Vísir - 15.11.1976, Page 3
Mánudagur 15; ndvember 1976
3
Tíu mál
dag
til sak-
sóknara
Málum þeim sem borist
hafa rikissaksóknaraembætt-
inu á þessu ár’i hefur fækkaö
nokkuö miðað viö sama tima i
fyrra. En þrátt fyrir það hafa
nú verið bókuð 3127 ný mál hjá
embættinu frá áramótum og
daglega bætast við um 10 mál.
Að sögn Bergljótar Eiriks-
dóttur skrifstofustjóra . sak-
sóknara er ástæðan fyrir
fækkun mála frá siðasta ári
meðal annars sú að siðastliðið
vor voru sett lög sem rýmkuöu
heimild sakadómara til að
gera dómssátt við menn vegna
brota á reglum um ölvun við
akstur. —SJ.
Fer Katla
á kreik
áundan
Kröflu?
óróleikinn i jarðskorpunni
er nú ekki lengur mestur i
nánd við Kröflu, heidur er
Mýrdaisjökuissvæðið orðiö
virkasta jarðskjálftasvæöi
landsins.
Flestir jarðskjálftanna virð-
ast eiga upptök sin i suðvest-
anverðum jöklinum, en upp-
tök þeirra eru samt fremur
dreifðir um svæðið. Stærstu
skjálftarnir hafa reynst þrjú
og hálft til fjögur stig á
Richterkvarða, og er jarð-
skjálftahrinan nú talsvert
meiri en skjálftahrinan, sem
þarna átti upptök sin um svip-
að leyti á siðasta ári.
Umfangsmikið mælinet er á
þessum slóðum og þvi náið
fylgst með öllum hugsanleg-
um breytingum á jöklinum.
Eins og fyrr þegar hræringar
hafa oröið i Mýrdalsjökli leiða
menn nú hugann að hugsan-
legu Kötlugosi og velta þvi
fyrir sér, hvort Katla muni
verða fyrri á kreik en Krafla.
Ágœtis
útlit með
rœkjusölu
Gott útlit er á mörkuöum
þeim þar sem islendingar
selja rækjú sina, að sögn
Hjaita Einarssonar fram-
kvæmdastjóra Sölumiðstöðv-
ar Hraðfrystihúsanna. Sölu-
miðstöðin hefur þegar gert
nokkra sölusamninga og er
verð nokkuð gott.
Þeir samningar sem gerðir
hafa verið eru við aðila i Bret-
landi, Sviþjóð og Noregi.
Frekar er auðvelt að áætla
hve mikið magn muni veiðast
af rækju nú i vetur. Kvóta-
skipting er á miðunum, svo að
i upphafi er með nokkurri
vissu hægt að sjá það.
Áætlun Sölumiðstöðvarinn-
ar er að 150 til 200 tonn af
rækju verði framleidd i vetur.
Þegar samningar sem geröir
hafa verið hljóða upp á um 30
til 40 tonn. Ekki eru gerðir
meiri samningar i einu vegna
breytinga er kunná að eiga sér
staö á mörkuðum.
Nú eru engar rækjubirgðir
til. Þrátt fyrir að bátar hafi
stundað veiðar á úthafsrækju
var magnið mjög litið sem
fékkst, enda um tilraunaveiö-
ar að ræða. —EKG
Krónurnar fjúka í
hakkavélina
hjáSVR
Nýja krónan hefur valdið
nókkrum óþægindum hjá
talningadeild Strætisvagna
Reykjavikur.
Þegar peningarnir eru teknir
úr peningabaukum vagnanna og
flokkaðir er strætisvagnamið-
unum blásið frá peningunum.
Nú er krónan okkar orðin svo
létt á sér að hún fýkur frá hinni
myntinni með miðunum.
Starfsmenn talningádeildar-
innar reyna siðan að hrista
krónurnar frá miöunum, en þær
vilja limast á milli miðanna og
finnast þvi ekki. Þess vegna er
alltaf eitthvaö um það að
krónupeningar fari i hakkavél-
ina með miöunum. Hins vegar
kemur það ekki verulega að sök,
burtséð frá tapi peninganna,
þar sem krónan hakkast mjög
vel og virðist ekki skemma
hakkavélarnar!
— SJ
Áskíðum
í hlíóum Alpafjalla
Eins og síöastliöinn vetur bjóöum viö nú viku og
tveggja vikna skíöaferðir til Kitzbuhel og St. Anton
í Austurríki á veröi frá 62.400 og 75.600 krónum.
Þetta eru brottfarardagarnir í vetur:
Tveggja vikna feröir:
Desember; 7., 21. jólaferð, 22. jólaferð
Janúar: 4., 11., 18., 25.
Febrúar: 1., 8., 15., 22.
Mars: 1., 8., 15., 22., 29.
Viku feróir:
Desember: 12.
Janúar: 9., 16., 23., 30.
Febrúar: 6., 13., 20., 27.
Mars: 6., 13., 20., 27.
Apríl: 3.
Þeir sem velja tveggja vikna ferðir, geta dvaliö
viku á hvorum staö ef þeir kjósa heldur.
Skíöafólk leitiö upplýsinga hjá söluskrifstofum
okkar, feröaskrifstofunum og umboðsmönnum.
LOFTLEIDIR
Felög með skipulagðar skíðaferðir til Evrópu
siiiilii