Vísir - 15.11.1976, Side 11
vism Mánudagur 15. nóvember 1976
n
HVERNIG FER
PERSONUKJOR
MEÐ VALKOSTUM
FRAM?
A undanförnum mánuöum
hefur verið starfandi nefnd
skipuð fulltrúum frá Sambandi
ungra framsóknarmanna, Sam-
bandi ungra jafnaðarmanna og
Sambandi ungra sjálfstæðis-
manna til að gera tillögur um
sameiginlega stefnu þessara
sambanda um kosningareglur
til Alþingis. Nefnd þessi hefur
nú lokið störfum og birt tillögur
sinar opinberlega. Hefur álit
nefndarinnar m.a. birst hér i
blaðinu.
Svo sem fram hefur komið
leggjum við til, að upp verði
tekið hér á landi kosningafyrir-
komulag það, sem við lýði er á
trlandi, eyjunni Möltu i Mið-
jarðarhafi og viðar. Nefnist
þetta fyrirkomulag á ensku
„single transferable vote” og
höfum við nefnt það á islensku
persónubundið kjör með val-
kostum. Hér fer á eftir lýsing á
þvi, hvernig kosningafyrir-
komulag þetta virkar.
Skilyrði þess, aö „persónu-
kjör með valkostum” sé viðhaft,
er að kjósa skuli fleiri en einn
frambjóðanda úr hverju kjör-
dæmi. Framboðin eru i eðli sinu
einstaklingsbundin, en hver
stjórnmálaflokkur getur boðið
fram að vild sinni færri, jafn-
mörg eða fleiri þingmannsefni
en kjósa skal. Þá geta framboð
að sjálfsögðu einnig verið óháð
stjórnmálaflokkum. Hver kjós-
andi getur merkt við frambjóð-
endur frá fleiri en einum stjórn-
málaflokki.
Aðeins eitt atkvæði
Sérhver kjósandi ræður að-
eins yfir einu atkvæði, sem i
fyrstu lotu talningar fellur á
þann frambjóðanda, sem kjós-
andinn merkir ”1” við á kjör-
seðlinum. Ef atkvæðið nýtist
þeim frambjóðanda hins vegar
ekki, annað hvort vegna þess,
að hann hlýtur fleiri atkvæði en
hann þarf til að ná kjöri eða
vegna þess, að fylgi hans er svo
litið, að vonlaust er, að hann nái
kjöri, þá er tekið tillit til merk-
ingar ”2” á kjörseðlinum. Með
þessu móti hefur mikill meiri-
hluti kjósenda áhrif á kjörið.
Einfalt fyrir kjósendur
Eins og að ofan kemur fram,
er kosningarathöfnin alls ekki
flókin út frá sjónarmiöi kjós-
andans. Hann merkir við fram-
bjóöendurna meö númerum að
vild sinni. Getur kjósandinn látið
við það sitja að,merkja bara viö
einn frambjóðandaog skrifar þá
”1” við nafn hans. Eins getur
kjósandinn merkt við fleiri
frambjóðendur og skrifar þá
”1”, ,>2,> ,,3,, 0 s frv vj5 nöfn
þeirra, þar til hann hefur ekki
áhuga á að merkja við fleiri. Ef
kjósandinn óskar getur hann
raðað öllum frambjóöendunum
niður með ofangreindum hætti
alveg án tillitis til, hversu
margir þingmenn eru kjörnir úr
viökomandi kjör
dæmi. A mynd nr. 1. er sýnt,
hvernig kjörseðiil i Clare-kjör-
dæmi i Irska lýöveldinu i þing-
kosningunum 1973 hefði getað
litið út, eftir að flokkshollur
Fianna Fail kjósandi hafði kos- '
ið.
Atkvæðakvótinn fundinn
Þegar „persónukjör með val-
kostum” er notað, hefur fram-
bjóðandi náð kjöri, þegar hann
hefur fengið tiltekinn kvóta (at-
kvæðalágmark) af gildum at-
kvæðum. Kvótinn er fundinn
þannig, að deilt er i fjölda gildra
atkvæða með tölu, sem er einum
hærri en fjöldi þingsæta kjör-
dæmisins. Kvótinn veröur þá
næsta heila tala fyrir ofan út-
komuna. Tökum þriggja manna
kjördæmi og gerum ráð fyrir að
Jón Steinar
Gunnlaugsson skrifa
y„!j_íy 11
D
gild atkvæði hafi verið 1000. Þá
deilum við i 1000 með 4 (fjöldi
þingmanna kjördæmisins +
1 = 4). Þannig fáum við 250 og þá
verður kvótinn næsta heila tala
hér fyrir ofan eða 251. Hefðu
gildu atkvæðin verið 1050 liti
dæmið þannig út: 1050/4 = 262
1/2 og kvótinn orðið 263 (næsta
heila tala fyrir ofan útkomuna).
Forsendan
Astæðan fyrir ofangreindri
aðferð við útreikning á kvóta er
sú, að finna verður lægstu töl-
una, sem er þannig vaxin, að
eftir að nákvæmlega sá fjöldi
frambjóðenda, sem kjósa á
hefur náð henni, þá sé eftir
minni afgangur en kvótinn. Ef
afgangurinn gæti verið meiri
þýddi það, að einhver annar
frambjóðandi gæti hlotið hann
allan og þar með verið með
meira atkvæðamagn að baki sér
en hinir. Ef við höldum okkur
við fyrra dæmið að ofan, þ.e. 3
manna kjördæmi og 1-000 gild
atkvæði sést, aö væri kvótinn
250 gætu fjórir frambjóðendur
náð kvóta, fengið 250 atkvæði
hver. Með þvi að hækka kvótann
ofurlitið eöa upp i 251 i dæminu
geta einungis þrir frambjóð-
endur náð fullum kvóta. Þeir
hljóta samanlagt 753 atkvæði,
sem þýðir, að einungis 247 at-
kvæði (minna en kvóti) verða
eftir fyrir aöra frambjóðendur.
Valkostir fluttir á aðra
frambjóðendur
Hljóti frambjóöandi fleiri at-
kvæði en þarf til að fylla kvót-
ann eru umframatkvæöin flutt
yfir á aðra frambjóðendur, eftir
þvi á hve mörgum atkvæða-
seðlum hins kjörna þeir hafa
verið I ööru sæti (eða næsta sæti
á eftir honum). Tökum tölu-
dæmi : A hlýtur 6000 atkv, en
þarf aðeins 5000 (kvóti), svo.að
hann má við þvi aö missa 1000
atkvæði eða 1/6 af atkvæða-
magni sinu. Nú eru hinir 6000
kjörseðlar hans flokkaðir niður
eftir þvi, hvaða pöfn eru nr. 2
(eða næst á eftir nafni A, hafi
það t.d. veriö nr. 2 á seðlinum).
Segjum sem svo, að frambjóð-
andi B sé merktur með nr. 2 á
1200 seðlum, C á 3000 og D á
1800. B fær þá 1/6 af 1200 eða 200
atkvæði, C fær 1/6 af 3000 eða
500 atkvæði og D fær 1/6 af 1800
eða 300 atkvæði. Hin 1000 um-
framatkvæöi A skiptast þvi
þannig: B 200, C 500 og D 300.
Hafi t.d. C haft 4900 atkvæði
fyrir, hefur hann nú hlotiö 4900
+ 500 eða 5400 atkvæði. Hann
hefur þvi einnig farið upp fyrir
kvóta og þannig náð kjöri. Til
kjörs á þriðja frambjóðand-
anum er nú hinum 400 umfram-
atkvæðum C skipt milli annarra
frambjóðenda eftir tilsvarandi
reglum.
Ef enginn frambjóðenda nær
kjöri á grundvelli merkinga nr.
1 eða við skiptingu umfram-
atkvæða þeirra, sem þegar eru
komnir að, eru atkvæði þess
fylgisminnsta tekin og þeim
skipt á aðra frambjóðendur,
eftir merkingum nr. 2. Þegar
> slíkt er gert geta einhver
atkvæði fallið niður óvirk, þ.e.
atkvæði þeirra kjósenda, sem
einungis hafa kosið þennan
frambjóðanda og ekki látið i
ljósi neina valkosti.
Sýnishorn frá irlandi
Hér fer á eftir sýnishorn af úr-
slitum i Clare-kjördæmi i Irska
lýðveldinu i þingkosningunum i
febrúar 1973. Tekið skal fram,
að dæmið er valið af handahófi.
Sjá mynd nr. 2.
Úr þessu kjördæmi eru kosnir
3 þingmenn, svo að kvótinn er
fundinn með þvi að deila fjórum
i fjölda gildra atkvæða (28493)
Þetta er mynd af atkvæöaseöli eins og hann lítur út eftir aö kjós-
andi hefur greitt atkvæöi sitt. Höfö er hliösjón af framboöum I
kjördæminu Clare á trlandi í þingkosningum, sem þar fóru fram
I febrúar 1973.
ATKVÆÐASEÐILL
Þér hafið EITTatkvæði.
Notið atkvæði yðar með því að merkja
”1” við nafn þess frambjóöanda, sem þér helst kjósið, og ef
þér óskið,
”2” viðnafn þess.sem þér kjósiðaðhonum slepptum,
”3” við þriðja valkost yðar, og svo framvegis, þar til þér
óskið ekki að láta i ljósi fleiri valkosti.
‘Síðari valkostir yðar koma þvi aöeins til athugunar, að fyrri val-
kostir hafi hlotið atkvæði umfram tilskilinn kvóta (þ.e. það at-
kvæöamagn, sem hver frambjóðandi þarf til aö ná kjöri), eöa aö
fy rri valkostir hafi veriö felldir brott vegna ónógs fylgis.
Undir engum kringumstæöum eru sfðari valkostir yðar taldir
gegn þeim fyrri.
Númerið eftir valkostum Nöfn frambjóöenda og flokksaðild
1 BarrettS. Fianna Fail
3 CahillM. Fianna Fail
4 Corley M. Labour
2 Daly B. Fianna Fail
Howard M. FineGael
Taylor F. FineGael
og hækka útkomuna upp i næstu
heilu tölu.
A töflunni er frambjóðendum
raöað eftir flokkum i stafrófs-
röð. Innan hvers flokks er svo
frambjóöendunum raðaö eftir
atkvæðamagni i fyrsta sæti.
Fyrsta talning
1 fyrstu talningu er frambjóð-
endum úthlutað atkvæöum i
samræmi við merkingar nr. 1 á
kjörseðlinum. Þetta er eina
talningarlotan, þar sem allir at-
kvæða seðlarnir eru taldir.
Neðantil hægra megin er
Þannig fór talning atkvæöa fram I kjördæminu Clare á irlandi i þingkosningunum i febrúar 1973. A kjörskrá voru 39413, atkvæöi greiddu 28813 eöa 73.1%. Ógild atkvæöi voru 320 eöa 1.1%. Gild atkvæöi voru þvi 28493. Þrír þingmenn eru kosnir I kjördæminu og atkvæöakvótinn til þess aö ná kjöri er því 7124 atkvæöi.
Fyrsta talning önnur talning Þriöja talning Fjóröa talning Fimmta talning
Umfram Umfram-
Merkingar Atkvæöi atkv. Atkvæöi atkv.
Nr. 1 Corleys Barretts Howards ' Taylors
Fianna Fail: flutt flutt flutt flutt Urslit
BarrettS. 7203 7203 479 = 7124 7124 7124 Fyrsta sæti
Daly B. 5758 + 114 = 5872 + 20 = 5892 + 157 = 6049 + 258= 6307 Þriöja sæti
CahillM. 4576 + 107 = 4683 + 54 = 4737 + 209 = 4946 + 277 = 5223 Næstur að
atkv.
17537 17758 17753 18119 18654
Fine Gael:
TaylorF. 5330 + 570 = 5900 + 3 = 5903 + 4043= 9946 + 2822 = 7124 Annaðsæti
Howard M. 3832 + 892 = 4724 + 2 = 4726 4 4726 Felldurbrott
9162 10624 10629 9946 7124
Labour:
Corley M. 1794 4-1794 Felldur brott
1794
Atkvæði sem
ekki nýtt-
ust + 111= 111 111 + 317= 428 + 2287= 2715
Samtals 28493 28493 28493 28493 28493
skráður heildaratkvæðafjöldi
flokksins. 1 ljós kemur, að
Barrett fer fram yfir kvóta
(7124) þegar i fyrstu talningu. 1
annarri talningu lægi þvi e.t.v.
beinast við að skipta hinum 79
umframatkvæðum hans á aðra
frambjóðendur. Það er þó ekki
gert strax, heldur er atkvæðum
hins atkvæðalægsta, Corleys,
skipt fyrst.
önnur taining
Þetta er gert vegna þess, að
engu hefir skipt þó að Corley
hefði hlotið öll umframatkvæði
Barretts, hann hefði eftir sem
áður verið atkvæðalægstur og
verið felldur brott næst. Það er
athyglisvert að við skiptingu á
atkvæðum Corleys fær Barrett
ekki atkvæði, en það er vegna
þess, að hann hefur þegar náð
kjöri. Eftir skiptingu atkvæða
Corleys er einungis 41 atkvæðis
munur á þeim tveimur fram-
bjóðendum sem nú eru lægstir
þ.e. Cahill og Howard. Þessi
munur er lægri en umfram-
atkvæðamagn Barretts, svo að
þeim atkvæðum er skipt næst.
Þriðja talning
Við skipinguna á hinum 79
umframatkvæðum Barretts
(þriöja talning) hlýtur flokks-
bróðir hans Cahill 54 þeirra en
Howard einungis 2. Þetta veldur
þvi, að Cahill fer fram úr
Howard að atkvæðamagni. Nú
eru aðstæður orðnar þannig, að
engum umframatkvæðum er að
skipta, svo að næst er atkvæðum
Howards, sem nú er orðinn at-
kvæðalægstur, skipt milli hinna
eftir þeim valkostum, sem kjós-
endur hans hafa gefið til kynna.
Fjórða talning
Flokksbróðir Howards.Taylor
fær yfirgnæfandi hluta atkvæð-
anna og nær kjöri meö 2822
atkvæðum fram yfir kvóta. I
fimmtu og siðustu talningu er
svo þessum umframatkvæöum
skipt til aö finna út, hvor hinna
tveggja frambjóðenda, sem nú
eru eftir, hljóti þriðja þingsæti
kjördæmisins. Það verður Daly,
þvi hann er hærri að atkvæða-
magni i lokin heldur en Cahill.
Daly nær kjöri. jafnvel þótt
hann hafi ekki náð kvóta, þar
sem einungis tveir frambjóö-
endur berjast i lokin og engum
umframatkvæöum frá öðrum er
lengur hægt aö skipta.
Séu framangreind úrslit
skoðuð svolitið nánar kemur i
ljós, að yfir 64% þeirra, sem
skiluðu gildum atkvæðaseðlum,
sjá þann frambjóðanda, sem
þeir merktu ”1” við, ná kjöri.
Þó ekki sé unnt að reikna það út
með fullri vissu, er afar liklegt,
að þeir þrir, sem kjöri náðu,
hafi verið i fyrsta eða öðru sæti
á yfir 90% af atkvæðaseðlunum.