Vísir - 15.11.1976, Blaðsíða 2

Vísir - 15.11.1976, Blaðsíða 2
e; n Mánudagur 15. nóvember 1976 VISER ^ í Reykjavík Hvort kýstu heldur, frost, eða rigningu og hláku? Finnbogi Baldvinsson, renni- smiður: — Ég kann betur við frostið ef það fylgir þvi ekki snjór, hann er svo hvimleiður. Frostið er hins vegar bara heil- næmt. Magnús Hinriksson, bókbind- ari: — Ég vil heldur hafa frost. Ég kann illa við að vera blaut- ur! Guðrún ólafsdóttir, er i skóla: — Ég kýs heldur frostið. Hlákan er svo leiðinleg, þá verður hált og maður dettur. Guðbrandur Ingimundarson iðnnemi: — Ég er hrifnari af frosti. bað er skemmtilegra. Maður er orðinn leiður á rign- ingunni. Asgeir Jónsson, fimm ára: — Sólskin Brúsinn með hinum dýrmæta vökva er kominn á sinn stað og þar með getur keppnin hafist. Sá sem ók lengst komst nær 90 km á „lekanum” og þykir þaö vel gert. Ljósmyndir LÁ... AÐ KUNNA AÐ GÆLA VIÐ BENSÍNGJÖFINA „Galdurinn er bara að gæla við bensingjöfina — keyra eins og maður og vera á vel stilltum bil,” sagði Högni Jónsson sigur- vegarinn i sparaksturskeppni FIB sem háð var i gær. Högni sem ók á bifreið af gerðinni Renault 4 komst 88,8 kilómetra á þeim fimm litrum af bensini, sem honum eins og öðrum þátttakendum i keppninni , voru skammtaðir áður en haldið var af stað. ,,Ég var með þeim fyrstu sem fóru af stað og komst i Kúagerði við Reykjanesbraut á þessum fimm litrum”, sagði Högni. „bað fóru tveir bilar fram úr mér á leiðinni en ég fór siðan fram úr þeim þegar þeir voru búnir með sinn skammt. barna á Reykjanesbrautinni beið ég siðan ásamt eftirlits- manninum, sem með mér var i bilnum eftir þvi að einhver kæmist lengra, en það var eng- inn sem náði þvi. Annars var munurinn ekki mikill þvi að við vorum fjórir þarna á litlum kafla.” Hvar bensindropi nýttur. 1 þessari sparaksturkeppni tóku þátt 30 bilar. Hófst keppnin við bensinstöðina við Nesveg, þar sem bilarnir voru skoðaðir og siðan tengdir við þá sérstakir bensinbrúsar með fimmlitrum af bensini i. Var bilunum siðan skipt i fimm flokka eftir vélastærð, og siðan haldið af stað og ekið við islenska staðhætti eða á malbiki og malarvegum til skiptis. Ekið var suður i Hafnarfjörð, þaðan i Krisuvik og um ísólfs- staðaveg i Grindavik og þaðan út á Reykjanes braut. Var var- lega ekið og hver bensindropi nýttur til fulls. beir bilar sem komust lengst á þessum 5 litrum voru Raun- ault, 4, sem var i 2. flokki — bil- ar með 800 til 1100 rúmsenti- metra vél — komst hann 88,8 km, og fór með 5,63 litra af bensi'ni miðað við 100 km. Annar varð Skoda 1000 — einnig úr 2. flokki — sem komst 88,41 km og eyddi 5,65 litrum á hundraðið. briðji varð bill af gerðinni Auto Bianchi sem komst 87,85 km og fór með 5,69 litra á 100 km. t fjórða sæti kom svo bill úr 1. flokki — 800 rúmsentimetrar og minna — en þar var Citroen (Braggi) sem fór 87,13 km og eyddi 5,37 litrum miðað við 100 km. Renault og Citroen urðu sig- urvegarar i 1. og 2. flokki en i 3. flokki komst bill af gerðinni Skoda 110L lengst eða 83,13 km. 1 4. flokki — bilar 1600 til 2200 rúmsentimetrar — var það Audi 100 sem lengst fór komst i 71,50 km — flokki bilar meir en 2200 rúmsentimetrar — var það Citroen CX sem lengst komst ,eða 45,16 km en hann fór með að meðaltali 11,07 litrum á hundraði i þessari sparaksturs- keppni sem tókst i alla staði mjög vel. — klp — Hverblll var gaumgæfilega skoöaður og þess vandlega gætt aö ekki væru nein svik I tafli áður en haldið var af staöí sparaksturinn. ÞEGAR SKÆRIN TALA begar kyrrt er á vettvangi stjórnmálanna og stóru efna- hagssamsteypurnar I þjóðfélag- inu hafa sæmilegan „vinnu- friö”, iðkar Samband islenskra sam vinnufélaga að afneita Framsóknarflokknum og Framsóknarflokkurinn borgar i sömu mynt og afneitar SÍS. Komi hins vegar upp ágreining- ur utan bræðralaga flokks og fjármálastórveldisins birtast á- róðursrit SÍS óbreytt og innan gæsalappa i forustugreinum Timans, sem er eitt mesta flokksblað landsins að bjóðvilj- anum undanskildum. Þannig eru skærin látin taia og stefna SÍS er bókstaflega, og með nokkrum handtökum, klippt inn I stefnu fiokksins i þágu þeirrar einokunaraðstöðu sem StS krefst sér til handa, svo fyrir- tækið geti eflt söluviðskipti sln við bændur og haft nokkurn frið I afurðaversluninni, þ.e. bundið bændur á klafa geðþóttavið- skipta með hjálp svonefndrar Sex manna nefndar, sem hvaö eftir annað reynist uppvls að þvl aö setja stimpil sinn gagnrýnis- laust á útreikninga sem kaupfé- lagasamsteypan matar hana á. Siöastliðinn laugardag voru skærin enn einu sinni látin tala i forustugrein Timans, þegar birt var úrklippa úr Sambands- fréttum um rökin fyrir dauða- dómi yfir blómlegu fyrirtæki á Sauðárkróki, sem einskonar stefnuyfirlýsing Framsóknar- flokksins. Heidur skal selja hundrað þúsund óunnar gærur úr landi, og flytja sextiu og tvö þúsund gærur óunnar frá Sauð- árkróki til Akureyrar en láta Loðskinn á Sauðárkróki hafa gærurnar til vinnsiu, þótt þar verði tuttugu manns atvinnu- lausir vegna slikra aðgerða. Enginn myndi missa atvinnu sina á Akureyri, þótt engar gærur kæmu þangaö frá Sauð- árkróki. Þetta þjónar auðvitað ekki byggðajafnvæginu, en þurfi SIS á nokkurri röskun að halda, þá skal röskunin vera stefna Framsóknarflokksins. Heiftaræöi SÍS út I Loöskinn á Sauðárkróki stafar af þvi, að Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingismaður, lét SÍS-valdið ekki komast upp með valdniðslu i haust, þegar fjölmargir bænd- ur i Skagafirði kusu aö slátra I eigin sláturhúsi i stað þess að lúta ákvæðum SÍS-valdsins um sláturkostnað. Þar sem Eyjólf- ur Konráð Jónsson er formaður stjórnar Loöskinn h.f. lá auðvit- að beinast við að freista að drepa það fyrirtæki opinskátt og fyrir augunum á alþjóð I krafti þess aö nógu margir myndu trúa þvi að iokun Loðskinns væri liður i samciginlegri hug- sjóirabaráttu SiS-valdsins og Framsóknarflokksins i héraði, sem hefur lægstu meðallaun á mann I landinu. Atvinnuleysi tuttugu manna á Sauðárkróki var smáfórn, sem varð að færa særðu stolti furstanna I forustu- liði samvinnuhreyfingarinnar — ættstórra sem ættsmárra. En meira kom til. Færu bændur að brjótast undan ákvæðum um sláturkostnað mcð þvi að sátra I eigin húsum, stefndi i hreinan voöa með rekstrarfé SÍS -valdsins, sem það fær að stórum hluta i 'afurðalánum til bænda'og út- flutningsbótum, sem greiddar eru bændum að geðþótta. Sláturkostnaðurinn sjálfur er svo kapituli út af fyrir sig, og ekki litilsverður i þeirri sorgar- sögu, sem veröiagsmál búvöru- afuröa eru orðin. Þótt vitað sé að kaupfélög breyti i cngu, eða sáralitlu, skrifstofuhaldi sinu I sláturtið frá þvi venjulega, heimilar Sex manna nefndin þeim að reikna 11.75 kr. i skrif- stofukostnað pr. 15 kg skrokk. Sé slátrað um 60 þúsund fjár greiðast um tiu milljónir i skrif- stofukostnað. Blýantar og ann- að skrifstofudót er reiknað á 94 aura pr. 15 kg skrokk. Miðað við sömu tölu sláturfjár, gerir þessi kostnaður einn um niu hundruð þúsund. Þó er heildsölu kostn- aðurinn hrikalegastur, en ekki er vitað hver hann er annar en sá að koma skrokkunum á bil til brottflutnings. Þessi kostnaður reiknast nær tuttugu milljónir miðað við fyrrgreinda slátur- fjártölu. Allt er þetta samþykkt af Sex manna ncfnd. Hins vegar reiknast launakostnaðurinn ein- ber 22 kr. á 15. kg skrokk. Auðvitað eru fleiri dæmi að hafa úr þessu botnlausa dýki einokunaraðstöðunnar. Það er þvi engin furða þótt StS-valdið bregðist hart við, þegar vegið er að sláturréttind- um þess i landinu, og eigi nú sameiginlega stefnu með Framsóknarflokknum um að drepa Loðskinn h.f. á Sauðár- króki, eins og skæraleiðari Tim- ans s.l. laugardag sannar best. Svarthöfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.