartan L. Pálsson, óli Tynes, Rafn Jónsson, Sigurveig Jónsdóttir. Akur- eyrarritstjórn: Anders Hansen. lþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Utlitsteiknun: Jón ósk- ' ar Hafsteinsson, Þórarinn j. Magnússon. Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Augiýsingastjóri: Þorsteinu Fr. Sigurösson. Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Auglýsingar: Hverfisgata 44.Sfmar 11660, 86611 Afgreiösla: Hverfisgata 44. Sfmi 86611 Ritstjórn: Sföumúla 14.Sfmi86611, 7llnur Akureyri. Sfmi 96-19806 Askriftargjald kr. 1100 á mánuöi innanlands. Verö f lausasölu kr. 60 eintaklö. Prentun: Blaöaprent hf. ^ Hvoru megin stendur viðskiptaráðherra ? Enn sem komið er hef ur hvorki heyrst hósti né stuna frá embættismannanefnd þeirri, sem fyrir skömmu var falið að kanna aðstöðu fyrirtækisins Loðskinn á Sauðárkróki eftir að Sambandið setti það i viðskipta- bann. Hér er að vísu úr vöndu að ráða, en annaðhvort er að ganga í slík mál með oddi og egg eða láta þau hreinlega kyrr liggja. Engin löggjöf er fyrir hendi, sem reisir skorður við starfsemi einokunarhringa. Fyrirtækjasamsteypur geta því hagnýtt sér drottnunar- og einokunaraðstöðu sína að vild sinni án þess að það brjóti í bága við lög- mæta viðskiptahætti. Rétt er því, að stjórnvöld geta ekki neytt margra lagalegra úrræða í þessu efni. Á hinn bóginn hefði verið fróðlegtað fá fram í dags- Ijósið niðurstöðu rannsókna á þeim viðskiptaháttum, sem hér er um rætt. Þær gætu varpað Ijósi á ýmislegt, sem færa má til betri vegar í viðskiptamálum. Hjá þvi verður að sjálfsögðu ekki komist að sett verði löggjöf gegn óeðlilegri hringamyndun og einok- un. Gegn því er ekki unnt að standa öllu lengur. Meginmáli skiptir hins vegar hvernig þau lög verða úr garði gerð. Ljóst er, að í samkeppnislöggjöf verður að kveða skýrt á um, hvað sé lögmætt og hvað ekkí í hverju falli. Með öllu er útilokað að láta það vera undir mati stjórnvalda hverju sinni. Það getur aðeins leitt til meiri pólitískrar spillingar í viðskiptalifi en orðið er. Augljóst er, að við stöndum frammi fyrir hættum á þessu sviði. Hin pólitlska yfirstjórn viðskiptamál- anna hefur forðast allar umræður um þessi alvarlegu mál. Vitaskuld getur það ekki gengið. Borgararnir eiga rétt á að vita um afstöðu viðskiptaráðherrans, hvort hann stendur með einokunarstarfseminni eða frjálsum viðskiptum. Athafnamenn í landbúnaði Landbúnaðarmálin hafa oft á tíðum verið ásteyt- ingarsteinn í stjórnmálaumræðum. I sjálfu sér er það ekki óeðlilegt, því að margt má færa til betri vegar í þeim efnum. I raun réttri væri það í meira lagi kyn- legt, ef menn hefðu ekki áhyggjur nokkrar af þvi að þurfa að borga með framleiðslu, sem við seljum úr landi. Á hinn bóginn er ekki unnt að horfa framhjá því, að margt er stórvel gert í landbúnaði. Sannleikurinn er sá, að hér má reka arðbæra landbúnaðarframleiðslu, ef rétt er á málum haldið. Ýmsir athafnasamir menn hafa byggt upp athyglisverðan rekstur á þessu sviði. Til marks þar um má nefna stórbú við Hellu á Rangárvöllum, sem greint var frá i þessu blaði fyrr á árinu og nýlega hefur aftur orðið tilefni opinberra umræðna. Þar reka þrír menn landbúnaðarfram- leiðslu, sem er jafngildi yfir fjörutíu visitölubúa. I þessu sambandi má einnig nefna heykögglaverk- smiðjuna i Brautarholti á Kjalarnesi. Þar hafa tveir dugmiklir bændur reist verksmiðju, sem flestum þingmönnum finnst, að einungis ríkið geti staðið að. Ýmis fleiri dæmi mætti nefna. En það sem máli skiptir er sú staðreynd, að þessir athafnamenn hafa sýnt fram á, að einstaklingar geta rekið hér arðbæra landbúnaðarstarfsemi. Spurningin snýst einvörðungu um það, hvort menn vilja fylgja fram skynsamlegri stefnu í þessum efnum. islendingar eiga og verða að stunda landbúnað. En sannleikurinn er sá, að það er ekki sama, hvernig staðið er að verki. „Sauðfjárrækt á tslandi viö rikjandi búskaparhætti sýnist ekki vera samkeppnisfær við sauðfjárrækt í þeim sauðfjár- löndum, sem ráða framboði og heimsmarkaðsverði á dilka- kjöti. Vinna, bein rekstrarút- gjöld, og fjárfesting i húsum, ræktun og bústofni er hér á landi langt yfir þvi, sem gerist, t.d. 1 Nýja-Sjálandi”. Þetta kemur fram I nýrri skýrslu frá Rannsóknarráði rikisins um þróun sauðfjárrækt- ar og yfirlit yfir stöðu islenskrar sauðfjárræktar og spá þar um tilársins 1985.1 skýrslunni segir ennfremur: Verðlagningin hefur áhrif á gæði afurðanna „Framleiðni á Nýja-Sjálandi Rannsóknarráð rlkisins hefur gert úttekt á stöðu sauðfjárræktar i landinu og kemur fram i henni að við margháttaða erfiðieika er að etja i þessari grein landbúnaðarins. Sauðfjárrœkt sí- vaxandi byrði á rikissjoði — segir í skýrslu frá Rannsóknarráði ríkisins, en þar eru settar fram hugmyndir til úrbóta virðistmun hærri en hér.einsog ef til vill sést best á þvi, að framleiðslukostnaður nýsjá- lensks bónda á 16,8 tonnum af kjöti og 6,6 tonnum af ull eftir 1650 kindur, sýnist vera um það bil jafnhár og framleiðslukostn- aður islensks bónda á 6,9 tonn- um af kjöti og 0,62 tonnum af ull eftir 355 kindur (kjöt af ásetn- ingslömbum meðtalið).” i þessari skýrslu kemur fram, að verðlagning sauðfjárafurða hefur dregið úr viðleitni bænda til ullar- og gæruframleiðslu, en þeir lagt allt kapp á að fram- leiða kjöt. Er talið að með á- framhaldandi stuðningi til upp- byggingar sauðfjárbúskapar, sé liklegt að á næstu árum muni framleiðsla á dilkakjöti um- fram innanlandsþarfir fara stórlega vaxandi. Nú er um 28% kjötsins flutt út og þvi spáð aö árið 1985 geti umfram magnið oröiö frá 6300 til 8200 tonn, eftir þvi hvort kjötið yröi áfram greitt niður eða niðurgreiðslum hætt. Kemur fram að ef ekki reynist unnt aö finna hagstæðari markaði fyrir dilkakjöt munu útflutningsbætur verða sivax- andi byrði á rikissjóði ef flytja á umfram kjötframleiðslu út. Ný verðhlutföll,hag- ræðing og verðmæta-* mat geta bjargað. Höfundur skýrslunnar, sem eru þeir Stefán Aöalsteinsson, búfjárfræöingur, Sveinn Hall- grimsson sauöfjárræktarráðu- nautur og Vilhjálmur Lúðviks- son efnaverkfræðingur, telja aö til lausnar þessum vanda eða til að draga úr honum komi f jórar leiðir helst til greina: í fyrsta lagi með þvi að auka framleiöni og hagkvæmni sauö- fjárbúskapar, þannig aö dilka- kjötsframleiðslan geti orðið samkeppnisfær á erlendum mörkuðum. Er lágmark, að út- flutningsverð geti greitt breyti- legan framleiðslukostnaöi * dilkakjötsins, auk sláturkostn- aðar og annars umsýslukostn- aöar viö kjötgeymslu, flutninga og sölu. 1 öðru lagi að draga úr slátur- ^og geymslukostnaöi með hag- ræðingu. 1 þriðja lagi að skapa ný verð- hlutföll milli sauðfjárafurða i verðlagsgrundvelli, þannig að magn og sérstaklega gæði á ull og gærum ráði meira um af- komu fjárbúánna heldur en nú er, en dregið yrði hlutfallslega úr Verðmæti kjöts. Meö þessu er reynt að auka magn og verð- mæti aukaafurða (ull og gærur) er aukið gætu raunverulega framlegð búsins, en jafnframt er stuðlað að auknum þjóðhags- legum margfeldisáhrifum sauð- fjárræktar i iönaðarframleiðslu og atvinnuþróun, er réttlætt gætu áframhaldandi verðbætur i nýju formi. 1 fjórða lagi að beita sérstök- um aðferöum tilað draga úr eða stöðva vöxt sauðfjárbúskapar, en höfundarnir telja að þessar siðastnefndu aðgeröir komi sist til greina enda yilu þær mestri röskun. Sauðfjárbúskapur nauðsynlegur fyrir byggðaþróun t skýrslunni er þvi haldið fram að þjóðhagsleg hag- kvæmni sauðfjárbúskapar helg- ist af þremur meginástæðum: a) Sjálfsbjargargetu lands- manna um matvælaöflun og nýtingu gróðurlendisins i þvi sambandi. b) Félagslegum högum fólks og dreifingu búskapar i landinu, svo og þýðingu landbúnaðar fyrir þéttbýlismyndun i einstök- um landshlutum. c) Margfeldisáhrifum sauð- fjárræktar sem frumvinnslu- greinar með framleiðslu hrá- efna til úrvinnslu I iönaði og öðr- um atvinnugreinum, þar sem atvinna og verðmætasköpun geta a.m.k. 3-4 faldast. Höfundur telja að nauðsyn beri til að niðurgreiðslum og út- flutningsbótum sé varið á þann hátt að þær hvetji til aukinnar, eða a.m.k. bættrar framleiðslu ullar og gæru. Taka þeir fram að þegar hafi fyrsta skrefið i þessum efnum verið stigið meö tilfærslum á niðurgreiðslum af kjöti yfir á ull, en verð á ull var hækkað sl. vetur úr kr. 146 i kr. 369 pr. kg. en kjötverð lækkaði litillega, þannig að heildar- tekjur bænda samkvæmt verð- lagsgrundvelli eiga að standa ó- breyttar. Sveiflur i vinnuaflsþörf Tæknileg vandamál varðandi sauðfjárrækt er fyrst og fremst sú mikla vinnuaflsþörf, sem skapast t.d. á vorin við sauö- burð og á haustin i sláturtið. Af- kastageta sauðfjárbúanna tak- markast við tiltækt vinnuafl á mestu annatimunum, en á öðr- um timum er vinnuafl nægjan- legt. Holdanaut og sauðfé Að lokum er vert að geta þess að höfundar setja fram þá hug- mynd, að til þess aö lækka sláturkostnað, koma i veg fyrir ofbeit á afréttum og nýtingu lands á láglendi, að beina hluta sauðf járbúanna að öörum verk- efnum, t.d. holdanauta, en rækt- un þeirra hefur ekki i för með sér eins sveiflukennda vinnu- aflsþörf. Höfundar benda einnig á ýmsar aðrar leiöir til betri nýtingar sauðfjárafurða, sem gera sauöfjárrækt hagkvæmari en nú, en eftir lestur skýrslunn- ar virðist ljóst, að. vandamál sauðfjárbúskapar eru stórkost- leg og ekki auöleyst en þó sé stigið skref i þá áttina aö leysa þessi vandamál með uppbygg- ingastarfi i iðnaði, en það er nauðsynlegt til þess að breyt- ingar geti þróast i rétta átt. —RJ

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.