Vísir - 15.11.1976, Page 14
14
Mánudagur 15. nóvember 1976, VISIR
Hverjir ráða:
Ríkisstjórnin
eða kratarnir í
ráðuneytunum?
Þaö kvisaðist fyrr á þessu ári
að ýmsar útsendingar sjón-
varpsins sæjust i lit. Mikill kipp-
ur komst i innflutning og sölu
litasjónvarpstækja með þeim
afleiðingum aö viðskiptaráö-
herra tók til sinna ráða og
stöðvaði þann innflutning i nafni
slæmrar gjaldeyrisstöðu. Land-
inn lét þó ekki innflutningsbönn
aftra sér frekar en fyrri daginn,
og enn eru menn að sleikja sárin
eftir aö uppvist varð um um-
fangsmikið smygl á litasjón-
varpstækjum.
Enda þótt upplýst sé, að lita-
sjónvarp sjáist viðast hvar á
landinu, og aö fólk hafi i stórum
stil áhuga á kaupum á litsjón-
varpstækjum, sitja yfirvöld viö
sinn keip, og skrifstofustjóri
viðskiptaráðuneytisins, Alþýöu-
flokksmaðurinn Björgvin
Guðmundsson, tilkynnir valds-
mannslega i Visi á fimmtudag,
aö enginn innflutningur verði
leyföur frekar fyrir áramót.
Hver er það annars sem ræður i
þessu landi? Rikisstjórnin eöa
kratarnir i ráðuneytunum?
t fljótu bragði kann það aö
þykja fánýtt og hégómlegt að
sækjast eftir litasjónvarpi. Einu
gildi i hvaða litum myndefnið
sé, ef efnisinnihaldið sé þess
viröi að horfa á það. En sama
mætti segja um klæðnað, engu
skipti hvernig snið eða útlitió er,
svo framarlega sem hann er
hlýr. Engu máli varði, hvernig
maturinn smakkast, ef hann
gefur næringu o.s.frv.
Þétta er ekki spurning um
smekk, heldur um framtið sjón-
varpsins. Það er spurningin
hvort þaö eigi að staðna á
gelgjuskeiöinu, eða fá að fylgj-
ast með þróuninni og komast til
manns.
Menn deila ákaft um sjón-
varpið, efnisval og útsendingar
en engum blandast hugur um,
að það hefur á einum áratug
gerbreytt lifsháttum þjóðarinn-
ar og orðið snar þáttur jafnt i
afþreyingu fólks sem menn-
ingaruppeldi. Sjónvarpið er
ekki lengur gestkomandi heldur
heimilisfast hjá islenskum fjöl-
skyldum.
Islenska sjónvarpið, áratug
eftir stofnun þess, stendur nú á
timamótum. Tækjabúnaður er
að ganga úr sér, dreifikerfið er
ófullnægjandi og fjárhagsleg
úlfakreppa svo alvarleg, aö
tekjur hrökkva ekki til að
standa undir vöxtum og afborg-
unum af skuldum.
Til viðbótar er ljóst að flest
sjónvarpstæki landsmanna eru
7-8 ára gömul, en það er talinn
eðlilegur endingartimi. öll
þessi -tæki þarf almenningur aö
endurnýja á næstu mánuðum og
misserum.
Ellert B. Schram
Sjónvarpið sjálft stendur
frammi fyrir sams konar
vanda. Nú reynist æ erfiðara að
fá nauðsynlega varahluti, þar
sem tæki eru vart framleidd
lengur fyrir svart/hvitt sjón-
varp. Flestallt efni er nú gert
fyrir litasjónvarp og er fáanlegt
án nokkurs aukagjalds. A sama
tima gerast erlendar stöðvar
tregari til kaupa á islenskum
svart/hvitum myndum, þar
sem svart/hvitt efni er ekki boð-
legt til sýningar.
Með þessar staðreyndir i huga
hef ég á þessu hausti flutt tillögu
til þingsályktunar, þar sem
skoraö er á rikisstjórnina að:
1) samþykkja áætlun sjón-
varpsins um reglulegar litaút-
sendingar.
2) gefa frjálsan innflutning á
lits jónvarpstækjum.
3) ákveða að tolltekjum af
innflutningi slikra tækja skuli
varið til endurbóta á tækjum og
dreifikerfi sjónvarpsins.
Einhverjar athugasemdir
hafa heyrst um að ekkert lægi á
með litasjónvarp, fyrst þurfi að
tryggja að sjónvarp sjáist um
allt landið — og miðin lika.
Einnig, að Rikisútvarpið þurfi
sjálft að segja til um, hvaöa röð
skuli vera á þeim framkvæmd-
• Spurningin snýst um það, hvort sjónvarpið eigi að
staðna á gelgjuskeiðinu
• Æ erfiðara reynist að fá varahluti fyrir svart/hvitt
sjónvarp
• Innflutningur litsjónvarpstœkja leysir tœknileg,
dagskrárleg og fjárhagsleg vandamál sjónvarpsins
um og verkefnum, sem við
blasa hjá þeirri stofnun.
En þessar athugasemdir eru
meinlokur. Nema menn vilji
hækka afnotagjöldin eða leggja
fram meira fé af fjárlögunum til
að bæta dreifikerfið og standa
undir fjármagnsþörf Rikisút-
varpsins? Ekki hefur heyrst að
menn séu sérlega spenntir fyrir
þvi. Eina og um leið sjálfsagð-
asta leiðin er, að leyfa frjálsan
innflutning á litasjónvarpstækj-
um, Sala 2500 tækja gæfi Rikis-
útvarpinu tekjur af aðflutn-
ingsgjöldum ca. kr. 150-200
millj. Þannig væru slegnar tvær
eða jafnvel margar flugur i einu
höggi. Þannig er unnt að mæta
tækniþróuninni og þörfum sjón-
varpsins, afla fjár til að bæta
dreifikerfið, draga úr smygli
auka fjölbreytni i dagskrá o.fl.
o.fl.
Gjaldeyrissala vegna inn-
flutnings á 2-2500 tækjum næmi
ca. 200 millj. og það er blátt
áfram hlægilegt að halda þvi
fram, að innflutningur af þeirri
stærðargráðu sé takmarkaður
vegna slæmrar gjaldeyrisstöðu
islendinga.
Fram til ágústloka á þessu ári
höfðu islendingar keypt gjald-
eyri fyrir 60 milljarða króna, og
innflutningur á sjónvarpstækj-
um ræður auðvitað engum úr-
slitum um gjaldeyrisstöðu
þjóðarbúsins. Aðalatriðið er
auðvitað hitt, að þessi leið leysir
tæknileg, dagskrárleg og fjár-
hagsleg vandamál islenska
sjónvarpsins. Úr þvi almenn-
ingur sjálfur vill og hefur efni á
að kaupa litasjónvarpstæki,
hvaða tilgangi þjónar það þá,
að streitast við i þessu máli?
Nema þá að kratarnir i ráðu-
neytunum geti skýrt það?
Ellert B. Schram
Á uppboðum fóst um 50% að-
f lutningsgjalda uppboðsvarnings
t „Svarthöfðagrein” i Visi
þann 11. nóv. s.l. má skilja, aö
þaö sé algeng aöferð aö innflytj-
endur tollafgreiöi vörur sinar
með þvi mótiaö láta þær á upp-
boö og leysi þær til sin þar meö
hagnaöi.
Þessu er til aö svara, að árið
1975 voru greidd aðflutnings-
gjöld viö tollstjóraembættið aö
fjárhæð kr. 9.478.383.044.-. Til
uppboös fóru vörur, er hvildu á
aðflutningsgjöld (með sölu-
gjaldi) að fjárhæð kr.
14.390.419,- eða u.þ.b. 0,16% af
heildaraðflutningsgjöldum 1975.
Alls voru þetta 179 vörusending-
ar, en þess má geta, að árið 1975
voru tollafgreiddar 91.103 vöru-
sendingar hjá tollstjóraembætt-
inu.
Af þessu má sjá, að þaö er
töluverður misskilningur og
vanþekking, ef þvi er haldiö
fram, að uppboð séu notuð i ein-
hverjum mæli sem tollaf-
greiðsluaöferð.
Einnig gætir nokkurs mis-
skilnings i áðurnefndri „Svart-
höfðagrein”, að uppboðin geti
Björn
Hermannson,
tollstjóri skrifar
oröið gróöavegur fyrir innflytj-
endur á þann hátt að þeir komist
hjá hluta aðflutningsgjalda og
sölugjaldi. Arið 1975 fóru til
uppboðs vörur, er hvildu á aö-
flutningsgjöld að fjárhæð kr.
14.390.419 eins og áður sagði.
Uppboðsandvirði varanna var
kr. 7.245.840.- og er sölugjald
innifalið i upphæðinni, en það er
innheimt strax af uppboðsand-
viröinu.
A uppboðum fæst þvi u.þ.b.
50% af aðflutningsgjöldum þess
varnings, sem fer til uppboðs.
Þetta er gott hlutfall, þegar þess
er gætt, aö mikill meirihluti
þessa varnings er skemmd vara
og miður seljanleg. En sá varn-
ingur sem er einhvers virði, er
yfirleittseldur á raunverði enda
hefur sú regla lengi veriö við
höfð á uppboðum, að fulltrúar
Innkaupastofnunar rikisins
mæta þar og gæta hagsmuna
rikissjóðs, og á Innkaupastofn-
unin oft hæsta boð.
t niðurlagi greinarinnar er að
þvi látið liggja, að erlendir
heildsalar séu að þreytast á is-
lenskum innflytjendum þvi
verða aðrir að mótmæla, ef
rangt er, enda ekki I verkahring
embættisins aö gæta hagsmuna
erlendra heildsala gagnvart is-
lenskum.