Vísir - 15.11.1976, Síða 9
9
VISIR Mánudagur
15. nóvember 1976
Blindir benda á ýmislegt, sem þörf er
Grindur við gangbrautir, upphleypt
borgarkort og símaskró ó blindraletri
Ráðstefna Blindrafélagsins
um öryggi blindra i umferöinni,
hjálp i viðlögum, og eldvarnir,
var haldin nýlega i húsnæði
Blindrafélagsins undir kjörorð-
inu Vitneskja veitir öryggi.
Ráðstefnan fjallaði um
vandamál blindra i umferðinni
og taldi að með ýtarlegri um-
ferðarfræöslu mætti létta á
erfiðleikum þeirra i umferöinni.
Var lögð sérstök áhersla á þaö
að við gangbrautir yfir götur
væru settar upp grindur, sitt
hvoru megin við gangbrautina,
svo blindir mættu vita hvar þær
væru, auk þess sem hljóð-
merkjagjafar yrðu settir upp
við götuvita og gæfu þeir frá sér
hljóð, þegar græna ljósiö logaði
fyrir gangandi umferð. A ráð-
stefnunni kom fram að ráða má
bót á ókunnugleika blindra og
sjónskertra á skipulagi borgar-
innar með þvi að setja upp upp-
hleypt kort af borginni t.d. að
Hamrahlið,17, þar sem Blindra-
' félagið hefur aðsetur.
Ráðstefnán benti á nauðsyn
þess að haldið væri námskeið
fyrir blinda og s jónskerta í hjálp
i viðlögum og mætti til þeirrar
fræðslu gefa út fjölfaldaöar
segulbandsspólur. Auk þess
væri heppilegt að gefa út sima-
skrá, annað hvort með upp-
hleyptu letri eða með mjög
stóru svart/hvitu letri fyrir
sjónskerta, þar sem fram kæmu
simanúmer hinna ýmsu neyðar-
vekta, sem fólk getur haft sam-
band við er nauösyn ber til.
Varðandi eldvarnir var bent á
nauðsyn þess, að komiö yrði upp
eldvarnarkerfi aö Hamrahlið 17
og að gera mönnum ljóst,
hvernig bregöast skuli við elds-
voða.
Ráöstefna blindra var undir
kjöroröinu Vitneskja veitir
Þörf er á aö setja upp varúðargrindur við gangbrautir og láta hljóð-
merki heyrast þar, þegar grænt ljós er á.
„Ekki hœgt að
bíða þess að
samningar
renni út"
— segir Hermann
Guðmundsson í Hlíf
,,Það er ekki hægt ;aö biða
þess að samningstimabilið
renni út”, sagði Hermann Guð-
mundsson formaður Verka-
mannafélagsins Hlifar i
Hafnarfirði i samtali við Visi.
Á fundi Hlifar fyrir helgi var
samþykkt ályktun um kjaramál
verkafólks þar sem krafist var
aögerða af hálfu verkalýðs-
hreyfingarinnr.
1 ályktuninni segir: „Fundur-
inn telur að svo sé nú þrengt að
kjörum verkafólks almennt með
hinum skef jalausu veröhækkun-
um að verkalýðshreyfingin geti
ekki setið lengur hjá aðgerðar-
laus, þótt samningar séu bundn-
ir fram á næsta vor.
Fundurinn skorar á verka-
lýðssamtökin að risa nú upp og
hefja aðgerðir og sóknarbaráttu
fyrir bættum kjörum og nota til
þess hverja þá aðgerö sem lik-
leg er til árangurs.
Hermann sagði það lifsnauð-
syn fyrir verkafólk I landinu að
kaupmátturinn verði aukinn til
þess að það gæti lifað af launum
sinum. Þaö geti verkafólk ekki
núna. Sagði Hermann að yfir-
vinna heföi minnkað stórkost-
lega og til dæmis næturvinna
væri óþekkt nema á stöku stað I
fiskvinnslu.
„Verkalýðshreyfingin getur á
margan hátt knúið fram kjara-
bætur”, sagði Hermann. „Bæði
með skattabreytingum og á
annan hátt”. —EKG
öryggi, en fram til þessa hefur þeirra upplýsinga, sem talið er meö þvi aö fjölfalda segul-
mikiö skort á aö blindir eða sjálfsagt aö hver maöur viti. A bandsspólur og lána eða selja
sjónskertir hafi getaö aflað sér þessu má ráöa bót og er gert blindum og sjónskertum.
Mikiö hefur hingað til skort á, að blindir hafi getað aflað sér þeirra upplýsinga, sem allir telja sig
þurfa að hafa aðgang að. — Myndir Loftur
Það er skemmtilegt og stundum
nauðsynlegt aö taka vel á móti fólki
- án sérstakrar fyrirhafnar.
Hvort sem um vináttu- eða
viðskiptatengsl er að ræða er þægi-
legt og stundum ómetanlegt að geta
setið og spjallað saman í ró og næði
yfir góðri máltíð.
I Blómasalnum á Hótel Loftleiðum
er glsesilegt kalt borð í hádeginu.
Þar að auki fjölbreyttur matseðill.
Og notalegur bar.
Opið 12-14.30 og 19-22.30.
HOTEL
LOFTLEIÐIR Sími 22322
Bjóðió gestunum
í Blómasattnn