Vísir - 12.11.1976, Side 23

Vísir - 12.11.1976, Side 23
HVAÐ HEFUR VOJTSEK AÐ UPP Á SVIÐ Á ÍSLANDI í Z_J GERA DAG? Pálina Júnsdóttir, hringdi: Hver réði þvi að leikritið Vojtsek var valið til sýningar i Þjóðleikhúsinu og hvers vegna? Ég undrast að hvorki þýðandi, leikstjóri eða leikendur skyldu ekki hafna þvi að koma nálægt þessu verki. Leikritið er stutt, langdregið, innihaldslitið og sundurlaust sem sagt lélegt leikhúsverk. Einmanaleiki, allsleysi og vonleysi alls ráðandi samanber söguna, sem „amman” segir börnunum i leikritinu. (Er það einu sinni forsvaranlegt að hafa börn með i svona sýningu? Að þau sjái annað eins i sjónvarp- inu er engin afsökun.) Þar að auki var verkið leiðinlegt. Aö visu er ekki nauðsynlegt að leikrit séu skemmtileg en að það veki að minnsta kosti til umhugsunar. Eina hugsun min eftir frum- sýninguna var, hvað hefur þetta 140 ára gamla verk að gera upp á svið á Islandi i dag? Og hvað kostaði þessi fjölmenna upp- færsla á Vojtsek? Svar: Visir hafði samband við Þjóðleikhúsið og fékk þar eftirfarandi svar: Leikrit þau sem sýnd eru i Þjóðleikhúsinu eru valin af Þjóðleikhússtjóra i samráði við leikritavalsnefnd. Verkefna val er samþykktaf Þjóðleikhúsráði. Um verk Buchners er það að segja að það er almennt talið til meiri háttar verka leikbók- menntanna og hefur verið sýnt i flestum menningarföndum, oft með mjög góðum árangri. Hvernig tekst til hverju sinni er að sjálfsögu engin formúla til um. Og það er alkunna að ipörg sigild verk höfum víð aldrei eignast á islensku leiksviði.1 Ekkert verka Æskylosar, Evripidesar, Racines, Corneilly es, Caedierons. Marlowes svo örfá dæmi séu nefnd. Það hlýtur að vera matsatriði hvort eða þá hvenær við eigum að leggja til atlögu við viðkvæm og vandasöm verkefni af þessu tagi. Reynslan hefur sýnt að i mörgum tilvikum hefur slikt tekist, i öðrum ekki, eins og gengur'. Hvað snertir kostnaðinn við Góðir þœttir - en œttu að vera á ððrum tíma Elin hringdi: A dagskrá sjónvarpsins á sunnudögum hafa nú bæst tveir þættir. Það eru þættirnir „Hús- bænur og hjú” og „Adams-fjöl- skyldan”. Báðir þessir þættir lofa góðu og reyndar sá ég nokkra þeirra i Stokkhómi fyrir nokkru og hafði mikið gaman af. En mér finnst það skelfing kjánaleg tilhögun hjá sjónvarp- inu að hafa báða þessa þætti á sunnudögum. Mætti ekki hafa t 'd- annan þeirra á einhverjum virkum degi, þvi að dagskráin er léleg flesta daga vikunnar. Annar þessara þátta væri þvi vei þeginn þá. Að auki ér þættinum „Hús- bænur og hjú” valinn vondur timi, þar sem hann er sýndur seinnipart sunnudags, en þá eru margir ekki heima við og geta þvi ekki horft á þáttinn. Meira um íþróttafólk frá Akureyri í Vísi! Akureyringar skrifar: „Um leið og ég vil þakka Visi fyrir góðan og skilmerkilegan fréttaflutning, ekki sist héðan frá Akureyri, þá sé ég mig til- knúinn að koma með smá umkvörtun. Mikil óánægja rikir hér fyrir norðan með fréttaflutning af iþróttum þeim er varða akur- eyrskt iþróttafólk. Hefur þetta einna helst loðað við fréttaflutn- ing af skiðamótum, en nú verð- ur ekki betur séð en þetta sé að yfirfærast á handknattleikinn lika.Þannig var það t.d. um sið- ustu helgi, er bæði Þór og KA frá Akureyri kepptu fyrir sunn- an, að þess voru nánast engin skil gerð i Visi. Sigraði Þór þó KR, en það lið hafði verið talið liklegt til stórafreka i annarri deildinni. Þá tapaði KA að vísu fyrir Armanni, en þar áttust við toppliðin i annarri deild, og þvi full ástæða til aö skýra itarlega frá þeim leik. Vonandi verður skjótt unnin bót á þessu, og þyi verður varla trúað, að á meðan tekin er heil siða fyrir ensku knattspymuna sé ekki unnt að segja frá innlendum iþróttaviðburðum um leið. Að öðru leiti þakkir fyr- ir gott blað”. uppsetninguna á Vojtsek, mun hann vera i meðallagi miðað við uppsetningarkostnað leik- r'ita almennt. Yfirleitt er upp- setningarkostnaður leikrita i Þjóðleikhúsinu mun lægri en tiðkast i sambærilegum leikhús- um erlendis. Ágœtir fyrirlestrar um nútímatónlist ó Kjarvalsstöðum „Ahugamaður uin list” skrifar: Oft er kvartað undan þvi að ekki sé á boðstólum nægileg fræðsla og upplýsingar um myndlist fyrir almenning hér á Islandi. Að sjálfsögðu mætti gera meira af þvi tagi i barna- og gagnfræðaskólum. En oft er það svo að fólk ber sig ekki eftir björginni. Gott dæmi um slikt hugsunar- leysi er að ekki sækja nándar nærri nógu margir ágæta fyrirlestra um nútimalist, sem haldnir eru hvern fimmtudag á Kjarvalsstöðum. Þar fjallar hinn ungi framkvæmdastjóri Listaráðsins, Aðalsteinn Ingólfsson, um stefnur i nútima- list. skörulega, skýrt og af mikilli viðsýni. Sú fræðsla gæti komið þvi fólki til góða sem kvartar i sifellu yfir torræðni listar i dag og hleypur i blöð fullt af fordómum. BELTEK Stereo segulband, 8 rósa í bíla Allir tala um verðhœkkanir en við bjóðum stórkostlega verðlœkkun Venjulegt verð 26.200.-, okkarverð 12.800.-. Mjög gott verð. Takmarkað upplag INGVAR HELGASON Vonorlandi v/Sogovog — Simar S45I0 og 84511

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.